Menu

Greinar

/Greinar

Fjölskylduvænni námsaðstoð

Greinar|

Frumvarpsdrög um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna, nýjan námsstyrkja- og lánasjóð, voru kynnt í samráðsgátt stjórnvalda í vikunni. Frumvarpið er afurð heildarendurskoðunar á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Markmið þess er að tryggja þeim sem falla undir lögin tækifæri til náms án tillits til efnahags og stöðu að öðru leyti, með því að veita námsmönnum fjárhagslega aðstoð [...]

Stuðningssjóður íslenskra námsmanna

Greinar|

Frum­varps­drög til nýrra laga um náms­styrkja­kerfi Stuðnings­sjóðs ís­lenskra náms­manna (SÍN) hafa nú verið birt í sam­ráðsgátt stjórn­valda. Að þeim hef­ur verið unnið á vett­vangi mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneyt­is­ins um hríð, í góðu sam­starfi við helstu hags­munaaðila. Mark­miðið nýs kerf­is er aukið jafn­rétti til náms, jafn­ari styrk­ir til náms­manna, betri nýt­ing op­in­bers fjár og auk­inn stuðning­ur við [...]

Afkastamikið vorþing

Greinar|

Árang­urs­ríkt vorþing er að baki með samþykkt margra fram­fara­mála sem munu hafa já­kvæð áhrif á sam­fé­lagið okk­ar. Þar af voru sjö frum­vörp samþykkt, ásamt einni þings­álykt­un­ar­til­lögu, sem snerta mennta-, menn­ing­ar- og vís­inda­mál á Íslandi. Kenn­ara­starfið það mik­il­væg­asta Kenn­ara­frum­varpið um mennt­un, hæfni og ráðningu kenn­ara og skóla­stjórn­enda við leik-, grunn- og fram­halds­skóla, varð að lög­um. Það [...]

Dýralæknaþjónusta á Vestfjörðum

Greinar|

Nú er svo komið að dýralæknalaust er í fimm sveitarfélögum á Vestfjörðum. Í Súðavík, Ísafjarðarbæ, Bolungarvík, Tálknafjarðarhreppi og Vesturbyggð. Þessi svæði eru á þjónustusvæði 3, sem er skilgreining skv. reglugerð 846/2011 og snýr að dýralæknaþjónustu í dreifðum byggðum. Sigríður Inga Sigurjónsdóttir dýralæknir sinnti þjónustusamningi við dýraeigendur á þessu svæði, hún hefur sagt honum upp eftir [...]

Framtíð fjölmiðlunar

Greinar|

Í haust mun ég mæla fyrir frumvarpi um breytingu á fjölmiðlalögum. Það frumvarp markar tímamót fyrir einkarekna fjölmiðla hér á landi sem með því geta fengið opinberan fjárstuðning vegna öflunar og miðlunar frétta og fréttatengds efnis. Ljóst er að síðustu ár hafa rekstrarforsendur einkarekinna fjölmiðla hér á landi versnað til muna. Margar ástæður eru fyrir [...]

Vestnorrænt tungumálasamstarf

Greinar|

Mennta- og vís­inda­málaráðherra Fær­eyja, Hanna Jen­sen, heim­sótti Ísland í nýliðinni viku. Það var sér­lega ánægju­legt að hitta sam­starfs­ráðherr­ann frá Fær­eyj­um og við átt­um upp­byggi­leg­an fund þar sem fram komu ýms­ar hug­mynd­ir um frek­ara sam­starf á milli land­anna. Okk­ur er báðum um­hugað um stöðu og þróun okk­ar móður­mála, ís­lensk­unn­ar og fær­eysk­unn­ar. Bæði tungu­mál standa frammi fyr­ir [...]

Af stjórnmálum og sólskini

Greinar|

Vor og sum­ar hafa verið þeim sem búa um sunn­an­vert landið ákaf­lega upp­lits­djarft og er langt gengið þegar fólk er farið að kvarta yfir rign­ing­ar­leysi. Eitt­hvað er nú að ræt­ast úr því þessa dag­ana. Þessi bjarta sum­ar­byrj­un kem­ur eft­ir lang­an þing­vet­ur þar sem margt hef­ur drifið á daga. Stærsta mál vetr­ar­ins. Síðastliðið haust spáðu marg­ir [...]

Samstaða um raunverulegar breytingar fyrir börn og fjölskyldur

Greinar|

Um­fangs­mik­il vinna stend­ur nú yfir við heild­ar­end­ur­skoðun barna­vernd­ar­laga og end­ur­skoðun á fé­lags­legri um­gjörð og stuðningi við börn á Íslandi. Leiðar­stefið í allri þeirri vinnu er sam­vinna. Sam­vinna þeirra ráðherra rík­is­stjórn­ar­inn­ar og ráðuneyta sem fara með mál­efni barna. Sam­vinna þing­manna úr öll­um flokk­um sem nú sitja á þingi. Sam­vinna og sam­tal fag­fólks og sér­fræðinga af ólík­um [...]

Ólíkir skólar fyrir ólíka einstaklinga

Greinar|

Skapandi og gagnrýnin hugsun, læsi og þátttaka í lýðræðissamfélagi verður áfram undirstaða íslenska skólakerfisins. Á dögunum samþykkti Alþingi frumvarp sem festir í sessi faglega umgjörð um starfsemi lýðskóla. Til þessa hefur ekki verið nein löggjöf í gildi um slíka skóla. Meiri fjölbreytni – minna brottfall Hlutverk lýðskóla er fyrst og fremst að búa nemendur undir [...]

Eldsneyti framtíðarinnar – íslenskar orkujurtir

Greinar|

Framleiðsla jarðefnaeldsneytis mun innan nokkurra áratuga dragast verulega saman. Í þeirri staðreynd felst sú áskorun að framleiða nýja orkugjafa hér á landi sem er bæði endurnýjanlegir og umhverfisvænir. Rannsóknir sýna að bíódísill úr repjuolíu geti komið í staðinn fyrir jarðefnaeldsneyti. Repjuræktun og framleiðsla á eldsneyti úr repjuolíu er sjálfbær leið til að sjá fiskiskipaflotanum fyrir [...]

Load More Posts