27/10/2025

Mánudagur

19:30 - 21:00

Aðalfundur Sambands eldri Framsóknarmanna – SEF

Mánudagur 27. október 2025 –
Aðalfundur Sambands eldri Framsóknarmanna (SEF) verður haldinn á TEAMS og í Framsóknarsalnum Bæjarlind 14 í Kópavogi mánudaginn 27. október 2025 og hefst hann kl. 19:30.
Drög að dagskrá:
  1. Fundarsetning.
  2. Tilnefning embættismanna fundarins: fundarstjóri og fundarritari.
  3. Ársskýrsla stjórnar – Dagbjört Höskuldsdóttir, formaður.
  4. Reikningar síðasta árs lagðir fram.
  5. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.
  6. Afgreiðsla reikninga.
  7. Lagabreytingar (ef þær liggja fyrir).
  8. Kosningar: - Formaður. - Fjórir (4) meðstjórnendur. - Þrír (3) varastjórnarmenn. - Trúnaðarmannaráð: - Sex (6) aðalmenn (sbr. 1. ml. 2. mgr. 5. gr.) - Sex (6) varamenn (sbr. 2. ml. 2. mgr. 5. gr.) - Tveir (2) skoðunarmenn reikninga.
  9. Björn Snæbjörnsson ræðir störf LEB, Landssambands eldri borgara.
  10. Sigurður Ingi Jóhannsson ávarpar fundinn og ræðir starfið í flokknum.
  11. Umræður og afgreiðsla ályktana sem lagðar hafa verið fram.
  12. Önnur mál.
  13. Fundarslit.
Skráning:
Þeir félagar sem vilja taka þátt í í fundinum sendi ósk um það á netfangið: framsokn@framsokn.is. Á fundardegi, 27. október, fá þeir sem hafa óskað eftir því að sitja fundinn hlekk til að tengjast inn á fundinn. Félagar hvattir til að taka þátt í okkar starfi og mæta á aðalfundinn. Ef einhverjar spurningar vakna má hafa samband við  framsokn@framsokn.is eða hringja á skrifstofu Framsóknar í síma: 540-4300.
Með Framsóknarkveðju, Stjórn SEF