Viðburðir

Viðburðir í apríl

20/04/2021

Þriðjudagur

20:00 - 21:30

Aukakjördæmisþing KFNV

Þriðjudagur 20. apríl 2021 –

Stjórn Kjördæmissambands Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi (KFNV) boðar til aukakjördæmisþings KFNV þriðjudaginn 20. apríl nk. í fjarfundi. Þingið fer fram á ZOOM og hefst kl. 20:00.

Drög að dagskrá:
 1. Tillaga kjörstjórnar KFNV um skipan framboðslista lögð fyrir þingið
 2. Ávörp frambjóðenda
 3. Önnur mál

Þinggjald er 3.000,- kr. sem skal greiðast á reikning KFNV fyrir setningu þingsins:

 • Kennitala: 540302-3670
 • Banki: 0349-26-3670

Formenn aðildarfélaga eru hvattir til þess að huga að því að manna kjörbréf fyrir þingið og gott væri að áhugasamir félagsmenn myndu tilkynna sig til þeirra. Kjörbréf þurfa að berast á netfangið fridrikms@gmail.com fyrir kl. 12:00 þann 20. apríl. Athugið að nauðsynlegt er að skrá netföng fulltrúa á kjörbréfið þannig að hægt sé að senda fundarboð á þá í gegnum tölvupóst.

Starfsnefnd hefur verið skipuð sem hefur það hlutverk að fara yfir kjörbréf vegna þingsins. Hana skipa Þorleifur Karl Eggertsson, Kristín Guðný Sigurðardóttir og Sæþór Már Hinriksson.

***

Á kjördæmisþingi eiga sæti með atkvæðisrétt:

a)  Einn fulltrúi fyrir hverja byrjaða 10 félagsmenn hvers aðildarfélags í kjördæminu. Þó aldrei færri en einn fulltrúi úr hverju sveitarfélagi á félagssvæðinu. Jafnmargir varafulltrúar skulu kjörnir. 

b) Aðalmenn í stjórn KFNV.

c) Aðalmenn í miðstjórn Framsóknarflokksins sem búsettir eru í kjördæminu.

Þá skulu allir félagsmenn Framsóknarflokksins í kjördæminu eiga rétt á að sitja kjördæmisþing með málfrelsi og tillögurétt. Einnig skal framkvæmdastjórn flokksins og framkvæmdastjóri hans eiga þar seturétt með málfrelsi og tillögurétt.

STJÓRN KFNV

29/04/2021

Fimmtudagur

20:00 - 21:30

Aukakjördæmisþing KFNA

Fimmtudagur 29. apríl 2021 –

Stjórn Kjördæmissamband Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi (KFNA) boðar til aukakjördæmisþings KFNA fimmtudaginn 29. apríl til að samþykkja fyrirliggjandi tillögu að framboðslista Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar laugardaginn 25. september n.k..  Þingið fer fram á ZOOM og hefst það kl. 20.00.

Drög að dagskrá:
 1. Tillaga að framboðslista Framsóknar í kjördæminu.
 2. Ávörp frambjóðenda.
 3. Önnur mál.

***

Á kjördæmisþingi eiga sæti með atkvæðisrétti:

a) Einn fulltrúi fyrir hverja byrjaða 10 félagsmenn hvers aðildarfélags í kjördæminu. Þó aldrei færri en einn fulltrúi úr hverju sveitarfélagi á félagssvæðinu. Jafnmargir varafulltrúar skulu kjörnir. Fulltrúatala einstakra aðildarfélaga skal miðast við félagaskrá eins og hún liggur fyrir á skrifstofu flokksins einum mánuði fyrir kjördæmisþing, þó að teknu tilliti til greinar 2.4 í lögum flokksins.

b) Stjórn KFNA.

c) Aðalmenn í miðstjórn Framsóknarflokksins sem búsettir eru í kjördæminu, auk þess fyrrverandi og sitjandi þingmenn og ráðherrar flokksins ásamt fulltrúum kjördæmisins í sveitarstjórnarráði.

d) Fulltrúar kjördæmisins í launþegaráði.

Þá skulu allir félagsmenn Framsóknarflokksins í kjördæminu eiga rétt á að sitja kjördæmisþing með málfrelsi og tillögurétt. Einnig skal framkvæmdastjórn flokksins og framkvæmdastjóri hans eiga þar seturétt með málfrelsi og tillögurétt.

STJÓRN KFNA

Viðburðir í maí

08/05/2021

Laugardagur

10:00 - 18:00

Suðvesturkjördæmi – lokað prófkjör

Laugardagur 8. maí 2021 –

Í Suðvesturkjördæmi fer fram lokað prófkjör laugardaginn 8. maí 2021.  Kosið verður um fimm efstu sætin.

 • Kjörskrá lokar 30 dögum fyrir valdag lokaðs prófkjörs, fimmtudaginn 8. apríl 2021.
 • Framboðsfrestur rennur út föstudaginn 23. apríl klukkan 12 á hádegi 15 dögum fyrir valdag.
 • Reglur um lokað prófkjör.

Ertu á leið í framboð?

Kjörstjórn Framsóknarmanna í Suðvesturkjördæmi auglýsir eftir framboðum í fimm efstu sæti framboðslista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 25. september 2021.

Hvað þarft þú að uppfylla?

Þeir flokksmenn sem hafa hug á því að bjóða sig fram í prófkjörinu skulu senda kjörstjórn skriflega kynningu þar sem frambjóðendur kynna sig og gera grein fyrir helstu baráttumálum sínum í ekki meira en 400 orðum auk þess að tilgreina hvaða sæti á lista óskað er eftir. Kynningunni skal fylgja ljósmynd.

Með framboðskynningu skal frambjóðandi skila inn meðmælendalista með að lágmarki 10 flokksbundnum Framsóknarmönnum, en að hámarki 20.

Hvenær fer valið fram?

Prófkjörið fer fram laugardaginn 8. maí. Sjá reglur á vef Framsóknar. Framboðsfrestur er til kl. 12.00 á hádegi föstudaginn 23. apríl.

Hvar skila ég framboði?

Framboðum skal skila til formanns kjörstjórnar, Helgu Hauksdóttur, á netfangið hauksdottir.helga@gmail.com. Formaður veitir einnig frekari upplýsingar um prófkjörið.

19/05/2021

Miðvikudagur

20:00 - 21:30

Auka kjördæmaþing KFR

Miðvikudagur 19. maí 2021 –

Stjórnarfundur KFR samþykkti þann 11. mars 2021 samhljóða að aukakjördæmaþing KFR til að samþykkja framboðslista fyrir alþingiskosningarnar 25. september verði haldið miðvikudaginn 19. maí í Framsóknarhúsinu við Hverfisgötu 33 í Reykjavík kl. 20.00.

Kjörnefnd mun skila fullmönnuðum framboðslistum til stjórnar KFR þann 5. maí 2021.

STJÓRN KFR.

Viðburðir í júní

12/06/2021

Laugardagur

-

Vorfundur miðstjórnar

Laugardagur 12. júní 2021 –

Vorfundur miðstjórnar verður haldinn laugardaginn 12. júní á Hilton Hótel Nordica í Reykjavík. Nánari dagskrá og fundartími verður ljós er nær dregur.

Framsóknarflokkurinn

19/06/2021

Laugardagur

10:00 - 18:00

Suðurkjördæmi – lokað prófkjör

Laugardagur 19. júní 2021 –

Í Suðurkjördæmi fer fram lokað prófkjör laugardaginn 19. júní 2021.
Kosið verður um fimm efstu sætin.

 • Kjörskrá lokar 30 dögum fyrir valdag lokaðs prófkjörs, fimmtudaginn 20. maí 2021.
 • Framboðsfrestur rennur út föstudaginn 4. júní klukkan 12 á hádegi 15 dögum fyrir valdag.

Viðburðir í ágúst

28/08/2021

Laugardagur

-

36. FLOKKSÞING FRAMSÓKNARMANNA

Föstudagur 28. ágúst og sunnudagur 29. ágúst 2021 –

36. Flokksþing Framsóknarmanna verður haldið dagana 28.-29. ágúst 2021 á Hótel Hilton Nordica í Reykjavík.

Framsóknarflokkurinn heldur reglulegt flokksþing sem haustfundur miðstjórnar boðar til, eigi sjaldnar en annað hvert ár og skal það að jafnaði haldið fyrri hluta árs.

Flokksþing Framsóknarmanna ákveður meginstefnu flokksins í landsmálum, setur flokknum lög og hefur æðsta vald í málefnum hans. Á flokksþingi skal kjósa formann Framsóknarflokksins og skal hann jafnframt vera formaður miðstjórnar flokksins. Þá skal á flokksþingi kjósa varaformann, ritara og tvo skoðunarmenn reikninga. Einnig skal kjósa tvo meðstjórnendur í laganefnd og tvo til vara. Ennfremur skal kjósa tvo meðstjórnendur siðanefndar og tvo til vara.

Hvert flokksfélag hefur rétt til að senda einn fulltrúa með atkvæðisrétt á flokksþing fyrir hverja 15 félagsmenn eða brot úr þeirri tölu. Jafnmargir varamenn skulu kjörnir. Fulltrúatala skal miðast við félagatal eins og það liggur fyrir á skrifstofu flokksins 30 dögum fyrir flokksþing, þó að teknu tilliti til gr. 2.4. Um fyrirkomulag kosninga fulltrúa fer eftir lögum einstakra aðildarfélaga. Aðildarfélög skulu tilkynna val sitt á fulltrúum á flokksþing til skrifstofu flokksins eigi síðar en viku áður en flokksþing er sett. Allir félagsmenn í flokknum hafa rétt til að sækja flokksþing og hafa þar málfrelsi og tillögurétt.

Miðstjórnarmenn eiga sæti á flokksþingi með atkvæðisrétti.

Mikilvægar dagsetningar:

 • 29. júlí – viðmiðunardagur fulltrúatölu á flokksþingi
 • 14. ágúst – skil á tillögum til lagabreytinga til skrifstofu
 • 21. ágúst – skil á kjörbréfum til skrifstofu

Viðburðir í september

25/09/2021

Laugardagur

09:00 - 22:00

Alþingiskosningar 2021

Laugardagur 25. september 2021 –

Alþingiskosningar munu fara fram laugardaginn 25. september 2021.

Listabókstafur FRAMSÓKNAR er B.

Ágætu Framsóknarmenn – mikilvægt er að allir Framsóknarmenn leggist á eitt og hjálpi til að tryggja Framsóknarflokknum sem flest atkvæði. Koma svo!