Málefnin

Flokkur samvinnu og frjálslyndis

Rúmlega aldarlöng saga Framsóknar er samtvinnuð framförum og framsækni

Síðasta öld er af mörgum kölluð öld öfganna. Á þeirri öld lék Framsókn og samvinnuhugsjónin oft lykilhlutverk í að leiða saman ólík öfl við stjórn landsins. Eins og segir í grunnstefnu flokksins aðhyllumst við frjálslynda hugmyndafræði og teljum farsælast að ná fram niðurstöðu með samvinnu ólíkra afla og hagsmuna sem byggð er á hófsemi og heiðarleika. Líklega hefur sjaldan verið nauðsynlegra að rödd og hugmyndafræði Framsóknar heyrist en einmitt nú þegar pólar stjórnmálanna verða ýktari. Nú er mikilvægt að hlusta vel á ólíkar raddir og leiða mál til lykta með samvinnu.

Stefnumál Framsóknarflokksins eru sett fram með þrennum hætti:

  • Grundvallarstefnuskrá flokksins er kjarninn í stefnu flokksins – eða það leiðarljós sem önnur stefnumótun byggist á. Hún er ekki endurskoðuð á hverju flokksþingi, en það var síðast gert 2022 og þar áður 2001 og 1987.
  • Í ályktunum flokksþings er að finna ítarlegri stefnu í einstökum málaflokkum. Flokksþing endurskoðar þá stefnu annað hvert ár. Síðasta flokksþing var haldið í apríl 2024.
  • Í kosningastefnuskrá er að finna þær áherslur sem flokkurinn setur fram í kosningabaráttu fyrir alþingiskosningar og gilda um komandi kjörtímabil.