Landssamband Framsóknarkvenna hvetur stjórnvöld til að hlusta á rödd ungra kvenna um land allt um að afnema „bleika skattinn“.
Skattlagning nauðsynjavara sem helmingur þjóðarinnar þarf að nota er ekki ásættanleg og er mismunun ríkisvalds á þegnum sínum í sinni einföldustu mynd. Fjárhagur heimilanna á ekki að vera valdur því að hluti landsfólks geti ekki nálgast nauðsynjavörur á við tíðavörur þegar á þarf að halda.
LFK hvetur efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis til að endurskoða afstöðu sína til skattlagningar á tíðavörum og horfa á málið með jafnréttisgleraugum enda starfa þingmenn í þágu alls landsfólks, ekki bara þeirra sem fara ekki á túr.
Hvetur LFK stjórnvöld enn fremur til þess að fylgja Skotum í þessu máli, en nýlega var þar samþykkt frumvarp sem skyldar sveitarfélög til að tryggja öllum þeim sem á þurfa að halda, tíðarvörur á borð við túrtappa, dömubindi, eða margnota tíðarvörur, gjaldfrjálst.
Í það minnsta hvetur LFK stjórnvöld til að gera skólum og öðrum opinberum stofnunum það skylt að bjóða upp á tíðavörur gjaldfrjálst þeim sem þær þurfa að nota”.
Fyrir hönd Landssambands Framsóknarkvenna,
Hjördís Guðný Guðmundsdóttir, varaformaður LFK.