Miðstjórn
Miðstjórn fer með umboð flokksins á milli flokksþinga og útfærir meginstefnu hans í landsmálum. Miðstjórn ákvarðar um þátttöku flokksins í ríkisstjórn. Málefnasamning um ríkisstjórnarsamstarf skal leggja fyrir miðstjórn. Í miðstjórn Framsóknar eiga sæti um 200 fulltrúar sem kjörnir eru á eftirfarandi hátt:
- Einn fulltrúi fyrir hverja 100 félagsmenn í hverju kjördæmi eða brot úr þeirri tölu umfram 50. Þessir fulltrúar skulu kosnir á kjördæmisþingum til eins árs í senn eftir reglum sem hlutaðeigandi kjördæmissamband setur. Þriðjungur fulltrúanna hið minnsta skal vera úr hópi ungs framsóknarfólks, þ.e. undir 35 ára aldri. Jafnmargir varamenn skulu kjörnir á sama hátt.
- Alþingismenn flokksins og ráðherrar.
- Landsstjórn og framkvæmdastjórn Framsóknarflokksins.
- Fyrrverandi þingmenn og ráðherrar Framsóknarflokksins enda séu þeir félagsmenn.
- Aðalmenn í sveitarstjórn, sveitarstjórar eða bæjarstjórar enda séu þeir félagsmenn.
- Stjórn og varastjórn launþegaráðs Framsóknarflokksins, sbr. gr. 8.4.
- Sjö fulltrúar kosnir af landsstjórn.
Miðstjórnin skal boðuð til fundar tvisvar á ári, vor og haust. Á haustfundi skal taka félagsstarf flokksins á komandi starfsári sérstaklega til umræðu. Aðrir fundir miðstjórnar skulu haldnir, þegar landsstjórn flokksins ákveður, og eru þeir löglegir, ef þar mætir meirihluti miðstjórnarmanna. Einnig er skylt að boða til miðstjórnarfundar ef 1/3 miðstjórnarmanna krefst þess skriflega.
Nefndir miðstjórnar
Málefnanefnd
Hana skipa formaður sem framkvæmdastjórn skipar og fjórir meðstjórnendur. Hlutverk nefndarinnar er að skipuleggja og hafa umsjón með málefnastarfi og stefnumótunarvinnu Framsóknarflokksins. Nefndina skipa:
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, formaður, aðalmenn: Þórir Haraldsson, Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, Magnea Gná Jóhannsdóttir og Gunnar Már Gunnarsson. Varamenn: Hrafn Splidt Þorvaldsson og Teitur Erlingsson.
Fræðslu- og kynningarnefnd
Hana skipa formaður sem framkvæmdastjórn skipar og fjórir meðstjórnendur. Hlutverk nefndarinnar er að skipuleggja og hafa umsjón með framkvæmd kynningar- og fræðslumála Framsóknarflokksins. Nefndina skipa:
Gísli Sigurjón Brynjólfsson, formaður, aðalmenn: Berglind Sunna Bragadóttir, Sonja Lind Eyglóardóttir, Milla Ósk Magnúsdóttir og Skúli Bragi Geirdal Magnússon. Varamenn: Hnikarr Bjarmi Franklínsson og Örvar Jóhannsson.
Deila