Landsstjórn
Landsstjórn flokksins skipa framkvæmdastjórn flokksins, formenn kjördæmissambanda, formaður sveitastjórnaráðs og formaður launþegaráðs. Formaður og varaformaður kjördæmissambands Reykjavíkur eiga sæti í landsstjórn ef einungis eitt kjördæmasamband starfar í Reykjavík.
Ritari Framsóknarflokksins er formaður landsstjórnar. Landsstjórn mótar stefnu um innra starf flokksins og skal funda a.m.k. þrisvar á ári. Landsstjórn skal flytja skýrslu um störf sín á haustfundi miðstjórnar ár hvert.
Landsstjórn Framsóknarflokksins:
- Jón Björn Hákonarson, ritari Framsóknarflokksins og formaður landsstjórnar
- Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins
- Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins
- Willum Þór Þórsson, formaður Þingflokks Framsóknarmanna
- Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, formaður SUF
- Linda Hrönn Þórisdóttir, formaður LFK
- Drífa Jóna Sigfúsdóttir, formaður SEF
- Jón Ingi Gíslason, formaður KFR
- Guðni Ágústsson, varaformaður KFR
- Friðrik Már Sigurðsson, formaður KFNV
- Pálína Margeirsdóttir, formaður KFNA
- Björn Harðarson, formaður KSFS
- Eygló Harðardóttir, formaður KFSV
- Ingibjörg Ólöf Isaksen, formaður sveitarstjórnarráðs
- Jóngeir H. Hlinason, formaður launþegaráðs
Deila
Share on facebook
Share on twitter
Share on email