Sveitarstjórnarfólk

Sveitarstjórnarfólk Framsóknar

Framsókn og óháðir í Árborg​

Meðhöndlun fráveituvatns í Sveitarfélaginu Árborg – tillögur og kostnaður

Eftir nokkuð ítarlega skoðun á kostum og göllum þeirra aðferða sem fjallað er um í þessari skýrslu, er niðurstaðan sú að sameiginleg skólphreinsistöð fyrir Selfoss, Stokkseyri og Eyrarbakka sé hagkvæmasta lausnin, bæði kostnaðarlega og umhverfislega. Framkvæmdakostnaður þessarar lausnar er mestur, en rekstrarkostnaðurinn töluvert minni en fyrir aðrar lausnir, sem ráðgjafinn telur raunhæfar. Til langs tíma litið er þessi lausn talin hagkvæmust þeirra, sem skoðaðar voru í verkefninu.

Sameiginleg skólphreinsistöð býður einnig upp á mestan sveigjanleika og hagræði varðandi hugsanlegar breytingar á reglum um skólphreinsun í framtíðinni þar sem breytingar mun einungis þurfa að gera á einni hreinsistöð.

Kostnaðarmatið byggir á því að um vandaðar lausnir sé að ræða í hverju tilviki. Með vandaðri lausn er átt við mannvirki sem tryggja eins og kostur er hreinlega og örugga vinnuaðstöðu starfsmanna. Með því móti er áreiðanleiki í rekstri stöðvanna einnig mestur. Miðað er við að gæði stöðvanna séu sambærileg við gæði skólphreinsistöðva Orkuveitu Reykjavíkur.

Umhverfismál í forgang í Árborg

Framboð Framsóknar og óháðra í Árborg leggja ríka áherslu á umhverfismál og telur tímabært að setja skýra stefnu í þessum málaflokki í samvinnu við íbúa. Lögbundið er að hvert sveitarfélag leggi fram aðalskipulag þar sem fram kemur stefna þess um framtíðarnotkun lands og fyrirkomulag byggðar. Sveitarfélög geta jafnframt sýnt frumkvæði og lagt í stefnumörkun umfram það sem lögbundið er.

Í stefnumörkun felst að greina stöðuna og setja markmið. Við leggjum til að í greiningavinnunni verði kolefnisspor sveitarfélagsins kortlagt og þættir eins og plastnotkun og matarsóun skoðaðir í því samhengi, til viðbótar við hin hefðbundnu sorphirðu- og fráveitumál. Í kjölfarið verði sett markmið um hvernig við getum bætt okkur sem samfélag.

Ganga þarf lengra í flokkun á sorpi og gefa möguleika á m.a. því að taka á móti lífrænum úrgangi, en þannig má draga úr urðun og skapa í leiðinni verðmæti. Stórbæta þarf fræðslu og kynningu á ferlinu, ekki bara á flokkuninni sjálfri heldur líka hvað verður um úrganginn. Auka þarf hvata fyrir flokkun og skoða kosti þess að koma upp grenndarstöðvum til að mæta þörfum íbúanna. Sorphirðugjald vegna urðunar á sorpi hefur hækkað verulega og eru engar líkur að sú þróun snúist við. Við viljum með þessu sporna á móti þessum hækkunum og um leið auka sjálfbærni.

Löngu er tímabært að sveitarfélagið standist kröfur í fráveitumálum, en reglugerð um fráveitur og skólp tók gildi árið 1999. X-B leggur áherslu á heildarlausn í fráveitumálum sem þjónar öllum þéttbýliskjörnum sveitarfélagsins. Útfærsla með sjó sem viðtaka er ein af fjórum leiðum sem lagðar eru til í mati á umhverfisáhrifum á hreinsun skólps, sem nú er í lögbundnu ferli. Að okkar mati virðist þetta hagkvæm heildarlausn, lífríki Ölfusár, fjörunnar, og okkur íbúum til góða.

Setjum X við B í komandi sveitarstjórnarkosningum og stígum saman inn í 21. öldina í umhverfismálum.

Guðbjörg Jónsóttir, frambjóðandi í 3. sæti Framsóknar og óháðra í Árborg.

Framboðslisti Framsóknar og óháðra í Árborg

Helgi S. Haraldsson, svæðisstjóri og bæjarfulltrúi, leiðir framboð Framsóknar og óháðra í Sveitarfélaginu Árborg fyrir komandi sveitarstjórnarkosningarnar. Í öðru sæti er Sólveig Þorvaldsdóttir, verkfræðingur, í þriðja sæti er Guðbjörg Jónsdóttir, verkefnastjóri, og Gunnar Borgþórsson, knattspyrnuþjálfari, skipar fjórða sæti listans. Framboðslistinn var samþykktur á fjölmennum fundi sem fram fór í Framsóknarhúsinu á Selfossi í gær, 10. apríl. Málefnavinna er í fullum gangi og á næstu dögum verða auglýstir opnir málefnafundir þar sem íbúum Árborgar gefst kostur á að leggja sín lóð á vogarskálarnar að framtíðarsýn sveitarfélagsins.

Framboðslisti Framsóknar og óháðra í Sveitarfélaginu Árborg fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2018:

Helgi S. Haraldsson, svæðisstjóri Eimskips á Suðurlandi og bæjarfulltrúi.

Sólveig Þorvaldsdóttir, verkfræðingur hjá Rainrace ehf.

Guðbjörg Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Bændasamtökum Íslands.

Gunnar Rafn Borgþórsson, knattspyrnuþjálfari.

Inga Jara Jónsdóttir, meistaranemi við Háskóla Íslands.

Gísli Gíslason, húsasmíðameistari.

Guðmunda Ólafsdóttir, skjalavörður á Héraðsskjalasafni Árnesinga.

Guðmundur Guðmundsson, fv. sviðsstjóri.

Fjóla Ingimundardóttir, hjúkrunarfræðingur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Gissur Kolbeinsson, fjármála- og rekstrarstjóri hjá BHM.

Brynja Valgeirsdóttir, líffræðingur og meistaranemi.

Páll Sigurðsson, skógfræðingur hjá Landbúnaðarháskóla Íslands og bóndi.

Gissur Jónsson, framkvæmdastjóri Umf. Selfoss.

Þórir Haraldsson, lögfræðingur.

Gunnar Einarsson, rafvirkjameistari.

María Hauksdóttir, ferðaþjónustu- og kúabóndi.

Hjörtur Þórarinsson, kennari og fv. framkvæmdastjóri.

Íris Böðvarsdóttir, sálfræðingur og varabæjarfulltrúi.

Deila

Share on facebook
Share on twitter
Share on google