Viðburðir

Viðburðir í janúar

27/01/2026

Þriðjudagur

20:00 - 21:30

Lækjargötu 34A

Framsóknarspjall í Hafnarfirði með Lilju Rannveigu

Þriðjudagur 27. janúar 2026 –

Framsókn í Hafnarfirði

31/01/2026

Laugardagur

11:00 - 12:30

Félagsfundur Framsóknarfélags Mosfellsbæjar

Laugardagur 31. janúar 2026 –

Framsókn í Mosfellsbæ

 

31/01/2026

Laugardagur

11:00 - 12:30

Vöfflukaffi í Árborg – Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Laugardagur 31. janúar 2026 –

Framsókn í Árborg

Viðburðir í febrúar

03/02/2026

Þriðjudagur

18:00 - 19:30

Félagsfundur Freyju – Félags Framsóknarkvenna í Kópavogi

Þriðjudagur 3. febrúar 2026 –

Boðað er til félagsfundar Freyju – Félags Framsóknarkvenna í Kópavogi þriðjudaginn 3. febrúar nk. að Bæjarlind 14-16 í sal Framsóknar í Kópavogi kl. 18:00.

Dagskrá:
  1. Kosning starfsmanna fundarins.
  2. Val á fulltrúum félagsins á 38. Flokksþing Framsóknar.
  3. Fréttir frá Kvenfélagasambandi Kópavogs.
  4. Önnur mál.

Þær sem hafa áhuga á að vera fulltrúar f.h. Kvenfélagsins Freyju en komast ekki eru beðnar um að hafa samband við Svövu H. Friðgeirsdóttur formann félagsins (svavahf@gmail.com) fyrir 2. febrúar nk.

Stjórn Freyju – Félags Framsóknarkvenna í Kópavogi

03/02/2026

Þriðjudagur

19:30 - 21:00

Bæjarmálafundur Framsóknarfélags Suðurnesjabæjar

Þriðjudagur 13. janúar 2026 –

Opið samtal um bæjarmálin – Þitt álit skiptir máli!

Komdu og taktu þátt í líflegri umræðu.

Bæjarmálafundur Framsóknarfélags Suðurnesjabæjar verður haldinn þriðjudaginn 3. febrúar kl. 19:30 að Strandgötu 11 í Suðurnesjabæ.

Öll velkomin!

Framsóknarfélag Suðurnesjabæjar

 

03/02/2026

Þriðjudagur

20:00 - 21:30

Félagsfundur Framsóknarfélags Hafnarfjarðar

Þriðjudagur 3. febrúar 2026 –

Boðað er til félagsfundur í Framsóknarfélagi Hafnarfjarðar þriðjudaginn 3. febrúar í sal Framsóknar að Lækjargötu 34A, kl. 20:00.

Dagskrá:
  1. Tilnefningar fulltrúa á 38. Flokksping Framóknar 14.-15. febrúar n.k.
  2. Önnur mál.
Framsóknarfélag Hafnarfjarðar

07/02/2026

Laugardagur

-

Tvöfalt kjördæmaþing í Reykjavík vegna borgarstjórnarkosninga

Laugardagur 7. febrúar 2026

Tvöfalt kjördæmaþing í Reykjavík vegna vals á framboðslista Framsóknar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor fer fram laugardaginn 7. febrúar 2026 á Hilton Reykjavík Nordica. Kosið verður um fjögur efstu sætin á framboðslistanum.

Tvöfalt kjördæmaþing í Reykjavík

Stjórn Kjördæmasambands framsóknarmanna í Reykjavík boðar til tvöfalds kjördæmaþings laugardaginn 7. febrúar kl. 12:00 á Hilton Reykjavík Nordica.

Dagskrá

  1. Kosning starfsmanna þingsins.
  2. Kosning um fjögur efstu sætin á framboðslista Framsóknar fyrir borgarstjórnarkosningarnar 16. maí 2026.
  3. Tillaga að framboðslista Framsóknar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar 16. maí 2026.
  4. Önnur mál.

Þinggjald er 2.000 kr. og greiðist inn á reikning KFR kt. 560169-3619 reikn. 0358-26-000874. Kjörstjórn hefur þegar auglýst eftir framboðum á framboðslista Framsóknar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar 16. maí 2026.

Tekið er á móti framboðum og tilnefningum á netfanginu reykjavik@framsokn.is. Áhugasamir eru hvattir til að gefa kost á sér. Frambjóðendur og fulltrúar geta kynnt sér framboðsreglur um tvöfalt kjördæmaþing á vef Framsóknar.

Val fulltrúa fer fram á aðal- eða félagsfundi aðildarfélaga að viðhafðri hlutfallskosningu. Framsóknarfélag Reykjavíkur hefur boðað til félagsfundar 22. janúar 2026. Kjörbréf aðildarfélaga skulu hafa borist kjörstjórn á netfangið reykjavik@framsokn.is 15 dögum fyrir tvöfalda kjördæmaþingið.

Rétt til atkvæðagreiðslu á tvöföldu kjördæmaþingi eiga flokksbundnir framsóknarmenn í framsóknarfélögum í kjördæmunum og með lögheimili í kjördæmunum, þ.m.t. þeir sem skilað hafa inn inngöngubeiðnum í Framsóknarflokkinn 30 dögum fyrir tvöfalda kjördæmaþingið, hafi greitt þinggjald og séu fulltrúar með eftirtöldum hætti:

  • Einn fulltrúi fyrir hverja byrjaða 5 félagsmenn hvers aðildarfélags í kjördæmunum.
  • Formenn aðildarfélaga í kjördæmum.
  • Aðal- og varamenn í stjórn kjördæmasambandsins.
  • Aðalmenn kjördæmanna í miðstjórn Framsóknarflokksins.

Þá eiga allir félagsmenn Framsóknarflokksins í kjördæmunum rétt á að sitja kjördæmaþing með málfrelsi og tillögurétt.

Framboð

Kjörstjórn auglýsir eftir framboðum á framboðslista Framsóknar í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar 16. maí 2026. Frambjóðendur skulu vera kjörgengir í næstu sveitarstjórnarkosningum, búsettir í Reykjavík og félagar í Framsóknarflokknum. Frambjóðendur eru hvattir til að kynna sér vel framboðsreglur um tvöfalt kjördæmaþing.

Framboðsfrestur rennur út föstudaginn 23. janúar 2026 kl.12:00.

Tekið er á móti framboðum á netfanginu reykjavik@framsokn.is

Í framboðstilkynningu skulu frambjóðendur gefa kost á sér í ákveðin sæti, eitt eða fleiri. Hver frambjóðandi skal skila ljósmynd og að hámarki 400 orða kynningartexta með framboðstilkynningu ásamt meðmælendalista með að lágmarki 10 og að hámarki með 20 flokksbundnu framsóknarfólki.

Frambjóðendur geta nálgast eyðublað til að safna meðmælum hér.

Frambjóðendur í önnur sæti

Kjörstjórn gerir tillögu að skipan framboðslistans í heild og óskar eftir tilnefningum eða framboðum í önnur sæti listans. Áhugasamir eru beðnir að senda tölvupóst á netfangið reykjavik@framsokn.is með upplýsingum um nafn og kennitölu.

Kjörstjórn Framsóknar í Reykjavík

 

14/02/2026

Laugardagur

-

38. Flokksþing Framsóknar

14.-15. febrúar 2026 –

38. Flokksþing Framsóknar verður haldið 14.-15. febrúar 2026 á Hilton Reykjavík Nordica í Reykjavík.

Framsókn heldur reglulegt flokksþing eigi sjaldnar en annað hvert ár og skal það að jafnaði haldið fyrri hluta árs. Flokksþing Framsóknarmanna ákveður meginstefnu flokksins í landsmálum, setur flokknum lög og hefur æðsta vald í málefnum hans.

Mikilvægar dagsetningar:

15. janúar – viðmiðunardagur fulltrúatölu aðildarfélaga.
30. janúar – lagabreytingum skal í síðasta lagi á miðnætti skilað inn til flokksskrifstofu.
7. febrúar – kjörbréfum skal í síðasta lagi á hádegi skilað inn til flokksskrifstofu.

Á flokksþingi skal kjósa formann Framsóknarflokksins og skal hann jafnframt vera formaður miðstjórnar flokksins. Þá skal á flokksþingi kjósa varaformann, ritara og tvo skoðunarmenn reikninga. Einnig skal kjósa tvo meðstjórnendur í laganefnd og tvo til vara. Ennfremur skal kjósa tvo meðstjórnendur siðanefndar og tvo til vara.

Hvert flokksfélag hefur rétt til að senda einn fulltrúa með atkvæðisrétt á flokksþing fyrir hverja 15 félagsmenn eða brot úr þeirri tölu. Jafnmargir varamenn skulu kjörnir. Fulltrúatala skal miðast við félagatal eins og það liggur fyrir á skrifstofu flokksins 30 dögum fyrir flokksþing. Um fyrirkomulag kosninga fulltrúa fer eftir lögum einstakra aðildarfélaga. Aðildarfélög skulu tilkynna val sitt á fulltrúum á flokksþing til skrifstofu flokksins eigi síðar en viku áður en flokksþing er sett.

Allir félagsmenn í flokknum hafa rétt til að sækja flokksþing og hafa þar málfrelsi og tillögurétt.

Miðstjórnarmenn eiga sæti á flokksþingi með atkvæðisrétti.

Drög að dagskrá:

Laugardagur 14.02 

08:30 – Skráning, afhending þinggagna og sala miða á hátíðarkvöldverð og ball 

10:00 – Þingsetning  

10:10 – Kosning þingforseta, þingritara, kjörbréfanefndar, kjörstjórnar, samræmingarnefndar og dagskrárnefndar 

10:15 – Skýrsla ritara 

10:30 – Mál lögð fyrir þingið 

10:40 – Nefndastörf hefjast 

12:30 – Hádegishlé 

13:00 – Yfirlitsræða formanns  

13:30 – Ræða varaformanns 

13:45 – Almennar umræður 

16:30 – Nefndastörf 

20:00 – Hátíðarkvöldverður 

Sunnudagur 15.02 

08:30 – Skráning og afhending þinggagna 

09:00 – Nefndastörf 

10:30 – Afgreiðsla mála 

12:00 – Hádegishlé 

13:00 – Kosningar: Formaður, varaformaður, ritari, laganefnd, siðanefnd, skoðunarmenn reikninga og löggiltan endurskoðenda 

14:00 – Afgreiðsla mála, framhald 

17:00 – Þingslit 

 

*** Með fyrirvara um breytingar 

FRAMSÓKNARFLOKKURINN

Viðburðir í maí

16/05/2026

Laugardagur

09:00 - 22:00

Sveitarstjórnarkosningar 2026

Laugardagur 16. maí 2026 –
Sveitarstjórnarkosningar fara fram þriðja laugardag í maímánuði sem ekki ber upp á laugardag fyrir hvítasunnu.

Beri sveitarstjórnarkosningar upp á laugardag fyrir hvítasunnu skal kjördegi flýtt um eina viku.

Kosningaréttur
  • Allir íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri á kjördag, og sem skráðir eru með lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi 38 dögum fyrir kjördag.
  • Þeir námsmenn á Norðurlöndunum sem hafa náð 18 ára aldri á kjördag, eiga kosningarrétt í því sveitarfélagi þar sem lögheimili þeirra var skráð við brottflutning.
  • Allir danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgara sem eiga lögheimili á Íslandi og hafa náð 18 ára aldri á kjördag.
  • Aðrir erlendir ríkisborgarar sem hafa náð 18 ára aldri á kjördag og hafa átt lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir kjördag.
Kosningasaga
Framsókn