Categories
Fréttir Greinar

Val um fjölbreytta ferðamáta

Deila grein

16/03/2023

Val um fjölbreytta ferðamáta

Þegar sam­göngusátt­máli rík­is­ins og sex sveit­ar­fé­laga á höfuðborg­ar­svæðinu var und­ir­ritaður árið 2019 hafði ríkt frost í upp­bygg­ingu innviða á höfuðborg­ar­svæðinu og í raun frost í sam­skipt­um höfuðborg­ar­svæðis­ins og rík­is­ins er vörðuðu sam­göng­ur. Sam­göngusátt­mál­inn markaði því tíma­mót.

Í sam­göngusátt­mál­an­um felst sam­eig­in­leg sýn á hvernig um­ferðar­vandi höfuðborg­ar­svæðis­ins verður best leyst­ur til lengri tíma. Það er ljóst að til að mæta þörf­um íbúa höfuðborg­ar­svæðis­ins sem eru helm­ing­ur lands­manna verður sá vandi ekki leyst­ur ein­vörðungu með því að styrkja stofn­vega­kerfið. Hann verður held­ur ekki leyst­ur með því að horfa ein­vörðungu á al­menn­ings­sam­göng­ur. Niðurstaða sam­göngusátt­mál­ans er blönduð leið þar sem ann­ars veg­ar eru lagðir mikl­ir fjár­mun­ir í um­fangs­mikl­ar stofn­vega­fram­kvæmd­ir til að bæta flæði um­ferðar um höfuðborg­ar­svæðið og hins veg­ar upp­bygg­ing hágæðaal­menn­ings­sam­gangna. Auk þess er lögð mik­il áhersla á upp­bygg­ingu göngu- og hjóla­stíga.

Öflugra stofn­vega­kerfi

Fram­kvæmd­ir við stofn­vegi eru tæp­ur helm­ing­ur af kostnaði við sam­göngusátt­mál­ann. Af þeim 10 stóru stofn­vega­fram­kvæmd­um sem eru á sviði sátt­mál­ans er þrem­ur lokið. Nú þegar hef­ur verið lokið fram­kvæmd­um við kafla Vest­ur­lands­veg­ar frá Skar­hóla­braut að Hafra­vatns­vegi, kafla Reykja­nes­braut­ar frá Kaldár­sels­vegi að Krýsu­vík­ur­vegi og kafla Suður­lands­veg­ar frá Bæj­ar­hálsi að Vest­ur­lands­vegi. Á næstu mánuðum hefjast fram­kvæmd­ir við langþráða teng­ingu Arn­ar­nes­veg­ar við Breiðholts­braut og und­ir­bún­ing­ur við gatna­mót Reykja­nes­braut­ar og Bú­staðaveg­ar er á loka­metr­un­um. Þess­ar fram­kvæmd­ir eru meðal þeirra mik­il­væg­ustu í sam­göngusátt­mál­an­um og munu greiða veru­lega fyr­ir um­ferð íbúa svæðis­ins.

Hágæða al­menn­ings­sam­göng­ur

Íbúum höfuðborg­ar­svæðis­ins fjölg­ar hratt og nem­ur fjölg­un­in tug­um þúsunda á síðustu tíu árum.. Það er ljóst að til að tryggja betra flæði um­ferðar og þar með auk­in lífs­gæði fólks á svæðinu er nauðsyn­legt að byggja upp hágæðaal­menn­ings­sam­göng­ur eins og við þekkj­um frá þeim lönd­um og borg­um sem við ber­um okk­ur helst sam­an við. Góðar al­menn­ings­sam­göng­ur eru ekki ein­ung­is mik­il­vægt lofts­lags­mál og brýnt til að draga úr svifryks­meng­un held­ur létta þær veru­lega á kostnaði fjöl­skyldna þegar auðveld­ara verður að fækka bíl­um á heim­ili. Auk­in áhersla á al­menn­ings­sam­göng­ur er nefni­lega ekki, eins og sum­ir halda fram, árás á fjöl­skyldu­bíl­inn. Betri al­menn­ings­sam­göng­ur eru nauðsyn­leg­ar til þess að gera um­ferðina skil­virk­ari og betri. Nú þegar nýta höfuðborg­ar­bú­ar um það bil 12 millj­ón­ir ferða í Strætó og er auðvelt að ímynda sér hversu mikið vand­inn myndi aukast við að 30-35 þúsund manns bætt­ust við á hverj­um degi á göt­un­um í fjöl­skyldu­bíl­um. Að sama skapi er aug­ljóst að betri al­menn­ings­sam­göng­ur draga úr um­ferðarþunga og þeim töf­um sem eru vegna um­ferðar­hnúta í dag.

Auk­in áhersla á virka ferðamáta

Eft­ir því sem tím­inn líður nýta stöðugt fleiri sér aðra sam­göngu­máta en bíl og al­menn­ings­sam­göng­ur í dag­legu lífi. Með bætt­um hjóla­stíg­um hafa mögu­leik­arn­ir til að hjóla til og frá vinnu auk­ist veru­lega, bæði á hefðbundn­um reiðhjól­um en einnig á raf­hjól­um og raf­hlaupa­hjól­um. Þró­un­in hef­ur verið hröð síðustu árin frá því að skrifað var und­ir sam­göngusátt­mál­ann og því hef­ur kraf­an um aukna áherslu á upp­bygg­ingu hjóla­stíga auk­ist í takti við aukna notk­un.Bætt­ar sam­göng­ur þýða auk­in lífs­gæði

Sam­göngusátt­mál­inn er risa­stórt verk­efni. Hann er í stöðugri þróun eins og eðli­legt er með svo um­fangs­mikl­ar fram­kvæmd­ir. Um sátt­mál­ann og þá framtíðar­sýn sem hann boðar er breið sátt enda fel­ast í hon­um gríðarleg­ar um­bæt­ur. Bætt­ar sam­göng­ur á höfuðborg­ar­svæðinu þýða auk­in lífs­gæði fyr­ir íbúa svæðis­ins. Þær stytta um­ferðar­tím­ann, minnka meng­un­ina og búa til betri teng­ing­ar fyr­ir fólk og fyr­ir­tæki á svæðinu. Mik­il­vægt er að íbú­ar höfuðborg­ar­svæðis­ins geti valið sér ferðamáta, hvort sem það er fjöl­skyldu­bíll­inn, al­menn­ings­sam­göng­ur eða gang­andi og hjólandi. Um þessa fjöl­breytni snýst sam­göngusátt­máli höfuðborg­ar­svæðis­ins.

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, innviðaráðherra og formaður Fram­sókn­ar. Ein­ar Þor­steins­son, formaður borg­ar­ráðs og odd­viti Fram­sókn­ar í Reykja­vík, Orri Vign­ir Hlöðvers­son, formaður bæj­ar­ráðs og odd­viti Fram­sókn­ar í Kópa­vogi, Valdi­mar Víðis­son, formaður bæj­ar­ráðs og odd­viti Fram­sókn­ar í Hafnar­f­irði, Brynja Dan, odd­viti Fram­sókn­ar í Garðabæ, Halla Kar­en Kristjáns­dótt­ir, formaður bæj­ar­ráðs og odd­viti Fram­sókn­ar í Mos­fells­bæ.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 16. mars 2023.

Categories
Fréttir Greinar

Kraftur samfélagsins skapar aukin lífsgæði

Deila grein

14/03/2023

Kraftur samfélagsins skapar aukin lífsgæði

Iðnþing eru mikilvæg samkoma. Íslenskur iðnaður er gríðarlega öflugur og þeir kraftar sem búa í greininni eru dýrmætir fyrir íslenskt samfélag. Við höfum á síðustu árum séð aukna fjölbreytni í íslenskum iðnaði sem er mikilvægt til að efla efnahag þjóðarinnar og draga úr sveiflum sem hafa einkennt íslenskt atvinnu- og efnahagslíf.

Ísland stendur frammi fyrir miklum áskorunum þessa dagana. Verðbólga hefur hækkað á síðustu misserum og ef ekkert verður að gert er hætt við því að við upplifum aftur tíma sem við vonuðum að væru alveg að baki. Ástæður verðbólgunnar eru margar. Við erum tiltölulega nýkomin út úr tímabili heimsfaraldurs þar sem þurfti að ræsa út liðsinni ríkissjóðs til að halda samfélaginu gangandi, fyrirtækjunum starfandi og þar af leiðandi tryggja næga atvinnu fyrir fólk.

Þegar loks fór að léttast á okkur brúnin þá brast á með innrás rússneska hersins í Úkraínu. Afleiðingar þessa stríðs eru gríðarlegar. Stríðið sem geisar í austanverðri Evrópu hefur áhrif á allan heiminn. Útflutningur hrávöru frá Úkraínu er ekki svipur hjá sjón frá því sem áður var og auk þess hefur viðskiptabann við Rússland mikil áhrif, ekki aðeins á orkumarkað Evrópu heldur einnig á aðra þætti evrópsks samfélags. Margföldun orkukostnaðar í Evrópu hefur síðan áhrif á alla viðskiptakeðjuna með tilheyrandi bólgu á verði. Það skilar sér síðan til Íslands í formi hærra vöruverðs og á það jafnt við um matvöru og byggingarefni. Þessu finna allir fyrir, bæði einstaklingar og fyrirtæki.

Verðbólgan er vágestur

Verkefni næstu mánaða er að ná tökum á verðbólgunni. Á Íslandi ríkir þensla. Hér var 6,4% hagvöxtur á síðasta ári. Hér er atvinnuleysi mjög lágt. Einkaneysla er mikil. Til að slá á verðbólguna hefur Seðlabankinn hækkað stýrivexti verulega á síðustu mánuðum. Áhrifa þeirra hækkana er tekið að gæta. Eftirspurn eftir húsnæði hefur dregist saman og húsnæðisverð staðið í stað eða lækkað.

Frostið sem nú ríkir á húsnæðismarkaði og háir vextir munu að öllum líkindum, ef miðað er við söguna, hafa þau áhrif að byggingafyrirtækin halda að sér höndum.

Þær aðstæður sem eru uppi núna eru okkur ekki ókunnugar. Við sjáum á tölum að sveiflur á byggingamarkaði eru miklar. Frostið sem nú ríkir á húsnæðismarkaði og háir vextir munu að öllum líkindum, ef miðað er við söguna, hafa þau áhrif að byggingafyrirtækin halda að sér höndum sem gerir það að verkum að geirinn dregst saman, framboð á nýju húsnæði verður mjög takmarkað og þrýstingurinn frá þeirri kynslóð sem þráir að flytja úr foreldrahúsum og í eigið húsnæði verður gríðarlegur og verð á íbúðarhúsnæði hækkar.

Hvað er þá til ráða?

Bætt yfirsýn og markvissari aðgerðir

Nýtt innviðaráðuneyti varð til eftir kosningar 2021. Nú heyra húsnæðismál, skipulagsmál, samgöngumál og sveitarstjórnarmál undir sama ráðuneytið. Það hefur gert okkur kleift að öðlast betri yfirsýn og ekki síður safna upplýsingum með víðtækum hætti sem byggir undir markvissar aðgerðir.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur unnið að því í samstarfi við innviðaráðuneytið og sveitarfélögin að búa til rafrænar húsnæðisáætlanir sem gera meiri kröfur til sveitarfélaganna um uppbyggingu í takt við íbúaþróun og eftirspurn. Það er ljóst að til að koma í veg fyrir þær sveiflur sem hafa einkennt húsnæðismarkaðinn og ná jafnvægi þarf á næstu tíu árum að byggja 35 þúsund nýjar íbúðir.

Þær miklu sveiflur sem hafa einkennt húsnæðismarkaðinn hafa verið áhrifaþáttur í óstöðugleika í efnahagslífi landsins.

Tímamótasamningar við sveitarfélög

Í júlí á síðasta ári undirritaði ég fyrir hönd ríkisins rammasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga um þessa sameiginlegu framtíðarsýn. Hugmyndin er sú að sveitarfélögin skuldbindi sig til að sjá til þess að lóðaframboð sé nægt til að mæta þörfum markaðarins. Ríki og sveitarfélög munu einnig tryggja að 30% sé hagkvæmar íbúðir á viðráðanlegu verði byggðar með stuðningi ríkis og sveitarfélaga í formi stofnframlaga eða hlutdeildarlána auk þess sem fimm prósent verði húsnæði fyrir fatlað fólk og aðra hópa í viðkvæmri stöðu.

Jafnvægi í húsnæðismálum er forsenda jafnvægis í efnahagsmálum. Þær miklu sveiflur sem hafa einkennt húsnæðismarkaðinn hafa verið áhrifaþáttur í óstöðugleika í efnahagslífi landsins. Meginmarkmið rammasamnings ríkisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga eru að byggt verði í samræmi við þörf, að framboð íbúða á viðráðanlegu verði sé nægt, að húsnæðisáætlanir haldi utan um og fylgi samningsmarkmiðum og að einn ferill um húsnæðisuppbygginu sé mótaður til að straumlínulaga uppbyggingarferlið sem best má verða.

Nýbyggingar© Axel Jón Fjeldsted (VB MYND/AXEL JÓN)

Koma verður í veg fyrir tímabundið frost

Í byrjun janúar var undirritaður fyrsti samningur ríkisins við sveitarfélag og var hann við Reykjavíkurborg. Hann markaði tímamót. Markmið samningsins er að í Reykjavík verði á næstu tíu árum byggðar um 16 þúsund íbúðir. Á næstu fimm árum verði takturinn í uppbyggingunni hraðari eða allt að tvö þúsund íbúðir á ári til að mæta uppsafnaðri þörf og mun borgin tryggja framboð byggingarsvæða.

Mikilvægi samningsins við Reykjavík á þessum tímapunkti er gríðarlegt. Við þær aðstæður sem hafa skapast á húsnæðismarkaði er brýnt að ríki og sveitarfélög leggi sitt af mörkum til að skapa jafnvægi á húsnæðismarkaði með stofnframlögum. Vaxtastig er hátt og fjármögnun framkvæmda einkaaðila dýr. Til að koma í veg fyrir tímabundið frost í framkvæmdum með tilheyrandi skorti og verðhækkunum þegar birta tekur er það beinlínis skylda stjórnvalda að brúa bilið.

Það er ánægjulegt að fylgjast með stórhuga hugmyndum um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda okkar sem eru uppi víða um land.

Stórkostleg tækifæri í orkugeiranum

Tækifærin sem Ísland hefur á næstu árum eru fjölmörg og leikur íslenskur iðnaður stórt hlutverk í að nýta þau sem best. Orkuskiptin eru í fullum gangi. Ljóst er að til að við getum staðið við alþjóðlegar skuldbindingar og um leið aukið lífsgæði á Íslandi þarf að virkja meira á næstu árum. Ávinningurinn fyrir samfélagið okkar felst ekki aðeins í minni losun. Á ári hverju kaupir íslenskt samfélag jarðefnaeldsneyti fyrir um það bil 120 milljarða króna. Hagur Íslands af því að kaupa innlenda orkugjafa er gríðarlegur. Við öðlumst með því orkusjálfstæði sem er dýrmætt fyrir fullveldi Íslands.

Það er ánægjulegt að fylgjast með stórhuga hugmyndum um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda okkar sem eru uppi víða um land. Við höfum mikla þekkingu og reynslu af orkuöflun sem nýtist okkur vel. Þær hugmyndir sem eru uppi um framleiðslu á rafeldsneyti og lífrænu eldsneyti eru spennandi og gætu ef rétt er á spilum haldið aukið lífsgæði Íslendinga verulega. Stjórnvöld fylgjast vel með þróuninni á þessu sviði.

Hugverkaiðnaðurinn eflist og stækkar

Á síðustu árum hefur hugverkaiðnaðurinn verið í mikilli sókn. Fjölbreytni hans er mikil. Lyfjaiðnaður, tölvuleikjagerð, fjártækni, kvikmyndagerð og fleiri greinar innan hugverkaiðnaðarins hafa sýnt hvers við megum vænta á næstu árum. Framsýni þeirra sem hafa leitt vöxt hugverkaiðnaðarins er lofsverð og mun allt samfélagið njóta ávaxtanna af þessum öfluga iðnaði.

Framtíðin er björt

Það hefur verið frekar dimmt yfir þjóðmálaumræðunni síðustu vikur enda vekur verðbólgan upp slæmar minningar hjá mörgum. Aukið aðhald í ríkisfjármálum, auknar tekjur ríkissjóðs, góðar spár varðandi ferðaþjónustuna á árinu og einkar góð loðnuvertíð ættu þó að gefa fyrirheit um að við náum verðbólgu hratt niður. Íslenskt hagkerfi er öflugt og atvinnuvegirnir verða sífellt kraftmeiri og fjölbreyttari. Íslenskur iðnaður leikur stórt hlutverk í nútíð og mun í framtíðinni leiða íslenskt samfélag til aukinna lífsgæða.

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknar.

Greinin birtist í sérblaðinu Iðnþing 2023 sem kom út fimmtudaginn 9. mars 2023.

Categories
Fréttir Greinar

Leið til aukinna lífsgæða fyrir alla

Deila grein

27/02/2023

Leið til aukinna lífsgæða fyrir alla

Heim­ilið er mik­il­væg­asti staður í til­veru okk­ar. Það er at­hvarf okk­ar og mik­il­væg­ur þátt­ur í lífs­ham­ingju. Heim­ili er stór hluti af því að finna til ör­ygg­is.

Að eign­ast heim­ili get­ur verið brekka. Mis­brött eft­ir því hvenær við kom­um fyrst inn á hús­næðismarkaðinn. Það ójafn­vægi sem hef­ur ríkt á ís­lensk­um hús­næðismarkaði bitn­ar mis­jafn­lega á kyn­slóðunum. Sum­ir eru svo heppn­ir að flytja úr for­eldra­hús­um þegar fast­eigna­verð er lágt en aðrir minna lán­sam­ir þegar þensla rík­ir á markaðnum.

Jafn­vægi á hús­næðismarkaði er ekki aðeins mik­il­vægt fyr­ir ein­stak­linga og fjöl­skyld­ur. Þær miklu sveifl­ur sem hafa verið og skap­ast af skorti á fram­boði eitt árið og of­fram­boði annað árið hafa mik­il áhrif á allt hag­kerfið, hafa áhrif á verðbólgu og vexti. Það að ná jafn­vægi er því ekki aðeins mik­il­vægt fyr­ir líf ein­stak­linga og fjöl­skyldna held­ur einnig fyr­ir­tæk­in í land­inu.

Samvinna er lyk­ill að ár­angri

Við gerð lífs­kjara­samn­ing­anna var mik­il áhersla lögð á það í sam­tali verka­lýðsfor­yst­unn­ar, for­ystu sam­taka í at­vinnu­lífi og stjórn­valda að bæta aðstæður á hús­næðismarkaði. Í fram­haldi af því góða sam­tali og sam­starfi hef ég lagt mikla áherslu á að ríkið stígi inn af festu til að fólk geti komið þaki yfir höfuðið, hvort held­ur það er eigið hús­næði eða leigu­hús­næði, og að hús­næðis­kostnaður sé ekki alltof íþyngj­andi og sveifl­urn­ar ekki óbæri­leg­ar.

Stönd­um vörð um lífs­gæði á Íslandi

Í des­em­ber síðastliðnum ákvað rík­is­stjórn­in að grípa til aðgerða í tengsl­um við gerð kjara­samn­inga á al­menn­um vinnu­markaði. Snúa aðgerðirn­ar einkum að stuðningi við lífs­kjör lág- og milli­tekju­fólks með mark­viss­um aðgerðum í hús­næðismál­um og aukn­um stuðningi við barna­fjöl­skyld­ur. Fjölg­un íbúða og upp­bygg­ing í al­menna íbúðakerf­inu með aukn­um stofn­fram­lög­um, end­ur­bæt­ur í hús­næðisstuðningi og bætt rétt­arstaða og hús­næðis­ör­yggi leigj­enda eru meðal þess sem höfuðáhersla er lögð á. Mark­mið þess­ara aðgerða er skýrt og það er að standa vörð um lífs­gæði al­menn­ings á Íslandi.

Hag­kvæm­ar íbúðir á viðráðan­legu verði

Und­an­farna mánuði og vik­ur hef­ur verið unnið að því hörðum hönd­um í innviðaráðuneyt­inu og Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un að und­ir­búa aðgerðir sem miða að því að ná mik­il­vægu jafn­vægi á hús­næðismarkaði. Í fyrra­sum­ar var und­ir­ritaður ramma­samn­ing­ur við Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga um upp­bygg­ingu hús­næðis. Um ára­mót var síðan und­ir­ritaður samn­ing­ur við Reykja­vík­ur­borg þar sem borg­in skuld­bind­ur sig til að tryggja lóðafram­boð í sam­ræmi við mann­fjölg­un og ríki og borg koma með stofn­fram­lög svo hægt sé að skapa stöðugan og rétt­lát­an leigu­markað. 35% þeirra íbúða sem byggðar verða á næstu árum verða það sem kallað er hag­kvæm­ar íbúðir á viðráðan­legu verði. Þær eru sér­stak­lega ætlaðar þeim sem eru tekju­lægri, ungu fólki sem er að stíga sín fyrstu skref á íbúðamarkaði og fólki með fötl­un.

Stuðning­ur við fyrstu kaup

Þegar horft er til þess að ná jafn­vægi á hús­næðismarkaði þurfa stjórn­völd að hafa fjöl­breytt tól í verk­færa­k­istu sinni. Sveifl­urn­ar hafa ekki síst áhrif á þá sem eru að koma nýir inn á hús­næðismarkað og því er nauðsyn­legt að styðja sér­stak­lega við þá. Hlut­deild­ar­lán eru mik­il­væg í því til­liti. Þar gefst ungu fólki og tekju­lágu kost­ur á að ríkið eign­ist hlut í fyrstu eign og brúi þannig bilið svo fólk geti komið þaki yfir höfuðið. Nú stend­ur yfir end­ur­skoðun á regl­um er varða hlut­deild­ar­lán með það að mark­miði að aðstoða sér­stak­lega ungt fólk við að flytja úr for­eldra­hús­um eða leigu­hús­næði í eigið.

Mik­il­væg­asta kjara­bót­in

Það mik­il­væga sam­tal sem stjórn­völd hafa átt við for­ystu verka­lýðsfé­lag­anna, at­vinnu­lífið og sveit­ar­fé­lög­in er mik­il­væg­ur grunn­ur fyr­ir þá vinnu sem hef­ur átt sér stað síðustu mánuðina og mun bera ávöxt á næstu miss­er­um. Öll erum við sam­mála um að mik­il­væg­asta kjara­bót­in fyr­ir alla sé að halda hús­næðis­kostnaði í bönd­um. Jafn­vægi á hús­næðismarkaði og lág­ir vext­ir eru tak­markið og því mun­um við ná ef við stönd­um sam­an.

Sigurður Ingi Jóhansson, innviðaráðherra og formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 25. febrúar 2023.

Categories
Fréttir Greinar

Hugrekki til að takast á við framtíðina

Deila grein

31/12/2022

Hugrekki til að takast á við framtíðina

Kæri lesandi.

Árið 2022 kveður okkur með hörkufrosti, víða snjókomu. Minnir okkur á að við búum á íslandi. Minnir okkur á að máttur náttúruaflanna er mikill. Við gleymum oft þessu afli. Gleymum þeim hörmungum sem fyrri kynslóðir gengu í gegnum, þegar eldgos, óveður og jarðskjálftar tortímdu jafnvel heilu fjölskyldunum, sveitunum. Í því merka riti, Hrakningar á heiðavegum, eftir þá Pálma Hannesson og Jón Eyþórsson, má lesa frásögn Þórðar Kárasonar á Litla-Fljóti um vetrarferð yfir Hellisheiði árið 1914. Þórður, eins og margir Sunnlendingar, fór til Reykjavíkur á vetrarvertíð. Segir Þórður að leiðin til Reykjavíkur hafi verið farin á þremur dögum. Fyrsta daginn var farið úr Biskupstungum niður á Selfoss, gist í Tryggvaskála. Annan daginn gengið suður yfir Hellisheiði og gistínáttstað á Kolviðarhóli. Síðasta daginn var farið frá Kolviðarhóli til Reykjavíkur. Þegar göngumenn komu upp á Kamba byrjaði að snjóa. Vildu þá einhverjir í hópnum stytta sér leið og fara vestur úr Reykjaskarði leið sem í góðu veðri gat stytt ferðatímann nokkuð. Þórður segir í frásögn sinni: „Ég lét í ljós sem áður, að ég vildi heldur fara veginn, og segir þá sá, sem sótti málið fastast: „Ertu hræddur?“ Ekki kvað ég það vera. En þetta tilsvar var nóg til þess, að ég lagði ekki meira til málanna, og lagði svo allur hópurinn af stað út í bylinn, sem var að skella á, og kennileitislausa hvítuna.“

Það er skemmst frá því að segja að hópurinn villtist en komst með erfiðismunum í Kolviðarhól. Minnstu mátti muna að illa færi.

Af hverju að rifja upp frásögn af vetrarferð sem farin var fyrir rúmlega 100 árum? Ástæðan er margþætt. Ein er sú að það er alltaf mikilvægt að rifja upp hvað fyrri kynslóðir gengu í gegnum. Önnur að sama hvaða tíma við lifum þá hefur veðrið mikil áhrif á líf okkar. Þriðja að maður eigi ekki að ana út í óvissuna, hvað þá að láta mana sig til þess. Fjórða að það sé mikilvægt að skynsemin ráði för.

Sátt um nauðsynlegar breytingar

Við sem búum á Íslandi eigum náttúrunni allt að þakka. Hún er undirstaða efnahags okkar. Samfélag okkar og velmegun hvílir á þremur stoðum sem eiga allt sitt undir náttúrunni: Sjávarútvegur, orkuframleiðsla og ferðaþjónusta. Það er lán okkar sem nú byggjum þetta land að fyrri kynslóðir hafa nýtt tækifærin sem náttúran hefur að bjóða. Við eigum sjávarútveg sem er í fremstu röð í heiminum. Fáar þjóðir, ef einhverjar, hafa náð að skapa jafnmikil verðmæti í sjávarútvegi en byggja um leið á hugmyndinni um sjálfbærni. Það kerfi sem við höfum náð að byggja upp er þó ekki gallalaust frekar en önnur mannanna verk. Verkefni þessarar ríkisstjórnar er enda að ná sátt um nauðsynlegar breytingar á kerfinu. Réttlæti getur nefnilega ekki verið skörinni neðar en hagnaður greinarinnar.

Öryggi í fyrsta sæti

Ferðaþjónustan hefur sýnt það á síðustu tveimur áratugum hvers hún er megnug. Vöxtur hennar hjálpaði samfélaginu hratt út úr efnahagslegum vanda hrunsins. Ferðaþjónustan tók hratt við sér eftir heimsfaraldurinn og á heiðurinn af stórum hluta af þeim hraða efnahagslega viðsnúningi sem hefur náðst. Einhverjir verkir fylgja ávallt hröðum vexti. Það tekur á þegar milljónir manna bætast við sem notendur innviða fámenns lands. Þrátt fyrir fordæmalausa fjárfestingu ríkisins í samgöngum á síðustu árum þarf enn meira til. Mörg stór og mikilvæg verkefni eru á dagskrá á næstu árum. Ekkert þó stærra en Sundabraut sem er byrjað að undirbúa og styttist í hönnun og framkvæmdir. Markmiðið með allri uppbyggingu er greiðar samgöngur sem tengja byggðir en í fyrsta sæti er ætíð öryggi fólks. Líf og heilsa hljóta alltaf að vera í fyrsta sæti.

Við viljum vera kynslóðin sem framkvæmdi

Við getum verið þakklát fyrir þann stórhug sem fyrri kynslóðir sýndu með rafvæðingu landsins og ekki síður hitaveituvæðingu þess á síðustu öld. Fáar þjóðir búa við eins mikið orkuöryggi og við á Íslandi. Hér þarf ekkert gas, ekkert jarðefnaeldsneyti, til að kynda hús okkar og lýsa. Og þau orkuskipti sem standa fyrir dyrum munu gera það að verkum að við getum náð fullu orkusjálfstæði. Til þess þurfum við að sýna hugrekki og framsýni til að verða ekki eftirbátar fyrir kynslóða. Það er spennandi að fylgjast með þeim verkefnum sem eru á teikniborðinu og miða að því að framleiða hér á landi rafeldsneyti sem yrði notað til að knýja stærri farartæki og vinnuvélar á landi, skip og flugvélar. Ljóst er að til þess þarf meiri orku. Það er líka ljóst að til þess að viðhalda þeim lífsgæðum sem við höfum öðlast og helst auka þau þá þarf meiri orku. Sáttin um þá orkuöflun verður til á miðjunni, með skynsamlegum öfgalausum samræðum en þó fyrst og fremst skynsamlegum aðgerðum. Við viljum að framtíðarkynslóðir horfi til okkar tíma og sjái framsýni en dæmi okkur ekki sem kynslóðina sem ræddi vandann í drep en hafði ekki dug til að framkvæma.

Kvikmyndagerð í vexti

Síðasta vor urðu breytingar á lagaumhverfi kvikmyndagerðar á Íslandi sem fólust í að hækka hlutfall endurgreiðslu vegna kvikmyndagerðar á Íslandi. Nú þegar hafa þessar breytingar aukið veltu íslensks kvikmyndaiðnaðar til mikilla muna og fjölgað störfum sem tengist kvikmyndagerð beint og óbeint. Þessi þróun hefur áhrif víða um landið. Hækkun á endurgreiðsluhlutfalli hefur ekki aðeins þau áhrif að laða til landsins erlenda fjárfestingu heldur styrkir hún íslenska kvikmyndagerð. Það sýnir sagan okkur. Þegar Framsókn stóð fyrir því um síðustu aldamót að endurgreiðslukerfi kvikmynda var komið á fót var stigið skref sem breytti gangi íslenskrar kvikmyndasögu. Íslenskum kvikmyndum fjölgaði enda var þarna komin nýr þáttur í fjármögnun kvikmynda og sjónvarpsefnis. Það er gaman að sjá þessa mikilvægu grein sem hefur gríðarlegt efnahagslegt og ekki síður menningarlegt gildi fyrir þjóðina okkar vaxa og dafna.

Ný sköpun – ný tækifæri

Frá árinu 2017 hefur ríkisstjórnin lagt mikla áherslu á að skapa frjótt umhverfi fyrir nýsköpunarfyrirtæki. Sú áhersla sem lögð hefur veriðánýsköpun er mikilvægur hluti þess að skapa spennandi og verðmæt störf sem eru hluti af hátæknisamfélagi framtíðarinnar. Við sjáum þessa fjórðu stoð hugverkaiðnaðarins eflast hratt en innan þess iðnaðar eru ólíkar greinar eins og lyfjaiðnaður, fjártækni og tölvuleikjagerð. Það segir sig sjálft að þessi fjórða stoð skapar aukið jafnvægi í efnahagsmálum þjóðarinnar.

Vinna, vöxtur, velferð

Við í Framsókn höfum alltaf lagt mikla áhersluáatvinnulíf í okkar stefnu. Öflugt atvinnulíf er undirstaða velferðar: Vinna, vöxtur, velferð. Samfélagið okkar er flókinn vefnaður. Samfélagið okkar er gott eins og sést á því að það er ofarlega í alþjóðlegum samanburði þátta sem mæla lífsgæði. En það má alltaf gera betur. Og það gerum við með markvissum aðgerðum sem mæta ekki aðeins kröfum um sjálfbært samfélag heldur skila okkur auknum lífsgæðum og fjölbreyttum og spennandi tækifærum fyrir komandi kynslóðir.

Framtíðin ræðst á miðjunni

Þórður Kárason á Litla-Fljóti skrifaði um „kennileitislausa hvítuna“ í grein sinni um vetrarferðir á Hellisheiði. Það má kannski tala um framtíðina sem kennileitislausa hvítu en hlutverk stjórnmála samtímans er að marka leiðina til aukinna lífsgæða fyrir þjóðina. Við í Framsókn vinnum áfram af heilindum að því að bæta samfélagið með samvinnuhugsjónina sem leiðarljós. Við trúum því að samvinnan sé besta leiðin til að ná fram sátt um hvert skuli haldið. Við trúum því að framtíðin ráðist á miðjunni.

Lesandi góður, ég óska þér og þínum farsæls komandi árs.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 31. desember 2022.

Categories
Fréttir

Ávarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknar, á haustfundi miðstjórnar

Deila grein

21/11/2022

Ávarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknar, á haustfundi miðstjórnar

Ávarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknar, á haustfundi miðstjórnar Framsóknar sem haldinn var í Edinborgarhúsinu Ísafirði 12.-13. nóvember 2022.

Kæru félagar.

Það er virkilega ánægjulegt að sjá ykkur svo mörg hér á fundi miðstjórnar Framsóknar á Ísafirði. Eins og við höfum séð á síðustu árum og finnum fyrir þegar við komum hingað þá eru Vestfirðir á mikilli siglingu. Hér hefur byggst upp öflug atvinnugrein, fiskeldið, sem hefur haft mikil áhrif og hér eins og annars staðar á landinu verður ferðaþjónustan sífellt mikilvægari fyrir byggðirnar. Fjárframlög til samgangna hafa stóraukist á síðustu árum og hafa Vestfirðingar ekki farið varhluta af þeirri miklu sókn. Fyrir rétt tæpum tveimur árum urðu langþráð tímamót þegar Dýrafjarðargöng voru opnuð fyrir umferð og leystu erfiðan farartálma, Hrafnseyrarheiði, af hólmi. Unnið er hörðum höndum að lagningu vegar um Gufudalssveit og einnig styttist í að nýr vegur um Dynjandisheiði komist í gagnið. Þessar vegabætur hafa veruleg áhrif á lífsgæði Vestfirðinga og opna svæðið enn frekar fyrir tækifærum, ekki síst í ferðaþjónustu. Hið magnþrungna landslag dregur marga að og þegar hindrunum hefur verið rutt úr vegi eru tækifærin nær óþrjótandi. Vonir standa einnig til þess að í náinni framtíð muni ný ferja leysa Baldur frá störfum á Breiðafirði.

Kæra Framsóknarfólk.

Rétt rúmt ár er liðið frá þingkosningum og rúmir sjö frá sveitarstjórnarkosningum. Það þarf ekki að útlista í smáatriðum fyrir ykkur hversu magnaður árangur okkar í þessum kosningum var. Þessum mikla árangri náðum við með því að leggja áherslu á stefnu okkar og hugsjónir, með því að hafa unnið sleitulaust að mikilvægum verkefnum á síðasta kjörtímabili, og lagt þau verk í dóm kjósenda. Við erum ein sterk heild: Framsókn. Rætur okkar eru sterkar og böndin sem binda okkur saman eru einnig sterk. Við komum fram sem einn flokkur á þingi og í sveitarstjórnum. Styrkleiki okkar sem hreyfingar er ekki síst fólginn í því.

Helstu áskoranir samfélagsins eru líka sameiginlegar áskoranir þessara tveggja stjórnsýslustiga, ríkis og sveitarfélaga. Húsnæðismálin hafa verið í brennideplinum enda eru þau ekki aðeins spurning um öryggi, lífsgæði, jöfnuð, heldur einnig stórt efnahagsmál. Við þurfum að byggja meira, miklu meira, til að koma á jafnvægi á húsnæðismarkaði. Það er sameiginlegt verkefni ríkis og sveitarfélaga. Síðustu mánuðina hefur innviðaráðuneytið og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun leitt mikla vinnu í þessum efnum.

Í júlí skrifaði ég undir rammasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga sem felur í sér sameiginlega sýn um að byggja þurfi 35 þúsund íbúðir á næstu tíu árum. Það er sameiginlegt mat að þess þurfi til að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði. HMS og sveitarfélögin hafa kortlagt byggingarhæfar lóðir og yfirfarið húsnæðisáætlanir sveitarfélaganna til að tryggja að byggt verði í samræmi við áform rammasamningsins. Þessar vikur og næstu eru viðræður milli HMS og sveitarfélaganna um hvernig þessum markmiðum verður best náð.

Við þekkjum það, Framsóknarfólk, að til þess að ná árangri þarf að ná samstöðu um verkefnin, ná sameiginlegri sýn á vandann, áður en lagt er af stað í að leysa hann. Það er nefnilega ekki nóg að segjast ætla að byggja meira. Ferlið er flókið, hagaðilar margir og samspil við skipulagsmál mikilvægt. Og eins og fyrrverandi borgarstjóri Helsinki sagði þegar ég hitti hann um daginn: skipulagsmál eru ekki eldflaugaverkfræði, þau eru miklu flóknari.

Það er ekki ofsögum sagt að jafnvægi á húsnæðismarkaði er stórt efnahagslegt mál og skortur á húsnæði ógnar þjóðarbúskapnum. Í nýlegri samantekt frá OECD kemur það beinlínis fram að jafnvægi á húsnæðismarkaði verði ekki náð nema með skýrri stefnu í húsnæðismálum þar sem skipulag miðar að fjölbreyttu framboði af húsnæði. Það sé þjóðhagslega brýnt að það sé gott aðgengi að húsnæði á viðráðanlegu verði til að draga úr ójöfnuði. Mikilvægt er að okkur takist að einfalda skipulagsferla til að ná markmiðinu um langtímajafnvægi í húsnæðismálum

Við erum á réttri leið. Ég finn sterkt fyrir því að allir eru í þessum leiðangri af heilum hug enda hagsmunir landsmanna ríkir. Við erum í raun að upplifa þjóðarátak í uppbyggingu húsnæðis.

Húsnæðismál eru efnahagsmál. Við sjáum það skýrt þegar skortur á húsnæði ýtir upp húsnæðisverði og þar með verðbólgu. En það er fleira sem spilar inn í. Við höfum upplifað fordæmalausa tíma, fyrst með heimsfaraldri og síðan með stríði í Úkraínu. Þessar aðstæður í heiminum hafa búið til skort á aðföngum sem samkvæmt lögmálum hagfræðinnar ýtir upp verði. Verðbólguvandinn sem við búum við er því margþættur.

Markvissar aðgerðir Seðlabanka og ríkisstjórnar hafa náð að halda aftur af verðbólgunni sem er með því lægsta sem gerist á Vesturlöndum. Aðalhaldssöm fjárlög og boðaðar aðgerðir í húsnæðismálum hafa slegið á verðbólguna. Það er ekki sársaukalaust að halda aftur af ríkisfjármálunum en þess hefur þó verið gætt að aðhaldið bitni sem allra minnst á þeim sem hafa lægstu kjörin. Okkar góði heilbrigðisráðherra, Willum Þór, hefur staðið í stafni við að leiða fram breytingar í heilbrigðiskerfinu sem auka skilvirkni en á sama tíma verður auknum fjármunum veitt til málaflokksins. Og veitir ekki af. Álagið í heilbrigðiskerfinu hefur verið gríðarlegt og starfsfólks þess hefur unnið þrekvirki á síðustu árum. Fyrir það verður aldrei þakkað nægilega.

Hins vegar stöndum við áfram frammi fyrir áskorunum í heilbrigðismálunum. Við erum að eldast sem þjóð og því fylgja verkefni sem við getum ekki litið fram hjá. Við sjáum líka aukna lífstílssjúkdóma sem við verðum að bregðast við, ekki aðeins með meðferðum heldur ekki síður með forvörnum. Og þar hefur Willum stigið mikilvæg skref, nú síðast með mikilvægri umræðu á Heilbrigðisþingi sem helgað var lýðheilsu. Heilsa eins er hagur allra.

Ásmundur Einar náði á síðasta kjörtímabili að gera málefni barna að forgangsmáli í störfum sínum – og í huga þjóðarinnar. Nýtt ráðuneyti hans, mennta- og barnamálaráðuneytið, vinnur hörðum höndum að innleiðingu farsældarlaganna og leiða fjögur frumkvöðlasveitarfélög vagninn: Árborg, Akureyri, Akranes og Vestmannaeyjar. Nú þegar sést árangur af markvissum aðgerðum þar sem ólíkir aðilar taka sig saman og sinna málefnum barna sem þurfa aðstoð af einhverju tagi með snemmtækri íhlutun. Innleiðing að fullu á landsvísu mun taka 3-5 ár.

Ný heildstæð löggjöf um skólaþjónustu er fram undan sem mun tryggja jafnræði meðal allra, óháð búsetu og skólastigi en hingað til hefur verið mikill munur á skólaþjónustu eftir því hvort barn er í leikskóla, grunnskóla eða framhaldsskóla og eftir því hvar barnið er búsett á landinu.

Önnur verkefni sem eru á borði mennta- og barnamálaráðherra eru íþróttamálin sem hann hefur tekið þétt utan um. Nú stendur yfir undirbúningur vegna byggingar þjóðarhallar fyrir innanhúsíþróttir og er stefnt á að ljúka þeim fasa sem stendur yfir nú árið 2025. Það verður stór dagur í íslenskri íþróttasögu þegar þjóðarhöllin verður tekin í notkun.

Og af því við erum stödd á Ísafirði þá er nýtt verkmenntahús Menntaskólans á Ísafirði að fara í byggingu innan skamms.

Nýtt menningar- og viðskiptaráðuneyti er í mikilli sókn undir stjórn Lilju Daggar. Hún hefur verið sterkur talsmaður menningarinnar og lagt áherslu á öll þau tækifæri sem felast í skapandi greinum, bæði fyrir listamennina sjálfa og þjóðarbúið. Strax síðasta vor fékk hún samþykkt á Alþingi frumvarp sem kvað á um hækkun endurgreiðslu stærri kvikmyndaverkefna úr 25% í 35%. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa því strax í kjölfarið var tilkynnt um stærsta kvikmyndaverkefni sem gert hefur verið hér á landi en umfang þess nemur um 9 milljörðum króna. Fyrsta heildstæða löggjöfin um tónlist og stefnumótun henni tengd verður kynnt á næstunni, ný myndlistarstefna, ný hönnunarstefna, allt eru þetta verk sem fjölga tækifærunum í íslenskri sköpun og ýtir undir aukna verðmætasköpun.

Lilja Dögg er líka ráðherra íslenskunnar og mun ný aðgerðaáætlun varðandi tungumálið okkar senn líta ljós þar sem sérstök áhersla verður lögð á stóraukið aðgengi að íslensku sem annað mál og áframhaldandi vinnu á sviði máltækni.

Ferðaþjónustan gekk í gegnum mikla eldskírn meðan heimsfaraldurinn geisaði. Hún á stóran þátt í því hversu hratt efnahagslífið hefur tekið við sér um allt land og sannaði þar hversu mikilvæg hún er fyrir allar byggðir landsins. Ferðamálaráðherra vinnur nú að aðgerðaáætlun í ferðaþjónustu til ársins 2030 þar sem þjóðhagslegt mikilvægi ferðaþjónustunnar er viðurkennt og sérstök áhersla verður á dreifingu ferðamamanna um landið, lengingu ferðatímabils á kaldari svæðum og áframhaldandi innviðauppbyggingu.

Það kemur engum á óvart að í málefnum viðskipta og efnahags er hagfræðingurinn Lilja Dögg ómetanleg þegar kemur að stefnumótun flokksins.

Á þingflokksfundi í vikunni gladdist ég mjög við að finna þá eftirvæntingu sem var í þingflokknum vegna komandi miðstjórnarfundar. Ég fullyrði það að sú samstaða, þekking og barátta sem býr í þingflokknum okkar – undir stjórn þingflokksformannsins Ingibjargar Isaksen-  er eitthvað sem allir flokkar öfunda Framsókn af. Ég fullyrði líka að sveitarstjórnarfólkið okkar, sem ég hitti á fundi í gær, er mikill happafengur fyrir stjórnmálaaflið okkar, Framsókn. Ég legg til að við stöndum á fætur og klöppum fyrir þessu öfluga fólki.

Kæra Framsóknarfólk.

Sjálfbærni er hugtak sem hefur verið ofarlega á baugi síðustu árin. Sjálfbærni hvílir á þremur stoðum: samfélagi, efnahag og umhverfi. Við viljum öll að þær kynslóðir sem nú byggja landið skili landinu og samfélaginu til afkomenda okkar í betra ásigkomulagi en við tókum við því í. Við tölum um sjálfbæran rekstur fyrirtækja, heimilisreksturinn verður að vera sjálfbær og svo mætti lengi telja. Við getum verið mjög stolt af þeim atvinnugreinum sem mest eru í umræðunni þegar rætt er um sjálfbærni.

Það er litið til sjávarútvegsins á Íslandi um allan heim sem fyrirmyndar um það hvernig eigi að umgangast sjávarauðlindina og einnig hvernig tekist hefur að byggja upp þessa mikilvægu atvinnugrein án ríkisstyrkja eins og langflest önnur lönd þurfa að gera. Sjávarútvegur myndar auk orkuframleiðslu og ferðaþjónustu þrjár mikilvægustu stoðir íslensks efnahags. Um hann ríkir ekki friður og hefur ekki gert um langa tíð. Nú stendur yfir vinna þar sem reynt er að skapa sátt um þessa mikilvægu atvinnugrein. Í hverju felst ágreiningurinn?

Sumir segja að sjávarútvegurinn greiði allt of lítið til samfélagsins og er þá helst litið til veiðigjalda. Aðrir telja að greinin greiði helst til mikið.

Eitt af vandamálunum við umræðuna um sjávarútveginn felst í því að greinin er mun fjölbreyttari en þessi fáu stóru fyrirtæki sem mest eru í umræðunni. Sjávarútvegurinn er settur saman af mjög ólíkum fyrirtækjum sem sum berjast í bökkum meðan önnur græða stórkostlega á aðganginum að auðlindinni okkar og þeim möguleikum sem vinnslan, nýtingin og markaðsaðstæður bjóða upp á. Ég hef áður fjallað um nauðsyn þess að gera breytingar á kerfinu í sjávarútvegi. Ég hef talað fyrir því að það verði staðfest í stjórnarskrá að fiskurinn í sjónum sé eins og aðrar auðlindir landsins í eigu þjóðarinnar. Ég hef lagt áherslu á það verði að nást sátt um að stærri hluti af ofurhagnaði einstakra fyrirtækja renni til þjóðarinnar. Leiðirnar til þess eru nokkrar.

Ein þeirra felst einfaldlega í þrepaskiptum tekjuskatti fyrirtækja. Það má nefnilega ekki verða þannig að auknar álögur á sjávarútveginn verði til þess að þeir sem minna bolmagn hafa verði undir og samþjöppunin verði enn meiri.

Við þurfum að ræða það í okkar hópi hvernig við sjáum framtíðina fyrir okkur. Hvernig við viljum sjá sjávarútveginn þróast til lengri tíma og hversu miklu hann eigi að skila í þjóðarbúið.

Viljum við sjá stærri hluta kerfisins fyrir krókaaflsbáta, fyrir byggðakerfið, fyrir strandveiðar, – hafa skýrt regluverk um þann þátt og læsa honum með eldveggjum?

En á móti leyfa markaðnum að taka yfir hinn hlutann og taka þ.a.l. mun hærri gjöld/skatta til þjóðarinnar – þar sem verkefnið að hamla samþjöppun – til að tryggja fjölbreytileika – er tapað.

Eða eigum við að styrkja regluverkið eins og við höfum verið að gera á síðustu árum/áratugum og þá með mun öflugari aðgerðum t.a.m. varðandi tengda aðila, kvótaþök og fleira –  eða er þetta bara allt í lagi eins og þetta er?  Þetta þurfum við að ræða.

Önnur grein þar sem sjálfbærni kemur mjög við sögu er landbúnaðurinn okkar. Við erum stolt af íslenskum landbúnaði. En bændur lifa ekki endalaust á stolti.

Stríðið í Úkraínu hefur valdið því að aðföng, sérstaklega áburður, hafa hækkað gríðarlega í verði. Síðastliðið vor var því spáð að margir bændur, sérstaklega sauðfjárbændur, myndu bregða búi í haust. Svartsýnustu spár hafa sem betur fer ekki ræst og má eflaust þakka aðgerðum ríkisstjórnarinnar fyrir það að hluta, en þó helst bændunum sjálfum.

Framsókn, hefur á þingi hvatt til þess að framleiðendum verði gert heimilt að auka samvinnu sína og í sumum tilfellum samruna, til þess að styrkja greinina. Það hefur ekki náðst fullur sigur en við þokumst þó í áttina.

Þessar tvær greinar, sjávarútvegur og landbúnaður, leggja grunninn að fæðuöryggi þjóðarinnar. En til þess að framleiða matvæli verður að vera til orka. Eins og er þá er notkun á jarðefnaeldsneyti langstærstur hluti þeirrar orku sem notaður er í matvælaframleiðslu á meðan ekki eru komnar grænar lausnir í formi rafeldsneytis. Og þá komum við að þeirri grein sem oftast er nefnd þegar sjálfbærni er rædd: orkuframleiðslu.

Við hér á Íslandi erum í ótrúlega góðri stöðu þegar kemur að orku. Við fáum reglulega fréttir af þeirri miklu orkukrísu sem mörg Evrópuríki standa frammi fyrir vegna stríðsins í Úkraínu. Það kostar orðið töluvert fyrir íbúa margra Evrópuríkja að fara í bað. Iðnaður í löndum eins og Þýskalandi stendur frammi fyrir miklum áskorunum vegna orkuskorts og hækkar það verð og minnkar lífsgæði í allri álfunni. Hér á Íslandi eru 80+ prósent af orkunotkuninni í formi græns rafmagns frá vatnsafls- og jarðvarmavirkjunum og vegna grænnar hitaveitu sem kyndir híbýli okkar langflestra. Það er einstök staða.

Við stöndum nú á tímamótum. Heimurinn þróast hratt. Loftslagsbreytingar hafa knúið áfram þróun, hraða þróun, frá notkun jarðefnaeldsneytis til annarra orkukosta. Við verðum að hætta að tala og byrja að gera. Staða Íslands er einstök að því leyti að við höfum á næstu árum tækifæri til þess að verða algjörlega sjálfbær hvað varðar orku. Við munum ef rétt er á haldið ná fullkomnu orkusjálfstæði. Og orkusjálfstæði þýðir að við stöndum mun betur þegar kemur að fæðuöryggi. Því eins og staðan er í dag þá myndu ekki líða margar vikur frá því að síðasta olíusendingin kæmi til landsins og þangað til við myndum ekki geta framleitt matvæli vegna skorts á eldsneyti.

Alþingi náði síðastliðið vor þeim árangri að afgreiða þriðja áfanga rammaáætlunar. Það var stórt skref. Framundan er að setja lagaramma utan um vindorkunýtingu. Það verður mikilvægt skref því eins og sýnt hefur verið fram á verðum við að framleiða meiri orku til að halda sömu lífsgæðum eða auka þau.

Tækifærin eru mörg og þau eru stór. Þau felast ekki síst í því að framleiða hér á landi rafeldsneyti sem kemur til með að knýja áfram skipaflotann okkar, flugflotann og vinnuvélar í iðnaði og landbúnaði. Það hlýtur að vera okkur sem byggjum þetta land mikið kappsmál að ná þeirri einstöku stöðu.

Stefán Vagn Stefánsson ásamt þingflokknum, leggur til þingsályktun um það að tekið verði til athugunar að stofna ríkisfélag um rafeldsneytisframleiðslu á Íslandi. Með því að stofna  félag í meirihlutaeigu íslenska ríkisins gætum við ekki aðeins lagt okkar lóð á vogarskálarnar í baráttunni við loftslagsbreytingar heldur gætum við lagt grunninn að öflugum samfélagssjóði sem myndi skjóta sterkum stoðum undir efnahag komandi kynslóða.  Landsvirkjun – fyrirtæki þjóðarinnar – sem við seljum aldrei – leikur hér lykil hlutverk.

Með öðrum orðum – við gætum hraðað orkuskiptum – orðið með fyrstu þjóðum – framleitt alla orku innanlands – sparað yfir 100 milljarða af gjaldeyri – og byggt upp nýjan öflugan grænan iðnað ásama tíma.

Hinn kosturinn – er sem sagt að virkja ekki meir – halda áfram að flytja inn orku sem nemur milljón tonnum af jarðefnaeldsneyti fyrir yfir 100 milljarða (150-200) og þurfa að bíða þangað til alþjóðamarkaðurinn framleiðir nóg – líka fyrir litla Ísland.

Kæra Framsóknarfólk.

Við höfum sem stjórnmálahreyfing náð ótrúlegum árangri á síðustu árum. Mín tilfinning er sú að stór hluti þess hversu mjög þjóðin kann að meta störf okkar og stefnu sé sá að við skilgreinum okkur ekki út frá andstæðingum, ekki út frá því hverju við erum á móti, heldur hverju við stöndum fyrir, hver við erum. Við höfum trú á stefnunni okkar, þriðju leiðinni sem Eysteinn Jónsson talaði um. Við erum samvinnufólk. Við trúum því að framtíðin ráðist á miðjunni.

Það er langt í næstu kosningar, þrjú ár, og ef vika er langur tími í pólitík þá eru þrjú ár nokkrar eilífðir. Eina sem við getum treyst á -eigum að treysta á – er stefnan okkar, hugsjónir okkar, og okkur sjálf og dugnað okkar við að vinna þau verk sem þarf að vinna fyrir framtíðar þjóðarinnar. Það voru engir aðrir sem unnu kosningasigra okkar haustið 2021 og vorið 2022 – það vorum við sjálf.

Ég hlakka til að eiga góðan tíma með ykkur hér í faðmi vestfirskra fjalla.

Categories
Fréttir

Ávarp innviðaráðherra á Skipulagsdeginum

Deila grein

21/11/2022

Ávarp innviðaráðherra á Skipulagsdeginum

Ávarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra á Skipulagsdeginum 17. nóvember 2022

Kæru gestir!

Það er mér sönn ánægja að flytja opnunarávarp á Skipulagsdeginum.

Þetta er í fyrsta sinn sem ég flyt ávarp á þessari samkomu sem ráðherra nýs innviðaráðuneytis. Undir það ráðuneyti heyra nú byggðamál, húsnæðismál, skipulagsmál, samgöngur og málefni sveitarstjórna. Sú yfirsýn sem náðst hefur með nýju innviðaráðuneyti felur í sér miklar breytingar og gerir okkur kleift að samhæfa þessa málaflokka, einfalda ferla og gera okkur betur grein fyrir þörfum íbúa um land allt með hagsmuni samfélagsins að leiðarljósi.

Með því að færa skipulagsmálin og húsnæðismálin á milli ráðuneyta og samþætta þau við aðra málaflokka í nýju innviðaráðuneyti næst fram betri yfirsýn, áætlunargerð verður markvissari og hagkvæmni eykst, sem til framtíðar mun aftur leiða til aukins stöðugleika. Á þeirri vegferð leika skilvirkir skipulagsferlar stórt hlutverk og að upplýsingar um húsnæðismarkað séu aðgengilegar á hverjum tíma. Þannig hafa sveitarfélög t.a.m. betri upplýsingar um þörf fyrir byggingarhæfar lóðir til samræmis við húsnæðisáætlanir sveitarfélaga. 

Að mínu mati eru skipulagsmál einn mest spennandi málaflokkur sem ég hef komið að. Málaflokkinn þekki ég vel sem fyrrum sveitarstjórnarmaður og umhverfis- og auðlindaráðherra – og nú á ný sem innviðaráðherra. Og með þessa reynslu veit ég líka að þau geta verið mjög snúin og flókin þar sem þau snerta marga, ef ekki meira og minna flesta málaflokka sem snýr að stjórnsýslunni. Ég hef stundum sagt að í samgöngum séu um 360 þúsund ráðgjafar sem allir hafi eitthvað til málanna að leggja. Skipulagsmál eru um margt flóknari. Því er mikilvægt að skipulagsmálin séu skipuð næst þeim málaflokkum þar sem áskoranirnar eru stærstar á hverjum tíma, núna í samgöngum, húsnæðismálum og sveitarstjórnarmálum.

Góðir gestir

Skipulagsstofnun er um margt einstök stofnun. 

Umgjörð stofnunarinnar er á þann hátt að hún er lögbundin líkt og lægra sett stjórnvald á grundvelli skipulagslaga. Hlutverk stofnunarinnar sem ráðgefandi stofnun er hins vegar meira í ætt við ráðuneytisstofnun gagnvart innviðaráðherra en tekur hins vegar kæranlegar stjórnvaldsákvarðanir á grundvelli laga á forræði umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra líkt og lægra sett stjórnvöld gera.

Eitt af því sem Skipulagsstofnun gerir svo vel er að að veita upplýsingar og leiðbeiningar um skipulagsmál. Með öðrum orðum að fylgjast með stöðu skipulagsmála í sveitarfélögum og aðstoða þau og leiðbeina þeim við gerð skipulagsáætlana. Ráðherra leggur hins vegar fram tillögu til þingsályktunar um landskipulagsstefnu sem sveitarfélögin taka mið af við gerð skipulagsáætlana.

Það er gaman frá því að segja að gildandi landsskipulagsstefna var að einhverju leyti unnin þegar ég var umhverfis- og auðlindaráðherra. Eftirmaður minn, Sigrún Magnúsdóttir, tók síðan við keflinu og lagði hana fram árið 2015 sem Alþingi samþykkti ári síðar. 

Ég hef nú ákveðið að hefja vinnu við endurskoðun á gildandi landskipulagsstefnu 2015-2026. Landsskipulagsstefna felur í sér stefnu ríkisins í skipulagsmálum, til leiðbeiningar fyrir skipulagsgerð sveitarfélaga og aðra áætlanagerð um þróun byggðar og landnýtingu. Hún setur fram stefnu um skipulag á miðhálendi Íslands, í dreifbýli, um búsetumynstur og dreifingu byggðar og loks um skipulag á haf- og strandsvæðum. 

Leiðarljós stefnunnar verða sem fyrr að skipulag stuðli að sjálfbærri þróun, auknum lífsgæðum íbúa og samkeppnishæfni landsins og einstakra landshluta.

Það fer vel á því að málaflokkurinn sé kominn til innviðaráðuneytisins þar sem stefnan tekur mið öðrum áætlunum sem varða landnýtingu, t.d. hvað varðar samgöngur, byggðamál og orkunýtingu auk náttúruverndar.

Fyrstu skrefin við undirbúning endurskoðunarinnar hafa verið stigin og samráð verður haft á öllum stigum málsins eins og ávallt. Breytingin verður þó ekki meiri en svo að gerð verður tillaga um að ný viðfangefni fléttist inn í gildandi stefnu.

Sem ráðherra hef ég lagt fram nokkrar áherslur til grundarvallar í þessari endurskoðun.

Sérstök áhersla á skipulag í þágu loftslagsmála og setja fram stefnu um bindingu kolefnis, draga úr losun frá landnotkun og byggð.

Mikilvægt er að skipulag stuðli að jafnvægi í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis en ég mun koma nánar að húsnæðismálum síðar. 

Þá er áhersla á fjölbreytta ferðamáta og orkuskipti í samgöngum og sett fram stefna sem stuðla að tryggum innviðum fyrir orkuskipti og blöndun byggðar sem stuðlar að tækifærum fyrir fjölbreytta ferðamáta.

Við endurskoðun á landsskipulagsstefnu verði einnig  mótuð nánari stefna um uppbyggingu vegasamgangna á miðhálendinu eins og er skilgreind í gildandi stefnu. Horft verður til þess að skoða útfærslu vega á miðhálendinu með tilliti til orkuskipta í samgöngum og mögulegs öryggishlutverks vega á miðhálendinu sem hjáleiðar vegna náttúruvár.

Lögð verður áhersla á útfærslu úrræða til þess að stuðla að framgangi þjóðhagslega mikilvægrar innviðauppbyggingar. Í skipulagsgerð sveitarfélaga eru teknar ákvarðanir um hvernig uppbyggingu innviða skuli háttað, uppbygging sem í sumum tilvikum hefur áhrif á fleiri en íbúa sveitarfélagsins. Þegar um er að ræða uppbyggingu þjóðhagslega mikilvægra innviða er í sumum tilvikum eins og við gjarnan þekkjum mikilvægt að það sé til staðar farvegur til að móta stefnu sem varðar sameiginlegar skipulagsákvarðanir um þjóðhagslega mikilvæga innviði.

Þá er mikilvægt að huga að skiptingu og útfærslu landbúnaðarlands. Það ríkir samkeppni um land og á það ekki síst við um land í dreifbýli, aukin eftirspurn er eftir landi til skógræktar, undir frístundabyggð, þéttbýlismyndun í dreifbýli og aukinn áhugi á nýtingu vindorku. Það reynir meira á að ná fram sátt í skipulagsgerð og móta þarf stefnur um varðveislu lands sem hentar vel til ræktunar.

Vindorkan og nýting hennar skipar stóran sess í skipulagi og fylgir því nýjar áskoranir, ekki síst vegna sjónrænna áhrifa. Í ríkisstjórnarsáttmálanum er kveðið á um að vindorkuver byggist upp á afmörkuðum svæðum nærri tengivirkjum og flutningslínum til þess að tryggja örugga afhendingu orkunnar. Við endurskoðun landsskipulagsstefnu er lögð áhersla á að sett verði sett fram stefna og viðmið fyrir ákvarðanir um nýtingu vindorku.

Loks verður við endurskoðun landsskipulagsstefnu stefna um skipulag haf- og strandsvæða endurskoðuð með hliðsjón af lögum um skipulag haf- og strandsvæða, tillögum svæðisráða um strandsvæðisskipulag á Vestfjörðum og Austfjörðum sem og annarri stefnumörkun stjórnvalda er snýr að nýtingu og vernd haf- og strandsvæða.

Innviðaráðuneytið stóð nýlega fyrir samráðsfundum í öllum landshlutum þar sem fjallað var um stefnur og áætlanir sem heyra undir ráðuneytið. Íbúum og sveitarstjórnarfólki um land allt gafst þar tækifæri til að hafa áhrif á stefnumótun í málaflokkum ráðuneytisins. Þessir fundir voru í anda þeirrar samhæfingar sem ég hef áður lýst þar sem þessar málaflokkar hafa svo mikil hver á annan. Á fundunum var fjallað um nýsamþykkta byggðaáætlun, samgönguáætlun og stefnu í sveitarstjórnarmálum, sem eru í reglubundinni endurskoðun og  nýja húsnæðisstefnu sem er í smíðum. Loks var fjallað um áherslur ráðherra í komandi endurskoðun á landsskipulagsstefnu.

Samnefnari þessara áætlana er það sem við höfum nefnt búsetufrelsi. Skilgreining á búsetufrelsi er á þessa leið: Lífsgæði fólks eru ekki síst fólgin í því að það geti búið sér heimili þar sem það helst kýs, í því búsetuformi sem því hentar og njóti sambærilegra umhverfisgæða, innviða og opinberrar þjónustu hvar á landinu sem er.

Fjölbreytt íbúðasamsetning, grunnþjónusta og grunnkerfi fjölbreyttra samgöngumáta óháð staðsetningu á landinu er því grunnstefið í hugtakinu búsetufrelsi.

Góðir gestir – framundan er spennandi dagskrá og viðfangsefnin brýn.

Eitt af viðfangsefnum fundarins hér í dag er fæðuöryggi og orkuskipti. Sem fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ber ég sterkar taugar til innlendrar matvælaframleiðslu en þessar tvær atvinnugreinar leggja grunninn að fæðuöryggi þjóðarinnar. Hvernig ætlum við að knýja áfram skipaflotann okkar, flugflotann og vinnuvélar í iðnaði og landbúnaði? Hvernig ætlum við að ná og viðhalda orkusjálfstæði sem leggur grunn að fæðuöryggi? Tækifærin eru mörg og þau eru stór. 

Við eigum allt undir því að fiskistofnarnir í sjónum séu heilbrigðir og að til staðar sé gott land til ræktunar, ásamt nýjustu þekkingu á framleiðslu og tækjum.

Við vitum að í matvælaframleiðslu, eins og öðrum mikilvægum sviðum samfélagsins, þarf orku, innlenda græna endurnýjanlega orku. Þar erum við raunar í öfundsverðri stöðu á heimsvísu og verðum að nýta þekkingu okkar og aðstæður eins og kostur er. Og þá sérstaklega að gæta að skipulagi og nýtingu landbúnaðarlands til að tryggja innlenda framleiðslu á matvælum og fæðuöryggi, ekki síst á tímum loftslagsvár og stríðsátaka. Orkuskiptin geta ekki aðeins orðið lykill að kolefnishlutleysi heldur hreinlega styrkt efnahagslega stöðu þjóðarinnar.

Loftslagsbreytingar eru ein af stærstu áskorunum samtímans. Loftslagsmálin er verkefni okkar allra, áskorun sem allir þurfa að taka og gera ráð fyrir í atvinnulífinu og daglegu lífi. 

Ríkisstjórnin hefur lagt fram mjög metnaðarfulla áætlun í loftslagsmálum með raunhæfum aðgerðum til að standa við skuldbindingar samkvæmt Parísarsamningnum, sem eru í raun skuldbindingar gagnvart okkur sjálfum. 

Og að því sögðu þarf skipulag að taka mið af samfélaginu hverju sinni en einnig og ekki síst að taka mið af breyttum heimi vegna loftslagsbreytinga. Það er sameiginlegt verkefni okkar allra.

Categories
Greinar

Þetta er hægt!

Deila grein

31/10/2022

Þetta er hægt!

Kæri les­andi.

Fyrr í þess­ari viku greindi ég frá því á fundi á Ak­ur­eyri að Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un myndi aug­lýsa fimm stöður sér­fræðinga á bruna­bóta­sviði sem staðsett er á Ak­ur­eyri. Fyr­ir eru 16 starfs­menn stofn­un­ar­inn­ar í höfuðstað Norður­lands. Þetta er því stórt skref fyr­ir einn vinnustað og ein­stak­lega ánægju­legt að auka við flóru sér­fræðistarfa á Ak­ur­eyri. For­sag­an er sú að síðastliðið sum­ar voru verk­efni tengd fast­eigna­skrá flutt frá Þjóðskrá til HMS. Var það gert til að auka yf­ir­sýn á hús­næðismarkaðinn en það hef­ur ekki farið fram hjá nein­um að eitt stærsta hags­muna­mál lands­manna er að ná jafn­vægi á hon­um.

Það er einnig gam­an að geta sagt frá því að for­svars­fólk HMS tel­ur að með yf­ir­færsl­unni á fast­eigna­skrá og þeirri end­ur­skipu­lagn­ingu sem hófst í kjöl­farið sé hægt að gera ráð fyr­ir 300 millj­óna króna hagræðingu sem ráðstafað verður í end­ur­nýj­un grunn­kerfa fast­eigna­skrár og þannig stutt við stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar um aukna sta­f­ræna þjón­ustu og raun­tíma­upp­lýs­ing­ar um hús­næðismarkaðinn.

HMS sinn­ir fjöl­mörg­um verk­efn­um. Starf­sem­inni er skipt upp í 16 mál­efna­svið sem síðan er skipt upp í teymi með skil­greinda viðskipta­vini, hlut­verk og mæli­kv­arða. Þetta fyr­ir­komu­lag, teym­is­vinn­an, ger­ir HMS kleift að flytja teymi milli starfs­stöðva. Reynsl­an af þess­ari „dreifðu“ stofn­un er góð en HMS er með starfs­stöðvar í Reykja­vík, Borg­ar­nesi, Sauðár­króki og á Ak­ur­eyri. Og nú er verið að bæta í starf­sem­ina á Ak­ur­eyri.

Grund­völl­ur byggða er at­vinna

Ég hef, frá því ég sett­ist fyrst í ráðherra­stól fyr­ir tæp­um tíu árum síðan, lagt mikla áherslu á byggðamál í störf­um mín­um. Það er mín ein­læga trú að mik­il­vægt sé að byggðir lands­ins séu sterk­ar og bjóði upp á fjöl­breytt tæki­færi fyr­ir íbúa. Grund­völl­ur byggða er at­vinna. Því er mik­il­vægt að störf rík­is­ins dreif­ist bet­ur um landið og því er mik­il­vægt að ríkið taki þátt í að skapa at­vinnu­tæki­færi um allt land. Það get­ur ríkið gert með stofn­un­um sín­um, eins og raun­in er með HMS, það get­ur ríkið gert með því að styðja við at­vinnu­upp­bygg­ingu og það get­ur ríkið gert með störf­um óháð staðsetn­ingu.

Stefn­an er skýr

Sú stefna, sem birt­ist í stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar, bæði varðandi störf óháð staðsetn­ingu og að sett verði mark­mið um hlut­fall op­in­berra starfa utan höfuðborg­ar­svæðis­ins, er mik­il­væg hvað varðar byggðaþróun á Íslandi. Þessi stefna stuðlar að auknu bú­setu­frelsi; það er að fólk hafi raun­veru­legt val um hvar það býr og starfar. Heims­far­ald­ur­inn hjálpaði óneit­an­lega til við að hraða þeirri þróun að fólk geti unnið óháð staðsetn­ingu. Hann opnaði augu okk­ar fyr­ir því að það er ekki endi­lega nauðsyn­legt að all­ir starfs­menn séu í sama póst­núm­eri og vinnustaður­inn.

Bú­setu­frelsi

Byggðastofn­un sinn­ir mik­il­vægu hlut­verki þegar kem­ur að grein­ingu starfa rík­is­ins og einnig hvað varðar þjón­ustu þess. Um síðustu ára­mót voru stöðugildi á veg­um rík­is­ins 26.610. Hlut­fall stöðugilda rík­is­ins á höfuðborg­ar­svæðinu var 72% sem er öllu hærra en hlut­fall lands­manna sem þar býr en það er 64%. Annað mik­il­vægt verk­efni sem Byggðastofn­un hef­ur unnið að er grein­ing á þjón­ustu rík­is­ins eft­ir landsvæðum. Það er líka ná­tengt hug­tak­inu bú­setu­frelsi. Það er ekki aðeins mik­il­vægt að byggðir hafi tæki­færi til at­vinnu, það er einnig mik­il­vægt að þjón­usta rík­is­ins sé sem jöfn­ust, hvar sem á land­inu sem fólk kýs að búa.

Aðdrátt­ar­afl byggðanna

Yf­ir­skrift fyrr­nefnds fund­ar var: Þetta er hægt! Var þar vísað í alla þá umræðu sem hef­ur verið í gegn­um tíðina um hvort yf­ir­leitt sé hægt að færa störf frá höfuðborg­ar­svæðinu út á land. Og það er sann­ar­lega rétt að síðustu ára­tug­ina hef­ur straum­ur­inn verið frá lands­byggðunum á höfuðborg­ar­svæðið. Það verður þó að taka fram að höfuðborg­ar­svæðið hef­ur stækkað mjög á síðustu árum, það er að segja vinnu­sókn­ar­svæðið hef­ur þan­ist út og nær nú að Hvítán­um tveim­ur, aust­an fjalls og í Borg­ar­f­irði. Sjá­um við í þeirri þróun svart á hvítu hversu miklu máli sam­göng­ur skipta á okk­ar góða landi. Á sama tíma er nauðsyn­legt að styðja við önn­ur svæði svo þau geti dregið til sín ný at­vinnu­tæki­færi, nýja íbúa og hlúð vel að þeim sem fyr­ir eru.

Byggðagler­aug­un

Ekki er langt síðan byggðagler­aug­un voru lítið notuð, lágu jafn­vel ofan í skúffu. Ég full­yrði að það hef­ur orðið mik­il breyt­ing á þótt alltaf megi gera bet­ur. Ég merki breyt­ingu í umræðu um byggðamál. Fólk er opn­ara fyr­ir því að flytja sig um set og á það bæði við um flutn­ing inn­an­lands og til út­landa. Ef­laust má tengja það öfl­ugri sam­skipta­tækni og góðum teng­ing­um. Við verðum því að skapa hag­stæðar aðstæður fyr­ir fólk sem vill búa úti á landi, taka vel á móti þeim sem vilja flytja út á land. Skrefið sem HMS stíg­ur, með því að aug­lýsa fimm sér­fræðistörf á Ak­ur­eyri, er kannski ekki bylt­ing, en eins og við vit­um flest eru lít­il ör­ugg um­bóta­skref í rétta átt það sem að lok­um skil­ar okk­ur mestu.

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 29. október 2022.

Categories
Greinar

VESTFIRÐIR SÓTTIR HEIM

Deila grein

06/09/2022

VESTFIRÐIR SÓTTIR HEIM

Það var stórfenglegt og hrikalegt í senn að stíga á útsýnispallinn á Bolafjalli á dögunum – glæsilegt mannvirki sem var byggt til að efla og styrkja samfélagið. Útsýnið þaðan lætur engan ósnortinn og verður aðdráttarafl jafnt fyrir heimabyggð og ferðafólk. Í samtölum mínum við sveitarstjórnarfólk í heimsókn ríkisstjórnarinnar vestur var ánægjulegt að finna fyrir gríðarlegum krafti og bjartsýni um framtíð Vestfjarða. Með góðri samvinnu íbúa, sveitarfélaga og stjórnvalda er hægt að stuðla að framförum. Útsýnispallurinn er gott dæmi um það hvernig frábær hugmynd getur orðið að veruleika með slíkri samvinnu. Þar hefur hugmyndaflug, þekking og verkvit verið nýtt til að skapa tækifæri til að upplifa vestfirskt landslag og náttúru á einstakan hátt.

Ný hringtenging

Á síðustu árum hefur viðhald og uppbygging vega verið tekið föstum tökum. Fjárframlög hafa stóraukist og frekari úrbætur fyrirhugaðar á næstu árum. Það voru mikil og langþráð tímamót þegar Dýrafjarðargöng voru opnuð fyrir rétt tæpum tveimur árum síðan. Göngin voru ein umfangsmesta framkvæmd í vegakerfinu og leystu erfiðan farartálma af hólmi, Hrafnseyrarheiði. Ný hringtenging varð til og aðgengi að landshlutanum opnaðist með fjölbreyttum tækifærum. Nýr vegur um Gufudalssveit og annar yfir Dynjandisheiði er í uppbyggingu og með tilkomu þeirra og Dýrafjarðarganga munu samgöngur á svæðinu gjörbreytast. Það er ánægjulegt að fleira fólk ferðist til Vestfjarða og nýtir sér fjölbreytta afþreyingu sem þetta fallega og stórbrotna svæði hefur upp á að bjóða. Vogskornir firðir, fallegar og stundum hrikalegar heiðar hafa haft áhrif á samgöngur en eru nú í aukum mæli orðin aðdráttarafl sem Vestfirðingar nýta sér á skynsaman hátt.

Nýtt skip

Mikilvægur hlekkur í hringtengingunni með bættum vegasamgöngum á milli sunnan- og norðanverða Vestfjarða, eru ferjusiglingar yfir Breiðafjörðinn. Vonir standa til þess að Vegagerðin fái nýtt skip til landsins um áramótin í stað Baldurs. Tímabært er að nýtt skip taki við þjónustunni þar sem núverandi skip er barn síns tíma. Á meðan beðið er eftir nýju skipi verður tryggt að dráttarbátur verði til staðar á Breiðafirði. Laxeldið hefur einnig notið góðs af bættum samgöngum og reglubundnum siglingum um Breiðafjörð og munu flutningar halda áfram að aukast sem reyna á vegakerfið. Samfélagið á mikið undir að vel takist til við áframhaldandi þróun atvinnugreinarinnar en henni fylgja auknir möguleikar til fjölbreyttari og verðmætari starfa.

Búsetufrelsi

Samhliða þessu þarf framboð af húsnæði að haldast í hendur við fyrirsjáanlega þörf. Stjórnvöld veita stofnframlög til íbúða á viðráðanlegu um allt land. Um 80 slíkar íbúðir eru á Vestfjörðum, ýmist tilbúnar, í undirbúningi og fleiri í farvatninu. Fólk vill geta haft frelsi um búsetu, valið sér heimili þar sem það helst kýs. Þannig heldur svæðið áfram að eflast og styrkjast með bættri þjónustu, en grunnþjónusta hins opinbera þarf að vera aðgengileg öllum. Gott dæmi um það er Loftbrúin en síðan hún var kynnt til sögunnar hafa fleiri og fleiri nýtt sér þjónustuna. 13 þúsund flugleggir hafa verið styrktir á Vestfjörðum, þ.e. flug um Bíldudal eða Ísafjörð, þar af rúmlega fimm þúsund leggir fyrstu sjö mánuði ársins 2022.

Við búum í stórbrotnu en strjálbýlu landi með stórbrotinni strandlengju og misblíðri veðráttu. Það verða áfram fjallvegir og válynd veður koma af og til, því stjórnum við ekki. En með markvissum áætlunum um bætta innviði geta stjórnvöld lyft grettistaki. Það er síðan heimafólks að nýta þau tækifæri, búa til aðdráttarafl og sjálfbært samfélag.

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra.

Greinin birtist fyrst á bb.is 5. sept. 2022.

Categories
Greinar

35 þúsund íbúðir á tíu árum

Deila grein

13/07/2022

35 þúsund íbúðir á tíu árum

Í gær var und­ir­ritað sam­komu­lag rík­is­ins og Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga um aðgerðir og um­bæt­ur á hús­næðismarkaði til næstu tíu ára. Mark­miðið er skýrt og það er að ná jafn­vægi á hús­næðismarkaði með því að nota þau verk­færi sem birt­ist í sam­komu­lag­inu.

Grimmt happ­drætti

Síðustu ár höf­um við búið við mikl­ar sveifl­ur á hús­næðismarkaði, bæði hvað varðar fram­boð á lóðum og hús­næði og þar af leiðandi verð. Þess­ar sveifl­ur skapa aðstæður sem valda því að kyn­slóðirn­ar sem koma inn á markaðinn sem fyrstu kaup­end­ur verða hluti af eins kon­ar grimmu happ­drætti þar sem fæst­ir vinna og flest­ir hefja þátt­töku með þung­ar byrðar. Vegna þess­ar­ar stöðu er mik­il áhersla lögð á hús­næðismál­in í stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Fyrstu skref­in voru þau að sam­eina und­ir einu ráðuneyti, nýju innviðaráðuneyti, mála­flokka hús­næðis, skipu­lags, sveit­ar­stjórna, sam­gangna og byggða. Þessi aðgerð er grund­völl­ur þess að hægt sé að greina stöðuna og koma með mark­viss­ar og öfl­ug­ar aðgerðir til þess að skapa jafn­vægi á þess­um mik­il­væga markaði.

Tíma­móta­sam­komu­lag

Það sam­komu­lag sem und­ir­ritað var í gær mark­ar tíma­mót. Í því felst að ríki og sveit­ar­fé­lög hafa sömu sýn, bæði á vand­ann, og þá ekki síður á lausn­irn­ar. Mark­miðið er að á næstu tíu árum verði byggðar 35 þúsund nýj­ar íbúðir, fjög­ur þúsund íbúðir á ári fyrstu fimm árin og þrjú þúsund síðari fimm árin. Þá er ekki síður mik­il­vægt að þriðjung­ur þess­ara 35 þúsund íbúða verði á viðráðan­legu verði og fimm pró­sent af öllu nýju hús­næði verði fé­lags­leg hús­næðisúr­ræði til að mæta sér­stak­lega þörf­um þeirra sem höllust­um fæti standa. Einnig verður ráðist í sér­stakt átak til að eyða biðlist­um eft­ir sér­tæk­um hús­næðisúr­ræðum fyr­ir fatlað fólk.

All­ir eiga að fá tæki­færi

Það er eng­in ein lausn á þeim vanda sem við blas­ir á hús­næðismarkaði, lausn­irn­ar eru marg­ar. Í því tíma­móta­sam­komu­lagi sem und­ir­ritað var í gær eru mik­il­væg­ir þræðir sem ofn­ir verða sam­an til að gera hús­næðismarkaðinn stöðugri. Það er ein­læg trú mín að sú samstaða sem hef­ur náðst milli rík­is og sveit­ar­fé­laga varði leiðina til heil­brigðari hús­næðismarkaðar þar sem all­ir fái tæki­færi og eng­inn verði skil­inn eft­ir á göt­unni.

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra og formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 13. júlí 2022.

Categories
Greinar

Óhagnaðardrifin leigufélög veita sterka viðspyrnu

Deila grein

23/06/2022

Óhagnaðardrifin leigufélög veita sterka viðspyrnu

Aukið var við framboð leiguíbúða í vikunni þegar Húsnæðis- og mannvirkjastofnun úthlutaði fyrri úthlutun stofnframlaga fyrir árið 2022. Þetta er mikilvæg innspýting í framboð á leigumarkaði en á þessu ári hafa 550 hagkvæmar leiguíbúðir verið teknar í notkun, það er 40% af öllum nýjum íbúðum sem komið hafa á markað á árinu. Landsbyggðin er stór þátttakandi í uppbyggingu á leiguhúsnæði sem styrkt eru með stofnframlögum.

Mikil eftirspurn hefur verið eftir stofnframlögum en á síðasta ári náðist þó ekki að úthluta öllu því fjármagni sem heimildir voru fyrir í fjárlögum. Var skortur á byggingarhæfum lóðum einna helst skýringin. Stofnframlög skapa hvata til að auka framboð af leiguhúsnæði og er framlag ríkis og sveitarfélaga til kaupa eða byggingar á íbúðum til leigu fyrir einstaklinga sem eru undir tekju- og eignamörkum. Það er sérlega ánægjulegt að sjá að yfir 30 sveitarfélög víða um land sameinast um þessa mikilvægu lausn með því að setja á stofn sameiginlegt óhagnaðardrifið leigufélag og veita þar með sterka viðspyrnu gegn hækkunum á leigumarkaði.

Það er ríkisstjórninni mikið hagsmunamál að stuðla að bættri stöðu fólks. Í gegnum stofnframlög hafa nú þegar verið byggðar 1.550 íbúðir og er annað eins í byggingu. Í fyrri úthlutun ársins 2022 hefur HMS úthlutað 2,6 milljörðum til uppbyggingar á 328 íbúðum en því til viðbótar bætist við framlag frá sveitarfélögum.

Leiguíbúðirnar dreifast víða um land og hefur hlutfall íbúða á landsbyggðinni aldrei verið hærra eða 46%. Af þeim 328 íbúðum sem úthlutun ársins nær til stendur til að byggja 279 nýjar íbúðir en kaupa 49 nýjar og eldri íbúðir. Íbúðirnar verða allar að standast kröfur um hagkvæmni, en með því eru stjórnvöld að skapa hvata fyrir aukið framboð slíkra íbúða. Sameiginleg sýn ríkis og sveitarfélaga um uppbyggingu íbúða til samræmis við þörf til næstu ára mun skipta sköpum að ná og halda jafnvægi á húsnæðismarkaði.

Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðarráðherra