Forsíða

Framtíðin ræðst á miðjunni

Framsókn er mikilvægt afl í íslensku samfélagi, afl umbóta, afl framsóknar um allt land.

Nánar

Frelsi með
ábyrgð

Framsókn er mikilvægt afl í íslensku samfélagi, afl umbóta, afl framsóknar um allt land.

Viðburðir

Frettir

„Öflug forysta í menntamálum og málefnum barna skiptir máli“

„Stöðumatið er verkfæri sem skólakerfið hefur lengi kallað eftir til að kortleggja námsstöðu nemenda sem koma inn í íslenskt skólakerfi á mismunandi tímum skólagöngunnar. Stýrihópur hefur unnið stöðumatið að sænskri fyrirmynd og mun fylgja innleiðingu eftir með kynningu, leiðsögn og áframhaldandi þróun. Matið getur nýst grunnskólum og framhaldsskólum og unnið er að útfærslu fyrir leikskóla. Verkefnið miðar að því að bregðast sem fyrst við námsþörfum nýrra nemenda, byggja á styrkleikum þeirra og efla námshæfni með markvissri íhlutun á fyrstu stigum í skólagöngu í nýju landi. Stöðumatið er fyrir einstaklinga og skólasamfélagið í heild og er nú aðgengilegt á 40 tungumálum á vef Menntamálastofnunar. Hitt verkefnið er samstarfsverkefni til þriggja ára um að efla íslenskukunnáttu og styrkja sjálfsmynd barna í Fellahverfi,“ segir Líneik Anna.

Nánar

„Stórar kerfisbreytingar“ segir Ásmundur Einar

„Það er mikilvægt að þessi fjárveiting hafi verið samþykkt enda eiga börn ekki að þurfa að bíða eftir nauðsynlegri þjónustu, ráðgjöf og öðrum úrræðum sem bæta lífsgæði þeirra. Við þurfum líka að vera meðvituð um að samhliða þessu munum við innleiða stórar kerfisbreytingar á næstu árum þar sem barnið verður hjartað í kerfinu og tryggt verður að samfélagið muni grípa fyrr inn í þegar aðstoðar er þörf,“ segir Ásmundur Einar. Með breytingunum verði hægt að setja aukinn kraft í greiningu og ráðgjöf fyrir þau börn sem hafa miklar þarfir fyrir stuðning. Tryggja á börnum og aðstandendum þeirra snemmbæran og samþættan stuðning þvert á kerfi og tryggja að hin mismunandi þjónustukerfi innan velferðarþjónustunnar vinni saman til að tryggja farsæld barna.

Nánar

Byggðamál til 15 ára!

Í júní 2018 samþykkti Alþingi einróma stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024. Skömmu síðar voru gerðar breytingar á ýmsum lögum til samræmingar á áætlunum á sviði samgöngu-, fjarskipta-, sveitarstjórnar- og byggðamála sem fólu meðal annars í sér að ráðherra skyldi á að minnsta kosti þriggja ára fresti leggja fyrir Alþingi tillögu til þingsályktunar um stefnumótandi byggðaáætlun til fimmtán ára í senn. Þar skyldi jafnframt mörkuð aðgerðaáætlun til næstu fimm ára. Vorið 2021 verða þrjú ár liðin frá samþykkt byggðaáætlunar og því er hafin vinna við gerð nýrrar tillögu til þingsályktunar.

Nánar

Stefnuskrá

Framtíðin ræðst á miðjunni
Við viljum efla mannauð með því að sérhver einstaklingur fái örvun og tækifæri til að þroskast og vaxa í leik og starfi.Við stefnum að samfélagi umburðarlyndis og víðsýni svo margbreytileiki þjóðlífs og einstaklinga fái notið sín. 

Forystufólk Framsóknar

Sigurður Ingi Jóhannsson er formaður Framsóknar, Lilja Dögg Alfreðsdóttir er varaformaður og Jón Björn Hákonarson er ritari.

Forystufólk

Skilaboð frá Sigurði

Síðasta öld er af mörgum kölluð öld öfganna. Á þeirri öld léku Framsókn og samvinnuhugsjónin oft lykilhlutverk í að leiða saman ólík öfl við stjórn landsins. Við aðhyllumst frjálslynda hugmyndafræði og teljum farsælast að ná fram niðurstöðu með samvinnu ólíkra afla og hagsmuna sem byggð er á hófsemi og heiðarleika.

Skilaboð frá Lilju

Framsóknarflokkurinn blés til stórsóknar í menntamálum með hagsmuni samfélagsins að leiðarljósi. Við höfum haft það að markmiði að tryggja öllum jafnt aðgengi að námi við hæfi, óháð efnahag eða búsetu. Við höfum stóreflt iðn-, verk og starfsnám til að draga úr færnimisræmi á vinnumarkaði.

Skilaboð frá Jóni

Það er mér heiður sem ritara Framsóknarflokksins að fá að senda öllum þeim sem skoða heimasíðu flokksins kveðju hér með von um að hún nýtist sem flestum hvort sem þeir vilja kynna sér flokkinn og stefnu hans eða eru þegar þar fyrir og vantar upplýsingar um starfsemi hans um land allt.

Þingflokkur Framsóknar

Fólkið í flokknum

Ásmundur Einar Daðason
Félags- og barnamálaráðherra

Halla Signý Kristjánsdóttir
Alþingismaður

Lilja Dögg Alfreðsdóttir
Mennta- og menningarmálaráðherra

Líneik Anna Sævarsdóttir
Alþingsmaður

Sigurður Ingi Jóhannsson
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra

Silja Dögg Gunnarsdóttir
Alþingmaður

 Willum Þór Þórsson
Alþingismaður og formaður fjárlaganefndar

Þórunn Egilsdóttir
Alþingmaður og formaður þingflokks

Þingflokkurinn

Sveitarstjórnarfólk Framsóknar

Framsókn á Facebook