Viðburðir

Viðburðir í febrúar

24/02/2024

Laugardagur

11:00 - 12:00

Vöfflukaffi - Framsókn í Reykjanesbæ

Laugardagur 24. febrúar –

26/02/2024

Mánudagur

20:00 - 22:00

Opinn fundur í kjördæmaviku – Reykjavík

Mánudagur 26. febrúar –

Hvað brennur á íbúum Reykjavíkur?

Opinn fundur með Lilju Dögg Alfreðsdóttur, varaformanni Framsóknar og menningar- og viðskiptaráðherra, Ásmundi Einari Daðasyni, ritara Framsóknar og mennta- og barnamálaráðherra auk Einars Þorsteinssonar, borgarstjóra.

Sérstakir gestir verða borgarfulltrúar Framsóknar í Reykjavík þau Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Magnea Gná Jóhannsdóttir og Aðalsteinn Haukur Sverrisson.

Smelltu hér til að nálgast viðburðinn á Facebook.

Hlökkum til að eiga gott samtal!

Hvar: Sykursalur, Grósku hugmyndahúsi kl. 20:00.

Framsókn

26/02/2024

Mánudagur

20:00 - 22:00

Opinn fundur í kjördæmaviku – Suðurnesjabær

Mánudagur 26. febrúar –

Opinn fundur með Sigurði Inga Jóhannssyni, innviðaráðherra og formanni Framsóknar. Einnig verða á fundinum þingmenn Framsóknar í Suðurkjördæmi þau Jóhann Friðrik Friðriksson og Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir.
Sérstakir gestir verða bæjarfulltrúar Framsóknar í Suðurnesjabæ þau Anton Kristinn Guðmundsson, formaður bæjarráðs og Úrsúla María Guðjónsdóttir.
Smelltu hér til að nálgast viðburðinn á Facebook.
Hlökkum til að eiga gott samtal!
Hvar: Samkomuhúsinu, Sandgerði kl. 20:00

Framsókn

27/02/2024

Þriðjudagur

20:00 - 22:00

Opinn fundur í kjördæmaviku – Efsti Dalur

Þriðjudagur 27. febrúar –

Opinn fundur með Sigurði Inga Jóhannssyni, innviðaráðherra og formanni Framsóknar. Einnig verða á fundinum þingmenn Framsóknar í Suðurkjördæmi þau Jóhann Friðrik Friðriksson og Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir.
Hlökkum til að eiga gott samtal!
Hvar: Efsta Dal kl. 20.

28/02/2024

Miðvikudagur

20:00 - 21:00

Félagsfundur Framsóknarfélags Reykjavíkur

Miðvikudagur 28. febrúar –

Stjórn Framsóknarfélags Reykjavíkur boðar til félagsfundar miðvikudaginn 28. febrúar nk klukkan 20:00 þar sem gengið verður frá fulltrúalista vegna komandi flokksþings.

Þeir sem hafa áhuga á að vera fulltrúar á flokksþingi eru beðnir um að senda tilkynningu á adalsteinn@recon.is eigi síðar en sunnudaginn 25.febrúar klukkan 20:00

Vinsamlegast athugið að þeir sem sækjast eftir að vera fulltrúar þurfa að hafa greitt félagsgjöld FR fyrir yfirstandandi ár og hafa lögheimili i Reykjavík.

Stjórn FR

29/02/2024

Fimmtudagur

20:00 - 22:00

Aðalfundur Framsóknarfélags Garðabæjar

Aðalfundur Framsóknarfélags Garðabæjar verður haldinn fimmtudaginn 29. Febrúar í Sveinatungu á Garðatorgi kl. 20:00.

Dagskrá:
a) Skýrslu formanns um starfsemi félagsins á liðnu starfsári.
b) Endurskoðun reikninga félagsins fyrir s.l. reikningsár.
c) Kosning formanns.
d) Kosning sex manna í aðalstjórn félagsins og tveggja til vara.
e) Kosning skoðunarmanns reikninga.
f) önnur mál

Stjórn Framsóknarfélags Garðabæjar

Viðburðir í apríl

20/04/2024

Laugardagur

-

37. Flokksþing Framsóknar

20.-21. apríl 2024 –

37. Flokksþing Framsóknar verður haldið 20.-21. apríl á Hótel Hilton í Reykjavík.

Haustfundur miðstjórnar hefur samykkt að boða til 37. Flokksþings Framsóknar helgina 20.-21. apríl í Reykjavík. Framsókn heldur reglulegt flokksþing eigi sjaldnar en annað hvert ár og skal það að jafnaði haldið fyrri hluta árs.

  • HÉR ⇐ má bóka gistingu á Hótel Hilton með afsláttarkóða – síðasti dagur til þess að bóka gistingu er 28. febrúar.

Flokksþing Framsóknarmanna ákveður meginstefnu flokksins í landsmálum, setur flokknum lög og hefur æðsta vald í málefnum hans.

Mikilvægar dagsetningar:

  • 28. febrúar – síðasti dagur til þess að bóka gistingu á Hótel Hilton með afsláttarkóða, HÉR má bóka gistingu.
  • 21. mars – viðmiðunardagur fulltrúatölu aðildarfélaga.
  • 5. apríl – lagabreytingum skal í síðasta lagi á miðnætti skilað inn til flokksskrifstofu.
  • 13. apríl – kjörbréfum skal í síðasta lagi á hádegi skilað inn til flokksskrifstofu.

Á flokksþingi skal kjósa formann Framsóknarflokksins og skal hann jafnframt vera formaður miðstjórnar flokksins. Þá skal á flokksþingi kjósa varaformann, ritara og tvo skoðunarmenn reikninga. Einnig skal kjósa tvo meðstjórnendur í laganefnd og tvo til vara. Ennfremur skal kjósa tvo meðstjórnendur siðanefndar og tvo til vara.

Hvert flokksfélag hefur rétt til að senda einn fulltrúa með atkvæðisrétt á flokksþing fyrir hverja 15 félagsmenn eða brot úr þeirri tölu. Jafnmargir varamenn skulu kjörnir. Fulltrúatala skal miðast við félagatal eins og það liggur fyrir á skrifstofu flokksins 30 dögum fyrir flokksþing. Um fyrirkomulag kosninga fulltrúa fer eftir lögum einstakra aðildarfélaga. Aðildarfélög skulu tilkynna val sitt á fulltrúum á flokksþing til skrifstofu flokksins eigi síðar en viku áður en flokksþing er sett.

Allir félagsmenn í flokknum hafa rétt til að sækja flokksþing og hafa þar málfrelsi og tillögurétt. Miðstjórnarmenn eiga sæti á flokksþingi með atkvæðisrétti.

Hátíðarskemmtun verður laugardagskvöldið 20. apríl.