Categories
Forsíðuborði Fréttir

Linda Hrönn kjörin formaður Landssambands Framsóknarkvenna

Deila grein

04/02/2018

Linda Hrönn kjörin formaður Landssambands Framsóknarkvenna

Á 18. landsþingi Landssambands Framsóknarkvenna sem haldið var í Reykjavík 3. febrúar síðastliðinn var Linda Hrönn Þórisdóttir kjörin formaður LFK. Linda Hrönn er með MA próf í uppeldis- og menntunarfræðum og B.Ed gráðu í leikskólakennarafræðum. Linda Hrönn starfar sem sérfræðingur hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi en hefur um tuttugu ára reynslu sem kennari og stjórnandi í leikskólum. Linda Hrönn hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn, hefur verið í miðstjórn frá árinu 2014, er í launþegaráði og situr í menntamálahópi flokksins.