Nú ætla framsóknarmenn að gera sér góða sumarferð austur fyrir fjall, fimmtudaginn 30. maí, nánar tiltekið til Hvolsvallar. Lagt verður af stað frá Húsi verslunarinnar kl. 17.00.
Farið verður í Sögusetrið, það skoðað undir leiðsögn og svo grillað í hlöðunni hjá Ísólfi Gylfa sveitarstjóra. Það verður skemmtun og gaman. Léttar veitingar í boði. Lagt verður af stað heim á leið kl. 22.00.
Miðverð er kr. 2.000,- á mann fyrir allan pakkann, rútuna og allt annað.
Vinsamlegast tilkynnið þátttöku fyrir miðvikudaginn 29. maí á netfangið: framsokn@framsokn.is eða í síma: 540 4300.
Ekki missa af þessari frábæru ferð framsóknarmanna – það eru allir velkomnir!
FRAMSÓKN Í REYKJAVÍK
Categories
Sumarferð Framsóknar í Reykjavík
23/05/2013
Sumarferð Framsóknar í Reykjavík