Mennta- og barnamál
Fjárfesting í okkar mikilvægustu borgurum, börnunum okkar, farsæld þeirra og
þjónusta á þeirra forsendum er eitt mikilvægasta hagsmunamál þjóðarinnar.
Undanfarin ár hefur orðið umbylting í þessum málaflokki, og erum við nú farin að sjá
skólakerfið fylgja með. En það er einmitt grundvöllur alls, samspil allra kerfa til þess
að búa börnunum okkar sem besta framtíð sem möguleg er. Ábyrgð stjórnvalda í því
að hlúa að menntakerfinu sem heildrænu ferli, tryggja samfellu í þjónustu og innihaldi
náms milli skólastiga er þjóðþrifamál. Áframhaldandi aukið fjármagn og fjárfesting, til
skóla, frístundar, íþróttamála og svo mætti lengi telja er lykilatriði þess að hægt sé að
skapa enn farsælla samfélag fyrir okkur öll.
Flokksþingsályktun samþykkt 21. apríl 2024 varðandi mennta- og barnamál.
Deila