Viðburðir

Viðburðir í október

27/10/2020

Þriðjudagur

20:00 - 21:30

13. Kjördæmaþing KFR

Þriðjudagur 27. október 2020.

Stjórn KFR boðar til 13. Kjördæmaþings KFR þriðjudaginn 27. október í fjarfundi kl. 20:00. Póstur verður sendur út samdægurs kl. 17:00 á kjördæmaþingsfulltrúa með praktískum upplýsingum.

Skipuð hefur verið starfsnefnd. Hana skipa formenn KFR, FUF og FR.
Jón Ingi Gíslasonkjarnholt6@simnet.is
Aðalsteinn Haukur Sverrissonadalsteinn@recon.is
Íris Eva Gísladóttiririsegisladottir@gmail.com

Framboð til trúnaðarstarfa skal berast starfsnefnd eigi síðar en 3 sólarhringum fyrir fund eða fyrir kl. 20:00 þann laugardaginn 24. október 2020 skv. ákvörðun stjórnar KFR.

Framboð ber að senda í tölvupósti á; kjarnholt6@gmail.com. Nánari upplýsingar í síma 8940224.

Úr lögum KFR:

Á reglulegu kjördæmaþingi samkvæmt 4. gr. skulu m.a. eftirfarandi mál tekin til meðferðar:

1. Kosning starfsmanna þingsins.

2. Skýrsla stjórnar: 

 a. Formanns

 b. Gjaldkeri flytur skýrslu um fjárhag kjördæmasambandsins og leggur fram endurskoðaða reikninga.

3. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.

4. Reikningar bornir upp til samþykktar.

5. Ávörp gesta.

6. Lagabreytingar.

7. Kosningar:
  a. Formaður kjördæmasambandsins.
b. Sex fulltrúar í stjórn kjördæmasambandsins og tveir til vara.
c. Formann kjörstjórnar.
d. Sex fulltrúar í kjörstjórn.
e. Fulltrúar kjördæmasambandsins í miðstjórn Framsóknarflokksins. Kjósa skal einn fulltrúa fyrir hverja 100 félagsmenn í kjördæminu eða brot úr þeirri tölu umfram 50. Kjör þeirra gildir á milli reglulegra kjördæmaþinga. Þriðjungur þeirra hið minnsta skal vera úr hópi ungs framsóknarfólks. Jafnmargir varamenn skulu kjörnir á sama hátt.
f. Tveir skoðunarmenn reikninga einn til vara.

8. Önnur mál.  

Stjórn KFR.

31/10/2020

Laugardagur

13:00 - 17:00

20. Kjördæmisþing KFSV

LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 2020 –

Boðað er til 20. Kjördæmisþings Kjördæmissambands Framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi (KFSV) laugardaginn 31. október, á fjarfundi kl. 13.00.

Vinsamlegast athugið að félögin eiga að skila tilnefningum til stjórnar og miðstjórnarkjörs til formanns starfsnefndar þingsins, Úlfars Ármannssonsr ulfar@goon.is fyrir kl. 22.00 þriðjudaginn 27. október. nk.

Kjörbréfum félaganna skal skilað til formanns starfsnefndar þingsins, Úlfars Ármannssonsr ulfar@goon.is fyrir kl. 23.59 fimmtudaginn 29. október. nk..

Starfsnend þingsins skipa: Úlfar Ármannsson, Álftanesi, formaður, Linda Hrönn Þórisdóttir, Hafnarfirði, Guðmundur Einarsson, Seltjarnarnesi, Daði Freyr Peters, Kópavogi og Sveingerður Hjartardóttir, Mosfellsbæ.

***

Drög að dagskrá:

12.30 Skráning

13:00 Setning og kosning embættismanna þingsins

13:05 Skýrsla stjórnar og reikningar lagðir fram

–  Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga

–  Reikningar bornir upp til samþykktar

13:30 Ávörp gesta

14:10 Mál lögð fyrir þingið / Almennar stjórnmálaumræður

15:10 Ákvörðun aðferðar við val á lista fyrir alþingiskosningar, sjá hér: https://framsokn.is/starfid/frambodsreglur/

15:30 Kosning í trúnaðarstöður

a) Formaður stjórnar KFSV

b) Sex aðrir í stjórn KFSV

c) Tveir til vara í stjórn KFSV

d) Formaður kjörstjórnar vegna næstu alþingiskosninga

e) Sex fulltrúar í kjörstjórn vegna næstu alþingiskosninga

f) Fulltrúar KFSV í miðstjórn Framsóknarflokksins.

Kjósa skal einn fulltrúa fyrir hverja 100 félagsmenn í kjördæminu eða brot úr þeirri tölu umfram 50. Kjör þeirra gildir á milli reglulegra kjördæmisþinga. Þriðjungur þeirra hið minnsta skal vera úr hópi ungs framsóknarfólks. Jafnmargir varamenn skulu kjörnir á sama hátt.

g) Tveir skoðunarmenn reikninga KFSV

16:30 Afgreiðsla mála

17:00 Þingslit

Þinggjald er kr. 2.500,-

Stjórn KFSV hvetur félagsmenn að mæta til þings og taka þátt í störfum þess.

***

ÚR LÖGUM KFSV UM KJÖRDÆMISÞING OG UM FRAMBOÐ TIL ALÞINGIS:

2. Um kjördæmisþing
2.1 Kjördæmisþing hefur æðsta vald í málefnum KFSV. Á kjördæmisþingi skal marka stefnu sambandsins og taka ákvarðanir um starf þess, skipulag og fjárreiður.
2.2 Halda skal reglulegt kjördæmisþing fyrir 15 nóvember ár hvert. Þá skal halda aukakjördæmisþing ef þörf krefur. Stjórn KFSV boðar til kjördæmisþings. Boða skal til kjördæmisþings með a.m.k. þriggja vikna fyrirvara á óvefengjanlegan hátt. Í þingboði skal getið dagskrár. Kjördæmisþing er löglegt sé löglega til þess boðað. Ef brýn nauðsyn krefur er þó heimilt að boða til kjördæmisþings með fimm daga fyrirvara en auglýsa skal þá fundarefnið opinberlega.
Eigi síðar en 15 dögum fyrir kjördæmisþing skal stjórn kjördæmasambandsins skipa starfsnefnd sem tekur á móti tillögum um frambjóðendur sem kosið verður um til
trúnaðarstarfa.
2.3 Á kjördæmisþingi eiga sæti með atkvæðisrétti:
a) Einn fulltrúi fyrir hverja byrjaða 10 félagsmenn hvers aðildarfélags í kjördæminu, Fulltrúatala einstakra aðildarfélaga skal miðast við félagaskrá eins og hún liggur fyrir á skrifstofu flokksins einum mánuði fyrir kjördæmisþing, þó að teknu tilliti til greinar 2.4. í lögum Framsóknarflokksins. Þó aldrei færri en einn fulltrúi úr hverju sveitarfélagi á félagssvæðinu. Jafnmargir varafulltrúar skulu
kjörnir;
b) Aðalmenn í stjórn KFSV;
c) Aðalmenn í miðstjórn Framsóknarflokksins sem búsettir eru í kjördæminu;
d) Formenn framsóknarfélaga í kjördæminu.
Þá skulu allir félagsmenn Framsóknarflokksins í kjördæminu eiga rétt á að sitja kjördæmisþing með málfrelsi og tillögurétt. Einnig skal framkvæmdastjórn flokksins og framkvæmdastjóri hans eiga þar seturétt með málfrelsi og tillögurétt.
2.4 Verkefni reglulegs kjördæmisþings skulu vera:
a) Kosning þingforseta og ritara;
b) Kosning starfsnefndar þingsins;
c) Skýrsla stjórnar og samþykkt reikninga;
d) Kosning í trúnaðarstöður;
e) Önnur mál.
2.5 Verksvið starfsnefndar skal vera:
a) Yfirfara kjörbréf;
b) Sjá um kosningu til miðstjórnar og talningu atkvæða;
c) Uppstilling til stjórnarkjörs, kosningar og talning atkvæða.
Við uppstillingu stjórnar skal starfsnefnd gæta þess að hlutur hvors kyns sé ekki lægri en 40% og landfræðilegri dreifingu þannig að skylt sé að einn fulltrúi í stjórn KFSV komi frá hverju hinna fimm félagssvæða kjördæmisins, Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi, Seltjarnarnesi og Mosfellsbæ-Kjós.
2.6 Á kjördæmisþingi skal kjósa í eftirfarandi trúnaðarstöður:
a) Formann stjórnar KFSV
b) Sex aðra í stjórn KFSV
c) Tvo til vara í stjórn KFSV
d) Formann kjörstjórnar
e) Sex fulltrúa í kjörstjórn
f) Fulltrúa KFSV í miðstjórn Framsóknarflokksins.
Kjósa skal einn fulltrúa fyrir hverja 100 félagsmenn í kjördæminu eða brot úr þeirri tölu umfram 50. Kjör þeirra gildir á milli reglulegra kjördæmisþinga. Þriðjungur þeirra hið minnsta skal vera úr hópi ungs framsóknarfólks. Jafnmargir varamenn skulu kjörnir á sama hátt.
g) 2 skoðunarmenn reikninga KFSV.
2.7 Á fyrsta reglulega kjördæmisþingi að loknum sveitarstjórnarkosningum skal kjósa fulltrúa sambandsins í sveitarstjórnarráð Framsóknarflokksins samkvæmt lögum flokksins.
Á fyrsta reglulega kjördæmisþingi að loknum alþingiskosningum skal kjósa fulltrúa sambandsins í launþegaráð Framsóknarflokksins samkvæmt lögum flokksins.
2.8 Að loknu hverju kjördæmisþingi skal stjórn KFSV senda skrifstofu flokksins skýrslu um störf sambandsins umliðið ár, upplýsingar um hverjir skipa stjórn og aðrar trúnaðarstöður á vegum þess, sem og afrit af skýrslum aðildarfélaga KFSV.

3. Um framboð til Alþingis
3.1 KFSV skal bjóða fram lista Framsóknarflokksins til Alþingis í Suðvesturkjördæmi. Á kjördæmisþingi skal ákveða hvaða aðferð skuli viðhöfð við val frambjóðenda og ganga endanlega frá framboðslista.
3.2. Aðferð um val frambjóðenda skal liggja fyrir eigi síðar en 6 mánuðum fyrir reglulegar alþingiskosningar. Aðferðir um val frambjóðenda geta verið eftirfarandi: lokað prófkjör, opið prófkjör, póstkosning, tvöfalt kjördæmisþing eða uppstilling.
Reglur aðferða eru settar af landsstjórn Framsóknarflokksins. Kjörskrá skal lokað 30 dögum fyrir valdag.

STJÓRN KFSV.

Viðburðir í nóvember

03/11/2020

Þriðjudagur

19:00 - 20:30

20. Kjördæmisþing KFNA

ÞRIÐJUDAGUR 3. NÓVEMBER 2020 –

Boðað er til 20. Kjördæmisþings Kjördæmissamband Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi (KFNA) þriðjudaginn 3. nóvember og er þingsetning kl. 19.00 í fjarfundi.

Á fundi stjórnar KFNA var ákveðið að fresta 20. kjördæmisþingi KFNA sem átti að halda þann 3. október n.k. vegna núgildandi samkomutakmarkana. Stjórn KFNA hefur því ákveðið að 20. kjördæmisþing KFNA verði haldið í fjarfundi þriðjudaginn 3. nóvember nk. og að þingið hefjist kl. 19:00.

Stjórn KFNA vill benda félögum á það að nauðsynlegt verður að þingfulltrúar skrái sig inn á fundinn með rafrænum skilríkum. Því hvetjum við þá þingfulltrúa sem eiga eftir að verða sér út um rafræn skilríki til þess að gera það sem allra fyrst.

Formenn aðildarfélaga eru hvattir til þess að huga að því að manna kjörbréf fyrir þingið og gott væri að áhugasamir félagsmenn myndu tilkynna sig til þeirra. Kjörbréfum þarf að skila 1. nóvember fyrir kl. 23:59 á netfangið palinam@asa.is

Þinggjöld eru kr. 2.500,- og á hvert aðildarfélag sjá um að greiða fyrir sína fulltrúa.

Kjördæmissamband KFNA:
kt: 691101-2740 og bankanúmer 0162-26-075740. 

Senda skal tilkynningu um greiðslu á netfangið palinam@asa.is.

Þingfulltrúara munu fá sendan póst á þingdegi með hlekk inn á skráningarsíðu þingsins.

Drög að dagskrá:

1.  Þingsetning og kjör embættismanna þingsins:

– Tveir þingforsetar

– Tveir þingritarar

– Þriggja fulltrúa í kjörbréfanefnd

– Uppstillingarnefnd–

2.  Skýrslur stjórnar:

– Skýrsla formanns

– Skýrsla gjaldkera

3.  Tillaga stjórnar um aðferð við val á framboðslista – framboðsreglurnar

4.  Kosningar:
a)  Formann KFNA til tveggja ára.
b)  Þrjá fulltrúa í stjórn KFNA til tveggja ára og fimm varafulltrúa til eins árs.
c)  Formann kjörstjórnar
d)  Sex fulltrúa í kjörstjórn og jafnmarga til vara
e)  Fulltrúa KFNA í miðstjórn Framsóknarflokksins samkvæmt lögum flokksins
f)  Tvo skoðunarmenn reikninga og tvo til vara

5.  Ávörp gesta

6. Önnur mál

7. Þingslit

***

Starfsnefnd KFNA hefur tekið til starfa og í henni eru: Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir geh@rml.is – Eiríkur Haukur Hauksson eirikurhh@gmail.com – Þorvaldur P Hjarðar hjardar@simnet.is

Hlutverk starfsnefndar er að taka saman og stilla upp framboðum í eftirtalin embætti:
a)  Þrjá aðalfulltrúa í stjórn KFNA til tveggja ára.
c)  Fimm varafulltrúa í stjórn til eins árs.
d)  Formann kjörstjórnar.
e)  Sex (6) fulltrúa í kjörstjórn og jafnmarga til vara.
f)   Fulltrúa KFNA í miðstjórn Framsóknarflokksins.  Kjósa skal einn fulltrúa fyrir hverja 100 félagsmenn í kjördæminu eða brot úr þeirri tölu umfram 50.  Kjör þeirra gildir á milli reglulegra kjördæmisþinga.  Þriðjungur þeirra hið minnsta skal vera úr hópi ungs framsóknarfólks.  Jafnmargir varamenn skulu kjörnir á sama hátt.
g)  Tveir (2) skoðunarmenn reikninga KFNA.

***

Úr lögum KFNA um kjördæmisþing og um framboð til Alþingis:
2. Um kjördæmisþing

2.1. Kjördæmisþing hefur æðsta vald í málefnum KFNA. Á kjördæmisþingi skal marka stefnu sambandsins og taka ákvarðanir um starf þess, skipulag og fjárreiður.
2.2. Halda skal reglulegt kjördæmisþing fyrir 15. nóvember ár hvert. Þá skal halda aukakjördæmisþing ef þörf krefur. Stjórn KFNA boðar til kjördæmisþings. Boða skal til kjördæmisþings með a.m.k. þriggja vikna fyrirvara á óvéfengjanlegan hátt. Í þingboði skal getið dagskrár. Kjördæmisþing er löglegt sé löglega til þess boðað. Ef brýn nauðsyn krefur er þó heimilt að boða til kjördæmisþings með fimm daga fyrirvara, en auglýsa skal þá fundarefnið opinberlega.
Eigi síðar en 15 dögum fyrir kjördæmisþing skal stjórn kjördæmissambandsins skipa starfsnefnd sem tekur á móti tillögum um frambjóðendur sem kosið verður um til trúnaðarstarfa.
2.3. Á kjördæmisþingi eiga sæti með atkvæðisrétti:
Einn fulltrúi fyrir hverja byrjaða 10 félagsmenn hvers aðildarfélags í kjördæminu. Þó aldrei færri en einn fulltrúi úr hverju sveitarfélagi á félagssvæðinu. Jafnmargir varafulltrúar skulu kjörnir.
Fulltrúatala einstakra aðildarfélaga skal miðast við félagaskrá eins og hún liggur fyrir á skrifstofu flokksins einum mánuði fyrir kjördæmisþing, þó að teknu tilliti til greinar 2.4 í lögum flokksins.
Stjórn KFNA.
Aðalmenn í miðstjórn Framsóknarflokksins sem búsettir eru í kjördæminu, auk þess fyrrverandi og sitjandi þingmenn og ráðherrar flokksins ásamt fulltrúum kjördæmisins í sveitarstjórnarráði.
Fulltrúar kjördæmisins í launþegaráði.
Þá skulu allir félagsmenn Framsóknarflokksins í kjördæminu eiga rétt á að sitja kjördæmisþing með málfrelsi og tillögurétt. Einnig skal framkvæmdastjórn flokksins og framkvæmdastjóri hans eiga þar seturétt með málfrelsi og tillögurétt.
2.4. Í upphafi kjördæmisþings skal kjósa kjörbréfanefnd, uppstillinganefnd og aðrar þingnefndir eftir ákvörðun hverju sinni. Í kjörbréfanefnd skulu kosnir 3 fulltrúar sem yfirfara og úrskurða um kjörbréf þingfulltrúa. Í uppstillinganefnd skulu kosnir 5 þingfulltrúar og skulu þeir leggja fyrir þingið tillögu að fulltrúum í þau embætti sem kjósa skal til skv. gr. 2.5. Allir félagar í flokksfélögum í kjördæminu eru kjörgengir í embætti skv. gr. 2.5..
2.5. Á kjördæmisþingi skal kjósa í eftirfarandi embætti:
a) Annað hvert ár skal kjósa formann KFNA til tveggja ára.
b) Þrjá aðalfulltrúa í stjórn KFNA til tveggja ára.
c) Fimm varafulltrúa í stjórn til eins árs.
d) Formann kjörstjórnar.
e) Sex (6) fulltrúa í kjörstjórn.
f) Fulltrúa KFNA í miðstjórn Framsóknarflokksins. Kjósa skal einn fulltrúa fyrir hverja 100 félagsmenn í kjördæminu eða brot úr þeirri tölu umfram 50. Kjör þeirra gildir á milli reglulegra kjördæmisþinga. Þriðjungur þeirra hið minnsta skal vera úr hópi ungs framsóknarfólks. Jafnmargir varamenn skulu kjörnir á sama hátt.
g) Tveir (2) skoðunarmenn reikninga KFNA.
2.6. Á fyrsta reglulega kjördæmisþingi að loknum sveitarstjórnarkosningum skal kjósa þrjá fulltrúa og þrjá til vara í sveitastjórnarráð Framsóknarflokksins. Kjósa skal fulltrúana úr hópi þeirra félagsmanna sem sitja í sveitastjórnum í kjördæminu eða gegna störfum sveitastjóra eða bæjarstjóra. Skal við framkvæmd kosninga í sveitarstjórnarráð fara eftir ákvæðum laga þessara og ákvæðum laga Framsóknarflokksins. Kjör sveitarstjórnaráðs gildir fram að fyrsta reglulega kjördæmisþingi sem haldið er að loknum næstu sveitarstjórnakosningum eftir að kjör fer fram.
2.7. Á fyrsta reglulega kjördæmisþingi að loknum alþingiskosningum skal kjósa þrjá fulltrúa og þrjá til vara í launþegaráð Framsóknarflokksins. Kjör launþegaráðs gildir fram að fyrsta reglulega kjördæmisþingi sem haldið er að loknum næstu alþingiskosningum eftir að kjör fer fram. Kjósa skal fulltrúana úr hópi launþega í kjördæminu. Skal við framkvæmd kosninga í launþegaráð fara eftir ákvæðum laga þessara og ákvæðum laga Framsóknarflokksins. Kjör launþegaráðsins gildir fram að fyrsta reglulega kjördæmisþingi sem haldið er að loknum næstu alþingiskosningum eftir að kjörið fer fram.
2.8. Að loknu hverju kjördæmisþingi skal stjórn KFNA senda skrifstofu flokksins skýrslu um störf sambandsins umliðið ár, upplýsingar um hverjir skipa stjórn og aðrar trúnaðarstöður á vegum þess, sem og afrit af skýrslum aðildarfélaga KFNA.

3. Um framboð til Alþingis

3.1. KFNA skal bjóða fram lista Framsóknarflokksins til alþingiskosninga í Norðausturkjördæminu. Á kjördæmisþingi skal ákveða hvaða aðferð eigi að viðhafa við val frambjóðenda, setja reglur um frambjóðendavalið og ganga endanlega frá framboðslista.
3.2. Reglur um frambjóðendaval skuli liggja fyrir eigi síðar en 6 mánuðum fyrir reglulegar alþingiskosningar. Reglur um val frambjóðenda getur verið af fimm gerðum: póstkosning; lokað prófkjör; tvöfalt kjördæmisþing; uppstilling; opið prófkjör. Kjörskrá skal lokað 30 dögum fyrir valdag. Framboðsfrestur rennur út 15 dögum fyrir valdag.

***

Svo hvetjum við fólk til að huga að sínum persónulegu smitvörnum, sprit, hanskar og maskar allt eftir þörfum hvers og eins.

STJÓRN KFNA.

14/11/2020

Laugardagur

-

Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins

Laugardagur og sunnudagur 14.-15. nóvember 2020 –

Landsstjórn boðar er til haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins í Menningarhúsinu Hjálmakletti í Borgarnesi dagana 14.-15. nóvember næstkomandi.  Reiknað er með hefðbundnum tveimur fundadögum og ef sóttvarnarreglur og framgangur Covid verður áfram í rétta átt er reiknað með kvöldverðarhófi að kvöldi 14. nóvember.

Á haustfundi skal taka félagsstarf flokksins á komandi starfsári sérstaklega til umræðu. Fastanefndir miðstjórnar munu flytja skýrslu um störf sín og jafnframt skulu miðstjórnarmenn kjósa úr sínum hópi til eins árs í senn:

a) fjóra fulltrúa í fræðslu- og kynningarnefnd Framsóknarflokksins og tvo til vara og

b) fjóra fulltrúa í málefnanefnd Framsóknarflokksins og tvo til vara.

Fræðslu- og kynningarnefnd. Hana skipa formaður sem framkvæmdastjórn skipar og fjórir meðstjórnendur skv. a-lið gr. 10.4. Hlutverk nefndarinnar er að skipuleggja og hafa umsjón með framkvæmd kynningar- og fræðslumála Framsóknarflokksins.

Málefnanefnd. Hana skipa formaður sem framkvæmdastjórn skipar og fjórir meðstjórnendur skv. b-lið gr. 10.5. Hlutverk nefndarinnar er að skipuleggja og hafa umsjón með málefnastarfi og stefnumótunarvinnu Framsóknarflokksins.

Miðstjórnarmenn eru hvattir til að gefa kost á sér í þessar nefndir og senda framboð á netfangið framsokn@framsokn.is.

Aðalmenn í miðstjórn eru vinsamlegast beðnir um að staðfesta komu eða forföll til skrifstofu Framsóknar í síma 540-4300 eða á netfangið framsokn@framsokn.is. Mikilvægt er að vita um forföll í tíma til að geta boðað varamenn á fundinn.

***

Gisting:

Við erum búin að fá verð í gistingu á þremur stöðum, hvetjum við ykkur til að bóka sem fyrst þar sem við lentum í smá vandræðum í fyrra vegna mikillar aðsóknar.

B59 Hótel:

Tveggja manna herbergi með morgunverð og heilsulind á 12.900.-  Per nóttEins manns herbergi með morgunverð og heilsulind á 10.900.-  Per nótt

Senda póst á netfangið: hh@b59hotel.is til að bóka og taka fram að þetta sé vegna Framsóknar.Heimasíða hótels: http://www.b59hotel.is/home/

Hótel Hamar:

Tveggja manna herbergi með morgunverði     14.900 kr. Per nóttEinstaklingsherbergi með morgunverði           11.900 kr. Per nóttAðgangur að sauna og heitum pottum fyrir hótelgesti.

Hægt er að hringja í Hótel Hamar í númerið 433 6600 og bóka beint undir Framsókn.Senda póst á netfangið: hamar@icehotels.is og taka fram að þetta sé vegna Framsóknar.Heimasíða hótels: https://www.icelandairhotels.com/is/hotel/vesturland/icelandair-hotel-hamar

Hótel Borgarnes:

Tveggja manna herbergi:  Ein nótt               15,000,- með morgunverðTvær nætur        27,000,-  með morgunverð      Eins manns herbergi:Ein nótt               9,000,- með morgunverðTvær nætur        16,000,- með morgunverð

Senda póst á netfangið: info@hotelborgarnes.istil að bóka og taka fram að þetta sé vegna Framsóknar.

Heimasíða hótels: https://hotelborgarnes.is/

***

Framsóknarflokkurinn

Viðburðir í september

25/09/2021

Laugardagur

09:00 - 22:00

Alþingiskosningar 2021

Laugardagur 25. september 2021 –

Alþingiskosningar munu fara fram laugardaginn 25. september 2021.

Listabókstafur FRAMSÓKNAR er B.

Ágætu Framsóknarmenn – mikilvægt er að allir Framsóknarmenn leggist á eitt og hjálpi til að tryggja Framsóknarflokknum sem flest atkvæði. Koma svo!