Categories
Greinar

Gerum það sem þarf

Deila grein

10/03/2020

Gerum það sem þarf

Rétt viðbrögð ráða mestu um áhrif áfalla. Yf­ir­vof­andi hættu þarf að mæta með mik­illi rögg­semi, en einnig er mik­il­vægt er að horfa á sam­hengi hlut­anna svo fyrstu viðbrögð verði ekki þau einu. Fyrsta skrefið í bar­átt­unni við kór­óna­veiruna sem or­sak­ar COVID-19 snýr að heilsu­vernd, enda nauðsyn­legt að hefta út­breiðslu henn­ar. Sam­hliða þarf að huga að efna­hags­leg­um og ekki síður fé­lags­leg­um viðbrögðum. Nei­kvæð efna­hags­leg áhrif veirunn­ar eru ein­hver þau mestu sem alþjóðakerfið hef­ur séð í lang­an tíma. Þess vegna þarf um­fang efna­hagsaðgerða rík­is­stjórn­ar­inn­ar að vera veru­legt.

Heil­brigði og fólkið okk­ar
Óvær­an hef­ur veru­leg áhrif á allt dag­legt líf okk­ar. Sum­ir verða veik­ir, en all­ir þurfa að breyta hegðun sinni og venj­um; for­gangsraða með hliðsjón af eig­in heilsu og annarra og skil­greina hvað skipt­ir mestu máli. Heil­brigðis­yf­ir­völd hafa staðið sig vel. Þau sýna ábyrgð og leggja nótt við dag við að rekja smit­leiðir, miðla upp­lýs­ing­um og halda veirunni í skefj­um. Sam­fé­lagið allt hef­ur lagst á ár­arn­ar með yf­ir­völd­um, sett sjálfu sér strang­ar regl­ur og dregið tíma­bundið úr nán­um sam­skipt­um. Hundruð ein­stak­linga í sótt­kví hafa verndað heilsu annarra og lág­markað álag á heil­brigðis­kerfið með ein­angr­un sinni. Það er lofs­vert fram­lag.

Aðgerðunum fylg­ir þó veru­leg­ur kostnaður, bæði beinn og óbeinn. Hjól hag­kerf­is­ins hægja á sér og geta stöðvast ef stjórn­völd eru ekki með aug­un á veg­in­um og fót­inn á bens­ín­gjöf­inni. Rík­is­stjórn­in er meðvituð um þessa hættu og hef­ur und­ir­búið mót­vægisaðgerðir sem hrint verður í fram­kvæmd á rétt­um tíma, í sam­starfi við lyk­ilaðila, fag­stétt­ir, at­vinnu­líf og sam­tök.

Mennta­kerfið: Kennsla held­ur áfram
Eitt mik­il­væg­asta sam­fé­lags­verk­efnið á þess­um tíma­punkti er að tryggja að skólastarf rask­ist sem minnst. Skóla­stjórn­end­ur og kenn­ar­ar hafa sýnt mikla yf­ir­veg­un við þess­ar óvenju­legu aðstæður, þar sem mark­miðið er að halda uppi starf­sem­inni eins lengi og unnt er. Í upp­færðum áætl­un­um skól­anna er gert ráð fyr­ir ýms­um aðstæðum; hlut­verki kenn­ara í fjar­kennslu og heima­námi ef sam­komu­bann tek­ur gildi, líðan nem­enda og stuðningi við þá sem mest þurfa á að halda. Von­andi þarf ekki að grípa til þeirra aðgerða sem hafa verið und­ir­bún­ar, en það er mjög traust­vekj­andi að vita af þeirri und­ir­bún­ings­vinnu sem þegar hef­ur verið unn­in.

Efna­hags­lífið: Inn­spýt­ing og súr­efni
Ófærð og ít­rekuð óveður hafa verið tákn­ræn fyr­ir krefj­andi aðstæður í efna­hags­líf­inu í vet­ur. Ofan á þung­an vet­ur bæt­ist heilsu­far­sógn­in sem nú steðjar að og vafa­laust þykir mörg­um nóg. En það dug­ar lítt að sitja með hend­ur í skauti og bíða vors­ins. Við þurf­um að ráðast í al­menn­ar og sér­tæk­ar aðgerðir, þar sem áfallið er bæði á fram­boðs- og eft­ir­spurn­ar­hliðinni. Virðiskeðja alþjóðahag­kerf­is­ins hef­ur verið rof­in. Fyr­ir nokkr­um vik­um benti ég á brýna þörf á heild­stæðri efna­hag­hags­áætl­un sem næði til innviðafjár­fest­inga, at­vinnu­lífs og fjár­mála­kerf­is­ins. Viðbrögðin við þeim hug­mynd­um voru afar ánægju­leg og á skömm­um tíma hafa litið ljós fram­kvæmda­áætlan­ir. Í góðu ár­ferði und­an­far­inna ára höf­um við greitt niður skuld­ir, safnað í góðan gjald­eyr­is­forða og komið okk­ur í kjöraðstæður til að bregðast við vand­an­um sem nú blas­ir við okk­ur. Við erum í dauðafæri að auka innviðafjár­fest­ing­ar og styrkja með þeim sam­fé­lagið til fram­búðar. Við get­um fært at­vinnu­líf­inu aukið súr­efni með al­menn­um aðgerðum, lækkað trygg­ing­ar­gjald fyr­ir­tækja og end­ur­skoðað gistinátta­skatt. Á sama hátt eiga sveit­ar­fé­lög að leggj­ast á ár­arn­ar, til dæm­is með end­ur­skoðun fast­eigna­gjalda sem hafa skilað veru­lega aukn­um tekj­um vegna hækk­andi eigna­verðs. Við eig­um óhikað að grípa til aðgerða til hjálp­ar ferðaþjón­ust­unni, sem glím­ir við for­dæma­laus­ar aðstæður. Tugþúsund­ir ein­stak­linga hafa at­vinnu af ferðaþjón­ustu og grein­in hef­ur skapað yfir 40% af gjald­eyris­tekj­um þjóðarbús­ins.

Útlána­vext­ir fjár­mála­kerf­is­ins hafa ekki lækkað í takt við meg­in­vexti Seðlabanka Íslands. Þetta verður að breyt­ast og huga verður að greiðslu­frest­um fyr­ir­tækja sem lenda í vand­ræðum vegna ástands­ins. Pen­inga­mála­yf­ir­völd og rík­is­sjóður verða að ganga í takt svo aðgerðirn­ar heppn­ist sam­fé­lag­inu til heilla. Þá ætti bank­inn einnig að auka laust fé í um­ferð og end­ur­skoða niður­greiðslu­fer­il skulda rík­is­sjóðs Íslands. Hlut­deild­ar­lán sem fé­lags- og barna­málaráðherra hef­ur kynnt geta einnig haft mik­il áhrif, unnið með hag­kerf­inu og aðstoðað fólk til að eign­ast eig­in íbúð.

Vet­ur­inn er að hopa og fram und­an eru jafn­dæg­ur að vori. Ég er sann­færð um að í sam­ein­ingu náum við tök­um á COVID-19. Við verðum að for­gangsraða í þágu sam­fé­lags­ins, því eins og John Stu­art Mill sagði: „Þegar til lengd­ar læt­ur, velt­ur gildi rík­is­ins á mann­gild­um þegn­anna.“

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar­.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 10. mars 2020.