Framsókn er ein stærsta fjöldahreyfing landsins
Um þrettán þúsund manns eru félagar í flokknum.
Þessir félagar eiga það sammerkt að vilja vinna að því að hafa áhrif á þjóðfélagsskipan á Íslandi samkvæmt hugsjónum flokksins og þeim markmiðum sem skilgreind eru í grundvallarstefnuskrá hans. Framsóknarflokkurinn er því grasrótarhreyfing þar sem hver og einn getur lagt sitt af mörkum til að móta stefnumál flokksins, kjósa forystu hans og hafa þannig áhrif á störf hans og stefnu.
Almenn framsóknarfélög, félög framsóknarkvenna og félög ungs framsóknarfólks eru grunneiningar Framsóknarflokksins og mynda grunnstoðir flokksstarfsins. Yfirlit yfir aðrar helstu skipulagseiningar í flokksstarfinu má finna hægra megin á síðunni.