Framboðslisti fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í nýju sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar, var samþykktur á almennum félagsfundi Framsóknarfélags Múlaþings sem fram fór í gær. Kosið verður til sveitarstjórnar sameinaðs sveitarfélags 19. september næstkomandi.
Framboðslisti Framsóknar hefur tekið lítils háttar breytingum frá listanum sem búið var að samþykkja vegna áður boðaðra kosninga í vor.
Vilhjálmur Jónsson, bæjarfulltrúi og fyrrverandi bæjarstjóri á Seyðisfirði, færist úr þriðja sæti upp í annað sæti. Jónína Brynjólfsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú, færist úr fimmta sæti upp í það þriðja og Helga Erla Erlendsdóttir, fyrrverandi skólastjóri á Borgarfirði, fer að eigin ósk úr öðru sæti í það fimmta.
Stefán Bogi Sveinsson, forseti bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs, leiðir framboðslistann og Eiður Ragnarsson, ferðaþjónustubóndi og fyrrverandi bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð, skipar fjórða sæti framboðslistans.
Framboðslisti Framsóknar var samþykktur samhljóða og mikill hugur er í Framsóknarfólki fyrir komandi kosningar. Sérstakur gestur fundarins var Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður, sem færði fundinum og frambjóðendum kveðjur frá þingflokki Framsóknarmanna.
B-lista Framsóknarflokks fyrir sveitarstjórnarkosningar í nýju sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar, 19. september næstkomandi skipa:
- Stefán Bogi Sveinsson, bæjarfulltrúi, Fljótsdalshéraði
 - Vilhjálmur Jónsson, bæjarfulltrúi, Seyðisfirði
 - Jónína Brynjólfsdóttir, Fljótsdalshéraði
 - Eiður Ragnarsson, Djúpavogi
 - Helga Erla Erlendsdóttir, Borgarfirði eystri
 - Helga Rós Magnúsdóttir, Seyðisfirði
 - Benedikt Hlíðar Stefánsson, Fljótsdalshéraði
 - Alda Ósk Harðardóttir, Fljótsdalshéraði
 - Guðmundur Björnsson Hafþórsson, Fljótsdalshéraði
 - Jón Björgvin Vernharðsson, Fljótsdalshéraði
 - Gunnhildur Helga Eldjárnsdóttir, Seyðisfirði
 - Karl Snær Valtingojer, hreppsnefndarmaður, Djúpavogi
 - Guðrún Ásta Friðbertsdóttir, Fljótsdalshéraði
 - Þorsteinn Kristjánsson, Borgarfirði eystra
 - Valgeir Sveinn Eyþórsson, Fljótsdalshéraði
 - Óla Björg Magnúsdóttir, Seyðisfirði
 - Eiður Gísli Guðmundsson, Djúpavogi
 - Guðfinna Harpa Árnadóttir, Fljótsdalshéraði
 - Hjalti Þór Bergsson, Seyðisfirði
 - Aðalheiður Björt Unnarsdóttir, Fljótsdalshéraði
 - Þorvaldur Jóhannsson, fv. Bæjarstjóri, Seyðisfirði
 - Gunnhildur Ingvarsdóttir, Fljótsdalshéraði
 
Mynd: Frá vinstri, Eiður Ragnarsson, Vilhjálmur Jónsson, Stefán Bogi Sveinsson og Jónína Brynjólfsdóttir.
