Byggðir

Byggðamál – Við erum eitt samfélag

  • Framsókn vill beita fjárhagslegum hvötum til að bæta aðgengi að opinberri þjónustu við íbúa á á skilgreindum brothættum svæðum á landsbyggðinni til að jafna aðstöðumun. Dæmi um velheppnaða aðgerð er Loftbrúin. Einnig er hægt að nýta ákvæði í lögum um nýjan Menntasjóð til að stuðla að búsetu sérfræðinga, til dæmis lækna, fjarri höfuðborginni.
  • Framsókn vill auka fjármagn til byggðaáætlunar. Grundvallarendurskoðun hefur átt sér stað á byggðamálum síðustu ár með nýrri byggðaáætlun. Nýta þarf betur þau tæki sem hún býr yfir.
  • Framsókn vill auka við eigið fé Byggðastofnunar til að auka möguleika stofnunarinnar við að styðja við atvinnuuppbyggingu og nýsköpun á landsbyggðinni.
  • Framsókn vill að byggðir verði klasar í samstarfi ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífs út um landið til að tryggja betur framgang hugmyndafræðinnar um störf án staðsetningar. Sett verði í forgang því tengdu að þróa skattalega hvata til að flýta þeirri uppbyggingu svo klasar eða samvinnuhús rísi sem víðast. Aðstöðuleysi má ekki koma í veg fyrir að störf á vegum hins opinbera og einkaaðila verði til á landsbyggðinni.
  • Framsókn vill efla smærri þorp sem standa höllum fæti. Sú reynsla sem hefur skapast af klæðskerasaumuðum aðgerðum á Flateyri er góð fyrirmynd.
  • Nú þegar hillir undir að verkefnið Ísland ljóstengt, sem Framsókn var í forystu um, ljúki með því að dreifbýlið um landið hefur aðgang að ljósleiðaratengingu þá þurfum við að stíga það næsta. Ísland fulltengt verður forgangsmál hjá Framsókn þannig að minni þéttbýlisstaðir fái ljósleiðartengingu og geti þannig tekið þátt í fjórðu iðnbyltingunni og íbúar þeirra búi við sömu lífsgæði og aðrir íbúar landsins sem felast í góðum fjarskiptum.
  • Starfsemi fiskeldis hefur hleypt nýjum krafti í byggðir sem áður stóðu höllum fæti með auknum tekjum og fjölgun íbúa. Framsókn vill áframhaldandi stuðning við uppbyggingu fiskeldis.  Regluverkið þarf að vera skýrt. Gæta þarf vel að umhverfisáhrifum starfseminnar með virku eftirliti, rannsóknum og aðkomu vísindamanna á viðeigandi sviðum.
  • Mikilvægt er að regluverk um fiskeldi verði endurskoðað til að tryggja sanngjarna gjaldtöku fyrir afnot af sameiginlegum auðlindum. Skipting þeirra tekna milli ríkis og sveitarfélög verði sanngjörn.

Deila