Categories
Greinar

Hátíð hönnunar og arkitektúrs

Deila grein

04/05/2023

Hátíð hönnunar og arkitektúrs

Hönn­un­ar­Mars, upp­skeru­hátíð hönn­un­ar og arki­tekt­úrs, er einn af skemmti­leg­ustu vor­boðunum. Fram­sæk­in hönn­un og nýj­ung­ar leiða sam­an sýn­end­ur og gesti á hátíðinni sem stend­ur yfir dag­ana 3-7. maí. Á hátíðinni verða tæki­færi til að upp­lifa, læra, njóta og tengj­ast en hátíðin hef­ur fest sig í sessi sem einn mik­il­væg­asti kynn­ing­ar­vett­vang­ur ís­lenskr­ar hönn­un­ar og arki­tekt­úrs. Til marks um það eru um 100 sýn­ing­ar, 400 þátt­tak­end­ur og 100 viðburðir á hátíðinni í ár sem end­ur­spegl­ar þá miklu grósku sem á sér stað í hönn­un og arki­tekt­úr á Íslandi.

Þessi mikli fjöl­breyti­leiki fær­ir okk­ur einnig heim sann­inn um það hvernig ís­lensk hönn­un og arki­tekt­úr eru mik­il­vægt breyt­inga­afl og tæki til ný­sköp­un­ar sem nýst get­ur okk­ar sam­fé­lagi á fjöl­breytt­ari hátt en marga órar fyr­ir. Þar hef­ur starfs­fólk Miðstöðvar hönn­un­ar og arki­tekt­úrs, og ótal sam­starfsaðilar þeirra, unnið þrek­virki við að þróa spenn­andi hátíð sem höfðar til víðs hóps og hef­ur sann­ar­lega átt stór­an hlut í því að koma ís­lenskri hönn­un ræki­lega á kortið – svo eft­ir er tekið.

Á þessu kjör­tíma­bili verða mál­efni hönn­un­ar og arki­tekt­úrs í önd­vegi í menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneyt­inu í góðri sam­vinnu við hagaðila. Mark­mið þeirr­ar vinnu er skýrt; við ætl­um að hrinda nýrri hönn­un­ar­stefnu fyr­ir Ísland í fram­kvæmd með aðgerðum sem skila ár­angri, fag­mennsku og gæðum til hags­bóta fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag. Hinni nýju stefnu er ætlað að virkja mannauð í hönn­un­ar­grein­um til þess að leysa brýn verk­efni sam­tím­ans, auka lífs­gæði og stuðla að sjálf­bærri verðmæta­sköp­un.

Meðal lyk­ilaðgerða eru að setja lög um hönn­un og arki­tekt­úr, efla Hönn­un­ar­sjóð, bæta aðgengi ný­skap­andi hönn­un­ar­verk­efna að sam­keppn­is­sjóðum, end­ur­skoða menn­ing­ar­stefnu í mann­virkja­gerð og að tryggja þátt­töku Íslands í Fen­eyjat­víær­ingn­um í arki­tekt­úr.

Strax í ár var Hönn­un­ar­sjóður efld­ur og nem­ur um­fang sjóðsins nú 80 m.kr. Þessu fé er út­hlutað úr sjóðnum til að stuðla að því að efla þekk­ingu, at­vinnu- og verðmæta­sköp­un og stuðla að aukn­um út­flutn­ingi á ís­lenskri hönn­un með því að styrkja kynn­ing­ar- og markaðsstarf er­lend­is.

Það eru stór efna­hags­leg tæki­færi fólg­in í því að styðja skipu­lega við skap­andi grein­ar líkt og hönn­un og arki­tekt­úr. Næg­ir þar að líta til Dan­merk­ur þar sem um­fang hönn­un­ar, arki­tekt­úrs og annarra skap­andi greina hef­ur farið vax­andi í hag­kerf­inu und­an­far­in ár. Má þar til að mynda nefna að tísku­varn­ing­ur er fjórða stærsta út­flutn­ings­stoð Dan­merk­ur.

Það er ekki annað hægt en að fyll­ast stolti yfir sköp­un­ar­krafti, fag­mennsku og elju ís­lenska hönn­un­ar­sam­fé­lags­ins. Ég hef sterka sann­fær­ingu fyr­ir því að efla ís­lenska hönn­un og arki­tekt­úr enn frek­ar, sem fag- og at­vinnu­grein, út­flutn­ings­grein og mik­il­væga aðferðafræði – sem mun á end­an­um leiða til auk­inna lífs­gæða fyr­ir sam­fé­lagið. Ég þakka aðstand­end­un­um Hönn­un­ar­Mars fyr­ir þeirra metnaðarfulla starf og und­ir­bún­ing og óska öll­um gest­um hönn­un­ar­sam­fé­lags­ins hér á landi gleðilegr­ar hátíðar.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 4. maí 2023.