Helgi S. Haraldsson, svæðisstjóri og bæjarfulltrúi, leiðir framboð Framsóknar og óháðra í Sveitarfélaginu Árborg fyrir komandi sveitarstjórnarkosningarnar. Í öðru sæti er Sólveig Þorvaldsdóttir, verkfræðingur, í þriðja sæti er Guðbjörg Jónsdóttir, verkefnastjóri, og Gunnar Borgþórsson, knattspyrnuþjálfari, skipar fjórða sæti listans.
Framboðslistinn var samþykktur á fjölmennum fundi sem fram fór í Framsóknarhúsinu á Selfossi í gær, 10. apríl.
Málefnavinna er í fullum gangi og á næstu dögum verða auglýstir opnir málefnafundir þar sem íbúum Árborgar gefst kostur á að leggja sín lóð á vogarskálarnar að framtíðarsýn sveitarfélagsins.
Framboðslisti Framsóknar og óháðra í Sveitarfélaginu Árborg fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2018:
Framboðslistinn var samþykktur á fjölmennum fundi sem fram fór í Framsóknarhúsinu á Selfossi í gær, 10. apríl.
Málefnavinna er í fullum gangi og á næstu dögum verða auglýstir opnir málefnafundir þar sem íbúum Árborgar gefst kostur á að leggja sín lóð á vogarskálarnar að framtíðarsýn sveitarfélagsins.
Framboðslisti Framsóknar og óháðra í Sveitarfélaginu Árborg fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2018:
- Helgi S. Haraldsson, svæðisstjóri Eimskips á Suðurlandi og bæjarfulltrúi.
- Sólveig Þorvaldsdóttir, verkfræðingur hjá Rainrace ehf.
- Guðbjörg Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Bændasamtökum Íslands.
- Gunnar Rafn Borgþórsson, knattspyrnuþjálfari.
- Inga Jara Jónsdóttir, meistaranemi við Háskóla Íslands.
- Gísli Gíslason, húsasmíðameistari.
- Guðmunda Ólafsdóttir, skjalavörður á Héraðsskjalasafni Árnesinga.
- Guðmundur Guðmundsson, fv. sviðsstjóri.
- Fjóla Ingimundardóttir, hjúkrunarfræðingur á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.
- Gissur Kolbeinsson, fjármála- og rekstrarstjóri hjá BHM.
- Brynja Valgeirsdóttir, líffræðingur og meistaranemi.
- Páll Sigurðsson, skógfræðingur hjá Landbúnaðarháskóla Íslands og bóndi.
- Gissur Jónsson, framkvæmdastjóri Umf. Selfoss.
- Þórir Haraldsson, lögfræðingur.
- Gunnar Einarsson, rafvirkjameistari.
- María Hauksdóttir, ferðaþjónustu- og kúabóndi.
- Hjörtur Þórarinsson, kennari og fv. framkvæmdastjóri.
- Íris Böðvarsdóttir, sálfræðingur og varabæjarfulltrúi.