Viðburðir

Viðburðir í ágúst

17/08/2021

Þriðjudagur

20:00 -

Aðalfundur Framsóknarfélags Mosfellsbæjar

Þriðjudaginn 17. ágúst 2021 –

Aðalfundur Framsóknarfélags Mosfellsbæjar verður haldinn laugardaginn 17. ágúst á Blik bistró og grill, Æðarhöfða 36 í  Mosfellsbæ kl. 20.00.

Dagskrá:
 1. Fundarsetning.
 2. Tilnefning eða kosning fundarstjóra og fundarritara.
 3. Formaður gefur skýrslu um starfsemi félagsins á liðnu starfsári.
 4. Gjaldkeri flytur skýrslu um fjárhag félagsins og leggur fram reikninga.
 5. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.
 6. Reikningar bornir upp til samþykktar.
 7. Lagabreytingar, löglega fram bornar.
 8. Kosin stjórn félagsins:

8.1.  Formanns.
8.2   4 meðstjórnenda.
8.3.  2 í varastjórn.
8.4.  2 skoðunarmenn reikninga.
8.5 Fulltrúa félagsins á kjördæmisþing KFSV.

 1. Önnur mál.
 2. Fundarslit.

Framboð til þeirra trúnaðarstarfa sem kosið er um á aðalfundi skulu berast framsokn@framsokn.is eigi síðar en 3 sólarhringum fyrir aðalfund.

Flokksfélagar eru hvattir til að mæta.

***

Úr lögum Framsóknarfélags Mosfellsbæjar:
 1. gr. Boða skal til aðalfundar með 10 daga fyrirvara á skriflegan hátt. Í fundaboði skal geta dagskrár. Aðalfundur er löglegur sé löglega til hans boðað. Seturétt á aðalfundi hafa með fullum atkvæðisrétti, allir þeir sem hafa skráð sig í félagið viku fyrir aðalfund.
 2. gr. Á aðalfundi skal kjósa í eftirfarandi embætti úr hópi félagsmanna:
  1. Formann félagsins.
  2. Fjóra aðalmenn og tvo til vara.
  3. Tvo skoðunarmenn reikninga.
  4. Fulltrúa félagsins á kjördæmisþing Suðvesturkjördæmis, en aðalfundur getur falið stjórn að ganga frá vali á fulltrúum félagsins á kjördæmisþing

Á aðalfundi skal einnig taka fyrir skýrslu stjórnar og endurskoðaða reikninga félagsins umliðið starfsár.

***

28/08/2021

Laugardagur

-

36. FLOKKSÞING FRAMSÓKNARMANNA

Laugardagur 28. ágúst og sunnudagur 29. ágúst 2021 –

36. Flokksþing Framsóknarmanna verður haldið dagana 28.-29. ágúst 2021 á Hótel Hilton Nordica í Reykjavík.

Framsóknarflokkurinn heldur reglulegt flokksþing sem haustfundur miðstjórnar boðar til, eigi sjaldnar en annað hvert ár og skal það að jafnaði haldið fyrri hluta árs.

Flokksþing Framsóknarmanna ákveður meginstefnu flokksins í landsmálum, setur flokknum lög og hefur æðsta vald í málefnum hans. Á flokksþingi skal kjósa formann Framsóknarflokksins og skal hann jafnframt vera formaður miðstjórnar flokksins. Þá skal á flokksþingi kjósa varaformann, ritara og tvo skoðunarmenn reikninga. Einnig skal kjósa tvo meðstjórnendur í laganefnd og tvo til vara. Ennfremur skal kjósa tvo meðstjórnendur siðanefndar og tvo til vara.

Hvert flokksfélag hefur rétt til að senda einn fulltrúa með atkvæðisrétt á flokksþing fyrir hverja 15 félagsmenn eða brot úr þeirri tölu. Jafnmargir varamenn skulu kjörnir. Fulltrúatala skal miðast við félagatal eins og það liggur fyrir á skrifstofu flokksins 30 dögum fyrir flokksþing, þó að teknu tilliti til gr. 2.4. Um fyrirkomulag kosninga fulltrúa fer eftir lögum einstakra aðildarfélaga. Aðildarfélög skulu tilkynna val sitt á fulltrúum á flokksþing til skrifstofu flokksins eigi síðar en viku áður en flokksþing er sett. Allir félagsmenn í flokknum hafa rétt til að sækja flokksþing og hafa þar málfrelsi og tillögurétt.

Miðstjórnarmenn eiga sæti á flokksþingi með atkvæðisrétti.

Mikilvægar dagsetningar:

 • 29. júlí – viðmiðunardagur fulltrúatölu á flokksþingi
 • 14. ágúst – skil á tillögum til lagabreytinga til skrifstofu
 • 21. ágúst – skil á kjörbréfum til skrifstofu

Viðburðir í september

25/09/2021

Laugardagur

09:00 - 22:00

Alþingiskosningar 2021

Laugardagur 25. september 2021 –

Alþingiskosningar munu fara fram laugardaginn 25. september 2021.

Listabókstafur FRAMSÓKNAR er B.

Ágætu Framsóknarmenn – mikilvægt er að allir Framsóknarmenn leggist á eitt og hjálpi til að tryggja Framsóknarflokknum sem flest atkvæði. Koma svo!

Viðburðir í maí

28/05/2022

Laugardagur

09:00 - 22:00

Sveitarstjórnarkosningar 2022

Kosningarétt við sveitarstjórnarkosningarnar 28. maí 2022 eiga allir íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri á kjördag og sem skráðir eru með lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi þremur vikum fyrir kjördag, 7. maí 2022.

Einnig eiga kosningarétt danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir kjördag, sem og aðrir erlendir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í fimm ár samfellt fyrir kjördag, enda hafi þeir náð 18 ára aldri á kjördag og eiga skráð lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi þremur vikum fyrir kjördag, 7. maí 2022.

Íslenskir ríkisborgarar sem stunda nám á hinum Norðurlöndunum, og sem þurft hafa að flytja lögheimili sitt þangað vegna ákvæða samnings Norðurlandanna um almannaskráningu, glata ekki kosningarétti sínum vegna þess.