Konur í Framsókn

Landssambandið Konur í Framsókn

Landssambandið Konur í Framsókn (áður Landsamband Framsóknarkvenna/LFK) var stofnað þann 21. nóvember árið 1981. Meginhlutverk Kvenna í Framsókn er að efla og hvetja til stjórnmálaþátttöku kvenna. Konur í Framsókn styðja þannig við starf þeirra kvenfélaga sem eru starfrækt innan Framsóknarflokksins.

Landsþing, sem haldið er á tveggja ára fresti, er æðsta stofnun sambandsins. Reglulega hittist 15 manna landsstjórn en framkvæmdastjórn sem skipuð er fimm einstaklingum sér um daglegan rekstur sambandsins.