Categories
Greinar

Fjárfestum í heilbrigði þjóðarinnar

Deila grein

19/09/2021

Fjárfestum í heilbrigði þjóðarinnar

Ég hef alltaf dáðst að því fólki sem helg­ar ævi sína því að lækna fólk og hjúkra. Við meg­um sem þjóð vera af­skap­lega þakk­lát fyr­ir allt það fólk sem fet­ar þessa braut. Við höf­um lík­lega aldrei fundið jafn sterkt fyr­ir því hvað við eig­um gott heil­brigðis­kerfi og á þess­um þungu mánuðum sem heims­far­ald­ur­inn hef­ur ásótt okk­ur. Heil­brigðis­starfs­fólk hef­ur staðið sig með ein­dæm­um vel þrátt fyr­ir mikið álag.

Við vilj­um blandað kerfi op­in­bers rekstr­ar og einka­rekstr­ar

Við í Fram­sókn erum fylgj­andi því að heil­brigðis­kerfið sé heil­brigð blanda af op­in­ber­um rekstri og einka­rekstri. Ég heyri radd­ir um mik­il­vægi blandaðs kerf­is, ekki síst inn­an úr heil­brigðis­kerf­inu sjálfu. Það er erfitt að setja sig í spor þeirra sem alla daga vinna með líf fólks í hönd­um sín­um. Það hlýt­ur að vera mikið álag á lík­ama og sál að vinna í svo miklu ná­vígi við erfiða sjúk­dóma og af­leiðing­ar slysa. Þess vegna er mik­il­vægt að kjör heil­brigðis­starfs­fólks séu góð og stytt­ing vinnu­vik­unn­ar sé raun­veru­leg. Hluti af því að bæta aðstæður er að kerfið sé blandað.

Heild­stæð og fram­sýn stefna

Ég heyri and­stæðinga þess að við byggj­um upp sterkt blandað kerfi op­in­bers rekst­ar og einka­rekstr­ar oft segja að það sé ekki eðli­legt að stóra sjúkra­húsið okk­ar sé með erfiðu aðgerðirn­ar en á einka­reknu stof­un­um séu ein­fald­ari og „létt­ari“ aðgerðir. Fram­leiðnin (þótt mér þyki alltaf erfitt að tala um fram­leiðni þegar rætt er um líf fólks og heilsu) verði meiri og því mögu­lega meiri velta. Eitt af verk­efn­um næstu rík­is­stjórn­ar er að leiða sam­an full­trúa heil­brigðis­stétta, sér­fræðinga, frjálsra fé­laga­sam­taka og þeirra sem nota þjón­ustu spít­al­anna til að móta heild­stæða og fram­sýna stefnu þegar kem­ur að heil­brigði þjóðar­inn­ar.

Hugs­um um heilsu þjóðar­inn­ar

Við í Fram­sókn vilj­um fjár­festa í heil­brigði. Í því felst að auka verður áherslu á for­varn­ir, geðheil­brigði og hreyf­ingu. Við þurf­um að búa til þær aðstæður og hvatn­ingu að fólk hugsi um heilsu sína og þannig minnka álagið á sjúkra­hús­in þegar líður á æv­ina.

Heils­an er það dýr­mæt­asta sem við eig­um. Því er mik­il­vægt að hver og einn sé meðvitaður um heilsu sína. Meiri áhersla á for­varn­ir og fræðslu er fjár­fest­ing sem skil­ar sér í aukn­um lífs­gæðum ein­stak­lings­ins og minna álagi á sjúkra­stofn­an­ir.

Með þessi áherslu­mál ósk­um við í Fram­sókn eft­ir stuðningi í kosn­ing­un­um 25. sept­em­ber næst­kom­andi.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Fram­sókn­ar og sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 18. september 2021.

Categories
Greinar

Fjárfestum í fólki

Deila grein

16/09/2021

Fjárfestum í fólki

Meginstefið í öllum baráttumálum Framsóknar fyrir kosningarnar 25. september er fjárfesting í fólki. Það er í samræmi við þau megingildi Framsóknar sem einhvern tímann fyrir löngu voru meitluð í orðunum vinna, vöxtur, velferð. Öflugt velferðarkerfi, öflugt heilbrigðiskerfi grundvallast á öflugu atvinnulífi.

Við höfum á því kjörtímabili sem er að ljúka unnið hörðum höndum í breiðri stjórn að mikilvægum framfaramálum og vil ég sérstaklega nefna byltingu kerfisins í þágu barna, nýjan Menntasjóð námsmanna, 12 mánaða fæðingarorlof, hlutdeildarlán fyrir fyrstu kaupendur og tekjulægri, Loftbrú og þær umfangsmiklu framkvæmdir í samgöngum sem landsmenn hafa orðið varir við á ferðum sínum um landið okkar í sumar.

Hagur einstaklingsins er hagur alls samfélagsins

Í umfangsmikilli vinnu Ásmundar Einars, félags- og barnamálaráðherra, við róttæka endurskoðun á kerfinu sem varðar málefni barna var það reiknað út að það að kerfin tali saman og grípi snemma inn í hefur ekki aðeins í för með sér aukna lífshamingju einstaklingsins heldur er það stórkostlegur þjóðhagslegur ávinningur. Þessi vinna sýndi svo ekki verður um villst að áhersla Framsóknar í gegnum tíðina á velferð er hagur samfélagsins alls.

Okkur líður flestum best heima hjá okkur

Með þessa vinnu sem fyrirmynd viljum við bæta aðstæður eldra fólks. Reynsla margra er að kerfin tali ekki nægilega vel saman. Því verður að breyta og hugmyndafræði Framsóknar um samvinnu ólíkra aðila í barnamálum sýnir svo ekki verður um villst að það er hægt. Við viljum leggja áherslu á þjónustu við eldra fólk utan stofnana. Aukin og samhæfð heimaþjónusta, sveigjanleg dagþjálfunarúrræði, aukin tæknivæðing og markviss stuðningur miða öll að því að fólk geti svo lengi sem það vill og hefur burði til búið þar sem því líður best: heima hjá sér.

Aldur skiptir ekki máli

Við viljum afnema reglur um að fólk fari á eftirlaun og hætti störfum við ákveðinn aldur: Þeir sem vilja vinna, mega vinna. Starfskraftar og reynsla þeirra sem safnað hafa árum er samfélaginu mikilvæg og það er gott fyrir þá sem vilja vinna að finna áfram fyrir mikilvægi sínu og fái gleði úr störfum sínum.

Hlutdeildarlán fyrir eldra fólk

Það eldra fólk sem býr við bágust kjör á yfirleitt er oft þjakað af háum húsnæðiskostnaði, hvort sem það er leiga eða háar afborganir af húsnæðislánum. Við viljum að eldra fólki standi til boða sú leið sem farin er í hlutdeildarlánum fyrir fyrstu kaupendur og tekjulága þar sem ríkið veitir lán fyrir allt að 20% kaupverðs. Engir vextir eða afborganir eru af hlutdeildarláni og er lánið endurgreitt þegar eignin er seld eða við lok lánstíma.

Með þessi áherslumál óskum við í Framsókn eftir stuðningi í kosningunum 25. september næstkomandi.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 16. september 2021.

Categories
Greinar

Öflugur landbúnaður er hagur okkar allra

Deila grein

15/09/2021

Öflugur landbúnaður er hagur okkar allra

Þegar líður á sumar verður maður alltaf þakklátari og þakklátari fyrir hvern bjartan sumardag sem okkur er gefinn. Þeir hafa verið margir góðir í sumar, líklega þó helst fyrir austan og norðan þaðan sem sólbrúnar og sælar myndir hafa flætt um samfélagsmiðla. Eftir heyskap breytist takturinn og eftirvæntingin eftir göngum og réttum tekur völdin. Síðasta haust var réttarstemningin önnur, enda hefur veiran lagst illa á hefðbundna viðburði og samkomur frá því hún heimsótti okkur fyrir einu og hálfu ári síðan.

Við verðum að líta til framtíðar, enda uppskeruhátíð lýðræðisins í vændum þar sem kosið verður um verk okkar sem störfum í stjórnmálum og þá ekki síður þá framtíðarsýn sem við höfum upp á að bjóða. Ég lít stoltur yfir síðustu ár á þau mál sem við í Framsókn höfum látið verða að veruleika. Eins og margir hafa orðið varir við þá hefur aldrei verið jafnmikill kraftur í uppbyggingu í samgöngum eins og nú. Mikilvægt er að sá kraftur haldi áfram á næstu árum því af nógu er að taka, bæði í nýjum vegum, höfnum og í viðhaldi á öllum sviðum. Ísland ljóstengt, ljós í fjós, er verkefni sem klárast á þessu ári og við tekur nýtt metnaðarfullt verkefni: Ísland fulltengt, átak í því að ljúka við ljósleiðaravæðingu þéttbýliskjarnanna út um landið. Samgöngur og fjarskipti eru stór byggðamál eins og við þekkjum öll sem búum utan höfuðborgarsvæðisins.

Þau eru mörg og brýn verkefnin sem þarf að vinna að í landbúnaði á næstu árum. Við í Framsókn höfum lagt áherslu á að nýsköpun í matvælaframleiðslu og landnýtingu verði stórefld. Það er mikill kraftur í greininni þrátt fyrir að umræður lendi alltof oft í skotgröfunum. Þær skotgrafir þarf að moka ofan í því þær eru beinlínis skaðlegar greininni.

Bændur hafa um aldir verið vörslumenn landsins. Þeir taka ástand landsins og heimsins alvarlega enda eru uppsprettur lífsins að mörgu leyti í þeirra höndum því ekki vaxa lærissneiðarnar í kjötborðum stórmarkaðanna. Íslenskur landbúnaður hefur algjöra sérstöðu þegar kemur að heilnæmi og sýklalyfjagjöf. Þá sérstöðu verður að vernda og einnig nýta við markaðssókn erlendis.

Þau málefni landbúnaðar sem við í Framsókn setjum á oddinn í kosningabaráttunni eru einkum:

  • Að landnýting og ræktun sjá sjálfbær.
  • Að nýsköpun í matvælaframleiðslu og landnýtingu verði stórefld.
  • Að stuðningur verði aukinn til að stuðla að fjölbreyttri ræktun og landnýtingu og kolefnisbindingu.
  • Að frumframleiðendum verði heimilað samstarf eins og þekkist í öllum löndum Evrópu.
  • Að afurðastöðvum í kjöti verði heimilað samstarf  með sambærilegum hætti og í mjólkurframleiðslu.
  • Að Bændum verði heimiluð slátrun og vinnsla að undangengnu áhættumati og kennslu.
  • Að tollasamningi við ESB verði sagt upp og hann endurnýjaður vegna forsendubrests, til dæmis vegna útgöngu Breta úr sambandinu.
  • Að tollaeftirlit verði hert til muna og gert sambærilegt því sem þekkist í samanburðarlöndum okkar.
  • Að stofnað verði nýtt ráðuneyti landbúnaðar og matvæla þar sem málefni skógræktar, landgræðslu og eftirlitsstofnana matvæla og landbúnaðar verða undir.

Ég vona að þú lesandi góður njótir þess sem lifir af sumri og haustsins með öllum sínum fallegu litum og ferskleika í lofti. Og minni um leið á það að framtíðin ræðst á miðjunni.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Greinin birtist fyrst í Bændablaðinu 20. ágúst 2021.

Categories
Greinar

Eyjan græna

Deila grein

15/09/2021

Eyjan græna

Samgöngur til og frá Vestmannaeyjum eru og hafa verið mitt hjartans mál. Ég hef sem þingmaður þessa kjördæmis talað lengi fyrir því í ræðu og riti að samgöngur til og frá Vestmannaeyjum verði að vera skilvirkar. Sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fékk ég tækifæri til að efna þau loforð sem ég gaf og hef unnið sleitulaust að því að bæta samgöngur til Vestmannaeyjar, gera þær skilvirkari í þágu íbúana. Það er ekkert launungarmál að samgöngur hafa gríðarlega mikil áhrif á íbúaþróun, hvort að unga fólkið vilji koma til baka og setjast að og þær spila stórt hlutverk í komu ferðamanna til Vestmannaeyja. Það er ánægjulegt að heyra að fjöldi farþegar sem hefur farið með Herjólfi er á pari við venjulegt árferði, með Þjóðhátíð. Í lok kjörtímabils er rétt að rifja upp það sem gert hefur verið undir minni stjórn.

Herjólfur

Eitt af mínum fyrstu verkum í samgönguráðuneytinu var að breyta fyrri ákvörðun um Vestmannaeyjaferju í samræmi við loftslagsmarkmið ríkisstjórnarinnar þannig að ferjan gangi fyrir rafmagni.

Í framhaldi fól samgönguráðuneytið Vegagerðinni að semja um breytingar á hönnun nýju Vestmannaeyjaferjunnar í því skyni að hún muni ganga því sem næst eingöngu fyrir rafmagni.

Nýjan ferjan kom, íbúar kusu um að nota áfram Herjólfsnafnið og gamli Herjólfur er til taks. Ég hef talað um fyrir þessu og í mínum huga er þetta skýrt. Nýr rafvæddur Herjólfur hefur sannað sig.

Nokkrar útfærslur á rekstrarmódeli Herjólfs komu til greina. Í mínum huga er skýrt að endurbættur rekstrarsamningur sem Samgönguráðuneytið gerði við bæjarfélagið undir lok síðasta árs hefur reynst vel. Ávinningur hins nýja samnings er slíkur að félagið getur unnið upp það tap sem orðið hafði á rekstri þess. Þessu til viðbótar þá var á kjörtímabilinu veittur veglegur stuðningur vegna Covid, viðbótarkostnaður bættur vegna tafa á afhendingu á nýjum Herjólfi, , ferðum fjölgað og þjónustan bætt.

Á kjörtímabilinu voru fargjöldin jöfnuð og er því sama gjald hvort sem Herjólfur siglir frá Landeyjahöfn eða Þorlákshöfn. Kostnaður gat áður verið hár ef það þarf að sigla til og frá Þorlákshöfn, sérstaklega fyrir fjölskyldur.

Landeyjahöfn

Vel hefur gengið að hreinsa frá sand og halda Landeyjahöfn opinni fyrir Herjólf. Mikilvæg breyting var gerð að dýpkun Landeyjahafnar er ekki lengur bundin við ákveðinn tíma á ári, nú er hægt að dýpka eftir þörfum.

Endanlegri þróun Landeyjahafnar er ekki lokið og hef ég hug á því að þeirri vinnu ljúki sem fyrst og var það í samræmi við ályktun Alþingis. Óháðir aðilar voru fengnir til að rýna gögn Vegagerðarinnar. Vinna stendur nú yfir að safna betri gögnum með nýju skipi sem munu leiða til niðurstöðu um hverskonar aðgerðir eru nauðsynlegar til úrbóta á Landeyjahöfn. Þá var rafhleðslubúnaður settur upp.

Flug

Þess má geta að í vikunni átti ég fund með bæjarstjórn um reglulegt flug til Vestmannaeyja. Slíkt þarf að skoða með opnum hug og hef ég beðið Vegagerðina að greina þörfina og hvaða möguleika ríkið hefur til að grípa inn í ef um markaðsbrest er að ræða. Þá er ótalið yfirborðsviðhald á flugvelli Vestmannaeyjaflugvallar og Loftbrúin þegar flugsins nýtur við.

Lokaorð

Samgöngur eru lífæð íbúa Vestmannaeyja og hefur bærinn tekið miklum breytingum frá því að Landeyjahöfn var opnuð árið 2010. Fjöldi ferðamanna hefur stóraukist, Íslendingar jafnt sem erlendir ferðamenn. Eins og í öðrum almenningssamgöngum þá byggist þjónustan og traustið til hennar á tíðni ferða, fyrir íbúa og fyrirtæki. Halda þarf áfram að bæta þjónustuna sem þarf að skoða með opnum hug. Áframhaldandi rannsóknir á Landeyjahöfn standa nú yfir með það að markmiði að auka nýtingu hafnarinnar. Ég hef einnig sagt að spennandi er og sjálfsagt að kanna og fá óháðan aðila til að meta til hlítar hvort göng á milli lands og Eyja sé raunhæfur kostur þegar til lengri tíma er litið. Slík úttekt þarf að fara fram á næsta kjörtímabili.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og samgöngu -og sveitarstjórnarráðherra.

Greinin birtist fyrst í Eyjafréttum september 2021.

Categories
Greinar

Sósíal­istar vilja byltingu, Fram­sókn vill fram­farir

Deila grein

05/09/2021

Sósíal­istar vilja byltingu, Fram­sókn vill fram­farir

Gunnar Smári Egilsson, oddviti Sósíalistaflokksins, svarar grein minni Sitt er hvað, sam­vinna og sam­vinna í ítarlegu og löngu máli eins og hans er von og vísa. Gunnar Smári er góður penni og beittur og endurskrifar sögu Framsóknar eins og hún sé á tiltölulega beinni leið til helvítis. Eins og áður er Sósíalistaflokkurinn fastur í fortíðinni enda er tal flokksmanna um arðrán, auðvald og kúgun, ómur frá upphafi síðustu aldar. Samvinnan sem Gunnari Smára er svo ofarlega í huga er samvinna sósíalista, sósíalista einna, ekki samvinna ólíkra afla um hvernig best sé að bæta samfélagið.

Stjórnmál eru ekki trúarbrögð

Í huga sósíalista virðist vera eitt einfalt svar við öllu og það er svar þeirra sjálfra. Að þessu leyti er hugarheimur þessa ysta vinstris ekki ólíkt hugarheimi þeirra sem liggja lengst til hægri með sína óheftu markaðshyggju. Um þá óheftu markaðshyggju má segja að hún hefur beðið skipbrot tvisvar sinnum á síðustu þrettán árum. Óheftur markaður skóp hrunið og óheftur markaður réði ekki við heimsfaraldurinn. Í bæði skipti hefur almenningur þurft að hlaupa undir bagga. Um sósíalismann þarf ekki að hafa mörg orð því saga síðustu aldar er öðrum þræði hörmungarsaga þeirrar öfgastefnu. Yst til hægri og yst til vinstri eru stjórnmál trúarbrögð þeirra sem telja sig hafa fundið hinn eina stóra sannleik. Í mínum huga eru stjórnmál ekki trúarbrögð heldur mikilvægt tæki til að bæta samfélagið.

Framsókn: Framsækinn miðjuflokkur

Framsókn er framsækinn miðjuflokkur. Í því felst að Framsókn vinnur með það besta úr báðum heimum, heimum vinstrisins og hægrisins. Við erum frjálslynt umbótaafl eins og Hermann Jónasson talaði um á sinni tíð og útskýrði frjálslyndi með þessum orðum: „Þetta felur í sér að flokkurinn er fordómalaus um úrlausnir aðsteðjandi vandamála á hverjum tíma. Hann vill beita aðferðum þekkingar og vísinda til að ryðja framþróuninni braut á grundvelli þeirra þjóðfélagslegu gilda sem stefna hans byggist á.“

Fortíðarþrá sósíalista

Ég heyri engan samvinnutón í trúarjátningu sósíalista. Ég heyri bara tón sundrungar. Sama hver spurningin er þá er svarið alltaf öfgakennd krafa um að brjóta niður og byggja svo upp á forsendum sósíalista. Alltumlykjandi er síðan fortíðarþráin, hvað allt var gott í gamla daga en ömurlegt í dag. Hvert sem litið er í stefnumálum sósíalista er afturhvarf til fortíðar, krafan um að gera Ísland gott aftur.

Hið jákvæða afl hvers og eins

Við búum í góðu samfélagi en alltaf má gera betur. Það gerum við með því að byggja á hinu jákvæða afli sem býr í hverjum og einum. Það gerum við með því að skapa umhverfi þar sem allir geta blómstrað – á eigin forsendum en ekki annarra.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Greinin birtist fyrst á visir.is 3. september 2021.

Categories
Greinar

Sitt er hvað, sam­vinna og sam­vinna

Deila grein

01/09/2021

Sitt er hvað, sam­vinna og sam­vinna

Hann er um margt áhugaverður, skyndilegur áhugi Gunnars Smára Egilssonar forsprakka Sósíalista á samvinnunni og uppruna Framsóknar. Og eflaust er Gunnar Smári sammála mér um það að samvinna er grundvöllur allra framfara. Það er hins vegar sitt hvað, samvinna Framsóknar og samvinna Sósíalista.

Mér þótti það áhugavert þegar Gunnar Smári tók sósíalíska trú fyrir skemmstu og hefði fyrir tveimur árum síðan ekki getað sagt fyrir um það að Sósíalistar yrðu haustið 2021 að mælast í könnunum með þingmenn inni á Alþingi Íslendinga.

Samvinna frjálsra íslenskra bænda

Gunnar Smári finnur að því að Framsókn hafi þroskast með árunum, en Framsókn er orðin rúmlega aldargömul. Rætur Framsóknar er að finna í samvinnuhreyfingunni sem Gunnar Smári telur vera sósíalíska. Það má svo sem teygja það svo til að það sé eitthvað til í því en eðli þeirrar hreyfingar bænda sem kaupfélögin urðu til úr snerist ekki um sósíalisma eins og við þekkjum hann heldur um það að bændur tóku höndum saman til að bæta kjör sín. Þeir stofnuðu með sér kaupfélög til að geta einbeitt sér að ræktuninni. Bændur lögðu dilka sína inn í kaupfélögin sem sáu jafnan um að slátra, vinna og selja vörur bændanna. Svipaða sögu er að segja af mjólkinni. Einhverjir myndu sjá í þessu einhvern kapítalískan þráð. Það styður líka við það sem ég hef sagt um að Framsókn, samvinnan og framtíðin eigi sér lögheimili og varnarþing á miðju stjórnmálanna. Hugsjón samvinnuhreyfingarinnar var sterk og er sterk og kaupfélög frjálsra íslenskra bænda eiga ekkert sameiginlegt með samyrkjubúum Sovétsins.

Samvinnuhreyfingin er sterk alþjóðleg hreyfing enn í dag. Í Bandaríkjunum, til að mynda, er stór hluti raforkuflutningskerfisins rekinn af samvinnufélögum. Í Bretlandi eru sterk samvinnufélög sem reka verslanakeðjur, flutningafyrirtæki og fleira.

Draumur úr svefni fortíðar

Oddviti Sósíalistaflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður er skeleggur maður og oft gaman að hlusta á hann halda sínar eldræður. Það er ekki síst þegar maður þekkir lítið til málaflokkanna sem manni þykir hann sannfærandi. En þegar hann talar um stjórnmál er eins og hann hafi lent í tímavél. Auðvitað þroskast stjórnmálin með tímanum og miðjan færist í róti samfélagsins, líkt og jaðrarnir til hægri og vinstri. Það sem felst í því að vera miðjuflokkur eins og Framsókn er að við höfnum þessum öfgum og trúum á raunverulega samvinnu sem leiðir okkur að niðurstöðu sem er til hagsbóta fyrir almenning. Sú bylting sem Sósíalistaflokkurinn boðar er hins vegar eins og draumur úr svefni fortíðar sem flestir hafna vaknað af – en því miður ekki allir.

Það vildi ég að sósíalisminn hefði þroskast með tímanum eins og stefna Framsóknar. Samfélagið hefur nefnilega tekið jákvæðum stakkaskiptum frá því í upphafi síðustu aldar. Fátt er það í fortíðinni sem stenst kröfur nútímans, allra síst þau lífsgæði sem voru almenn fyrir miðja síðustu öld. Það er nefnilega þannig að á öllum mælikvörðum er Ísland í efstu sætum þegar kemur að lífsgæðum; á öllum mælikvörðum nema á mælikvarða nostalgíunnar.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.

Greinin birtist fyrst á visir.is 1. september 2021.

Categories
Greinar

Börn í umferðinni

Deila grein

15/07/2021

Börn í umferðinni

Nýtt sam­fé­lags­mynst­ur og auk­in þétt­býl­is­mynd­un á síðustu árum hafa breytt þörf­um fólks um aðstöðu og skipu­lag í þétt­býli. Um­hverfi hvers og eins skipt­ir mestu máli í dag­legu lífi flestra. Staðsetn­ing skóla, göngu- og hjóla­leiðir, skóla­akst­ur og um­ferð eru þætt­ir sem hafa áhrif á ákvörðun fólks hvar sem það býr. Flest­ir þeir sem koma með ein­um eða öðrum hætti að upp­bygg­ingu og skipu­lagn­ingu sam­göngu­innviða hafa hingað til verið á á full­orðins­aldri, fólk tví­tugt og eldra. Það er því kannski ekki skrítið að sú vinna hafi verið unn­in að mestu út frá sjón­ar­hóli full­orðinna. Stór hluti sam­fé­lagsþegna hef­ur þó oft viljað gleym­ast og það eru þarf­ir barna og ör­yggi þeirra í um­ferðinni.

Staða barna í sam­göng­um

Ef hlustað er á börn og þau fá tæki­færi til að láta rödd sína heyr­ast eru þau fær um að hafa áhrif á líf sitt. Það er m.a. í sam­ræmi við ákvæði Barna­sátt­mála og Heims­mark­miða Sam­einuðu þjóðanna og þings­álykt­un um Barn­vænt Ísland fyr­ir árin 2021-2024. Sam­göng­ur og áhrif þeirra á börn hafa til þessa lítið verið til um­fjöll­un­ar og ekki greind með nægi­lega skýr­um hætti. Með sam­göngu­áætlun 2020-2034 var ákveðið að hefja vinnu við að greina stöðu barna og ung­menna í sam­göng­um. Það er ein­stak­lega ánægju­legt að sjá að fyrstu skref­in hafa verið stig­in með grein­ar­gerð sem kem­ur út í dag um stöðu barna og ung­menna í sam­göng­um hér á landi. Skýrsl­an er unn­in í sam­vinnu við Vega­gerðina, Sam­göngu­stofu og Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga.

Í henni kem­ur m.a. fram að ferðavenj­ur barna og ung­menna eru mun fjöl­breytt­ari en þeirra sem eldri eru. Þau eru engu minni not­end­ur og ferðast jafn­vel að jafnaði ívið fleiri ferðir á degi hverj­um. Börn og ung­menni eru mestu not­end­ur virkra sam­göngu­máta og al­menn­ings­sam­gangna. Börn og ung­menni ferðast hlut­falls­lega minna með inn­an­lands­flugi en þeir sem eldri eru. Lægri far­gjöld vegna Loft­brú­ar virðast nýt­ast þeim sér­stak­lega vel. Bestu sókn­ar­færi til þess að stuðla að breytt­um ferðavenj­um allra fel­ast í því að hlúa bet­ur að þessu ferðamynstri barna og ung­menna, enda eru þau ekki með sama fast­mótaða ferðavenju­mynst­ur og þeir sem eldri eru.

Ung­ir sem aldn­ir

Stefnu­mörk­un í sam­göngu­mál­um þarf að snú­ast um að börn og ung­menni séu ör­ugg á leið sinni til og frá skóla, leik­svæðum, íþrótt­um, tóm­stund­um eða áfanga­stöðum sem þau þurfa að sækja. Taka þarf mið af þörf­um þeirra sem birt­ist í ferðavenju­könn­un­inni sem gerð var um land allt. Í henni kom fram að börn eru helstu not­end­ur virkra sam­göngu­máta, þ.e. að ganga, hjóla, nota skóla­akst­ur eða al­menn­ings­sam­göng­ur. Hönn­un og upp­bygg­ing innviða þarf að taka mið af því og er það okk­ar sem eldri eru að fylgja því fast eft­ir. Þá er öfl­ugt for­varn­astarf og fræðsla á öll­um skóla­stig­um ár­ang­urs­rík leið.

Ríki og sveit­ar­fé­lög þurfa að vinna sam­an að því að bæta sam­göng­ur barna og ung­menna og eru tæki­færi í skipu­lagðri vinnu sveit­ar­fé­laga með gerð og fram­fylgni um­ferðarör­ygg­is­áætl­ana. Tónn í þá átt hef­ur verið sleg­inn með sam­vinnu rík­is og Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga við gerð skýrsl­unn­ar.

Greiðar og ör­ugg­ar sam­göng­ur skipta okk­ur öll máli. Hvort sem við erum ung eða göm­ul höf­um við þörf til þess að fara á milli staða. Mál­efnið er ung­menn­um mik­il­vægt og hug­leikið. Þau vilja verða þátt­tak­end­ur í stefnu­mót­un og við tök­um fagn­andi á móti þeim. Við þurf­um að eiga upp­byggi­legt sam­tal þar sem hlúð er bet­ur að ferðamynstri barna og bor­in virðing fyr­ir ólík­um sjón­ar­miðum. Skipu­lagn­ing sam­göngu­innviða sem miðar við þarf­ir fólks frá unga aldri og upp úr skil­ar sér í betra og skiln­ings­rík­ara sam­fé­lagi.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 15. júlí 2021.

Categories
Greinar

Ísland fulltengt – farnet á vegum

Deila grein

01/07/2021

Ísland fulltengt – farnet á vegum

Við lifum á tímum tæknisamruna. Á sama tíma og verið er að leggja niður gamla einfalda heimasímann huga fjarskiptafyrirtæki og stjórnvöld nú að uppbyggingu fimmtu kynslóðar farnets (5G) sem veitir hnökralausan aðgang að háhraðaneti, stafrænum samskiptum og háskerpu afþreyingu, tölvuvinnslu í skýinu o.fl. um lófastór handtæki.

Á samráðsfundum fjarskiptaráðs með landshlutasamtökum nýverið var tvennt sem stóð upp úr. Ljósleiðaravæðing þéttbýlis á landsbyggðinni bar þar hæst. Ég brást við því ákalli með grein hér í blaðinu 22. apríl síðastliðinn „Ísland fulltengt – ljósleiðaravæðing byggðakjarna“. Hitt atriðið var slitrótt farsíma- og farnetssamband á vegum. Mikilvægi farsímans sem öryggisbúnaðar er að aukast enda það samskiptatæki sem yfirleitt er með í för á öllum ferðalögum. Skilningur gagnvart sambandsleysi á vegum er að hverfa og greina þarf leiðir til úrbóta.

Farnet á vegum er samgöngumál

Opinber markmið um farnet á vegum er eðlilega að finna í fjarskiptaáætlun. Í drögum að nýrri byggðaáætlun er jafnframt að finna slíka áherslu. Góð fjarskipti eru meðal helstu byggðamála og því eðlilegt að það endurspeglist í byggðaáætlun.

Aðgengi, gæði og öryggi farnets á vegum verður í fyrirsjáanlegri framtíð eitt af stærri viðfangsefnum í samgöngum. Tímabært er að áherslur og eftir atvikum verkefni er varða farnet á vegum verði einnig í samgönguáætlun. Skortur á farneti á vegum getur verið dauðans alvara. Um er að ræða brýnt og vaxandi öryggismál fyrir vegfarendur, veghaldara og viðbragðsaðila.

Undirbúningur hafinn

Póst- og fjarskiptastofnun, sem brátt fær nafnið Fjarskiptastofa, vinnur nú að undirbúningi langtíma úthlutunar á farnetstíðnum á landsvísu til rekstraraðila farneta. Liður í því er verkfræðileg greining á uppbyggingarþörf og kostnaði við aðstöðusköpun og farnetskerfi sem tryggir fulla útbreiðslu af tilteknum gæðum á skilgreindum vegum um allt land. Niðurstaða þeirrar greiningar mun liggja fyrir í haust og opnar möguleika á að útbúa sviðsmyndir um hagkvæma uppbyggingu farnets í vegakerfinu og aðkomu ólíkra aðila. Óhjákvæmilegt er að horfa þar m.a. til tæknisamruna opinberra dreifikerfa og hagnýta eiginleika 5G til að leysa af hólmi a.m.k. víðast hvar, núverandi dreifikerfi útvarps og TETRA kerfi neyðar- og viðbragðsaðila. Eitt öflugt landsdekkandi kerfi í stað þriggja.

Hraðvirkt, slitlaust og öruggt farnet á öllum helstu vegum landsins er í senn byggða-, fjarskipta- og samgöngumál sem varðar hagsmuni allra landsmanna. Undirbúningur fyrir næstu samgönguáætlun og fjarskiptaáætlun er hafinn. Ég hef því falið formönnum samgönguráðs og fjarskiptaráðs að sjá til þess að undirbúningur þessara tveggja lykil innviðaáætlana samfélagsins verði í takt og að þær vinni þétt saman er kemur að farneti gagnvart vegum. Áfram Ísland – fulltengt.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og samgöngu-og sveitarstjórnarráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 1. júlí 2021.

Categories
Greinar

Akureyrarflugvöllur – millilandaflugstöð

Deila grein

15/06/2021

Akureyrarflugvöllur – millilandaflugstöð

Í dag verður tek­in langþráð skóflu­stunga að stækk­un flug­stöðvar á Ak­ur­eyri. Hún mark­ar upp­haf að nýrri sókn í ferðaþjón­ustu á Norður- og Aust­ur­landi sem Fram­sókn hef­ur haft í for­grunni í sín­um áhersl­um. Stækk­un flug­stöðvar­inn­ar legg­ur grunn að öfl­ugri ferðaþjón­ustu og býr til öfl­ug tæki­færi til að fjölga störf­um á svæðinu og auka verðmæta­sköp­un.

Lands­hlut­inn er stór og töfr­andi sem magn­ar Ísland sem eft­ir­sótt­an áfangastað og hef­ur hlut­fall er­lendra ferðamanna verið að aukast. Fram­an af gegndi flug­völl­ur­inn á Ak­ur­eyri hlut­verki vara­flug­vall­ar en smám sam­an, vegna öt­ull­ar vinnu og vel heppnaðrar markaðssetn­ing­ar heima­manna, hófst beint flug sem hef­ur auk­ist og er nú farið að skipta veru­legu máli í efna­hags­legu til­liti fyr­ir svæðið. Stækk­un flug­stöðvar á Ak­ur­eyri ásamt flug­hlaði er meðal fjöl­breytta verk­efna sem rík­is­stjórn­in legg­ur áherslu á að verði haf­ist handa við strax svo hægt verði að taka á móti stærri flug­vél­um og snúa hjól­um at­vinnu­lífs­ins í gang aft­ur.

Stór­kost­legt byggðamál

Á síðustu árum hef ég lagt áherslu á að stíga stór skref sem styðja við upp­bygg­ingu inn­lands­flug­valla og að jafna aðstöðumun íbúa að grunnþjón­ustu lands­manna. Loft­brú­in er hóf sig til flugs síðasta haust er eitt það stór­kost­leg­asta byggðamál síðari tíma og jafn­ar veru­lega aðstöðumun þeirra sem búa fjarri höfuðborg­inni. Jöfn­un á aðstöðumun snýst um að búa til tæki­færi þar sem íbú­ar hafa jöfn tæki­færi, geta blómstrað og skapa sam­fé­lag þar sem hlúð er að at­vinnu­rekstri og sprot­um. Ljóst er að það eru ekki ein­göngu sveit­ar­fé­lög á svæðinu sem munu njóta áhrif­anna af aukn­um ferðamanna­straumi og beinu flugi til Ak­ur­eyr­ar, óbeinu tekj­urn­ar og störf­in verða til um land allt. Tími fjár­fest­inga er núna og fyr­ir Norður- og Aust­ur­land skipt­ir öllu máli að vera vel í stakk bú­inn til að taka á móti ferðamönn­um nú þegar við sjá­um til lands eft­ir Covid-tíma­bilið.

Skýr sýn

Í álykt­un Fram­sókn­ar er sett fram heild­ar­stefna fyr­ir allt landið um upp­bygg­ingu innviða fyr­ir flug­sam­göng­ur. Stefnu sem kveður á um hvar eiga að vera flug­vell­ir, hvernig þeir eiga að vera bún­ir og hverju þeir eiga að geta þjónað. Í fram­haldi lagði ég til í sam­göngu­áætlun að mótuð yrði flug­stefna um helstu þætti flugs með hag­vöxt, flug­teng­ing­ar og at­vinnu­sköp­un í for­grunni. Í flug­stefnu er horft til lengri tíma og var stefn­an sett á að fjölga hliðum inn til lands­ins, að dreifa ferðamönn­um um landið og fjölga tæki­fær­um til at­vinnu­sköp­un­ar og ferðaþjón­ustu.

Til að fylgja mál­inu eft­ir var skipaður vinnu­hóp­ur með full­trú­um tveggja ráðuneyta, Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar, Eyþings, ferðaþjón­ustu á Norður­landi og Isa­via. Hópn­um var falið að gera til­lögu um end­ur­bæt­ur á flug­stöðinni til framtíðar, vinna grein­ingu á markaðssetn­ingu á Norður­landi sem áfangastað og gera kostnaðaráætl­un um mögu­lega stækk­un eða end­ur­bæt­ur. Niður­stöður voru kynnt­ar í mars 2020 og að lok­inni fjár­mögn­un flug­stöðvar­inn­ar var Isa­via falið að hefjast handa við að láta hanna flug­stöðina og nú er komið að þess­um ánægju­lega áfanga að taka fyrstu skóflu­stung­una. Ég óska íbú­um á Norður- og Aust­ur­landi inni­lega til ham­ingju með áfang­ann og megi hann styrkja og efla svæðið til lengri tíma.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 15. júní 2021.

Categories
Greinar

Ávinningur og arðsemi umferðaröryggis

Deila grein

10/06/2021

Ávinningur og arðsemi umferðaröryggis

Í störf­um mín­um sem sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra hef ég lagt ríka áherslu á um­ferðarör­yggi og hvatt stofn­an­ir ráðuneyt­is­ins til að hafa ör­yggi ávallt í for­gangi. Stefn­an hef­ur skilað góðum ár­angri. Í mín­um huga er al­veg ljóst að hver króna sem fer til þess að auka um­ferðarör­yggi okk­ar skil­ar sér marg­falt, m.a. í fækk­un slysa.

Um­ferðarslys eru hræðileg

Um­ferðarslys eru harm­leik­ur en bana­slys og al­var­leg slys í um­ferðinni eru alltof mörg. Þau eru ekki aðeins hræðileg fyr­ir þá sem í þeim lenda og aðstand­end­ur þeirra, held­ur eru þau líka gríðarlega kostnaðar­söm fyr­ir sam­fé­lagið. Árleg­ur kostnaður sam­fé­lags­ins vegna um­ferðarslysa og af­leiðinga þeirra er nú tal­inn nema að meðaltali um 50 millj­örðum króna á ári eða 14 krón­um á hvern ek­inn kíló­metra, en væri mun hærri hefðu um­ferðarör­yggisaðgerðir ekki verið í for­gangi.

Lang­stærst­ur hluti þess kostnaðar er vegna um­sýslu og tjóna­bóta trygg­inga­fé­laga, kostnaður heil­brigðis­kerf­is, Sjúkra­trygg­inga Íslands, líf­eyr­is­sjóða, lög­gæslu og sjúkra­flutn­inga o.fl. Þá er ótal­inn tekjum­iss­ir þeirra sem í slys­un­um lenda og ást­vina þeirra sem sjaldn­ast fæst bætt­ur. Mesta tjónið verður á hinn bóg­inn aldrei metið til fjár en það er hinn mann­legi harm­leik­ur sem slys hafa í för með sér.

Fækk­um slys­um

Í nýrri stefnu um­ferðarör­ygg­is­áætl­un­ar 2023-2037 sem nú er í und­ir­bún­ingi er allt kapp lagt á að auka um­ferðarör­yggi og fækka slys­um. Við for­gangs­röðun aðgerða verður byggt á niður­stöðum arðsem­is­mats sem og slysa­skýrsl­um síðustu ára sem sýna hvar þörf­in er mest, slysa­kort­inu sem sýn­ir verstu slys­astaðina og könn­un­um á hegðun veg­far­enda. Á þess­um góða grunni tel ég að okk­ur muni tak­ast að fækka slys­um enn frek­ar með mark­viss­um aðgerðum og fræðslu. Vil ég þar sér­stak­lega nefna ár­ang­ur ungra öku­manna en með bættu öku­námi og fræðslu hef­ur slys­um sem valdið er af ung­um öku­mönn­um fækkað mikið.

Aðgerðir sem skila mik­illi arðsemi

• Aðskilnaður akst­urs­stefna á fjöl­förn­ustu veg­köfl­un­um til og frá höfuðborg­ar­svæðinu, Reykja­nes­braut, Suður­lands­vegi og Vest­ur­lands­vegi. Á Suður­lands­vegi hef­ur aðskilnaður fækkað slys­um mikið og slysa­kostnaður á hvern ek­inn kíló­metra lækkað um 70%. Á Reykja­nes­braut hef­ur aðgerðin skilað mikl­um ár­angri og nú er haf­in vinna við aðskilnað akst­urs­stefna á Vest­ur­lands­vegi.

• Hring­torg skila bættu ör­yggi á hættu­leg­um gatna­mót­um á Hring­veg­in­um. Vegrið og lag­fær­ing­ar sem auka ör­yggi veg­far­enda eru aðgerðir sem kosta ekki mikið en vega sam­an­lagt þungt.

• Aukið hraðaeft­ir­lit, þ.m.t meðal­hraðaeft­ir­lit, sem mun fækka hraðakst­urs­brot­um og auka um­ferðarör­yggi. Með því er hægt að ná þeim sem freist­ast til að gefa í um leið og þeir aka fram­hjá mynda­vél og halda að þeir sleppi ef þeir hægja á sér við næstu mynda­vél. Hafi þeir verið grun­sam­lega fljót­ir á milli véla er nokkuð ljóst að þeir hafa farið yfir leyfi­leg hraðamörk. Slíkt meðal­hraðaeft­ir­lit hef­ur gefið góða raun í ná­granna­lönd­um okk­ar. Meðal­hraði á Hring­veg­in­um hef­ur lækkað um 5 km/​klst. frá 2004 en sú hraðalækk­un er tal­in fækka bana­slys­um um allt að 40% sam­kvæmt er­lend­um mæl­ing­um.

• Fræðsla til ferðamanna og annarra er­lendra öku­manna hef­ur haft mark­tæk áhrif og slys­um fækkað þó ferðamanna­fjöld­inn hafi auk­ist.

• Loks ber að nefna bíl­belta­notk­un öku­manna sem og farþega en því miður er bíl­belta­notk­un ábóta­vant, sér­stak­lega inn­an­bæjar. Það verður seint of oft sagt að bíl­belt­in bjarga.

Á und­an­förn­um árum hef­ur þeim fjölgað mikið sem nýta sér fjöl­breytta ferðamáta sam­hliða því að göngu- og hjóla­stíg­um hef­ur fjölgað, sem er vel. Nýj­um ferðamát­um fylgja nýj­ar hætt­ur sem krefjast þess að aðgát sé sýnd og fyllsta ör­ygg­is gætt. Við ber­um öll ábyrgð á eig­in ör­yggi og það er brýnt að for­eldr­ar fræði börn sín um ábyrgðina sem fylg­ir því að ferðast um á smáfar­ar­tækj­um.

Nú í upp­hafi ferðasum­ars vil ég óska öll­um veg­far­end­um far­ar­heilla. Mun­um að við erum aldrei ein í um­ferðinni, sýn­um aðgát, spenn­um belti og setj­um hjálm­ana á höfuðið.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 10. júní 2021.