„Kvennahlaupið sameinar tvo mikilvæga þætti í lífi okkar allra – samveru og hreyfingu. Þar er hvatt til samstöðu kvenna og að hver njóti þess að hreyfa sig á sínum forsendum og eigi ánægjulega samverustund með fjölskyldu og vinum,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í grein í Morgunblaðinu á dögunum.
„Markmið Kvennahlaupsins er að hvetja konur á öllum aldri til aukinnar heilsueflingar og til frekari þátttöku í starfi íþróttahreyfingarinnar á Íslandi. Það hefur sannarlega mælst vel fyrir og því til stuðnings segir það sitt að Kvennahlaupið hefur lengi verið stærsti einstaki íþróttaviðburðurinn á Íslandi.“
„Áframhaldandi hvatning og vitundarvakning um heilsueflingu er okkur öllum mikilvæg. Við ættum að nýta öll slík tækifæri, ekki síst þegar þau stuðla að slíkum sameiningarkrafti og henta þátttakendum á öllum aldri,“ segir Lilja.
Categories
Nýtum öll tækifæri til heilsueflingar – er okkur öllum mikilvægt
19/06/2019
Nýtum öll tækifæri til heilsueflingar – er okkur öllum mikilvægt