Categories
Greinar

Endurreisn hafin!

Deila grein

11/05/2021

Endurreisn hafin!

Grund­vall­ar­breyt­ing hef­ur orðið á viðhorf­um til starfs­mennt­un­ar á und­an­förn­um árum og áhug­inn á starfs­námi hef­ur auk­ist. Fag­stétt­ir sem glímdu við mikla mann­eklu horfa fram á breytt­an veru­leika og færniþarf­ir sam­fé­lags­ins eru bet­ur upp­fyllt­ar en áður. Í dag eru verk- og tækni­mennta­skól­ar meðal vin­sæl­ustu fram­halds­skóla lands­ins og laða í mikl­um mæli til sín hæfi­leika­fólk á öll­um aldri. Ég er því gríðarlega ánægð í hvert sinn sem við tök­um fleiri skref í átt­ina að bættu um­hverfi starfs- og iðnnema hér á landi.

Eitt slíkt skref verður tekið von bráðar á Alþingi Íslend­inga. Frum­varp mitt um breyt­ing­ar á inn­töku­skil­yrðum há­skóla er langt komið í meðför­um þings­ins. Þetta frum­varp er mikið rétt­læt­is­mál og fagnaðarefni fyr­ir allt mennta­kerfið, sér­stak­lega nem­end­ur. Mark­mið frum­varps­ins er að jafna mögu­leika fram­halds­skóla­nema sem ljúka prófi af þriðja hæfniþrepi sam­kvæmt aðal­nám­skrá fram­halds­skóla til frek­ara náms. Mik­il­vægt er að há­skól­arn­ir móti skýr og gegn­sæ viðmið fyr­ir nám, sem tek­ur mið af hæfni, færni og þekk­ingu nem­enda. Slík viðmið eru jafn­framt til þess fall­in að vera leiðbein­andi fyr­ir fram­halds­skól­ana við skipu­lag og fram­setn­ingu náms­brauta, ásamt því að nem­end­ur eru bet­ur upp­lýst­ir um inn­töku­skil­yrði í há­skól­um. Frum­varpið fel­ur því í sér aukið jafn­ræði til náms á há­skóla­stigi.

Frum­varpið er liður í aðgerðaáætl­un til að efla starfs- og tækni­mennt­un í land­inu sem unnið er að í sam­starfi við fjölda hagaðila. Í mín­um huga er end­ur­reisn iðnnáms haf­in hér á landi. Þrennt kem­ur til.

Í fyrsta lagi, aukið jafn­ræði á milli bók­náms og starfs­náms eins og fram kem­ur í þessu frum­varpi. Í öðru lagi eru breyt­ing­ar á vinnustaðanámi, sem styrk­ir það veru­lega og eyk­ur fyr­ir­sjá­an­leika. Í þriðja lagi hafa fram­lög til fram­halds­skóla­stigs­ins stór­auk­ist – tækja­kost­ur end­ur­nýjaður og svo er búið að tryggja fjár­mögn­un í ný­bygg­ingu við Fjöl­brauta­skól­ann í Breiðholti fyr­ir starfs- og list­nám – einnig er vinna haf­in við nýj­an Tækni­skóla.

Íslenskt iðnnám stend­ur mjög vel í sam­an­b­urði við er­lent, kenn­ar­ar vel menntaðir, þeir búa að fjöl­breyttri reynslu og náms­braut­irn­ar metnaðarfull­ar. Við erum því vel í stakk búin til að taka á móti gríðarleg­um fjölda nem­enda á næstu árum. Aðsókn hef­ur auk­ist mikið á síðustu árum og fyrstu vís­bend­ing­ar um inn­rit­un í fram­halds­skól­anna fyr­ir næsta skóla­ár gefa til kynna aðsókn­ar­met í verk­nám.

Það er mitt hjart­ans mál að við efl­um iðn- og starfs­mennt­un í land­inu og til þess þurf­um við góða aðstöðu og skýra sýn til framtíðar. End­ur­reisn iðnnáms hér á landi er sam­vinnu­verk­efni fjöl­margra. Ég þakka öll­um þeim sem leggja mál­inu lið!

Við erum klár­lega á réttri leið!

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, varaformaður Framsóknar og mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 11. maí 2021.

Categories
Fréttir

Willum sigraði í Suðvestur

Deila grein

09/05/2021

Willum sigraði í Suðvestur

Prófkjör fór fram um fimm efstu sætin á framboðslista Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningar 25. september 2021.

Kjördagur var 8. maí og kosið var utankjörfundar 5. – 7. maí. Niðurstaðan er þessi:

1. sæti, Willum Þór Þórsson, alþingismaður. Hann fékk 308 atkvæði í 1. sæti.

2. sæti, Ágúst Bjarni Garðarsson, form. bæjarráðs. Hann fékk 262 atkvæði í 1.-2. sæti.

3. sæti, Anna Karen Svövudóttir, þýðandi og samskiptaráðgjafi hjá Heilbrigðisráðuneytinu. Hún fékk 226 atkvæði í 1.–3. sæti.

4. sæti, Kristín Hermannsdóttir, háskólanemi. Hún fékk 198 atkvæði í 1.-4. sæti.

5. sæti, Ívar Atli Sigurjónsson, flugmaður og háskólanemi. Hann fékk 247 atkvæði í 1.-5. sæti.

Aðrir sem tóku þátt í prófkjörinu voru:

Linda Hrönn Þórisdóttir, leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi, og Þórey Anna Matthíasdóttir, ökuleiðsögumaður.

Categories
Greinar

Klárum leikinn: Framsókn í stuðningi á vinnumarkaði

Deila grein

07/05/2021

Klárum leikinn: Framsókn í stuðningi á vinnumarkaði

Síðastliðinn föstudag kynnti ríkisstjórnin frekari aðgerðir til að mæta afleiðingum Covid-19 í samfélaginu. Þetta er í takt við fyrri störf ríkisstjórnarinnar, en hún hefur sýnt kjark og ítrekað lagt fram metnaðarfullar aðgerðir með jákvæðum og áþreifanlegum niðurstöðum mörgum til hagsbóta. Hér er engin undantekning.

Eins og allir vita, þá hefur Covid-19 veiran haft töluverð áhrif á vinnumarkaði hér á landi. Mikill fjöldi hefur misst sína atvinnu og heilar starfsstéttir hafa lamast. Þó svo að þessi staða er tímabundin þá getum við ekki einungis beðið eftir því að hlutirnir komast aftur á/í réttan kjöl. Mikill fjöldi landsmanna þarfnast aðgerða strax, og þeirri þörf er ríkisstjórnin að svara. Við þurfum að klára leikinn og undirbúa viðspyrnu framtíðarinnar, sem hefst strax að loknum bólusetningum.

Meðal þeirra aðgerða sem ríkisstjórnin hefur lagt á laggirnar er átak Ásmundar Einars, félags- og barnamálaráðherra, „Hefjum störf“. Átakinu er ætlað að styðja fyrirtæki, sveitarfélög og félagasamtök við að ráða til sín starfsmenn og með því fjölga störfum á vinnumarkaði. Þetta átak hefur gengið vonum framar og mikill fjöldi atvinnuleitenda hefur nýtt það til að stíga aftur inn á vinnumarkað. Í ljósi velgengninnar hefur verið ákveðið að víkka átakið með eftirfarandi úrræðum:

Fyrirtæki með starfsmann í ráðningarsambandi sem fær greiddar hlutabætur geta fengið styrk til endurráðningar hans í fyrra starfshlutfall. Sá styrkur miðast við hámarksfjárhæð tekjutengdra atvinnuleysisbóta í hlutfalli við hækkun starfshlutfalls viðkomandi einstaklings, auk 11,5% mótframlags af styrkfjárhæð í lífeyrissjóð í allt að fjóra mánuði.

Styrkur að hámarki 100.000 kr. verður greiddur til atvinnuleitenda sem hafa verið án atvinnu frá því fyrir tíma Covid-19 og hefur ekki notið lengingar á tekjutengdu tímabili atvinnuleysisbóta. Styrkurinn verður greiddur í hlutfalli við bótarétt til þeirra atvinnuleitenda sem fengu greiddar atvinnuleysisbætur vegna aprílmánaðar og höfðu fengið greiddar atvinnuleysisbætur samfellt í fjórtán mánuði eða lengur þann 1. maí 2021.

Tímabil tekjutengdra atvinnuleysisbóta verður framlengt til 1. febrúar 2022. Réttur til greiðslu tekjutengdra atvinnuleysisbóta var lengdur tímabundið úr þremur mánuðum í sex til að mæta tekjufalli vegna Covid-19 og upprunalega var gert ráð fyrir að heimilt yrði að nýta réttinn til 1. október 2021. Þetta tímabil verður nú framlengt til 1. febrúar 2022.

Þetta er allt gert til að laga stöðuna á vinnumarkaði og styðja við atvinnuleitendur. Til þess er leikurinn gerður.

Þórarinn Ingi Pétursson, varaþingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi og frambjóðandi til Alþingis fyrir sama flokk.

Greinin birtist fyrst á visir.is 6. maí 2021.

Categories
Greinar

Klárum leikinn með samvinnu

Deila grein

06/05/2021

Klárum leikinn með samvinnu

Framsóknarflokkurinn hefur allt síðasta ár lagt áherslu á stuðningsaðgerðir til að fleyta fólkinu í landinu í gegnum kreppuna sem Covid skapar. Nú þegar við sjáum til lands í glímunni við farsóttina er mikilvægt að halda út og brúa síðustu vikurnar með lokaspretti sem tengir saman aðgerðir, viðheldur tekjum fólks og auðveldar fyrirtækjum að hefja vöxt.

Stjórnvöld hafa nú kynnt á annan tug aðgerða sem miða að þessu markmiði. Lokunarstyrkir verða framlengdir, fleiri geta sótt um viðspyrnustyrki, endurráðningar í fyrra starfshlutfall styrktar, bætt í ýmsar félagslegar ráðstafanir og úrræðum í menntakerfinu framhaldið.

Fjárfestum í fólki

Það er mikilvægt að fjárfesta í fólki með því að tryggja afkomu heimila, en samhliða því þarf að vinna gegn neikvæðum áhrifum faraldursins á einstaklinga. Það er best gert með því að tryggja fólki tækifæri til sjálfseflingar hvort sem er í gegnum nám, félagslega þátttöku eða þjónustu heilbrigðiskerfisins. Í gegnum allan faraldurinn hefur verið lögð áhersla á tækifæri til menntunar, þátttöku barna í íþróttum og ýmis félagsleg úrræði.

Ákveðið er að hlutabótaleiðin falli nú inn í atvinnuátakið „Hefjum störf“. Þannig að þeir sem nýta hlutabótaleiðina geta farið í fyrra starfshlutfall hjá vinnuveitanda og að hann fær styrk á móti í allt að fjóra mánuði. Stuðningurinn er þá bæði við fólk og fyrirtæki.

Bætt verður í fjölbreyttar félagslegar aðgerðir fyrir viðkvæma hópa þar sem sérstök áhersla verður lögð á geðheilbrigðismál barna og ungmenna. Í því skyni verður 600 milljóna króna viðbótarframlagi veitt til geðheilbrigðismála og 200 milljónum inn í aðgerðaáætlun um viðspyrnu gegn neikvæðum áhrifum faraldursins á börn, eldri borgara, öryrkja og fólk af erlendum uppruna.

Ákveðið er að í sumar verði boðið upp á sumarlán fyrir námsmenn hjá Menntasjóði námsmanna eins og á síðasta ári. Auk þess verða tiltekin viðbótarlán í boði.

Fólk grípur tækifærin

Úrræðin sem gripið hefur verið til hafa nýst samfélaginu vel af því að fólk er tilbúið að nýta þau. Það liggur fyrir að fólk er sveigjanlegt, bregst við þegar einar dyr lokast og endurskoðar sín framtíðarplön.

Þannig fjölgaði nemendum töluvert bæði á framhalds- og háskólastigi milli skólaára. Ársnemum í framhaldsskóla fjölgaði um 1.340 og háskólanemum um 1.800 á haustönn 2020 frá því sem gert hafði verið ráð fyrir. Ef þessi fjölgun nemenda hefði komið fram í atvinnuleysi hefði það aukist um 1,5%. Þannig var ein af lykilákvörðun síðasta árs yfirlýsing Menntamálaráðherra um að tekið yrði við öllum nemum sem skólarnir gætu tekið við og nauðsynlegt fjármagn tryggt til kennslu þeirra.

Það liggur svo fyrir að þau mörgu félagslegu úrræði sem gripið hefur verið til hafa reynst það vel að þau eru komin til að vera. Einkum úrræði sem efla viðkvæma hópa samfélagsins.

Áfram veginn.

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi.

Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. mai 2021.

Categories
Greinar

Snúum (sótt)vörn í (fram)sókn

Deila grein

03/05/2021

Snúum (sótt)vörn í (fram)sókn

Efnahagslegar aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa frá upphafi faraldursins verið markvissar og árangursríkar. Aðgerðirnar hafa verið fjölbreyttar og settar af stað með því markmiði að vernda afkomu fólks og fyrirtækja í landinu.

Hlutabótaleiðin

Sú aðgerð sem hefur kannski vakið mesta athygli er hlutabótaleið Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra. Hlutabótaleiðin er afskaplega vel heppnað úrræði og hefur þjónað tilgangi sínum afar vel. Hlutabótaleiðin virkar þannig að greiddar eru tímabundnar atvinnuleysisbætur í hlutfalli við minnkað starfshlutfall starfsmanna. Hugmyndin að baki þessum aðgerðum er að viðhalda ráðningasambandi í gegnum þetta tímabundna ástand sem skapast hefur vegna Covid.

Hefjum störf

Í síðasta mánuði kynnti Ásmundur Einar til leiks vinnumarkaðsátakið „Hefjum Störf“. Með þessu úrræði á að skapa á 7.000 störf í samvinnu við atvinnulífið, félagasamtök, stofnanir og sveitarfélög. Viðtökurnar í því verkefni hafa verið fram úr björtustu vonum en hátt í 4.000 ný störf hafa nú þegar verið komið á laggirnar.

Viðspyrna framundan

Bólusetningar innanlands eru á fleygiferð og sumarið er komið, nú þurfum við að vera tilbúin að stíga næstu skref og huga að viðspyrnunni. Það er mikilvægt að íslenskt atvinnulíf sé í stakk búið að takast á við þau verkefni sem framundan eru og hafi nægt súrefni til þess að veita öfluga viðspyrnu.

Því er afar jákvætt og jafnvel táknrænt að sjá hlutabóta leiðina renna út og sjá vinnumarkaðsátakið „Hefjum Störf“ taka við. Eitt mikilvægasta verkefnið er að koma þeim sem hafa verið á hlutabótum aftur í virkni. Með þessu úrræði geta aðilar snúi aftur til fyrri starfa í fullu ráðningasambandi og fá fyrirtækin stuðning til þess í 4 mánuði. Þetta er rökrétt og skynsamlegt skref. Með þessu fá fyrirtæki í landinu stuðning til að starfa aftur á fullu afli þar til hjól atvinnulífsins verða farin að rúlla á eðlilegum hraða í haust.

Þetta er tímapunkturinn sem við snúum vörn í sókn. Það er bjart framundan og með kraftmikilli viðspyrnu munum við ná að grípa þau tækifæri sem framundan eru.

Klárum leikinn!

Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.

Greinin birtist fyrst á visir.is 3. maí 2021.

Categories
Fréttir

Kynningarblað á frambjóðendum í Suðvestur

Deila grein

03/05/2021

Kynningarblað á frambjóðendum í Suðvestur

Sjö verða í framboði hjá Framsóknarflokknum í Suðvesturkjördæmi í prófkjöri 8. maí 2021. Kosið verður um fimm efstu sætin. Talning atkvæða mun fara fram sunnudaginn 9. maí.

Kosið verður í lokuðu prófkjöri Framsóknar í Suðvesturkjördæmi laugardaginn 8. maí í Bæjarlind 14 – 16, Kópavogi, frá klukkan 10:00- 18:00.

Hægt verður að greiða atkvæði utan kjörfundar 5.-7. maí frá klukkan 16:00-19:00 í Bæjarlind 14 – 16, Kópavogi.

Kosið er um fimm efstu sætin og kjósandi setur tölustaf fyrir framan nafn þess sem hann vill kjósa, 1 fyrir framan þann sem hann vill í fyrsta sæti, 2 fyrir framan þann sem hann vill í annað sæti og svo framvegis upp í fimm sæti.

Athugið að ekki má merkja við færri eða fleiri frambjóðendur en fimm, annars verður atkvæðið ógilt.

Categories
Fréttir

Sjö í framboði í prófkjöri Framsóknar í Suðvesturkjördæmi

Deila grein

03/05/2021

Sjö í framboði í prófkjöri Framsóknar í Suðvesturkjördæmi

Sjö verða í framboði hjá Framsóknarflokknum í Suðvesturkjördæmi í prófkjöri 8. maí 2021. Kosið verður um fimm efstu sætin. Talning atkvæða mun fara fram sunnudaginn 9. maí.

Kosið verður í lokuðu prófkjöri Framsóknar í Suðvesturkjördæmi laugardaginn 8. maí í Bæjarlind 14-16, Kópavogi, frá klukkan 10:00- 18:00.
Hægt verður að greiða atkvæði utan kjörfundar 5.-7. maí frá klukkan 16:00-19:00 í Bæjarlind 14 – 16, Kópavogi.

Kosið er um fimm efstu sætin og kjósandi setur tölustaf fyrir framan nafn þess sem hann vill kjósa, 1 fyrir framan þann sem hann vill í fyrsta sæti, 2 fyrir framan þann sem hann vill í annað sæti og svo framvegis upp í fimm sæti.

Athugið að ekki má merkja við færri eða fleiri frambjóðendur en fimm, annars verður atkvæðið ógilt.

Í framboði eru:

Willum Þór Þórsson, Kópavogi – sækist eftir 1. sæti.

Ágúst Bjarni Garðarsson, Hafnarfirði – sækist eftir 2. sæti.

Linda Hrönn Þórisdóttir, Hafnarfirði – sækist eftir 2. sæti.

Anna Karen Svövudóttir, Hafnarfirði – sækist eftir 3. sæti.

Kristín Hermannsdóttir, Kópavogi – sækist eftir 3.-4. sæti.

Þórey Anna Matthíasdóttir, Hafnarfirði – sækist eftir 3.-4. sæti.

Ívar Atli Sigurjónsson, Kópavogi – sækist eftir 4. sæti.

Categories
Greinar

Við sjáum til lands

Deila grein

01/05/2021

Við sjáum til lands

Hún var hátíðleg og hjartnæm stundin sem við urðum vitni að í fréttum í vikunni þegar brast á með miklu lófaklappi þegar Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir mætti í Laugardalshöll í bólusetningu. Það var verðskuldað. Það er líka einstaklega ánægjulegt að fylgjast með hversu vel bólusetningar ganga og ekki síst fagmennskuna og skipulagið hjá heilbrigðisstarfsfólkinu okkar og þeim sem koma að almannavörnum.

Bólusetningarmyndir hafa leyst eldgosamyndirnar af hólmi á samfélagsmiðlum. Hvort tveggja er stórkostleg upplifun. Annars vegar er það ægikraftur náttúrunnar og hins vegar kraftur vísinda og samvinnu.

Við klárum leikinn saman

Í gær samþykkti ríkisstjórnin nýjar aðgerðir sem er ætlað að klára leikinn eins og við í Framsókn höfum orðað það. Þessar aðgerðir bætast á lista umfangsmikilla aðgerða sem hafa skipt sköpum í því að tryggja heilsu og afkomu landsmanna síðasta árið. Styrkur til þeirra sem hafa verið atvinnulausir í lengri tíma, barnabótaauki til þeirra sem lægstar tekjur hafa, tímabundin hækkun framfærslu námsmanna, aukinn stuðningur í geðheilbrigðismálum barna og ungmenna um allt land, rýmkun á viðspyrnustyrkjum, styrkur til endurráðningar í fyrra starfshlutfall, ný ferðagjöf og framlenging á stuðningi við íþróttafélög. Allt eru þetta aðgerðir sem munu styrkja samfélagið síðustu mínútur leiksins.

Atvinna, atvinna, atvinna

Ríkisstjórnin brást hratt og örugglega við því frosti sem varð í ferðaþjónustu fyrir ári síðan. Stærsta og mikilvægasta aðgerðin þá var hlutabótaleið félags- og barnamálaráðherra sem gerði fólki og fyrirtækjum kleift að viðhalda ráðningarsambandinu og halda úti lágmarksstarfssemi. Stærsta aðgerðin sem kynnt var í gær er styrkur til endurráðningar í fyrra starfshlutfall. Þessi aðgerð gerir það að verkum að þeir fjölmörgu sem er á hlutabótum og vinna 50% verða ráðnir í fyrra starfshlutfall með stuðningi ríkisins, ganga í raun inn í þá stóru og merkilegu aðgerð sem kynnt var fyrir skömmu undir heitinu Hefjum störf. Þessar aðgerðir eru mikilvægur liður í viðspyrnu fyrir Ísland og því að skapa störf og hefja störf. Atvinna, atvinna, atvinna.

Landsýn

Við sjáum til lands. Stundin er að renna upp, stundin sem við höfum beðið eftir síðan heimsfaraldurinn skall á með öllu sínu tjóni á heilsu og hag fólks um allan heim. Allt síðasta ár hefur verið helgað baráttunni við faraldurinn, helgað því að vernda heilsu fólks og afkomu og því að tryggja hraða og markvissa viðspyrnu fyrir Ísland. Augnablikið þegar allt horfir til betri vegar er ekki síst upplifun okkar hvers og eins þegar við fáum stunguna í öxlina, þegar við sjáum fram á að losna við óttann við veiruna, ótta sem snýst ekki aðeins um okkur sjálf heldur ekki síst um ástvini okkar.

Ég er stoltur af þjóðinni okkar. Á erfiðum tímum, tímum þegar faraldurinn hefur ógnað heilsu okkar og okkar nánustu, hefur þjóðin staðið saman og mætt erfiðleikum af einurð og styrk. Sól hækkar á lofti, hópur bólusettra stækkar, atvinnulausum fækkar. Við horfum bjartsýn fram á veginn og klárum leikinn.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra

Categories
Greinar

Klárum leikinn – fyrir fjölskyldur

Deila grein

30/04/2021

Klárum leikinn – fyrir fjölskyldur

Fjölskyldan skipar stóran sess í íslensku samfélagi. Fjölskyldur eru jafn mismunandi eins og þær eru margar. Til þess að skapa gott samfélag er lykilatriði að hlúa vel að fjölskyldum landsins. Það hefur ávallt verið stefna Framsóknarflokksins að styðja við fjölskyldur. Góð fjölskyldueining er undirstaða að framtíð barna. Tekjur heimilisins geta haft áhrif á heilsu og líðan og dregið úr samveru og gæðastundum. Síðasta ár hefur verið erfitt fyrir margar fjölskyldur en nú sér vonandi fyrir endann á þessum faraldri. Bólusetningar ganga vel og áður en við vitum af verða hjól atvinnulífsins aftur kominn í gang, og vonandi öflugri en aldrei fyrr. Þangað til að samfélagið og fjölskyldur landsins hafa komist í gegnum brimskaflinn er stjórnvöldum ljúft og skylt að styðja við fólkið í landinu.

Barnabótaauki

Ríkisstjórnin kynnti í dag aðgerðir til þess að styðja við fjölskyldur og atvinnulíf. Hér er um að ræða fjölþættar aðgerðir til þess að styðja bæði við heimili og fyrirtæki á lokametrum baráttunnar við heimsfaraldurinn. Einn liður í aðgerðum til þess að mæta efnahagslegum áhrifum Covid-19 er sérstakur barnabótaauki. Allir þeir sem fá greiddar tekjutengdar barnabætur fá greiddan sérstakan 30 þúsund króna barnabótaauka með hverju barni við álagningu opinberra gjalda einstaklinga í lok maí 2021.

Ferðagjöf

Ferðagjöfin er endurvakin, hún styrkir bæði fjölskyldur til ferðalaga innanlands sem og innlend ferðaþjónustufyrirtæki. Ferðagjöfin verður með sama sniði og í fyrra úrræði, þar sem landsmenn fá fjárhagslegan hvata til að njóta íslenskrar ferðaþjónustu. Ferðaþjónustan á Íslandi hefur orðið fyrir miklum búsifjum síðastliðið ár og því er stuðningur sem þessi mikilvægur. Ef við náum að koma fyrirtækjum í ferðaþjónustu í gegnum brimið þá verður viðspyrnan hraðari. Í góðu árferði skapar ferðaþjónustan fjölda starfa og miklar gjaldeyristekjur. Ég hvet landsmenn til að nýta ferðagjöfina í að gera eitthvað saman með fjölskyldunni, hvort sem það er stórt eða lítið. Það sem eftir stendur eru vonandi góðar minningar fyrir börn og fullorðna og öflugri ferðaþjónustufyrirtæki í landinu.

Geðheilbrigði þjóðar

Eftir erfiðleika síðasta árs er einnig mikilvægt að huga að geðheilbrigðismálum. Ákveðið hefur verið að leggja 600 m. kr. viðbótarframlag til geðheilbrigðismála fyrir börn og ungmenni ásamt 200 m. kr. vegna aðgerða í aðgerðaráætlun félagsmálaráðuneytisins um viðspyrnu gegn neikvæðum áhrifum Covid-19 á börn, eldri borgara, öryrkja, fólk af erlendum uppruna og öðrum félagslega viðkvæmum hópum. Margir hafa átt erfitt á síðustu misserum og útlit er fyrir að erfiðleikar síðustu mánaða geti valdið eftirköstum. Félagslegt og líkamlegt heilbrigði jafnt sem andlegt og tilfinningalegt jafnvægi er samofið velgengni í einkalífi og starfi. Með því að hlúa að geðheilbrigði hlúum við að fjölskyldum landsins.

Hér hef ég stiklað á stóru, en fleiri aðgerðir eru í pakkanum. Það mikilvægasta af öllu er að standa saman á lokametrum baráttunnar við veiruna. Það sést til lands, við erum að koma í mark. Klárum þetta saman, klárum leikinn!

Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins.

Greinin birtist fyrst á visir.is 30. apríl 2021.

Categories
Fréttir

Framboðslisti Framsóknar í Norðaustur samþykktur

Deila grein

29/04/2021

Framboðslisti Framsóknar í Norðaustur samþykktur

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 25. september 2021 var samþykktur með öllum greiddum atkvæðum á fjölmennu aukakjördæmisþingi KFNA sem haldið var í fjarfundi nú í kvöld.

Fram fór prófkjör með póstkosning um sex efstu sæti listans. Valið fór fram dagana 1.-31. mars. Kjörstjórn KFNA gerði tillögu um önnur sæti listans samkvæmt framboðsreglum Framsóknar í heild að öðru leyti til stjórnar kjördæmissambandsins sem lagði hann fyrir aukakjördæmisþingið nú í kvöld.

Hvert sæti listans er skipað öflugu fólki hvaðanæva að í kjördæminu með fjölbreyttan bakgrunn sem á það sameiginlegt að vilja vinna að stöðugum umbótum á samfélaginu á grunni samvinnu og jafnaðar. Á listanum fer saman víðtæk þekking, reynsla, framsýni og kraftur til að vinna að öflugu samfélagi, með öruggar grunnstoðir og fjölbreytt atvinnulíf í öndvegi. 

Ingibjörg Ólöf Isaksen, framkvæmdastjóri og bæjarfulltrúi Akureyrarbæjar er oddviti listans. Í öðru sæti er Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður. Þriðja sætið skipar Þórarinn Ingi Pétursson, bóndi og alþingismaður. Í fjórða sæti er Helgi Héðinsson, bóndi og oddviti Skútustaðahrepps. Fimmta sætið skipar Halldóra Hauksdóttir, lögfræðingur og sjötta sætið Kristinn Rúnar Tryggvason, bóndi. Þórunn Egilsdóttir, alþingismaður, skipar heiðurssæti listans.

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 25. september 2021:

1. Ingibjörg Ólöf Isaksen, framkvæmdastjóri, Akureyri 

2. Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður, Fáskrúðsfirði

3. Þórarinn Ingi Pétursson, bóndi, Grýtubakkahreppi 

4. Helgi Héðinsson, oddviti, Skútustaðahreppi 

5. Halldóra Hauksdóttir, lögmaður, Akureyri 

6. Kristinn Rúnar Tryggvason, bóndi, Kelduhverfi 

7. Jónína Brynjólfsdóttir, viðskiptalögfræðingur, Egilsstöðum

8. Ari Teitsson, lífeyrisþegi, Þingeyjarsveit 

9. Brynja Rún Benediktsdóttir, verkefnastjóri, Húsavík

10. Eiður Gísli Guðmundsson,  leiðsögumaður, Djúpavogi  

11. Íris Hauksdóttir, upplýsingafulltrúi, Dalvíkurbyggð

12. Sverre Andreas Jakobsson, handboltaþjálfari, Akureyri 

13. Ásdís Helga Bjarnadóttir, verkefnastjóri, Fljótsdalshreppi

14. Halldóra Magnúsdóttir, leikskólastarfsmaður, Eyjafjarðarsveit 

15. Eggert Stefánsson, bóndi, Þistilfirði

16. Rósa Jónsdóttir, nemi, Fjallabyggð

17. Bjarni Stefán Vilhjálmsson, verkstjóri, Stöðvarfirði

18. Alda Ósk Harðardóttir, snyrtifræðimeistari, Egilsstöðum

19. Anna Sigrún Mikaelsdóttir, húsmóðir, Húsavík 

20. Þórunn Egilsdóttir, alþingismaður, Vopnafirði