Viðburðir

Viðburðir í febrúar

16/02/2021

Þriðjudagur

-

Norðvesturkjördæmi – póstkosning

Þriðjudagur 16. febrúar til og með laugardags 13. mars 2021 –

Í Norðvesturkjördæmi fer fram póstkosning og munu valdagar standa frá 16. febrúar til og með 13. mars 2021.

Kosið verður um fimm efstu sætin.

 • Kjörskrá lokar 30 dögum fyrir valdag póstkosningarinnar eða á miðnætti laugardaginn 16. janúar 2021.
 • Framboðsfrestur rennur út mánudaginn 1. febrúar klukkan 12 á hádegi 15 dögum fyrir valdag.

Viðburðir í mars

01/03/2021

Mánudagur

-

Norðausturkjördæmi – póstkosning

Mánudagur 1. mars til og með miðvikudags 31. mars 2021 –

Í Norðausturkjördæmi fer fram póstkosning og munu valdagar standa frá 1. mars til og með 31. mars 2021.  Kosið verður um sex efstu sætin.

 • Kjörskrá lokar 30 dögum fyrir valdag póstkosningarinnar eða laugardaginn 30. janúar 2021.
 • Framboðsfrestur rennur út sunnudaginn 14. febrúar klukkan 12 á hádegi 15 dögum fyrir valdag.

Viðburðir í apríl

10/04/2021

Laugardagur

10:00 - 18:00

Suðurkjördæmi – lokað prófkjör

Laugardagur 10. apríl 2021 –

Í Suðurkjördæmi fer fram lokað prófkjör laugardaginn 10. apríl 2021.
Kosið verður um fimm efstu sætin.

 • Kjörskrá lokar 30 dögum fyrir valdag lokaðs prófkjörs, fimmtudaginn 11. mars 2021.
 • Framboðsfrestur rennur út föstudaginn 26. mars klukkan 12 á hádegi 15 dögum fyrir valdag.

10/04/2021

Laugardagur

10:00 - 18:00

Suðvesturkjördæmi – lokað prófkjör

Laugardagur 10. apríl 2021 –

Í Suðvesturkjördæmi fer fram lokað prófkjör laugardaginn 10. apríl 2021.  Kosið verður um fimm efstu sætin.

 • Kjörskrá lokar 30 dögum fyrir valdag lokaðs prófkjörs, fimmtudaginn 11. mars 2021.
 • Framboðsfrestur rennur út föstudaginn 26. mars klukkan 12 á hádegi 15 dögum fyrir valdag.

23/04/2021

Föstudagur

-

36. FLOKKSÞING FRAMSÓKNARMANNA

Föstudagur 23. apríl 2021 –

36. Flokksþing Framsóknarmanna verður haldið dagana 23.-25. apríl 2021 í Reykjavík.

Framsóknarflokkurinn heldur reglulegt flokksþing sem haustfundur miðstjórnar boðar til, eigi sjaldnar en annað hvert ár og skal það að jafnaði haldið fyrri hluta árs.

Flokksþing Framsóknarmanna ákveður meginstefnu flokksins í landsmálum, setur flokknum lög og hefur æðsta vald í málefnum hans. Á flokksþingi skal kjósa formann Framsóknarflokksins og skal hann jafnframt vera formaður miðstjórnar flokksins. Þá skal á flokksþingi kjósa varaformann, ritara og tvo skoðunarmenn reikninga. Einnig skal kjósa tvo meðstjórnendur í laganefnd og tvo til vara. Ennfremur skal kjósa tvo meðstjórnendur siðanefndar og tvo til vara.

Hvert flokksfélag hefur rétt til að senda einn fulltrúa með atkvæðisrétt á flokksþing fyrir hverja 15 félagsmenn eða brot úr þeirri tölu. Jafnmargir varamenn skulu kjörnir. Fulltrúatala skal miðast við félagatal eins og það liggur fyrir á skrifstofu flokksins 30 dögum fyrir flokksþing, þó að teknu tilliti til gr. 2.4. Um fyrirkomulag kosninga fulltrúa fer eftir lögum einstakra aðildarfélaga. Aðildarfélög skulu tilkynna val sitt á fulltrúum á flokksþing til skrifstofu flokksins eigi síðar en viku áður en flokksþing er sett. Allir félagsmenn í flokknum hafa rétt til að sækja flokksþing og hafa þar málfrelsi og tillögurétt.

Miðstjórnarmenn eiga sæti á flokksþingi með atkvæðisrétti.

Mikilvægar dagsetningar:

 • 24. mars – viðmiðunardagur fulltrúatölu á flokksþingi
 • 9. apríl – skil á tillögum til lagabreytinga til skrifstofu
 • 16. apríl – skil á kjörbréfum til skrifstofu

Viðburðir í september

25/09/2021

Laugardagur

09:00 - 22:00

Alþingiskosningar 2021

Laugardagur 25. september 2021 –

Alþingiskosningar munu fara fram laugardaginn 25. september 2021.

Listabókstafur FRAMSÓKNAR er B.

Ágætu Framsóknarmenn – mikilvægt er að allir Framsóknarmenn leggist á eitt og hjálpi til að tryggja Framsóknarflokknum sem flest atkvæði. Koma svo!