Categories
Fréttir

Öflugt menntakerfi er forsenda framfara samfélagsins

Deila grein

07/06/2023

Öflugt menntakerfi er forsenda framfara samfélagsins

Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, alþingismaður, fór yfir mikilvægi menntakerfisins í samfélaginu í störfum þingsins. Þar fari saman framfarir samfélagsins, félagslegur og persónulegur þroski einstaklingsins og tækifæri til að læra hagnýtan fróðleik og eflast.

Talaði Lilja Rannveig um nauðsyn skýrar framtíðarsýnar sem byggi á þverfaglegu samráði, með öflugu fólki sem hafi talsvert til málanna að leggja, fái það tækifæri til þess.

„Ríkisstjórnin, með hæstv. mennta- og barnamálaráðherra Ásmund Einar Daðason í fararbroddi, hefur lagt mikla áherslu á menntamál þjóðarinnar, þá sérstaklega á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi. Verkefnin eru fjölmörg en eitt þeirra er að mynda framtíðarsýn skólamála í samræmi við hraða þróun samfélagsins,“ sagði Lilja Rannveig.

„Nýjar áherslur og þarfir kalla á breytt kerfi en með stofnun barnamálaráðuneytisins boðaði ríkisstjórnin skýra stefnu í málefnum barna. Leiðarljós stefnunnar er að stjórnvöld styðji við alla þætti sem varða frekari farsæld barna. Þar leikur menntun að sjálfsögðu lykilhlutverk.“

„Talsverð vinna er hafin hvað varðar stefnumótun og endurskipulagningu verkefna í málaflokknum en hæstv. mennta- og barnamálaráðherra hefur tamið sér að halda spilunum ekki of þétt að sér heldur leita samráðs við alla þá aðila sem koma að málefnum barna. Því var ákaflega ánægjulegt að sjá hversu vel tókst að halda samráðsfund um framtíðarskipan skólaþjónustu í Hörpu í gær. Grunnstef fundarins voru myndun heildstæðrar og þverfaglegrar skólaþjónustu í þágu allra barna og áætluð næstu skref við að móta framtíðarskipan skólaþjónustu,“ sagði Lilja Rannveig.


Ræða Lilju Rannveigar í heild sinni á Alþingi:

„Hæstv. forseti. Mikilvægi skólakerfisins fyrir okkar samfélag er óumdeilt. Öflugt menntakerfi er forsenda framfara samfélagsins og okkur ber að veita bestu skólaþjónustu og menntun sem völ er á. Skólakerfið er mikilvægur þáttur í félagslegum og persónulegum þroska hvers einstaklings og á að veita börnum og ungmennum tækifæri til að læra hagnýtan fróðleik og eflast.

Ríkisstjórnin, með hæstv. mennta- og barnamálaráðherra Ásmund Einar Daðason í fararbroddi, hefur lagt mikla áherslu á menntamál þjóðarinnar, þá sérstaklega á leik-, grunn- og framhaldsskólastigi. Verkefnin eru fjölmörg en eitt þeirra er að mynda framtíðarsýn skólamála í samræmi við hraða þróun samfélagsins. Nýjar áherslur og þarfir kalla á breytt kerfi en með stofnun barnamálaráðuneytisins boðaði ríkisstjórnin skýra stefnu í málefnum barna. Leiðarljós stefnunnar er að stjórnvöld styðji við alla þætti sem varða frekari farsæld barna. Þar leikur menntun að sjálfsögðu lykilhlutverk.

Talsverð vinna er hafin hvað varðar stefnumótun og endurskipulagningu verkefna í málaflokknum en hæstv. mennta- og barnamálaráðherra hefur tamið sér að halda spilunum ekki of þétt að sér heldur leita samráðs við alla þá aðila sem koma að málefnum barna. Því var ákaflega ánægjulegt að sjá hversu vel tókst að halda samráðsfund um framtíðarskipan skólaþjónustu í Hörpu í gær. Grunnstef fundarins voru myndun heildstæðrar og þverfaglegrar skólaþjónustu í þágu allra barna og áætluð næstu skref við að móta framtíðarskipan skólaþjónustu.

Forseti. Í svo mikilvægum málaflokki er nauðsynlegt að hafa skýra framtíðarsýn sem byggir á þverfaglegu samráði. Við eigum svo margt öflugt fólk sem vinnur á þessu sviði og hefur talsvert til málanna að leggja ef það fær tækifæri til. Með öflugu samráði er því veitt það tækifæri, kennurum, stjórnendum og öðrum starfsmönnum skólakerfinu til hagsbóta og síðast en ekki síst börnunum okkar.“

Categories
Fréttir

„Grunnþjónusta áfram undanþegin aðhaldi“

Deila grein

07/06/2023

„Grunnþjónusta áfram undanþegin aðhaldi“

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður, fór yfir aðgerðir ríkisstjórnarinnar í störfum þingsins. Ríkissjóður styrkist mjög miðað við fyrri áætlanir, er staðan nú 90 milljörðum betri samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans. Þá verður framkvæmdum frestað tímabundið, s.s. nýbygging Stjórnarráðsins og samhæfingarmiðstöð viðbragðsaðila.

„Sannarlega ábyrgt og mikilvægt skref sem styður við aðgerðir Seðlabanka Íslands, spornar gegn þenslu og mætir hópum sem eru sérstaklega viðkvæmir fyrir áhrifum verðbólgu og vaxtahækkana,“ sagði Líneik Anna.

„Grunnþjónusta er hins vegar áfram undanþegin aðhaldi. Um það ríkir sátt. Engin aðhaldskrafa er gerð á almannatryggingar, sjúkratryggingar og heilbrigðis- og öldrunarstofnanir,“ sagði Líneik Anna.

Aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar mun verja kaupmátt örorku og ellilífeyrisþega og hann hækka um 2,5% frá miðju ári til viðbótar við þá 7,4% hækkun í upphafi ársins. Þá mun frítekjumark húsnæðisbóta leigjenda verða hækkað um 2,5% fyrir yfirstandandi ár, afturvirkt frá áramótum, til viðbótar við hækkun um 7,4% í upphafi ársins.

„Stöðugleiki á húsnæðismarkaði er forgangsmál ríkisstjórnarinnar. Því verða stofnframlög til uppbyggingar leiguíbúða innan almenna íbúðakerfisins tvöfölduð og framlög til hlutdeildarlána aukin enn frekar,“ sagði Líneik Anna.

Í aðgerðaráætluninni er gert ráð fyrir að 1000 íbúðir verði byggðar árlega 2024–2025, með stuðningi ríkisins. Þá stendur yfir vinna um lagabreytingar um bæta réttarstöðu leigjenda á húsnæðismarkaði, svo að draga megi úr þrýstingi á húsnæðismarkaði.

„Þessar aðgerðir og fleiri til munu styðja við aðgerðir Seðlabanka Íslands og sporna gegn þenslu,“ sagði Líneik Anna að lokum.


Ræða Líneikar Önnu í heild sinni á Alþingi:

„Virðulegi forseti. Ríkisstjórnin kynnti í gær aðgerðir til að vinna gegn hárri verðbólgu og frekari hækkun vaxta. Þetta er til viðbótar við þá skýru stefnu sem birtist í framlagðri fjármálaáætlun. Sannarlega ábyrgt og mikilvægt skref sem styður við aðgerðir Seðlabanka Íslands, spornar gegn þenslu og mætir hópum sem eru sérstaklega viðkvæmir fyrir áhrifum verðbólgu og vaxtahækkana.

Afkoma ríkissjóðs stórbatnar áfram miðað við fyrri áætlanir, en samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans er afkoma nú 90 milljörðum betri en gert var ráð fyrir við samþykkt fjárlaga. Framkvæmdum verður frestað tímabundið. Meðal verkefna sem er frestað eru nýbygging Stjórnarráðsins og samhæfingarmiðstöð viðbragðsaðila. Grunnþjónusta er hins vegar áfram undanþegin aðhaldi. Um það ríkir sátt. Engin aðhaldskrafa er gerð á almannatryggingar, sjúkratryggingar og heilbrigðis- og öldrunarstofnanir. Til að verja kaupmátt örorku og ellilífeyrisþega verður lífeyrir almannatrygginga nú hækkaður um 2,5% frá miðju ári til viðbótar við þá 7,4% hækkun í upphafi árs. Frítekjumark húsnæðisbóta leigjenda verður hækkað um 2,5% fyrir yfirstandandi ár, afturvirkt frá 1. janúar, til viðbótar við hækkun um 7,4% í upphafi árs.

Virðulegi forseti. Að lokum: Stöðugleiki á húsnæðismarkaði er forgangsmál ríkisstjórnarinnar. Því verða stofnframlög til uppbyggingar leiguíbúða innan almenna íbúðakerfisins tvöfölduð og framlög til hlutdeildarlána aukin enn frekar þannig að í stað þess að 500 íbúðir verði byggðar árlega 2024–2025, með stuðningi ríkisins, verða þær 1.000 á ári. Þá er unnið að lagabreytingum sem bæta réttarstöðu leigjenda á húsnæðismarkaði og leitað leiða til að draga úr þrýstingi á húsnæðismarkaði. Þessar aðgerðir og fleiri til munu styðja við aðgerðir Seðlabanka Íslands og sporna gegn þenslu.“

Categories
Fréttir

Aðgerðaáætlun um hönnun og arkitektúr samþykkt á Alþingi

Deila grein

07/06/2023

Aðgerðaáætlun um hönnun og arkitektúr samþykkt á Alþingi

Alþingi hefur samþykkt þingsályktunartillögu menningar- og viðskiptaráðherra um aðgerðaáætlun í málefnum hönnunar og arkitektúrs fyrir árin 2023 til 2026. Áætlunin felur í sér 14 aðgerðir sem hrinda munu í framkvæmd nýrri stefnu málefnum hönnunar og arkitektúrs til ársins 2030, sem kynnt var í febrúar á þessu ári.

„Framtíðarsýn okkar er að aðferðafræði hönnunar og arkitektúrs sé markvisst nýtt til þess að auka lífsgæði á Íslandi með áherslu á verðmætasköpun og sjálfbærni fyrir samfélagið í heild. Við getum aukið gæði, bætt heilsu og mannlíf, skapað áhugaverð störf og hraðað uppbyggingu og verðmætasköpun með því að virkja krafta sem sannarlega búa í íslensku hönnunarsamfélagi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra.
Leiðir að meginmarkmiðum stefnunnar tengjast fimm áherslusviðum; verðmætasköpun, menntun framsækinna kynslóða, hagnýtingu hönnunar sem breytingaafls, sjálfbærri innviðauppbyggingu og kynningu á íslenskri hönnun og arkitektúr.

Kristrún Heiða Hauksdóttir, sérfræðingur hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu, Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs og Arnar Fells Gunnarsson, annar útlitshönnuður stefnunnar.

Verðmætasköpun

Stjórnvöld leitist við að skjóta fjölbreyttari stoðum undir íslenskt atvinnulíf með vaxandi áherslu á greinar sem byggjast á hugviti, hátækni, sköpun og sjálfbærum lausnum. Hönnun sem aðferðafræði verði lykill að því að nýta tækifæri sem felast í örum tæknibreytingum og stuðla að aukinni sjálfbærni. Leitast verði við að hafa víðtæk jákvæð áhrif á þróun samfélagsins og lífsgæði til framtíðar með því að virkja fagþekkingu hönnuða, arkitekta og aðferðafræði hönnunar.

Hönnun sem breytingaafl

Hagnýting hönnunar verði vaxandi þáttur í þróun og nýsköpun fyrirtækja og stofnana og hönnunarhugsun nýtt í auknum mæli til úrlausnar á fjölbreyttum verkefnum og flóknum umhverfis- og félagslegum áskorunum.

Sjálfbærir innviðir

Hönnunarhugsun og sérþekking hönnuða verði nýtt við þróun, viðhald og uppbyggingu innviða, þ.m.t. tæknilegra og félagslegra, til að stuðla að uppbyggingu sjálfbærra samfélaga. Hugað verði að heildrænni stefnumótun um hönnun innviða og mannvirkja með aukna sjálfbærni, gæði og bætta lýðheilsu að leiðarljósi og byggt upp öflugt þverfaglegt rannsóknarumhverfi fyrir fagfólk í arkitektúr og hönnunar- og byggingagreinum.

Menntun framsækinna kynslóða

Til að efla verðmætasköpun á Íslandi með hönnun og arkitektúr verði meðvitund um fagþekkingu hönnuða og arkitekta aukin og leitast við að tryggja að menntun þeirra og hæfni mæti áskorunum samfélagsins hverju sinni. Námsframboð, m.a. á sviðum símenntunar, sæti stöðugri endurskoðun og taki mið af örri tækniþróun og eðli hönnunartengdra faga. Aukið verði úrval námsmöguleika á sviðum nýlegra hönnunargreina þar sem vaxandi eftirspurn er eftir sérþekkingu, svo sem á sviði stafrænnar hönnunar, þjónustu- og upplifunarhönnunar og viðmótshönnunar. Unnið verði að því að auka þverfaglega nálgun í menntun, rannsóknum og samstarfi.

Kynning á íslenskri hönnun og arkitektúr

Byggt verði á grunni þess sem áunnist hefur við að vekja athygli og áhuga á íslenskri hönnun og arkitektúr og unnið að því að auka skilning hjá fyrirtækjum og stofnunum á jákvæðum áhrifum hönnunarhugsunar á verkefni, þjónustu og skipulag. Til þess að auka virðingu og sýnileika íslenskrar hönnunar verði lögð áhersla á íslenska hönnun og birtingarmyndir hennar á sem flestum sviðum

Aðgerðaáætlunin og ferill málsins á vef Alþingis

Heimild: stjr.is

Categories
Fréttir

Aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn verðbólgu

Deila grein

05/06/2023

Aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn verðbólgu

Afkoma ríkissjóðs stórbatnar áfram miðað við fyrri áætlanir samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans og er afkoma á frumjöfnuði nú 90 milljörðum betri en gert var ráð fyrir við samþykkt síðustu fjárlaga.

Til viðbótar við skýra stefnu sem birtist í framlagðri fjármálaáætlun og bætta afkomu ræðst ríkisstjórnin nú í enn frekari aðgerðir til þess að vinna gegn verðbólgu og frekari hækkun vaxta. Þetta styður við aðgerðir Seðlabanka Íslands og spornar gegn þenslu, bætir afkomuna og tekur utan um hópa sem eru sérstaklega viðkvæmir fyrir áhrifum verðbólgu og vaxtahækkana.

Helstu aðgerðir eru:

 • Lögum verður breytt þannig að laun þjóðkjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna ríkisins hækki um 2,5% í stað 6% þann 1. júlí nk. Þannig verði tryggt að laun æðstu embættismanna skapi ekki aukinn verðbólguþrýsting.
 • Stofnframlög til uppbyggingar leiguíbúða innan almenna íbúðakerfisins verða tvöfölduð og framlög til hlutdeildarlána verða aukin enn frekar þannig að í stað þess að 500 íbúðir verði byggðar árlega árin 2024 og 2025 með stuðningi ríkisins verða þær 1000 á ári. Auk þess verður 250 nýjum íbúðum bætt við fyrri áætlanir þessa árs og verða þá samtals tæplega 800. Þetta styður við aukið framboð á húsnæðismarkaði.
 • Fjármálareglur taka gildi ári fyrr en áætlað var en þeim var tímabundið vikið til hliðar í heimsfaraldri.
 • Frumvarp um stofnun Þjóðarsjóðs verður lagt fram að nýju til að styrkja enn frekar áfallaþol ríkissjóðs til framtíðar.
 •  Lagt verður mat á árangur af núverandi fjármálareglum og tækifæri til úrbóta.
 • Afkoma ríkissjóðs verður bætt um 36,2 milljarða króna á næsta ári með sparnaði í rekstri ríkisins, þar með talið niðurskurði í ferðakostnaði, frestun framkvæmda, nýjum tekjum og með því að draga úr þensluhvetjandi skattaívilnunum eins og fram kemur í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar.
 • Þar af verður framkvæmdum fyrir a.m.k. 3,5 milljarða króna frestað tímabundið til að draga úr þenslu. Meðal verkefna er nýbygging stjórnarráðsins og samhæfingarmiðstöð viðbragðsaðila.
 • Til þess að verja kaupmátt örorku- og ellilífeyrisþega verður lífeyrir almannatrygginga hækkaður um 2,5% frá miðju ári, til viðbótar við 7,4% hækkun í upphafi árs.
 • Frítekjumark húsnæðisbóta leigjenda verður hækkað um 2,5% fyrir yfirstandandi ár, afturvirkt frá 1. janúar sl., til viðbótar við hækkun þess í upphafi árs um 7,4%.
 • Þá er unnið að lagabreytingum sem munu bæta réttarstöðu leigjenda á húsnæðismarkaði og mun starfshópur skila tillögum sínum þar að lútandi fyrir 1. júlí næstkomandi.
 • Kannaðar verða breytingar á lagaumhverfi heimagistingar til að jafna samkeppnisstöðu og draga úr þrýstingi á húsnæðismarkað.

Hófleg launahækkun

Lagt verður fram frumvarp á Alþingi um að launahækkanir þjóðkjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna ríkisins verði minni í ár en viðmið laga gera ráð fyrir. Þannig muni launin hækka um 2,5% í stað 6%.

Þannig er tryggt að laun æðstu ráðamanna auki ekki verðbólguþrýsting.

Góð staða efnahagsmála og sterkari ríkissjóður

Gangi nýleg þjóðhagspá Seðlabankans eftir er útlit fyrir að frumjöfnuður ríkissjóðs, þ.e. afkoma að frátöldum vaxtagjöldum, verði jákvæður um nærri 44 ma.kr. í ár. Þetta er 20 ma.kr. betri afkoma en vænst var við framlagningu fjármálaáætlunar í mars og 90 ma.kr. betri afkoma en vænst var við samþykkt fjárlaga fyrir yfirstandandi ár í desember síðastliðnum. Einnig er útlit fyrir 10 ma.kr. betri afkomu árið 2024 en áður var áætlað.

 https://e.infogr.am/a10aaf94-aafc-42cb-843f-3e32fb5cabec?parent_url=https%3A%2F%2Fwww.stjornarradid.is%2Fefst-a-baugi%2Ffrettir%2Fstok-frett%2F2023%2F06%2F05%2FAdgerdir-rikisstjornarinnar-gegn-verdbolgu-%2F&src=embed#async_embed

Afkomubati ríkissjóðs eftir heimsfaraldur er einn sá hraðasti meðal þróaðra ríkja. Fá hagkerfi hafa vaxið hraðar út úr faraldrinum og er útlit fyrir að hagvöxtur í ár verði óvíða meiri en hér á landi. Þessum mikla efnahagsbata hefur fylgt stórbætt afkoma ríkissjóðs, enda er atvinnuástandið gott, störfum hefur fjölgað um 10.000 á einu ári, mikil umsvif eru í flestum atvinnugreinum og útlit fyrir eitt besta ár ferðaþjónustunnar frá upphafi.

Hraður hagvöxtur og afkomubati ríkissjóðs stuðla að lækkandi skuldahlutföllum á næstu árum, en þau eru góð í alþjóðlegum samanburði. Gangi hagspá Seðlabankans eftir er líklegt að skuldir sem hlutfall af VLF batni áfram og verði um prósentustigi lægri en miðað er við í framlagðri fjármálaáætlun. Verða skuldir ríkissjóðs samkvæmt skilgreiningu laga um opinber fjármál þá um 30,5% af VLF í árslok í stað 31,4% af VLF. Fjármálaáætlun fyrir árin 2021-2025 gerði hins vegar ráð fyrir að skuldir ríkissjóðs yrðu um 50% af VLF í árslok 2023.

Sparnaður í ríkisrekstri dregur úr verðbólguþrýstingi

Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára gerir ríkisstjórnin ráð fyrir aðhaldi á næsta ári upp á 8,8 milljarða króna með auknum sparnaði í rekstri stofnana ríkisins, sérstöku viðbótaraðhaldi á aðalskrifstofur ráðuneyta og frestun fjárfestinga. Fjárfestingum verður frestað fyrir a.m.k. 3,5 ma.kr.

 https://e.infogr.am/113c1dc8-cc2d-409c-a431-3b3bb2313729?parent_url=https%3A%2F%2Fwww.stjornarradid.is%2Fefst-a-baugi%2Ffrettir%2Fstok-frett%2F2023%2F06%2F05%2FAdgerdir-rikisstjornarinnar-gegn-verdbolgu-%2F&src=embed#async_embed

Til viðbótar verður afkoman bætt um 9 milljarða í fjárlögum ársins 2024. Þar verður m.a. horft til þess að draga úr ferðakostnaði Stjórnarráðsins og stofnana ríkisins, fresta fjárfestingum og draga úr ríkisstuðningi þar sem þenslan er mest. Meðal verkefna sem verður frestað frekar er nýbygging stjórnarráðsins við Lækjargötu og samhæfingarmiðstöð viðbragðsaðila.

Þá er unnið er að útfærslu ríflega 18 milljarða króna tekjuráðstafana fyrir fjárlög næsta árs sem m.a. munu birtast í breyttu gjaldtökukerfi af ökutækjum og í aukinni gjaldtöku á ferðaþjónustu. Þá verður gjald á fiskeldisfyrirtæki hækkað á árinu 2025 auk þess sem gert er ráð fyrir að endurskoðun veiðigjalds muni skila viðbótartekjum upp á samtals 13 milljarða á tímabili áætlunarinnar. Enn fremur verður tekjuskattur lögaðila tímabundið hækkaður um 1% í eitt ár árið 2025 vegna tekna ársins 2024.

Varðstaða um grunnþjónustu

Afkomutryggingakerfin og velferðarþjónusta eru áfram undanþegin aðhaldi og engin aðhaldskrafa er gerð á almannatryggingar, atvinnuleysistryggingar, sjúkratryggingar og heilbrigðis- og öldrunarstofnanir. Þá er aðhaldsmarkmið í rekstri framhalds- og háskóla lægra en almennt aðhald, eða 0,5% og felld er niður aðhaldskrafa á fangelsismál og á löggæslu á árunum 2024 og 2025.

Umgjörð ríkisfjármálanna styrkt

Samhliða bættri afkomu og aðhaldi munu stjórnvöld útfæra frekari umbætur á umgjörð ríkisfjármálanna til að stuðla að stöðugleika til lengri tíma. Í því skyni verður m.a. gripið til eftirfarandi aðgerða:

 • Gildistöku fjármálareglna laga um opinber fjármál verður flýtt um eitt ár. Þetta er til marks um hratt batnandi afkomu og skuldastöðu langt umfram fyrri áætlanir. Þykir því ekki rétt að frekari slaki sé gefinn í þessum efnum en þörf er á.
 • Fjármála- og efnahagsráðherra mun leggja fram frumvarp um þjóðarsjóð á komandi þingi. Þannig verði tryggt að nýjum tekjum verði ekki einungis varið í aukin útgjöld, heldur einnig til að búa í haginn fyrir óvænt áföll framtíðar.
 • Fjármála- og efnahagsráðherra mun leggja fram skýrslu á Alþingi í haust um alþjóðlega þróun fjármálareglna, þar sem lagt verður mat á árangur núverandi reglna og tækifæri til enn frekari árangurs könnuð.

Tvöfalt fleiri hagkvæmar leiguíbúðir byggðar

Framboð af húsnæði fyrir tekju- og eignaminni fjölskyldur og einstaklinga verður stóraukið á næstu misserum. Framlög til hlutdeildarlána verða aukin enn frekar og stofnframlög til uppbyggingar leiguíbúða innan almenna íbúðakerfisins verða tvöfölduð þannig að 1000 íbúðir verða byggðar árlega 2024 og 2025 með stuðningi ríkisins í stað 500. Auk þess verða tæplega 800 íbúðir byggðar á þessu ári sem er fjölgun um 250 íbúðir frá fyrri áformum.

Fjármögnun er tryggð með svigrúmi sem til staðar er í fjármálaáætluninni og hliðrun annarra verkefna, enda er stöðugleiki á húsnæðismarkaði forgangsmál ríkisstjórnarinnar. Stofnframlög eru veitt til byggingar og kaupa á hagkvæmum leiguíbúðum sem stuðlar að lægra leiguverði. Hlutdeildarlán eru veitt til kaupa á nýjum íbúðum og standa til boða fyrir fyrstu kaupendur undir tilteknum tekjumörkum.

Þá er unnið að lagabreytingum sem munu bæta réttarstöðu leigjenda á húsnæðismarkaði og mun starfshópur skila tillögum sínum þar að lútandi fyrir 1. júlí næstkomandi.

Jafnframt eru í skoðun breytingar á lagaumhverfi heimagistingar til að jafna samkeppnisstöðu og draga úr þrýstingi á húsnæðismarkað.

Mótvægisaðgerðir fyrir lífeyrisþega, barnafólk og leigjendur

Ríkisstjórnin mun áfram styðja þá hópa sem erfiðast eiga með að mæta áhrifum verðbólgunnar og vaxtahækkana. Til að verja kaupmátt elli- og örorkulífeyrisþega verða bætur almannatrygginga hækkaðar á miðju ári um 2,5%. Til að húsnæðisbætur skerðist ekki á móti er frítekjumark húsnæðisbóta jafnframt hækkað um 2,5% afturvirkt frá og með 1. janúar 2023. Hvorttveggja er til viðbótar við 7,4% hækkun í upphafi árs.

Þessar aðgerðir koma til viðbótar verulegum stuðningi undanfarin misseri, en þar má m.a. nefna:

 • Bætur almannatrygginga hækkuðu um tæp 9% 2022 og um 7,4% þann 1. janúar 2023.  
 • Frítekjumark atvinnutekna örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega hækkaði í 200.000 krónur í ársbyrjun 2023.  
 • Húsaleigubætur hafa verið hækkaðar um fjórðung frá miðju ári 2022 auk þess sem frítekjumörk voru hækkuð til jafns við hækkun bóta.  
 • Eignamörk voru hækkuð um 50% í vaxtabótakerfinu í byrjun árs.  
 • Barnabætur hækkuðu í byrjun árs með hærri grunnfjárhæðum og skerðingarmörkum, auk fækkunar á skerðingarhlutföllum. Lægri jaðarskattar og um 3000 fleiri fjölskyldur fá bætur í nýju kerfi en ella. Auk þessa er unnið að fyrirkomulagi á greiðslu samtíma barnabóta sem kemur til framkvæmda í byrjun árs 2024.  
 •  Persónuafsláttur og þrepamörk hækkuðu um 10,7% 1. janúar 2023.  Alls lækka skattar á heimili um sex milljarða króna á árinu. Meðalskatthlutfall einstaklings með 450 þús. kr. í mánaðarlaun lækkar þannig um 1,8 prósentur og 0,9 prósentur hjá einstaklingi með 900 þús. kr. í mánaðarlaun. Ráðstöfunartekjur beggja heimila vaxa þannig um u.þ.b. 100 þús. kr. á ári aðeins vegna skattalækkunarinnar.

Heimild: stjr.is

Categories
Fréttir

„Stærsta verkefni okkar í dag er húsnæðismarkaðurinn“

Deila grein

05/06/2023

„Stærsta verkefni okkar í dag er húsnæðismarkaðurinn“

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknar, kom víða við í yfirlitsræðu sinni á vorfundi miðstjórnar.

Sagði hann ástandið á annan veg hér á landi en erlendis. Á Íslandi er mikill hagvöxtur, hjól atvinnulífsins snúast á fullu og fjölmargar greinar í miklum vexti, þenslan er mikil. Hættan sé vítahringur vixlverkunar hækkunar launa og verðlags.

„Frá því ríkisstjórn Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs tók við árið 2017 hafa lífsgæði aukist á Íslandi. Við höfum fjárfest gríðarlega í uppbyggingu innviða, heilbrigðiskerfinu, menntun, menningu og veitt atvinnulífinu gott umhverfi,“ sagði Sigurður Ingi.

„Stærsta verkefni okkar í dag er húsnæðismarkaðurinn. Við stigum stór skref með stofnun innviðaráðuneytis í átt að meiri yfirsýn, betri rauntímaupplýsinga og þar af leiðandi öflugri tækja ríkisins til að stíga inn og koma í veg fyrir alltof miklar sveiflur á húsnæðismarkaði.

Fyrir tæpu ári náðum við mikilvægum áfanga þegar ég skrifaði fyrir hönd ríkisins undir rammasamkomulag við Samband íslenskra sveitarfélaga sem felur í sér sameiginlega sýn um uppbyggingu húsnæðis. Við höfum lengi og sérstaklega frá hruni búið við miklar verðsveiflur sem meðal annars hafa skapast vegna skorts á byggingarlóðum,“ sagði Sigurður Ingi.

Sagði hann rammasamkomulagið og síðar samningur við Reykjavíkurborg – og samningar við önnur 15-20 sveitarfélög eru á lokasprettinum- fela í sér að bæði ríki og sveitarfélög skuldbindi sig til að stuðla að verulegri uppbyggingu íbúðarhúsnæðis.

„Sú tala sem nefnd hefur verið er að lágmarki 35 þúsund nýjar íbúðir á tíu árum. Sú áætlun sem var á borðinu mun hnikast til vegna verðbólgunnar enda væri mjög óskynsamlegt að vinna gegn aðgerðum Seðlabankans,“ sagði Sigurður Ingi.

„Það sem við ætlum hins vegar að leggja áherslu á er það að stuðla að uppbyggingu fyrir þann hóp sem minnst hefur á milli handanna. Það eiga allir að hafa öruggt þak yfir höfuðið en aðstæður eru misjafnar og því er alltaf einhver hópur fólks sem á erfitt með að eignast húsnæði eða leigja húsnæði á viðráðanlegan hátt – án aðkomu hins opinbera.
Þau kerfi sem byggð hafa verið upp undir forystu Framsóknar með stofnframlögum ríkisins til óhagnaðardrifinna leigufélaga á borð við Bjarg eða Brák – og hlutdeildarlánum þar sem ríkið leggur tímabundið fjármagn á móti einstaklingum svo hann geti eignast íbúð eru mjög góð og marka tímamót í húsnæðismálum Íslendinga.“

„Þessi kerfi taka vel utan um þann vanda sem margir búa við og munu ekki aðeins hjálpa til við að halda niðri húsnæðiskostnaði heldur einnig koma veg fyrir algjört frost í uppbyggingu íbúða. Við viljum ekki og megum ekki standa hjá aðgerðarlaus og horfa á byggingariðnaðinn fara í frost á sama hátt og gerðist á árunum eftir hrun. Við verðum að láta hjól byggingariðnaðarins ganga áfram svo við upplifum ekki enn meiri skort á húsnæðismarkaði með tilheyrandi verðhækkunum í næstu uppsveiflu á húsnæðismarkaði,“ sagði Sigurður Ingi.

💚💚💚 Vorfundur miðstjórnar Framsóknar var haldinn föstudaginn 2. júní á Grand Hótel Reykjavík. Fundurinn var fjölmennur…

Posted by Framsókn on Mánudagur, 5. júní 2023

Ræða Sigurðar Inga í heild sinni á vorfundi miðstjórnar:

Kæru félagar, Það er ánægjulegt að sjá ykkur svona mörg hér í dag. Ekki skrýtið að sumarið byrji loks á suðvesturhorninu þegar Framsóknarfólk kemur til fundar.

Það eru krefjandi tímar í efnahagsmálum landsins og það sem meira er það eru krefjandi tímar í efnahagsmálum heimsins. Það vill nefnilega oft gleymast í umræðunni að verðbólgan er alþjóðlegt vandamál. Í kjölfar heimsfaraldurs kom innrás rússneska hersins í Úkraínu. Því fylgdi hækkun á aðföngum um allan heim sem síðan leiðir til verðbólgu.

Verðbólgan er því ekki heimatilbúinn vandi eins og mætti skilja af máli margra. Það sem gerir ástandið hins vegar sérstakt hér á landi er hinn mikli hagvöxtur. Hér snúast öll hjól á fullu og fjölmargar greinar í miklum vexti. Hér ríkir þensla. Hér ríkir ekki kreppa eins og í sumum löndum Evrópu þar sem hagvöxtur er lítill og atvinnuleysi mikið. Á Íslandi er atvinnuleysi í lágmarki. Hættan er hinsvegar sú að verðbólgan gæti verið að þróast í þann vonda vítahring vixlverkunar hækkunar launa og verðlags. Þá verðbólgu þekkjum við of vel og vitum að það þarf samstillt átak allra til að losa okkur við.

Það hefur verð mikil eftirspurn eftir vinnuafli og á síðasta ári varð metfjölgun í flutningi fólks til landsins, Það kemur bæði til af fjölda flóttamanna en einnig og ekki síður – vegna þarfar atvinnulífsins fyrir starfsfólk.

Frá því ríkisstjórn Framsóknar, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs tók við árið 2017 hafa lífsgæði aukist á Íslandi. Við höfum fjárfest gríðarlega í uppbyggingu innviða, heilbrigðiskerfinu, menntun, menningu og veitt atvinnulífinu gott umhverfi.

Á þessum tíma hefur líka ýmislegt gengið á. Heimsfaraldur og stríð í Evrópu er ekki eitthvað sem gerist á hverjum degi. Og við höfum komist vel í gegnum þessa sögulegu atburði hér á Íslandi. Við stöndum vel í samanburði við flest lönd. Ríkisstjórnin er skipuð flokkum og fólki sem hefur mikla reynslu og það hefur skipt miklu máli. Hún er skipuð flokkum sem hafa sterk baklönd, skýra stefnu og bærast ekki eins og lauf í vindi. Sá stöðugleiki, það jafnvægi sem fylgir breiðri og öflugri ríkisstjórn skiptir höfuðmáli á erfiðum tímum. Það þarf nefnilega sterk bein til að takast á við bæði uppgang og áföll.

Vextir eru helsta umræðuefnið þessi misserin. Vegna aðstæðna hefur vaxtastigið farið hratt upp á við. Það gerir Seðlabankinn til þess að slá á þá miklu þenslu sem er í samfélaginu. Háir stýrivextir eru sársaukafullir en nauðsynlegir til þess að ná böndum á verðbólguna. Sársaukinn sem háir vextir valda er minni en sársaukinn af langvarandi hárri verðbólgu sem hefur það í för með sér að verðgildi gjaldmiðilsins lækkar stöðugt og kaupmáttur einnig. Við verðum líka að muna að breytilegir vextir hreyfast ekki aðeins upp á við.

Stjórnarandstaðan sækir auðvitað á þegar ríkisstjórn fæst við erfið verkefni. Við erfiðleikum á hún þó yfirleitt aðeins tvær lausnir: ný stjórnarskrá eða göngum í ESB og tökum upp evru. Nú kallar hún á nýjan gjaldmiðil. Talar um fórnarkostnaðinn af sjálfstæðum gjaldmiðli. Ég spyr: Felst að þeirra mati fórnarkostnaður í því að við búum að jafnaði við mun minna atvinnuleysi en aðrar þjóðir? Meira að segja flokkurinn sem segist ekki setja ESB á dagskrá er öflugur í þeirri umræðu að krónan sé ónýt og kerfið sé ónýtt.

Stjórnarandstaðan sem aldrei leggur neitt til nema aukin útgjöld ríkissjóðs fárast nú yfir einhverju sem þau kalla lausatök í ríkisrekstri. Stjórnarandstaðan sem hefur fátt til málanna að leggja nema aukin útgjöld og aukna skattheimtu hrópar nú að ríkisstjórnin sé stefnulaus og verklaus og eru þá að tala um þá ríkisstjórn sem hefur stjórnað frá árinu 2017 og leitt þjóðina í gegnum alls kyns áföll. Stjórnina sem hefur undir forystu Framsóknar lagt áherslu á kerfisbreytingar í málefnum barna og fjölskyldna, aukið framlög til heilbrigðismála svo um munar, lækkað skatta með áherslu á þá sem lægstar tekjur hafa og aukið fjárfestingu í samgöngum verulega.

 Staðreyndin er sú að við búum við einhver bestu lífskjör í heiminum og göngum nú í gegnum erfiðleika, örlítið bakslag. Eftir margra ára hækkun ráðstöfunartekna syrtir tímabundið í álinn. Við slíkar aðstæður er mikilvægt að ríkisstjórnin sé yfirveguð og hlaupi ekki á eftir hverjum þeim sem hæst hrópar þann daginn. Það þarf kjark til að standa í fæturna – sterkt bakland – fylgja skýrri sýn hvert stefnt er en sveiflast ekki með vindinum.

1990 var þjóðarsáttarsamningarnir svokölluðu undirritaðir. Þeir voru gerðir eftir langvarandi óðaverðbólgu á Íslandi. Varla er hægt að bera saman íslenskt samfélag þá og nú. Íslenskt efnahagslíf er öflugt í dag og atvinnulífið mun fjölbreyttara og sterkara. Lífskjör almennings eru mun betri í dag. Þau verkefni sem við stöndum frammi fyrir á Íslandi í dag eru ekki jafn dramatísk og stór og þau sem ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar stóð frammi fyrir árið 1990. Þau verkefni sem við stöndum frammi fyrir kalla samt á yfirvegað samtal og umræður.  Þar þurfa allir að axla ábyrgð og leggja sitt af mörkum.

Stærsta verkefni okkar í dag er húsnæðismarkaðurinn. Við stigum stór skref með stofnun innviðaráðuneytis í átt að meiri yfirsýn, betri rauntímaupplýsinga og þar af leiðandi öflugri tækja ríkisins til að stíga inn og koma í veg fyrir alltof miklar sveiflur á húsnæðismarkaði.

Fyrir tæpu ári náðum við mikilvægum áfanga þegar ég skrifaði fyrir hönd ríkisins undir rammasamkomulag við Samband íslenskra sveitarfélaga sem felur í sér sameiginlega sýn um uppbyggingu húsnæðis. Við höfum lengi og sérstaklega frá hruni búið við miklar verðsveiflur sem meðal annars hafa skapast vegna skorts á byggingarlóðum.

 Rammasamkomulagið og síðar samningur við Reykjavíkurborg – og samningar við önnur 15-20 sveitarfélög eru á lokasprettinum-  felur í sér að bæði ríki og sveitarfélög skuldbinda sig til að stuðla að verulegri uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Sú tala sem nefnd hefur verið er að lágmarki 35 þúsund nýjar íbúðir á tíu árum. Sú áætlun sem var á borðinu mun hnikast til vegna verðbólgunnar enda væri mjög óskynsamlegt að vinna gegn aðgerðum Seðlabankans.

 Það sem við ætlum hins vegar að leggja áherslu á er það að stuðla að uppbyggingu fyrir þann hóp sem minnst hefur á milli handanna. Það eiga allir að hafa öruggt þak yfir höfuðið en aðstæður eru misjafnar og því er alltaf einhver hópur fólks sem á erfitt með að eignast húsnæði eða leigja húsnæði á viðráðanlegan hátt – án aðkomu hins opinbera.

Þau kerfi sem byggð hafa verið upp undir forystu Framsóknar með stofnframlögum ríkisins til óhagnaðardrifinna leigufélaga á borð við Bjarg eða Brák – og hlutdeildarlánum þar sem ríkið leggur tímabundið fjármagn á móti einstaklingum svo hann geti eignast íbúð eru mjög góð og marka tímamót í húsnæðismálum Íslendinga.

Þessi kerfi taka vel utan um þann vanda sem margir búa við og munu ekki aðeins hjálpa til við að halda niðri húsnæðiskostnaði heldur einnig koma veg fyrir algjört frost í uppbyggingu íbúða. Við viljum ekki og megum ekki standa hjá aðgerðarlaus og horfa á byggingariðnaðinn fara í frost á sama hátt og gerðist á árunum eftir hrun. Við verðum að láta hjól byggingariðnaðarins ganga áfram svo við upplifum ekki enn meiri skort á húsnæðismarkaði með tilheyrandi verðhækkunum í næstu uppsveiflu á húsnæðismarkaði.

Sá grunnur sem við í innviðaráðuneytinu höfum unnið að síðustu misserin er mikilvægur liður í því að skapa hér sátt því fátt skiptir einstaklinga og fjölskyldur meira máli en það að húsnæðiskostnaður sé lágur. Til að skapa sátt þarf samtal. Eitt ráðuneyti, ein ríkisstjórn, getur ekki upp á sitt eindæmi skapað sátt í samfélaginu. Aðilar vinnumarkaðarins leika lykilhlutverk í því að skapa sátt. Þess vegna er fátt brýnna en það að forystufólk vinnumarkaðarins og stjórnvöld eigi opið, heiðarlegt og yfirvegað samtal fyrir næstu kjarasamningalotu því sú lota mun ráða miklu um lífsgæði okkar næstu árin.

Kæra Framsóknarfólk.

Við erum nú stödd á miðju kjörtímabili. Allir ráðherrar okkar hafa lagt nótt við dag við að vinna að mikilvægum málum sem varða þjóðina alla. Varaformaðurinn okkar, Lilja Dögg, hefur staðið í ströngu við að skapa framtíðarsýn í ferðaþjónustu og sérstakur stuðningur hefur verið við millilandaflug í gegnum Akureyri og Egilsstaði. Hún hefur lagt sérstaka áherslu á umgjörðina um skapandi greinar sem árið 2021 skilaði 126 milljarða í tekjur. Kvikmyndagerðin er á miklu flugi en veltan í greininni hefur aukist um 85%. Þá hefur Lilja Dögg staðið í stafni í málefnum íslensku tungunnar, ekki síst varðandi máltækni og gervigreind.

Ásmundur Einar hefur haldið áfram sínu góða og öfluga starfi í þágu barna og barnafjölskyldna og tekið fast á málefnum framhaldsskólanna með áherslu á verkmenntun. Við sjáum strax árangurinn af farsældarlögunum í því að viðbragðstími hefur styst og úrlausn mála gengur betur. Ég skrifaði sem innviðaráðherra undir merkilegt samkomulag sem varðar Skálatún og framtíðarsýn um uppbyggingu þjónustu fyrir börn, ungmenni og fjölskyldur í Mosfellsbæ.

 Samkomulag sem Mennta- og barnamálaráðherrann okkar -Ásmundur Einar á allan heiður af.  Blásið hefur verið til sóknar í afreksíþróttum með undirritun samstarfssamnings um stefnumörkun og uppbyggingu afreksíþróttastarfs á Íslandi við Íþrótta- og ólympíusambands Íslands. Þá heldur vinna við þjóðarhöll áfram af fullum krafti.

Heilbrigðisráðherrann okkar, Willum Þór, hefur tekið heilbrigðismálin föstum tökum. Tímamótasamningar um liðskiptaaðgerðir og kviðsjáraðgerðir vegna endómetríósu voru undirritaðir í byrjun árs og afkastageta heilbrigðiskerfisins stóraukin sem leiðir til styttri biðtíma eftir þessari mikilvægu þjónustu. Þá hefur verið samþykkt umfangsmikil aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum. Unnið er að umbótum í bráðaþjónustu um allt land og er fjárfesting í aðbúnaði og tækjum upp á 330 milljónir króna. Þá eru komnar tillögur frá starfshópi heilbrigðisráðherra um leiðir til að jafna aðgengi að sérfræðiþjónustu óháð búsetu og hvernig nýta megi ákvæði um sérstaka ívilnun í lögum um Menntasjóð námsmanna til að skapa hvata fyrir heilbrigðisstarfsfólk til að starfa á landsbyggðinni.

Síðast en ekki síst hefur samningur Sjúkratrygginga um sálfræðiþjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga verið uppfærður með það að leiðarljósi að auka aðgengi að sálfræðisþjónustu. Samningurinn nær nú til allra aldurshópa og stuðlar að fjölbreyttari þjónustu. Felur samningurinn meðal annars í sér möguleika til að veita fjarheilbrigðisþjónustu.

Í innviðaráðuneytinu hefur megináherslan verið lögð á húsnæðis- og skipulagsmál eins og fram kom í máli mínu hér áðan. Stefnumótun í samgöngum hefur verið unnin og liggur ný samgönguáætlun fyrir þinginu. Nýtt varaflugvallargjald mun gjörbreyta uppbyggingu á flugvöllum um allt land og ný jarðgangaáætlun gerir ráð fyrir allt að 14 jarðgöngum á næstu 30 árum sem mun bylta samgöngum víða um land. Þá liggur fyrir þinginu áætlun í málefnum sveitarfélaga og frumvarp um breytingar á Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Okkar öflugi þingflokkur undir forystu Ingibjargar Isaksen hefur unnið hörðum höndum á þinginu að góðum málum í samstarfi við hina stjórnarflokkanna. Samspil ráðherra okkar við kraftmikinn þingflokk skiptir öllu máli við það að gera hugsjónir okkar og kosningaáherslur að veruleika. Og það gengur vel.

Góðu félagar.

Það skiptir alltaf höfuðmáli fyrir kjörna fulltrúa að eiga öflugt bakland. Gott og gjöfult samtal flokksfólks um allt land er mikil auðlind. Verkefnin sem við stöndum frammi fyrir, bæði á sviði landsmálanna og sveitarfélaganna, eru stór og hvernig þau eru unnin skiptir höfuðmáli. Það sem einkennir okkar góðu Framsókn er hversu samvinnuhugsjónin er inngróin í líf okkar og vinnu. Sú hugsjón veitir okkur bæði yfirvegun og hugrekki til að leggja okkar af mörkum til að bæta íslenskt samfélag. Vinnusemi og samvinnan gerir okkur bæði eftirsóknarverð til forystu sem og samstarfs við aðra.

Ég vil að lokum þakka ykkur öllum fyrir gott samstarf í vetur og megið þið öll njóta hins íslenska sumars.

„“

Categories
Greinar

Ný byggð og flugvöllurinn

Deila grein

04/06/2023

Ný byggð og flugvöllurinn

Um Reykjavíkurflugvöll hefur verið tekist á frá því áður en ég fæddist. Sum hafa verið á móti veru hans í Vatnsmýrinni, önnur ekki talið neinn annan stað koma til greina. Skoðanirnar hafa meðal annars markast af því hvar fólk býr og myndað gjá milli höfuðborgar og landsbyggðar sem og ríki og borgar. Sá skotgrafahernaður sem hefur verið háður hefur ekki verið neinu til framdráttar heldur skapað sundrung og ósætti.

Hafandi búið úti á landi á stað sem reiðir sig mikið á flug til höfuðborgarinnar skil ég umræðuna vel. Flugvöllurinn er samgöngumiðstöð og sennilega margir sem tengja flugvöllinn við fagnaðarfundi við ættingja og vini, upphaf ferðalags eða flutninga á milli landshluta. Tilfinningartengsl eru á milli margra og staðsetningar flugvallarins. Staðsetningin hefur bjargað mörgum mannslífum vegna nálægðar við Landspítalann. Það er lífisins alvara að greiðar flugsamgöngur séu til og frá höfuðborginni og ég þekki ófáa sem eiga líf sitt eða barna þeirra að þakka sjúkraflugi til Reykjavíkur.

Verandi íbúi í nálægð við flugvöllinn í Vatnsmýri þekki ég líka og skil skoðanir af andstæðum meiði. Þótt mörgum þyki huggulegt að hafa flugvöll í næsta nágrenni við sig og börnum spennandi að sjá flugvélar fljúga yfir borgina finnst öðrum flugvöllurinn engan veginn passa inn í miðja borg og vilja frekar reisa nýja byggð á svæðinu.

Sitt sýnist hverjum en mikilvægt er að byggja alla umræðu um flugvöllinn og staðsetningu hans á rökum og gögnum. Með samkomulagi ríkisins og borgarinnar frá því 2019 á grunni skýrslu um flugvallakosti á suðvesturhorninu skapaðist ákveðin sátt um flugvöllinn. Samkomulagið felur m.a. í sér sátt um að tryggja rekstraröryggi á Reykjavíkurflugvelli á meðan undirbúningur og gerð nýs flugvallar, á jafngóðum eða betri stað, stendur yfir, þar með talið eðlilegt viðhald og endurnýjun mannvirkja og miðað er við að Reykjavíkurflugvöllur geti áfram þjónað innanlandsflugi á fullnægjandi hátt. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, greindi frá því um nýliðna helgina að ný flugstöð muni rísa á Reykjavíkurflugvelli enda er núverandi flugstöð til lítils sóma fyrir flugvallargesti og þjónar illa nútíma þörfum.

Flug- og rekstraröryggi verður áfram tryggt

Í nýrri skýrslu starfshóps um áhrif nýrrar byggðar í Skerjafirði á flug– og rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar kemur fram að hægt sé að tryggja áframhaldandi flugöryggi með mótvægisaðgerðum þó ný byggð rísi í Skerjafirði. Mótvægisaðgerðirnar eru til þess fallnar að draga úr áhrifum eða áhættu sem annars gæti stafað af nýrri byggð. Vinna við mótvægisaðgerðir er nú þegar hafin og mun þeim verða hrint til framkvæmdar. Fulltrúar Framsóknar í borgarstjórn hafa og munu áfram leggja áherslu á að unnið sé eftir þeim ábendingum sem koma fram í niðurstöðu skýrslu starfshóps um áhrif nýrrar byggðar í Skerjafirði á flug- og rekstraröryggi. Þannig verður tryggt að samkomulag ríkis og borgar frá 2019 um að tryggja flug- og rekstraröryggi á Reykjavíkurflugvelli haldi. Ekki mun því rísa byggð í Vatnsmýrinni sem mun hafa áhrif á flug- og rekstraröryggi flugvallarins.

Innanlandsflug í Reykjavík heldur velli

Reykjavíkurflugvöllur verður áfram samgöngumiðstöð fyrir fólk sem ferðast til og frá höfuðborginni. Þótt ný byggð rísi í Skerjafirði verður áfram lendingarstaður fyrir innanlandsflug í Vatnsmýri.

Sjúkraflugið verður áfram á sínum stað

Sjúkraflug með lendingarstað í návígi við Landspítalann verður áfram tryggt en það er mikilvægt öryggisatriði fyrir fólk um allt land og á sjó. Það er algjört forgangsatriði að flugvöllurinn mæti þörfum sjúkraflugs.

Ný byggð rís

Í nýrri byggð verða reist hús fyrir stúdenta, lágtekjuhópa og aðra. Verið að koma til móts við mikla þörf á húsnæði í Reykjavík og þá sérstaklega fyrir stúdenta í návígi við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Stúdentaráð Háskóla Íslands hefur m.a. ályktað að það fagni því ,,að niðurstaða skýrslunnar sé skýr um að ekki sé þörf á því að hætta við byggingaráform í Nýja Skerjafirði, heldur sé nóg að grípa til mótvægisaðgerða.” Í ályktun stúdentaráðs kemur jafnframt fram að um 900 stúdentar séu á biðlista eftir húsnæði hjá Félagsstofnun stúdenta. Grænar áherslur í takt við kröfur samtímans eru forgangsatriði í skipulagi hverfisins. Það verður umlukið nýju strandsvæði og milli húsa er gert ráð fyrir torgum, leiksvæðum og gróðursæld.

Traust og sættir

Í grunninn snýst umræðan um flugvöllinn um traust. Traust til að kjörinna fulltrúa í Reykjavík um að grípa til mótvægisaðgerða til að tryggja að rekstraröryggi flugvallarins skerðist ekki með frekari húsnæðisuppbygging á svæðinu. Nú þegar er hafin vinna til að tryggja að mótvægisaðgerðir verði að veruleika. Flugvöllurinn er mikilvægur fyrir flugsamgöngur til og frá Reykjavík og er brú milli landsbyggðar og höfuðborgarinnar, sannkölluð tengimiðstöð okkar Íslendinga. Afstaðan er skýr; flugvöllurinn verður áfram í Vatnsmýrinni þar til og ef annar betri kostur finnst. Með mótvægisaðgerðum er komið tækifæri til að sætta sjónarmið, leysa gamlar deilur, tryggja öruggan rekstur flugvallarins og horfa til framtíðar og þeirra miklu áskoranna og verkefna sem landsmenn, sveitarfélög og ríki þurfa að takast á við í náinni framtíð.

Magnea Gná Jóhannsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar

Greinin birtist fyrst á visir.is 3. júní 2023.

Categories
Fréttir Greinar

Íslensk ferðaþjónusta leiðandi á heimsvísu

Deila grein

02/06/2023

Íslensk ferðaþjónusta leiðandi á heimsvísu

Hér áður fyrr stóð ytri staða þjóðarbús­ins oft og tíðum tæpt, þar til straum­hvörf á viðskipta­jöfnuðinum áttu sér stað fyr­ir rúm­lega tíu árum með til­komu sterkr­ar ferðaþjón­ustu hér á landi. Fyr­ir lítið opið hag­kerfi er nauðsyn­legt að hafa styrk­ar út­flutn­ings­stoðir. Viðskipta­af­gang­ur­inn vegna ferðaþjón­ust­unn­ar hef­ur einnig gert líf­eyr­is­sjóðum kleift að dreifa sparnaði fé­laga og byggja mynd­ar­lega sjóði er­lend­is. Á tím­um kór­ónu­veirunn­ar kom glöggt í ljós hversu hag­fellt var að vera með gjald­eyr­is­forða sem gat jafnað mestu sveifl­ur.

Það skipt­ir miklu máli að skapa ferðaþjón­ust­unni, stærstu gjald­eyr­is­skap­andi at­vinnu­grein lands­ins, hag­felld skil­yrði til þess að vaxa og dafna með sjálf­bær­um hætti, með það fyr­ir aug­um að skapa auk­in verðmæti og lífs­gæði fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag.

Eitt helsta for­gangs­verk­efnið í nýju menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneyti er að móta nýja og öfl­uga aðgerðaáætl­un á sviði ferðamála á grunni Framtíðar­sýn­ar og leiðarljóss ís­lenskr­ar ferðaþjón­ustu til 2030. Und­ir­bún­ing­ur þeirr­ar vinnu hef­ur staðið yfir af full­um þunga inn­an ráðuneyt­is­ins en í vik­unni skipaði ég sjö starfs­hópa, sem hver og einn er skipaður 6-8 sér­fróðum aðilum, og verður þeim falið að vinna til­lög­ur að aðgerðum en miðað er við að þeir skili drög­um að aðgerðum fyr­ir 1. októ­ber næst­kom­andi og loka­til­lög­um fyr­ir 15. des­em­ber 2023. Hóp­arn­ir ná utan um sjálf­bærni og orku­skipti, sam­keppn­is­hæfni og verðmæta­sköp­un, rann­sókn­ir og ný­sköp­un, upp­bygg­ingu áfangastaða, hæfni og gæði, heilsu-, veit­inga- og hvata­ferðaþjón­ustu og svo menn­ing­ar­tengda ferðaþjón­ustu. Stefni ég að því að leggja fram nýja ferðamála­stefnu til árs­ins 2030 ásamt aðgerðaáætl­un fyr­ir vorþing 2024, eins og kom fram í nýrri fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar sem kynnt var í mars.

Framtíðar­sýn ís­lenskr­ar ferðaþjón­ustu er að vera leiðandi í sjálf­bærri þróun á grunni efna­hags­legs og sam­fé­lags­legs jafn­væg­is. Í því felst að ferðaþjón­ust­an sé arðsöm og sam­keppn­is­hæf, í sátt við nátt­úru, ís­lenska menn­ingu og tungu. Þjóðríki sem hafa mikl­ar út­flutn­ings­tekj­ur, stönd­ug­an gjald­eyr­is­forða og góðan inn­lend­an sparnað eru í mun sterk­ari stöðu til að kljást við óvænt ytri áföll og njóta betri láns­kjara á alþjóðleg­um fjár­mála­mörkuðum. Þar mun ferðaþjón­ust­an skipta lyk­il­máli til framtíðar og því er gríðarlega mik­il­vægt að styrkja um­gjörð henn­ar enn frek­ar til framtíðar, með skýr­um aðgerðum til að hrinda til fram­kvæmda.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamálaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 2. júní 2023.

Categories
Fréttir Greinar

Við búum í góðu samfélagi

Deila grein

02/06/2023

Við búum í góðu samfélagi

Árið 2020 var samþykkt tillaga í ríkisstjórn Íslands um notkun svokallaðra velsældarvísa. Velsældarvísar eru mælingar sem gefa yfirsýn yfir hagsæld og lífsgæði á Íslandi og eru mikilvægir til að tryggja að árangur sé mældur út frá velsæld samfélaga en ekki eingöngu á efnahagslegum forsendum. Mælingar sýna að Ísland stendur sig mjög vel og hér er gott að búa.

Markvisst hefur verið unnið að því að draga úr fátækt og byggja upp sterkt velferðarkerfi. Auk þess getum við státað okkur af því að Ísland er í fararbroddi þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Heilt yfir höfum við verið á góðri leið þó svo að ýmsar áskoranir blasi við okkur vegna yfirstandandi verðbólgu sem við þurfum að ná niður. Það er hægt og það er forgangsverkefni okkar allra.

Tölulegar staðreyndir

Búið er að greina álagningu opinberra gjalda eftir tekjutíundum út frá skattframtölum. Í tekjutíund felst að búið er að skipta einstaklingum í 10 jafn stóra hópa þar sem sú fyrsta er með lægstu tekjurnar og sú tíunda með þær hæstu. Þegar litið er til baka til síðustu ára og skattframtöl rýnd má glögglega sjá að heildartekjur allra hópa á Íslandi hafa hækkað, almenningur greiðir minna í skatt fyrir utan þá allra tekjuhæstu sem borga meira en aðrir. Þessi greining sýnir fram á að þær tekjuskattsbreytingar sem ráðist hefur verið í hafa dregið úr skattbyrði lág- og millitekjuhópa en það hefur verið sú vegferð sem ríkisstjórnin hefur haft að leiðarljósi síðustu ár. Velsældarvísarnir eru á sama máli en þegar rýnt er í þá kemur fram að jafnvægi milli vinnu og einkalífs hafi aukist jafnt og þétt síðustu ár, tekjur og ráðstöfunartekjur hafa hækkað auk þess sem hlutfall skulda heimila sem hlutfall af hreinni eign hafi farið lækkandi. Með öðrum orðum, við höfum búið við verulega aukinn kaupmátt. Þetta er hreint ekki svo slæm saga.

Stuðningur við barnafjölskyldur

Samkvæmt tölum OECD er óvíða meiri stuðningur við barnafjölskyldur en á Íslandi. Hér á landi beinast barnabætur sérstaklega að tekjulægri fjölskyldum, þeim fjölskyldum sem þurfa mest á þeim að halda. Á síðasta ári voru gerðar breytingar á barnabótakerfinu sem tryggðu barnafjölskyldum enn hærri barnabætur auk þess sem skerðingarmörk voru lækkuð. Það kemur kannski einhverjum á óvart en staðreyndin er sú að óskertur stuðningur til tekjulágra barnafjölskyldna er næstum því í öllum tilfellum hæstur hér miðað við annars staðar á Norðurlöndum. Þrátt fyrir að einhverjir hafi hátt og segi að lítið hafi verið gert fyrir barnafjölskyldur í landinu þá sýnir veruleikinn annað. Staðreyndin er sú að það er gott að ala upp barn á Íslandi í samanburði við önnur lönd.

Enn að húsnæðismálum

Sá sem hér skrifar þreytist ekki á að skrifa um húsnæðismálin. Fólki á Íslandi er að fjölga hratt, hraðar en spár hafa gert ráð fyrir og það er fyrirséð að hér þurfi að byggja meira. En á sama tíma er að hægjast verulega á markaðnum, fjármagnskostnaður hefur hækkað og byggingaraðilar halda að sér höndum. Af þessum ástæðum er samdráttur að verða í uppbyggingu íbúða á landinu sem er algjörlega þvert á það sem við þurfum á að halda. Ég hef bent á það í fjöldanum öllum af greinum síðustu misseri að keðjan er að rofna og ef ekkert er að gert muni ástandið nú aðeins leiða til mun hærra fasteignaverðs og hærra leiguverðs en við erum að horfa fram á í dag. Þetta mun auka þrýsting á verðbólguna.

Undir forystu Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra, hafa verið kynnt metnaðarfull markmið um uppbyggingu 35 þúsund íbúða til ársins 2032 í samvinnu við sveitarfélögin í landinu. Vinnan felst m.a. í að kortleggja lóðir sem til staðar eru, hvort sem það eru nýbyggingarsvæði eða þéttingarreitir, og gera kostnaðarmat svo hægt sé að framkvæma íbúðir á viðráðanlegu verði fyrir almenning. Hér er um að ræða mikla vinnu þar sem verið er að greina stöðuna á íslenskum íbúðamarkaði og nú í fyrsta skipti eru til haldbær gögn sem hægt er að styðjast við og vinna út frá. Sá sem hér skrifar telur afar mikilvægt til að ná tökum á núverandi ástandi verði að gefa í húsnæðisuppbygginu frekar en hitt og það með fleiri íbúðum byggðum með stofnframlögum. Íbúðir byggðar með stofnframlögum er ætlað að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga sem eru undir tekju- og eignamörkum með því að auka aðgengi að öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði. Hér þarf einnig að rýmka viðmið þegar kemur að hlutdeildarlánum. Við sjáum að með þessari leið eiga fleiri einstaklingar möguleika á að fjárfesta í eigin húsnæði og á sama tíma fá byggingaraðilar aukna tiltrú á að halda áfram með framkvæmdir. Um þetta hef ég auðvitað skrifað áður og lagt til ýmsar tillögur til að tryggja nauðsynlega uppbyggingu húsnæðis.

Það kemur sumar eftir kaldan vetur

Verðbólgan hefur vissulega sett allar okkar áætlanir upp í loft og sú góða saga sem við höfum haft frá að segja síðustu ár er fljót að gleymast. Líkt og ég hef áður fjallað um er verðbólgan sameiginlegt verkefni okkar allra og eitt helsta verkefni stjórnvalda í dag er að draga úr opinberum útgjöldum án þess þó að skerða heilbrigðis- og grunnþjónustu í landinu. Almenningur getur tekið þátt með því að draga saman seglin og þá hafa fyrirtæki landsins ákveðnu hlutverki að gegna og mega ekki falla í þá freistni að ýta öllum hækkunum út í verðlagið. Samkvæmt nýlegu verðlagseftirliti ASÍ hefur verð á matvöru hækkað um 14% á einu ári. Ég veit að ástandið er snúið ef svo má segja. Við erum að glíma við erfiða verðbólgu en við megum ekki missa augun af boltanum. Ég hef fullan skilning á að almenningur sé þreyttur á stýrivaxtahækkunum og sólarleysi en það má þó ekki vera þannig að við gleymum hversu gott við höfum það í raun og veru. Þegar öllu er á botninn hvolft þá búum við í góðu samfélagi, með sameiginlegu átaki allra höfum við möguleika til þess að halda áfram þeirri góðu vegferð sem við höfum verið á.

Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður Framsóknar og fyrsti varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.

Greinin birtist fyrst á visir.is 2. júní 2023.

Categories
Fréttir Greinar

Síðasti bóndinn í dalnum?

Deila grein

02/06/2023

Síðasti bóndinn í dalnum?

Saga íslenska bóndans nær langt aftur, allt aftur til landnáms, og hefur verið í lykilhlutverki við að móta íslenska menningu og samfélag. Í gegnum aldirnar hafa Íslendingar aðlagað búskaparhætti sína að náttúrulegum aðstæðum landsins og skapað með því djúpa tengingu milli náttúrunnar og þjóðarinnar. Það er fátt íslenskara en hin íslenska lopapeysa og lambalæri með brúnni. Íslenskur landbúnaður hefur ekki bara verið mikilvægur út frá hagfræðilegum sjónarmiðum og skapað atvinnutækifæri heldur hefur hann haft djúpstæð áhrif á sjálfsmynd okkar sem þjóð. Það sjáum við einna best í áhrifum hans á menningu landsins enda á hann margar birtingarmyndir í skáldskap, tónlist, kvikmyndum, myndlist og handverki. Ferðamaðurinn sem sækir Ísland heim vill fá að njóta alls þess sem við höfum upp á að bjóða, hann vill íslenskan mat á diskinn sinn ekki innflutta kengúru eða lopapeysu frá Kína.

Hvers virði eru góð orð?

Sá sem hér skrifar hefur velt fyrir sér í ljósi núverandi ástands hvort öll sú umræða um fæðuöryggi þjóðarinnar og mikilvægi þess að vera sjálfbær sé bara innantómt hjal sem draga megi fram á tyllidögum. Á sólardögum berjum við okkur á brjóst og segjumst standa fyrir dýravelferð, viljum að sú fæða sem við neytum sé án sýklalyfja og að aðbúnaður sé góður, bæði fyrir dýr og þá einstaklinga sem vinna við greinina. Við gerum ríkar kröfur til íslensk landbúnaðar og það er vel, því sætir það furðu að margir hverjir snúa blinda auganu við þegar hingað flæðir inn innfluttar landbúnaðarvörur sem margar hverjar koma úr stórverksmiðju búskap sem á ekkert skylt við öll okkar grunngildi.

Innflutningur gerir út af við innlendan landbúnað

Síðasta sumar samþykkti Alþingi að fella niður tolla af landbúnaðarvörum sem eiga uppruna sinn að rekja til Úkraínu. Tilgangurinn með þessum aðgerðum var að efla vöruviðskipti milli landanna og halda efnahag Úkraínu gangandi þrátt fyrir stríðsátök. Með þessum aðgerðum var svo litið á að Alþingi sameinaðist um sýna Úkraínu stuðning í verki. Við mat á áhrifum frumvarpsins var ekki talið líklegt að áhrifin yrðu veruleg en annað hefur síðan komið á daginn. Í dag er það ljóst að niðurfelling á tollum á vörum frá Úkraínu hefur haft veruleg áhrif á framleiðendur landbúnaðarvara hér á landi, sér í lagi vegna gríðarlegs innflutnings á kjúklingakjöti sem ekki var talið líklegt að fluttur yrði inn. Flutt hafa verið inn um 200 tonn af kjúklingakjöti frá því að lögin tóku gildi og út febrúar á þessu ári. Það er 200 tonn á sex mánuðum. Þar sem tölur fyrir mars, apríl og maí liggja ekki fyrir má gera ráð fyrir enn meira magn hafi komið til landsins. Það er erfitt ef ekki ómögulegt fyrir innlenda bændur að keppa við innflutningsverð á kjúklingi frá Úkraínu, en meðalinnflutningsverð hefur verið um 540 kr. og er það talsvert undir framleiðsluverði á Íslandi. Íslenskir alifuglabændur eiga ekki roð erlend stórfyrirtæki sem framleiða á einum degi sama magn og íslenskur bóndi framleiðir á einu ári.

Við þurfum að breyta um stefnu

Sem betur fer hefur ekki borið á innflutningi á mjólkur- og undanrennudufti á þessum tíma, það kann þó að vera sökum þess að verð á mjólkur- og undanrennudufti hækkaði mjög í upphafi árs 2022 en hefur nú farið lækkandi aftur. Útflutningur á undanrennu- og nýmjólkurdufti frá Úkraínu árið 2022 var um 24.600 tonn en það er 18 föld innanlandssala á Íslandi. Það tekur um 4 mánuði að byggja upp viðskiptasambönd og við sjáum það að ef við ætlum okkur að halda áfram þessum táknræna stuðningi sem þessum tekur það ekki langan tíma að gera út af við innlenda framleiðslu. Fréttir eru einnig að berast af því að öllu óbreyttu sé nautakjötið einnig á leiðinni frá Úkraínu. Það má ekki verða þannig að táknrænar aðgerðir Íslands í alþjóðasamfélaginu kippi hreinlega stoðunum undan heilu atvinnugreinunum hérlendis. Hér þurfum við frekar að líta til nágranna okkar í Noregi sem í staðinn fyrir að fórna innlendum landbúnaði með niðurfellingu tolla hefur styrkt Úkraínu og þannig úkraínska bændur með fjárframlögum í gegnum alþjóðastofnanir.

Vissulega er breytinga þörf

Í staðinn fyrir óheftan og gegndarlausan innflutning á landbúnaðarvörum til landsins þurfum við að gera betur við íslenskan landbúnað, og við viljum gera vel. Til marks um það liggur nú fyrir Alþingi Landbúnaðarstefna til ársins 2040, þessi stefna rímar margt í hverju við stefnu Framsóknar í landbúnaðarmálum síðustu ár. Stefnan markar nokkuð vel þann veg sem skynsamlegt er að fara við að nýta landið, auðlindir landsins, til góðra verka. Það gerum við með því að nýta landið til þess að framleiða matvæli. Nokkur umræða hefur verið síðustu misseri um stuðningskerfi landbúnaðarins, það fyrirkomulag sem við höfum í dag er að mínu mati svo sannarlega ekki meitlað í stein. Það er þörf á að gera breytingar á því með það að markmiði að hvetja bændur til þess að framleiða hollar og góðar afurðir, stuðningurinn á ekki að vera reiknaður út frá fjöldi ærgilda o.s.frv. heldur sé til þess fallin að hvetja bændur til þess að framleiða næg matvæli og að bændur hafi afkomu af sínum búskap. Í því samhengi er mikilvægt fyrir stjórnvöld að horfa á hvernig starfsumhverfið er í greininni. Við eigum að vera ófeiminn að ræða stuðning við landbúnað og við bændur þurfum að koma að þessu samtali líka með stjórnvöldum.

Að lokum, landbúnaður er ekki bara kjöt og mjólk, hann er einnig akuryrkja, garðyrkja, skógrækt og landgræðsla. Líkt og ég kom að í upphafi er landbúnaður eining hluti af menningu okkar og aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Með íslenskum landbúnaði, með því að nýta auðlindir landsins höfum við rík tækifæri til verðmætasköpunar ásamt því að tryggja afkomu þjóðarinnar. Töpum ekki niður því sem við höfum byggt upp frá landnámi, stöndum vörð um innlenda framleiðslu.

Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst á visir.is 2. júní 2023.

Categories
Fréttir

Fráleitt að þessi tillaga nái fram að ganga

Deila grein

01/06/2023

Fráleitt að þessi tillaga nái fram að ganga

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, ræddi tillögu framkvæmdastjórnar ESB um að hækka bílprófsaldurinn í 18 ár, á fundi með samgönguráðherrum Norðurlandanna á fund í Lúxemborg. Segir Sigurður Ingi það fráleitt að þessi tillaga nái fram að ganga.

„Rök Íslands er að okkur hefur miðað vel í að fækka umferðarslysum meðal yngri ökumanna og sú staðreynd að landið liggur ekki að öðru landi geri auðveldara fyrir að færa rök fyrir því að það er ekki ástæða til breytinga,“ segir Sigurður Ingi.

Fundurinn fór fram fyrir fund ráðherraráðs ESB á sviði samgöngumála og gefst því gott tækifæri til að skiptast á skoðunum og koma sjónarmiðum Ísland að í samgöngumálum.

„Upplýsingaskipti um umferðalagabrot voru einnig rædd sem þýðir að hægt er að rukka aðila fyrir umferðalagabrot sé viðkomandi staddur í öðru en heimalandi.

Þá voru loftferðamálin „Fit for 55“ rædd og ég sagði frá samkomulagi sem náðst hefur við framkvæmdastjórn ESB um losunarheimildir í flugi,“ segir Sigurður Ingi.

Bauð þessum ágætu herramönnum, samgönguráðherrum Norðurlandanna, á fund í Lúxemborg, til að ræða ýmis samgöngumál. Hefð…

Posted by Sigurður Ingi Jóhannsson on Fimmtudagur, 1. júní 2023