Categories
Fréttir Greinar

Alþjóðastjórnmál í ólgusjó

Deila grein

10/10/2023

Alþjóðastjórnmál í ólgusjó

Árás Ham­as-liða á Ísra­el sl. laug­ar­dag á Tóra-helgi­degi Gyðinga hef­ur hrundið af stað at­b­urðarás sem ekki sér fyr­ir end­ann á. Ísra­elsku þjóðinni er afar brugðið og hef­ur Ya­akov Nagal, fyrr­ver­andi yf­ir­maður þjóðarör­ygg­is­ráðs Ísra­els, líkt árás­inni við árás Jap­ana á Pe­arl Har­bor og svo 11. sept­em­ber. Tvennt er líkt við þá at­b­urðarrás; ann­ars veg­ar að árás­in kom Ísra­els­her al­gjör­lega á óvart og hins veg­ar að mann­fallið var mjög um­fangs­mikið en þúsund­ir hafa látið lífið eða særst yfir helg­ina. Ut­an­rík­is­ráðherr­ann okk­ar brást hratt við og lét tryggja að ís­lensk­ir rík­is­borg­ar­ar næðu að kom­ast heim. Er það vel.

Langvar­andi átök og óvænt árás

Átök­in fyr­ir botni Miðjarðar­hafs hafa verið mjög um­fangs­mik­il og ástand­inu oft líkt við púðurtunnu. Stríð hafa oft verið háð á svæðinu og mik­il spenna ríkt þar. Á ár­un­um 2005-2006 yf­ir­gáfu Ísra­els­menn Gasa­svæðið og hafa að miklu leyti haldið sig frá dag­leg­um mál­um á Gasa. Árás Ham­as-liða um liðna helgi er sú mann­skæðasta sem gerð hef­ur verið á Ísra­el frá stofn­un rík­is­ins árið 1948. Þetta er því stór­kost­legt áfall fyr­ir alla þjóðina. Ísra­el­ar hafa lengi lagt mik­inn metnað í leyniþjón­ustu­stofn­an­ir sín­ar sem ísra­elsk­ur al­menn­ing­ur hef­ur borið traust til. Samt sem áður ná Ham­as-sam­tök­in að skipu­leggja og fram­kvæma flókna og margþætta árás og ráðast yfir landa­mæri sem Ísra­el­ar töldu ör­ugg. Þau spor hræða óneit­an­lega í ljósi þess sem gerðist nán­ast slétt­um 50 árum fyrr, þegar Yom Kipp­ur-stríðið braust út með inn­rás ná­grannaþjóða í Ísra­el, sem kom Ísra­el­um al­gjör­lega í opna skjöldu. Sig­ur Ísra­els í því stríði leiddi til þess á end­an­um að Ar­ab­a­ríki beittu olíu­vopn­inu í fyrsta sinn, drógu úr fram­leiðslu og hindruðu auk þess út­flutn­ing á olíu til Vest­ur­landa. Þessi at­b­urðarás magnaði verðbólg­una sem þegar var kom­in á kreik á átt­unda ára­tugn­um og ein­kenndi þann ára­tug. Und­an­farið hafa stjórn­völd í Ísra­el verið að ein­blína á ógn­an­ir frá Íran og mál­efn­um Sýr­lands. Á sama tíma hafa ísra­elsk stjórn­völd verið að semja við Sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæm­in og Sádi-Ar­ab­íu um aukna sam­vinnu. Það virðist vera að Ísra­el­ar hafi talið ástandið í Palestínu vera stöðugra en raun­in var. Ótt­inn fram und­an er að sá ár­ang­ur sem náðst hef­ur á síðustu árum í átt að friðsam­ari Mið-Aust­ur­lönd­um sé fyr­ir bí. Við blas­ir að stig­mögn­un á þess­um átök­um get­ur orðið mik­il sem hef­ur í för með sér mjög slæm­ar af­leiðing­ar fyr­ir alþjóðasam­fé­lagið. Það er mik­il­vægt að stríðið breiðist ekki út og að ná­granna­ríki eða her­ská­ir hóp­ar þaðan drag­ist ekki inn í átök­in.

Mikl­ar áskor­an­ir í alþjóðamál­um

Inn­rás­ar­stríð Rússa í Úkraínu hef­ur reynst mik­il áraun og við erum ekki far­in að sjá fyr­ir end­ann á því. Mann­fallið held­ur áfram að vera mjög mikið og skaðleg áhrif þess á hag­kerfi beggja ríkja er gríðarleg. Ljóst er að mikið upp­bygg­ing­ar­starf er fram und­an í Úkraínu að loknu stríði. Að sama skapi hef­ur stríðið reynst Rússlandi mik­il áskor­un og hef­ur hag­kerfi lands­ins gjör­breyst. Refsiaðgerðir Vest­ur­landa hafa reynst þeim þung­ur baggi. Olíu- og gasút­flutn­ing­ur held­ur hins veg­ar áfram að vera mik­il­væg­ur og hef­ur hækk­un á þess­um afurðum aukið gjald­eyris­tekj­ur Rúss­lands. Á móti kem­ur að einka- og sam­neysla þjóða breyt­ist, sem ein­kenn­ir lönd í stríðsátök­um og veik­ir hag­kerfið stór­kost­lega. Kína hef­ur einnig verið að sýna veik­leika­merki og ekki leng­ur mögu­legt að stóla á kröft­ug­an hag­vöxt sem hef­ur meðal ann­ars knúið vöxt heimbú­skap­ar­ins und­an­farna ára­tugi. Hinn geysi­stóri gjald­eyr­is­forði lands­ins er far­inn að drag­ast sam­an og eft­ir því er tekið á fjár­mála­mörkuðum. Spenna held­ur áfram að ein­kenna vinnu­markaðinn í Banda­ríkj­un­um og því telja markaðsaðilar að banda­ríski seðlabank­inn hafi ekki lokið stýri­vaxta­hækk­un­um sín­um og ljóst er að vext­ir þurfa áfram að vera háir. Hækk­andi vaxtaum­hverfi hef­ur breytt fjár­mögn­un­ar­leiðum fyr­ir­tækja og mun það hafa áhrif á fjár­fest­ingu þegar fram líða stund­ir. Banda­ríska fjár­mála­kerfið hef­ur ekki farið var­hluta af þess­um vaxta­hækk­un­um. Ákveðinn doði virðist ein­kenna lyk­il­hag­kerfi í Evr­ópu. Skulda­bréfa­álag á Ítal­íu hef­ur hækkað, þar sem hall­inn á fjár­lög­um er mik­ill ofan á mikl­ar skuld­ir. Markaðsaðilar hafa áhyggj­ur af því að skuld­astaða Ítal­íu sé ósjálf­bær og gæti það smit­ast inn á evru­svæðið. Að sama skapi er hag­vöxt­ur í Þýskalandi lít­ill og hef­ur þessi staða áhrif á markaðsvænt­ing­ar. Hins veg­ar er já­kvætt að verðbólg­an þar er á hraðri niður­leið.

Staða Íslands er sterk

Ísland er stofnaðild­ar­ríki Atlants­hafs­banda­lags­ins og hef­ur tví­hliða varn­ar­samn­ing við Banda­rík­in ásamt því að vera virkt aðild­ar­ríki hjá Sam­einuðu þjóðunum. Land­fræðileg staða Íslands hef­ur orðið þess vald­andi að banda­lagsþjóðir hafa lagt mikið upp úr því að vera í virku ör­ygg­is- og varn­ar­sam­starfi. Fyr­ir inn­rás Rúss­lands í Úkraínu má segja að ör­ygg­is- og varn­ar­mál hafi ekki verði í brenni­dep­il. Það má segja að á einni nóttu hafi veru­leiki Evr­ópuþjóða breyst með óverj­an­legri inn­rás Rússa í Úkraínu. Stríðið sem þar geis­ar er grimm áminn­ing um að sú sam­fé­lags­gerð við búum við hér á vest­ur­hveli jarðar er ekki sjálf­sögð.

Átök­in í Úkraínu og stríðið í Ísra­el hafa afar nei­kvæð áhrif á alþjóðasam­fé­lagið. Áhrif­in eru margskon­ar. Alþjóðamarkaðir bregðast illa við óstöðug­leika og olíu­verð hækkaði strax eft­ir helg­ina. Hærra olíu­verð skil­ar sér í hærri verðbólgu en von­andi eru þetta skamm­vinn áhrif. Verð á út­flutn­ingsaf­urðum Úkraínu hef­ur verið sveiflu­kennt, sem hef­ur aukið á óvissu og óstöðug­leika í alþjóðahag­kerf­inu. Þess vegna er afar brýnt að hag­stjórn­in sé styrk á Íslandi, þegar alþjóðastjórn­mál­in eru stödd í ólgu­sjó sem þess­um.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 10. október 2023.