Þingflokkurinn

Þingflokkurinn

Þingmenn Framsóknarflokksins mynda þingflokk. Landsstjórn og þingflokkur ákveða afstöðu flokksins í málum og fjalla um mikilvæg flokksmál þegar þess gerist þörf á milli miðstjórnarfunda og flokksþinga. A.m.k tveir sameiginlegir fundir þessara stofnana skulu haldnir ár hvert. Annar þeirra skal haldinn við upphaf hvers þings og skal þar leggja drög að starfsskrá þingflokksins á því þingi sem þá er að hefjast.

Þingmenn Framsóknarflokksins á yfirstandandi kjörtímabili:

Ásmundur Einar Daðason

Halla Signý Kristjánsdóttir

Lilja Dögg Alfreðsdóttir

Líneik Anna Sævarsdóttir

Sigurður Ingi Jóhannsson

Silja Dögg Gunnarsdóttir

Willum Þór Þórsson

Þórarinn Ingi Pétursson

Á fundum þingflokksins eiga sæti auk þingmanna skv. lögum flokksins, ráðherrar hans, framkvæmdastjórnarmenn, formenn SUF og LFK eða varamenn þeirra með málfrelsi, tillögurétt en ekki atkvæðisrétt, þótt ekki séu þingmenn. Reyndar hefur það aðeins tvisvar sinnum gerst að ráðherra Framsóknarflokksins hafi ekki jafnframt verið þingmaður, en hluti framkvæmdastjórnarmanna eru oftast ekki þingmenn um leið.

Þingflokkurinn mótar afstöðu til mála sem fyrir Alþingi liggja. Ef flokkurinn er í stjórnarandstöðu þá er um að ræða að móta afstöðu til mála sem ríkisstjórnin hefur lagt fram eða ræða mál sem þingflokkurinn í heild eða einstakir þingmenn hyggjast leggja fram. Ef flokkurinn er í ríkisstjórn þá þarf að móta afstöðu til stjórnarfrumvarpa í samráði við samstarfsflokkinn (eða flokkana) áður en málin eru lögð fyrir þingið. Þrátt fyrir þetta þá eru þingmenn ekki bundnir af afgreiðslu mála innan þingflokksins því eins og segir í 48. gr. stjórnarskrárinnar þá eru alþingismenn ekki bundnir af neinu nema sannfæringu sinni. Þingflokkurinn kýs einnig um hverjir verða ráðherrar fyrir hönd flokksins við ríkisstjórnarsamstarf.

Þingmenn hafa oftast mikil áhrif við stefnumótun innan flokksins, enda hafa þeir mikla þekkingu á flestum þeim málum sem fjallað er um í krafti starfs síns. Þeir halda tvo sameiginlega fundi með landsstjórn eins og getið er að ofan og auk þess eiga þeir sjálfkrafa sæti í miðstjórn flokksins.

Þingflokkurinn kýs sér þriggja manna stjórn í upphafi hvers þings, formann og tvo meðstjórnendur, til eins árs í senn.

Stjórnina skipa:

Formaður
Willum Þór Þórsson

Varaformaður
Líneik Anna Sævarsdóttir

Meðstjórnandi

Skrifstofustjóri þingflokksins:

Skrifstofa: Aðalstræti 6, 101 Reykjavík.
Póstfang: Þingflokkur Framsóknarmanna, Alþingi, 150 Reykjavík
Sími: 563 0500

Deila