Ung Framsókn

Samband ungra Framsóknarmanna

Samband ungra framsóknarmanna (SUF) er landssamband ungs framsóknarfólks, 16-35 ára. Sambandið var stofnað á Laugarvatni í júní 1938. Hlutverk SUF er að kynna stefnu Framsóknarflokksins á meðal ungs fólks, auka þátttöku og áhrif ungs fólks innan Framsóknarflokksins og gera ungt fólk hæfara til að taka þátt í stjórnmálastarfi.

Sambandsþing, sem haldið er árlega, er æðsta stofnun sambandsins. Mánaðarlega hittist 13 manna stjórn en framkvæmdastjórn sem skipuð er fimm einstaklingum sér um daglegan rekstur sambandsins.

SUF heldur úti sinni eigin heimasíðu suf.is