Categories
Greinar

Tvöföldun Reykjanesbrautarinnar

Deila grein

06/02/2020

Tvöföldun Reykjanesbrautarinnar

Mik­il­vægt er að fram­kvæmd­um við tvö­föld­un Reykja­nes­braut­ar­inn­ar, frá gatna­mót­un­um við Krýsu­vík að Hvassa­hrauni, ljúki hið fyrsta. Á sín­um tíma, þegar uppi voru áform um stækk­un ál­vers­ins í Straums­vík, keypti ál­verið land und­ir þá stækk­un og á því landi ligg­ur Reykja­nes­braut­in í dag. Sam­kvæmt gild­andi aðal­skipu­lagi átti Reykja­nes­braut­in því að fær­ast frá ál­ver­inu um leið og ál­verið þyrfti lóðina til stækk­un­ar. Þau áform um stækk­un voru naum­lega felld í íbúa­kosn­ingu árið 2007 og ekk­ert hef­ur því orðið af til­færslu braut­ar­inn­ar.

Fram­kvæmd­um flýtt

Ný­leg skýrsla Vega­gerðar­inn­ar og Mann­vits sýndi að hag­kvæm­ast er að breikka Reykja­nes­braut­ina í nú­ver­andi veg­stæði í stað þess að færa hana líkt og gild­andi aðal­skipu­lag ger­ir ráð fyr­ir. Góð og lausnamiðuð sam­töl hafa verið við Sig­urð Inga Jó­hanns­son sam­gönguráðherra og full­trúa Vega­gerðar­inn­ar og ál­vers­ins í Straums­vík. Samstaða og skiln­ing­ur er á milli aðila um að vinna í sam­ræmi við þær for­send­ur sem fram koma í skýrsl­unni, ásamt því – og um leið – að treysta at­hafna­svæði ál­vers­ins til framtíðar. Þetta hef­ur gefið okk­ur raun­hæf­ar vænt­ing­ar, líkt og ráðherra hef­ur boðað, um að fram­kvæmd­um á þess­um veg­kafla verði flýtt um nokk­ur ár og kom­ist inn á fyrsta tíma­bil sam­göngu­áætlun­ar. Um­ferðarör­yggi er mál­efni sem snert­ir okk­ur öll og eru þetta því mik­il gleðitíðindi fyr­ir okk­ur Hafn­f­irðinga og lands­menn alla. Í ljósi þessa og í sam­ræmi við það sem fram kem­ur í skýrsl­unni og eft­ir sam­ráð við full­trúa ál­vers­ins í Straums­vík er nú haf­in vinna við breyt­ing­ar á aðal­skipu­lagi Hafn­ar­fjarðar og mun bæj­ar­fé­lagið, eðli máls­ins sam­kvæmt, vera í sam­starfi við fyr­ir­tækið í allri þeirri vinnu.

Óboðleg­ur mál­flutn­ing­ur um ál­verið

Öflugt at­vinnu­líf er hverju sam­fé­lagi mik­il­vægt og höf­um við lagt ríka áherslu á að skapa fyr­ir­tækj­um í bæn­um aðlaðandi og traust um­hverfi. Slíkt hef­ur gefið okk­ur mögu­leika á að fjár­festa í innviðum og létta und­ir með íbú­um bæj­ar­fé­lags­ins. Ný­verið sagði Tóm­as Guðbjarts­son lækn­ir ál­verið í Straums­vík vera dauðvona og á líkn­andi meðferð. Það er dap­ur­legt að skynja þau viðhorf sem fram koma í um­mæl­um lækn­is­ins til þessa stóra vinnustaðar í land­inu og þeirra ein­stak­linga sem þar starfa. Í ál­ver­inu í Straums­vík starfa um 400 starfs­menn með ólíka mennt­un og reynslu, ásamt því að ál­verið er einn stærsti út­flytj­andi vara frá Íslandi. Það gef­ur því auga­leið að fyr­ir­tækið er sam­fé­lag­inu mik­il­vægt og er eitt af okk­ar góðu og traustu fyr­ir­tækj­um. Mál­flutn­ing­ur sem þessi er því óá­sætt­an­leg­ur og í raun með öllu óboðleg­ur.

Ágúst Bjarni Garðarsson, bæjarfulltrúi Framsóknar og formaður bæj­ar­ráðs í Hafnar­f­irði. ag­ustg@hafn­ar­fjor­d­ur.is

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 6. febrúar 2020.