Categories
Fréttir

Unnur Þöll endurkjörin formaður SUF

Deila grein

31/08/2022

Unnur Þöll endurkjörin formaður SUF

47. Sambandsþing ungra Framsóknarmanna var haldið í Kópavogi um helgina.

Unnur Þöll Benediktsdóttir var endurkjörin formaður sambandsins. Unnur Þöll hefur gegnt embættinu í eitt ár en hún er varaborgarfulltrúi Framsóknar og var kosningastjóri B-listans í Reykjavík í síðustu sveitastjórnakosningum þar sem þau unnu stóran sigur.

Ný stjórn og varastjórn var kosin á þinginu og samanstanda þær af 24 ungum einstaklingum alls staðar að af landinu.

Þingið samþykkti í heildina fjórtán ályktanir. Ein af þeim fjallaði um hækkun fæðingarstyrks til námsmanna. Einnig var ályktað um aukið fjármagn til forvarna gegn sjálfsvígum, að lækka eigi fasteignaskatta og að 1. desember verið gerður að opinberum frídegi, ásamt fleirum.

Ályktanir þingsins

Sigurður Ingi Jóhannsson, Unnur Þöll Benedikstdóttir og Ásmundur Einar Daðason.

Myndir: Samband ungra Framsóknarmanna

Orri Hlöðversson, Halla Karen Kristjánsdóttir, Valdimar Víðisson, Brynja Dan og Willum Þór Þórsson.