Forsíða

Framtíðin ræðst á miðjunni

Framsókn er mikilvægt afl í íslensku samfélagi, afl umbóta, afl framsóknar um allt land.

Nánar

Frelsi með
ábyrgð

Framsókn er mikilvægt afl í íslensku samfélagi, afl umbóta, afl framsóknar um allt land.

Viðburðir

Frettir

„Menntun stuðlar að jöfnuði og er eitt mikilvægasta hreyfiaflið til framfara og betra lífs“

Skólafólk og nemendur í Fellahverfi í Breiðholti munu vinna saman að því að efla íslenskukunnáttu og styrkja sjálfsmynd barna í Fellahverfi. Um er að ræða samstarfsverkefni til þriggja ára sem miðar að því að efla málþroska og læsi og breyta starfsháttum í leik- og grunnskólum og frístundaheimili hverfisins. Verkefnið er nú þegar komið á fullt skrið en að verkefninu koma félagsmálaráðuneyti, mennta- og menningarmálaráðuneyti, Menntavísindasvið Háskóla Íslands, Þjónustumiðstöð Breiðholts og skrifstofa skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri heimsóttu Fellaskóla í gær og kynntu sér áherslur verkefnisins og hittu aðstandendur þess.

Nánar

Hin venjulega skynsama rödd þarf einnig svigrúm

Við Framsóknarmenn segjum hugmynda sem slíka sé ágæta, en við þurfum að spyrja okkur til hvers við erum að þessu. Er það gert til þess að nýta hálendið fyrir ferðamenn. Þau rök hafa stundum verið notuð, að það sé helsta söluvaran. Það er ekki vandamál á Suðurlandi að nýta hálendið í þágu ferðamennsku. Þurfum við að bæta landverndina og umsjónina, skipulagið. Ég held að það komi vel til greina, getum við gert það innan núverandi þjóðlenda með sveitarfélögunum, það er ekki spurning í mínum huga. Ég hef af magan hátt sagt Hálendisþjóðgarður þurfi lengri tíma. Við þurfum að sjá svæðisskipulag sveitarfélaganna, eins og er verið að vinna á Suðurlandi. Það þarf að ljúka við það fyrst. Ég held að vinna verði hugmyndinni betri farveg og svo er eitt sem er alveg klárt að Vatnajökulsþjóðgarður hefur á margan hátt gert mjög gott, en þar er enn mörgum hlutum þar en ólokið. Við eigum að einbeita okkur að því á næstu fimm árum og við munum ekki hafa neitt umfram fjármagn í einhver önnur verkefni á næstu fimm árum og því eigum við að gefa okkur tíma til að sinna því sem þegar er.

Nánar

Stefnuskrá

Framtíðin ræðst á miðjunni
Við viljum efla mannauð með því að sérhver einstaklingur fái örvun og tækifæri til að þroskast og vaxa í leik og starfi.Við stefnum að samfélagi umburðarlyndis og víðsýni svo margbreytileiki þjóðlífs og einstaklinga fái notið sín. 

Forystufólk Framsóknar

Sigurður Ingi Jóhannsson er formaður Framsóknar, Lilja Dögg Alfreðsdóttir er varaformaður og Jón Björn Hákonarson er ritari.

Forystufólk

Skilaboð frá Sigurði

Síðasta öld er af mörgum kölluð öld öfganna. Á þeirri öld léku Framsókn og samvinnuhugsjónin oft lykilhlutverk í að leiða saman ólík öfl við stjórn landsins. Við aðhyllumst frjálslynda hugmyndafræði og teljum farsælast að ná fram niðurstöðu með samvinnu ólíkra afla og hagsmuna sem byggð er á hófsemi og heiðarleika.

Skilaboð frá Lilju

Framsóknarflokkurinn blés til stórsóknar í menntamálum með hagsmuni samfélagsins að leiðarljósi. Við höfum haft það að markmiði að tryggja öllum jafnt aðgengi að námi við hæfi, óháð efnahag eða búsetu. Við höfum stóreflt iðn-, verk og starfsnám til að draga úr færnimisræmi á vinnumarkaði.

Skilaboð frá Jóni

Það er mér heiður sem ritara Framsóknarflokksins að fá að senda öllum þeim sem skoða heimasíðu flokksins kveðju hér með von um að hún nýtist sem flestum hvort sem þeir vilja kynna sér flokkinn og stefnu hans eða eru þegar þar fyrir og vantar upplýsingar um starfsemi hans um land allt.

Þingflokkur Framsóknar

Fólkið í flokknum

Ásmundur Einar Daðason
Félags- og barnamálaráðherra

Halla Signý Kristjánsdóttir
Alþingismaður

Lilja Dögg Alfreðsdóttir
Mennta- og menningarmálaráðherra

Líneik Anna Sævarsdóttir
Alþingsmaður

Sigurður Ingi Jóhannsson
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra

Silja Dögg Gunnarsdóttir
Alþingmaður

 Willum Þór Þórsson
Alþingismaður og formaður fjárlaganefndar

Þórunn Egilsdóttir
Alþingmaður og formaður þingflokks

Þingflokkurinn

Sveitarstjórnarfólk Framsóknar

Framsókn á Facebook