19/04/2024
Föstudagur
17:00 - 19:00
Sveitarstjórnarráðstefna Framsóknar
Föstudagur 19.apríl –
Í aðdraganda 37. Flokksþings Framsóknar er boðað til sveitarstjórnarráðstefnu, föstudaginn 19. apríl í Bæjarlind 14-16 og hefst hún kl. 17:00.
Frummælendur verða:
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og fjármála- og efnahagsráðherra.
-
Fjármál ríkis og sveitarfélaga, framtíðarhorfur og aðkoma hins opinbera að kjarasamningum
Einar Þorsteinsson, borgarstjóri.
-
Breytingar í borginni! – Tækifæri og áskoranir.
Ingveldur Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður fjármálaráðherra og sérfræðingur í skipulags- og byggingarmálum.
-
Skilvirkari byggingarreglugerð – aukið framboð.
Ásmundur Einar Daðason, ritari Framsókn og mennta- og barnamálaráðherra.
-
Málefni innflytjenda og fjöltyngdra barna
Að umræðu lokinni er boðið upp á veitingar að hætti hússins.
Vonandi sjá sem flestir sér færi til þess að mæta og taka þátt í umræðum og hita upp fyrir flokksþing.
Fyrir hönd stjórnar sveitarstjórnarráðs Framsóknar,
Einar Freyr Elínarson, formaður