Viðburðir
Viðburðir í október
02/10/2025
Fimmtudagur
Aðalfundur Framsóknarfélags Grundarfjarðar
Fimmtudagur 2. október 2025 –
Aðalfundur Framsóknarfélags Grundarfjarðar verður haldinn í Fákaseli, félagsheimili hestamanna, fimmtudaginn 2. október 2025, kl. 20:00.
Dagskrá:
- Venjuleg aðalfundarstörf.
- Önnur mál.
Nýir félagar velkomnir.
Stjórnin.
03/10/2025
Föstudagur
Dalvíkurbyggð - Þórarinn Ingi Pétursson
Föstudagur 3. október 2025 –
Þá er komið að því að starta vetrarstarfinu hjá Framsóknarfélagi Dalvíkurbyggðar og ætlar Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður, að koma og vera með okkur.
Hvetjum alla sem hafa áhuga á okkar frábæra samfélagi að koma og hitta okkur föstudaginn 3. október kl. 20:30 á Hólnum í Menningarhúsinu Bergi í góðu spjalli.
Fólk getur verslað sér drykki á staðnum og við munum klárlega skála einu sinni eða jafnvel tvisvar yfir kvöldið!
Hlökkum til að sjá sem flesta.
Stjórnin.
04/10/2025
Laugardagur
Laugardagur 4. október 2025 –
Framsóknarfélag Austur-Húnavatnssýslu boðar til umræðu- og spjallfundar með félagsmönnum á Teni, Húnabraut 4, Blönduósi, laugardaginn 4. október kl. 10:00.
Dagskrá:
- Málefni líðandi stundar.
- Önnur mál.
Stjórnin.
04/10/2025
Laugardagur
Laugardagur 4. október 2025 –
Höldum laugardagsfund í Fjölsmiðjunni 4. október kl. 11:00. Það er engin skipulögð dagskrá, við ætlum bara að hittast og spjalla, fá okkur kaffi og njóta!
Minnum á að laugardagsfundir fyrsta laugardag hvers mánaðar í Fjölsmiðjunni kl. 11:00.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Framsókn á Akureyri
04/10/2025
Laugardagur
Laugardagsfundur á Húsavík – málefni Norðurþings
Laugardagur 4. október 2025 –
Framsóknarfélag Þingeyinga
04/10/2025
Laugardagur
Laugardagsfundur í Kópavogi – Virkni og vellíðan
Laugardagur 4. október 2025 –
Verið velkomin til okkar á laugardagsfund Framsóknar í Kópavogi laugardaginn 4. október kl. 11:00.
Kaffi og meðlæti að hætti hússins!
Framsókn í Kópavogi
04/10/2025
Laugardagur
Vöfflukaffi í Mosfellsbæ – málefni bæjarfélagsins
Laugardagur 4. október 2025 –
Framsókn í Mosfellsbæ
04/10/2025
Laugardagur
50. Sambandsþing Sambands ungra Framsóknarmanna
4.-5. október 2025 ‒
50. Sambandsþing Sambands ungra Framsóknarmanna verður haldið 4.-5. október í Jötunheimum í Garðabæ (Bæjarbraut 7). Þinggjald verður 3.000 kr.
Drög að dagskrá:
Laugardagur 4. október
11:00 Þingsetning:
– Kosning þingforseta
– Kosning þingritara
– Kosning starfsnefndar
11:15 Skýrsla stjórnar
11:30 Lagabreytingar
12:00 Almennar umræður // Ávörp
13:00 Málefnavinna
16:00 Þinghlé
17:00-19:00 Vísindaferð
20:00 Hátíðarkvöldverður & skemmtun // Ávörp
Sunnudagur 5. október
10:00 Málefnavinna – framhald
11:00 Kosningar:
– Formaður
– Stjórn (12)
– Varastjórn (12)
– Skoðunarmenn reikninga (2)
– Varaskoðunarmenn reikninga (2)
12:00 Hádegishlé
12:59 Niðurstöður kosninga
13:00 Málefnavinna – áframhald // Afgreiðsla mála
16:00 Þingslit og heimferð
Mikilvægar dagsetningar:
- 4. september: Síðasti dagur til að skrá sig í flokkinn til að hafa atkvæðisrétt á þinginu.
- 13. september: Síðasti dagur til að skila inn framboðum til formanns (sendist á framsokn@framsokn.is).
- 20. september: Síðasti dagur til að senda inn lagabreytingar (sendist á ung@framsokn.is).
Frestur til að bjóða sig fram í önnur embætti rennur út rétt fyrir kosningar á sunnudeginum 5. október.
Sambandsþing hefur æðsta vald í málefnum Sambands ungra Framsóknarmann. Þar er stefna sambandsþing mynduð, lög og ályktanir samþykkt. Einnig er kosið í nýja stjórn ár hvert auk formanns. Sambandsþing er enn fremur uppskeruhátíð ungs Framsóknarfólks. Tími til að hafa gaman og fyrir nýtt fólk að kynnast starfinu. Við hvetjum öll þau sem eru áhugasöm að taka þátt og skrá sig.
Ef einhverjar spurningar vakna er hægt að hafa samband við SUF með því að senda skilaboð á facebook eða öðrum miðlum.
Þau sem hafa verið skráð í Framsókn í það minnsta 30 dögum fyrir sambandsþing og hafa greitt þinggjöld hafa atkvæðisrétt á þinginu. Þau sem vilja skrá sig í flokkinn geta gert það með rafrænum skilríkjum hér: https://framsokn.is/ganga-i-flokkinn/
Fylgist með á samfélagsmiðlum SUF varðandi frekari upplýsingar.
Stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna
11/10/2025
Laugardagur
14/10/2025
Þriðjudagur
Bæjarmálafundur í Hafnarfirði – Valdimar Víðisson
Þriðjudagur 14. október 2025 –
Framsókn í Hafnarfirði
18/10/2025
Laugardagur
Laugardagur 18. október 2025 –
Landsstjórn Framsóknar hefur samþykkt að boða til haustfundar miðstjórnar laugardaginn 18. október. Fundurinn verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica (áður Hótel Esja, Suðurlandsbraut).
Í aðdraganda fundarins verður vinnustofa málefnanefndar Framsóknar og gleðistund í Skátaheimilinu Garðabæ síðdegis á föstudeginum. Vinnustofan hefst kl. 17:00 en í framhaldi verður boðið uppá súpu og léttar veitingar.
Á laugardagsmorgninum hefst dagurinn með málstofu um málefni barna og ungmenna sem SUF stendur fyrir. Málstofan hefst kl. 9:30 á Hilton, 2. hæð.
Drög að dagskrá:
11:30 – Skráning hefst
12:20 – Setning fundarins
12:25 – Kosning fundarstjóra og ritara
12:30 – Yfirlitsræða formanns – Sigurður Ingi Jóhannsson
12:45 – Ræða varaformanns – Lilja Dögg Alfreðsdóttir
12:55 – Yfirlit yfir málefnastarf – Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir
13:05 – Almennar stjórnmálaumræður
16:05 – Kaffihlé
16:20 – Afgreiðsla stjórnmálaályktunar
16:40 – Kosning ritara Framsóknar
17:00 – Boðun 38. Flokksþings Framsóknar
17:15 – Önnur mál
17:30 – Fundarslit
18:30 – Fordrykkur
19:30 – Kvöldverður
Í miðstjórn eiga sæti:
- Einn fulltrúi fyrir hverja 100 félagsmenn í hverju kjördæmi til eins árs í senn eftir reglum sem hlutaðeigandi kjördæmissamband setur.
- Þriðjungur fulltrúanna hið minnsta skal vera úr hópi ungs framsóknarfólks. Jafnmargir varamenn skulu kjörnir á sama hátt.
- Alþingismenn flokksins og ráðherrar.
- Landsstjórn og framkvæmdastjórn flokksins.
- Fyrrverandi þingmenn og ráðherrar flokksins enda séu þeir félagsmenn.
- Aðalmenn í sveitarstjórn, sveitarstjórar eða bæjarstjórar enda séu þeir félagsmenn.
- Stjórn og varastjórn launþegaráðs flokksins.
- Sjö fulltrúar kosnir af landsstjórn.
Framsóknarflokkurinn
Viðburðir í maí
16/05/2026
Laugardagur
Laugardagur 16. maí 2026 –
Sveitarstjórnarkosningar fara fram þriðja laugardag í maímánuði sem ekki ber upp á laugardag fyrir hvítasunnu.
Beri sveitarstjórnarkosningar upp á laugardag fyrir hvítasunnu skal kjördegi flýtt um eina viku.
Kosningarréttur
- Allir íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri á kjördag, og sem skráðir eru með lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi 38 dögum fyrir kjördag.
- Þeir námsmenn á Norðurlöndunum sem hafa náð 18 ára aldri á kjördag, eiga kosningarrétt í því sveitarfélagi þar sem lögheimili þeirra var skráð við brottflutning.
- Allir danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgara sem eiga lögheimili á Íslandi og hafa náð 18 ára aldri á kjördag.
- Aðrir erlendir ríkisborgarar sem hafa náð 18 ára aldri á kjördag og hafa átt lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir kjördag.