Greinar

Greinar

Kanntu brauð að baka?

Frambjóðendur á lista Framsóknarfélags Múlaþings hafa gríðarlega mikla reynslu af sveitarstjórnarmálum, þekkja vel sveitarfélögin fjögur sem eru að sameinast og einsetja sér það markmið að klára sameininguna með farsælum hætti. Við vitum að verkefnið er ærið, umsvifamikið og krefjandi – þess vegna bjóðum við okkur fram. Framsóknarflokkurinn er framkvæmdaflokkur, við hikum ekki við að horfa til framtíðar, móta okkur stefnu – og halda okkur við hana.

Nánar

Áfram veginn – Til framtíðar

Eitt af verkefnum sveitarstjórnar í nýja sveitarfélaginu verður, í samráði við íbúa, að móta þá framtíðarsýn sem lá til grundvallar kosningu um sameiningu sveitarfélaganna. Hana þarf að móta í samráði við íbúana. Vinna þarf nýtt aðalskipulag sem tekur til nýja sveitarfélagsins í heild. Það er mikilvægt að í því verði tekið á nýtingu, náttúruvernd og varðveislu. Áhersla verði lögð á sjálfbærni, samfélagsábyrgð og bætt búsetuskilyrði. Setja þarf aukinn kraft í gerð skipulagsáætlana með það að markmiði að atvinnulíf og íbúabyggð geti þróast við öruggar hentugar aðstæður sem tryggi lífsgæði og velferð íbúanna. Í því sambandi þarf að horfa sérstaklega til áskorana í samgöngumálum með tilliti til atvinnu-, menningar- og mannlífs, með öðrum orðum almennra búsetuskilyrða. Mikilvægur hluti af þeirri framtíðarsýn verður strandskipulag eða nýtingaráætlun sem jafnframt tekur mið af og styður við uppbyggingu og þróun hafna sveitarfélagsins.

Nánar

Loksins leið af leigumarkaði

Hlutdeildarlánum er ætlað að auðvelda tekju- og eignalitlum einstaklingum að eignast sína fyrstu íbúð. Hlutdeildarlánin eru að skoskri fyrirmynd. Hægt verður að sækja um lánin frá 1. nóvember nk. Með hlutdeildarlánum veitir ríkið 20% viðbótarlán fyrir húsnæðiskaup sem endurgreitt er við sölu eignarinnar. Kaupandi þarf aðeins að leggja út eigið fé sem nemur að lágmarki 5%. Hér er því verið að brúa bil á milli lána sem veitt eru af fjármálafyrirtækjum eða lífeyrissjóðum og kaupverðs. Hlutdeildarlánin bera hvorki vexti né afborganir á lánstímanum heldur fylgja þau fasteigninni og endurgreiðast við sölu eða 25 árum frá lántöku, og er þá miðið við sama hlutfall af verðmæti eignarinnar og upphafleg lánveiting hljóðaði uppá.

Nánar

Lægri flugfargjöld með Loftbrú jafna aðstöðumun íbúa landsins

Það er af­skap­lega ein­falt að nýta sér af­slátt­ar­kjör með Loft­brú. Á Ísland.is auðkenn­ir fólk sig með ra­f­ræn­um skil­ríkj­um og sér þar yf­ir­lit yfir rétt­indi sín. Þeir sem vilja nýta af­slátt­inn sækja sér­stak­an af­slátt­ar­kóða sem nota má á bók­un­ar­síðum flug­fé­laga þegar flug er pantað. Ég hvet ykk­ur til að kynna ykk­ur málið frek­ar á vefn­um Loft­bru.is.

Nánar

Rödd sveitarfélagsins

Það er margt framundan sem þarf að tala fyrir og Framsóknarflokkurinn vill vera leiðandi í þessari baráttu. Við viljum sjá frekari uppbyggingu á Egilsstaðaflugvelli. Við viljum sjá staðbundið háskólanám verða að veruleika í fjórðungnum og fjölbreyttari fjarnámskosti fyrir íbúa hér. Við þurfum bætta hafnaraðstöðu víða í sveitarfélaginu og fleira og fleira. Nýtt sveitarfélag mun þurfa sterka rödd til að tala sínu máli. Ég gef kost á mér til að vera þessi rödd og bið um þinn stuðning til þess.

Nánar

Fordæmalausar samgönguframkvæmdir mynda hagvöxt og skapa atvinnu

For­gangs­röðun fjár­fest­ing­ar í sam­göngu­áætlun er skýr með áherslu á um­ferðarör­yggi sem styður við arðsemi og efna­hags­leg­an græn­an vöxt. Hæfi­leg blanda af einka- og rík­is­rekn­um verk­efn­um skil­ar sér til sam­fé­lags­ins ef til­gang­ur­inn er skýr. Sú hug­mynda­fræði var tek­in lengra með samþykkt Alþing­is á frum­varpi um sam­vinnu­verk­efni í vega­fram­kvæmd­um (PPP). Nýju lög­in heim­ila sam­vinnu á milli einkaaðila og rík­is að fara í til­tek­in sam­göngu­mann­virki. Ábat­inn er auk­in skil­virkni í vega­gerð og býr til aukið svig­rúm rík­is­ins til að sinna nauðsyn­legri grunnþjón­ustu sam­fé­lags­ins. Sam­göngu­verk­efni henta vel til sam­vinnu­verk­efna og þegar áhugi inn­lendra fjár­festa er til staðar er óskyn­sam­legt annað en að velja þessa leið.

Nánar

Friðhelgi Dynjandisheiðar rofin

Vetr­arþjón­usta á Dynj­and­is­heiði hef­ur fylgt G-reglu Vega­gerðar­inn­ar. Þessi regla end­ur­spegl­ar þá órjúf­an­legu leið sem þær syst­ur Dynj­and­is- og Hrafns­eyr­ar­heiðar byggðu. Aðstæður á Hrafns­eyr­ar­heiðinni hafa stýrt þess­ari reglu, eðli­lega. Nú skil­ur leiðir þess­ara fjall­vega og hinn erfiði fjall­veg­ur yfir Hrafns­eyr­ar­heiðina verður ekki til staðar eft­ir opn­un ganga. Vega­gerðin hef­ur þegar ráðgert að halda uppi þjón­ustu fimm daga vik­unn­ar í vet­ur eins og mögu­legt er. Vetr­arþjón­usta er nauðsyn­leg og auka þarf þjón­ust­una strax til að fá reynslu af því hvernig eigi að festa hana í sessi í framtíðinni. Öryggi veg­far­enda er höfð að leiðarljósi við fram­kvæmd­ir og þjón­ustu á veg­um lands­ins, því er góð vetr­arþjón­usta lyk­il­atriði fyr­ir þá sam­fé­lags­mynd sem rík­ir.

Nánar

Byltingar­kennd lausn

Í alltof langan tíma hafa tekjulágir setið eftir læstir inni í viðjum oft og tíðum ósanngjarns leigumarkaðar og ekki átt möguleika á að koma sér upp eigin húsnæði fyrir. Við hljótum öll að fagna því að þessi hópur hefur nú raunverulegan möguleika á að koma sér upp húsnæði fyrir sig og fjölskyldu sína. Til hamingju Ísland áfram veginn.

Nánar

Hlutdeildarlán að skoskri fyrirmynd

Það er ljóst að ekki gilda sömu við­mið um fast­eign­ar­markað á stór-höf­uð­borg­ar­svæð­inu og á köldum svæð­um. Sveigj­an­leiki í kerf­inu verður að vera til staðar til að koma til móts við sér­stakar aðstæður þar. Lyk­ill­inn að góðri nið­ur­stöðu í hús­næð­is­málum er sam­vinna milli Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar, sveit­ar­fé­laga, bygg­ing­ar­fyr­ir­tækja og fjár­mála­stofn­ana. Með góðu sam­tali næst við­un­andi jafn­vægi milli eft­ir­spurnar og fram­boðs á hús­næð­is­mark­aði og á sama tíma eykur það mögu­leika tekju­lágra að eign­ast eigið hús­næði.

Nánar