Categories
Fréttir Greinar

Framsókn um allt land!

Deila grein

09/05/2022

Framsókn um allt land!

Í dag eru fimm dag­ar til sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga í land­inu þar sem um 277.000 kjós­end­ur munu hafa tæki­færi til að tjá hug sinn með at­kvæðum sín­um. Sveit­ar­stjórn­ar­mál skipta miklu máli í því góða lýðræðis­sam­fé­lagi sem við búum í. Á vett­vangi þeirra stíga marg­ir sín fyrstu skref í stjórn­mál­um og fé­lags­störf­um til þess að bæta sam­fé­lag sitt og auka lífs­gæði íbú­anna. Sveit­ar­fé­lög­in eru ábyrg fyr­ir að veita mik­il­væga og fjöl­breytta nærþjón­ustu sem snert­ir hag fólks með bein­um hætti á hverj­um ein­asta degi – til dæm­is með því að viðhalda litl­um um­ferðargöt­um, fjar­lægja rusl, skipu­leggja og út­hluta lóðum, veita barna­fjöl­skyld­um ýmsa stoðþjón­ustu, halda úti leik- og grunn­skól­um og þjón­usta eldri borg­ara.

Í fjöl­mörg­um sveit­ar­fé­lög­um hring­inn um landið býður Fram­sókn fram öfl­uga lista, skipaða fólki sem brenn­ur fyr­ir það að gera sam­fé­lagið sitt betra en það var í gær. Fram­bjóðend­ur flokks­ins koma úr ýms­um átt­um, nestaðir með fjöl­breytt­um bak­grunni, reynslu og þekk­ingu sem nýt­ist með ýmsu móti til þess að auka vel­sæld íbú­anna. Það er ánægju­legt að finna fyr­ir og heyra af þeim mikla meðbyr sem fram­bjóðend­ur Fram­sókn­ar finna út um allt land. All­ir eiga þeir það sam­eig­in­legt að vilja vinna sam­vinnu­hug­sjón­inni braut­ar­gengi og stuðla að upp­byggi­leg­um stjórn­mál­um út frá miðjunni. Sem miðju­flokk­ur legg­ur Fram­sókn áherslu á praktísk­ar og öfga­laus­ar lausn­ir sem eru til þess falln­ar að bæta líf fólks ásamt því að geta unnið með ólík­um stjórn­mála­flokk­um til þess að bæta sam­fé­lagið. Það hef­ur flokk­ur­inn margoft gert með góðum ár­angri; að brúa bilið milli ólíkra sjón­ar­miða til þess að ná ár­angri fyr­ir land og þjóð. Við í Fram­sókn segj­um gjarn­an að sam­fé­lag sé sam­vinnu­verk­efni og í því er fólg­inn mik­ill sann­leik­ur.

Það er ánægju­legt að sjá að kann­an­ir benda til þess að Fram­sókn sé sér­stak­lega að sækja í sig veðrið á höfuðborg­ar­svæðinu. Fólk er í aukn­um mæli að kalla eft­ir auk­inni sam­vinnu til þess að tak­ast á við áskor­an­ir sam­tím­ans. Það er klár­lega rými fyr­ir slíkt í ráðhúsi Reykja­vík­ur þar sem hörð átaka­stjórn­mál hafa verið stunduð und­an­far­in ár, á sama tíma og þjón­usta við borg­ar­búa hef­ur of oft ekki staðið und­ir vænt­ing­um – hvort sem um er að ræða ein­stak­linga eða fyr­ir­tæki. Þannig mæl­ist traust á ráðhús­inu minnst af öll­um stofn­un­um sem eru mæld­ar og ánægja Reyk­vík­inga með þjón­ustu borg­ar­inn­ar mæl­ist tals­vert minni en í ná­granna­sveit­ar­fé­lög­un­um. Þessu þarf að breyta og hug­mynda­fræði Fram­sókn­ar mun þar leika lyk­il­hlut­verk.

Ég hvet kjós­end­ur til þess að kynna sér fram­bjóðend­ur og mál­efni Fram­sókn­ar fyr­ir kom­andi kosn­ing­ar og nýta kosn­inga­rétt sinn í kosn­ing­un­um.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir

Höf­und­ur er menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 9. maí 2022.