Categories
Fréttir Greinar

Var eitthvert plan eftir allt saman?

Deila grein

09/01/2025

Var eitthvert plan eftir allt saman?

Það hef­ur verið ein­kenni­legt að fylgj­ast með rík­is­stjórn Sam­fylk­ing­ar, Viðreisn­ar og Flokks fólks­ins eft­ir að stefnu­yf­ir­lýs­ing flokk­anna var kynnt. Yf­ir­lýs­ing­in er rýr í roðinu og eft­ir því sem fleiri viðtöl birt­ast við full­trúa þess­ara flokka því meira hugsi verður maður. Þau eru fá og fá­tæk­leg svör­in þegar spurt er út í hvert planið sé hjá rík­is­stjórn­inni í rík­is­fjár­mál­um, gjald­töku á at­vinnu­lífið, sjáv­ar­út­vegi og fleiri mál­um. Eng­ar út­færsl­ur eða leiðir; ekk­ert. Það er ein­kenni­legt í því ljósi að þess­ir flokk­ar hafa setið á Alþingi und­an­far­in kjör­tíma­bil í stjórn­ar­and­stöðu og töluðu mikið, með óljós­um hætti þó, um breyt­ing­ar fyr­ir síðustu kosn­ing­ar. Maður skyldi ætla að það væru fleiri svör á reiðum hönd­um en raun ber vitni nú þegar flokk­arn­ir þrír fá hin langþráðu lykla­völd að Stjórn­ar­ráðinu.

Það vakti til dæm­is furðu margra þegar ný rík­is­stjórn fór strax að út­hýsa hlut­verki sínu við stjórn rík­is­fjár­mála og varpa ábyrgð á henni yfir á al­menn­ing í land­inu með því að óska eft­ir sparnaðarráðum. Það er sér­stak­lega ein­kenni­legt í ljósi dig­ur­barka­legra en óljósra út­gjaldalof­orða, tekju­öfl­un­ar­áforma sem og sparnaðaraðgerða í rík­is­fjár­mál­um sem dundu á lands­mönn­um í kosn­inga­bar­átt­unni. Má þar nefna yf­ir­lýs­ing­ar um sparnað upp á 28 millj­arða í op­in­ber­um inn­kaup­um, hinar frægu skatta- og skerðing­ar­lausu 450.000 krón­ur, skatta- og gjalda­hækk­an­ir og fleira. Auðvitað á það ekki að vera al­menn­ings að skera rík­is­stjórn­ina niður úr þeirri lof­orðasnöru sem hún setti sig sjálf í. Rík­is­stjórn­in verður ein­fald­lega að taka ábyrgð á sjálfri sér í stað þess að gef­ast strax upp á verk­efn­inu. Því fylg­ir nefni­lega ábyrgð að stjórna landi og til þess voru þess­ir flokk­ar kosn­ir. Það voru því von­brigði að sjá hversu mátt­laus hin stutta stefnu­yf­ir­lýs­ing rík­i­s­tjórn­ar­inn­ar var, sem fær mann til þess að hugsa hvort það hafi verið eitt­hvert raun­veru­legt plan eft­ir allt sam­an.

Hið rétta er að ný rík­is­stjórn tek­ur við mjög góðu búi á marga mæli­kv­arða. Verðbólga hef­ur meira en helm­ing­ast, vext­ir hafa lækkað um 75 punkta síðan í októ­ber síðastliðnum, at­vinnuþátt­taka hef­ur verið mik­il, stutt var við lang­tíma­kjara­samn­inga á vinnu­markaði, skuld­astaða rík­is­sjóðs er góð í alþjóðleg­um sam­an­b­urði þrátt fyr­ir heims­far­ald­ur, stríðsátök í Evr­ópu og verðbólg­una tengda þeim, og jarðhrær­ing­arn­ar í Grinda­vík og svo má lengi telja. Þá hef­ur verið fjár­fest af krafti í innviðum um allt land á und­an­förn­um árum og fjöl­mörg­um verk­efn­um komið til leiðar og mörg verk­efni langt kom­in sem ný rík­is­stjórn mun njóta góðs af hvort sem litið er til heil­brigðismála, mennta- og barna­mála, íþrótta­mála, sam­göngu­mála, út­lend­inga­mála, menn­ing­ar­mála eða ann­ars.

Ný rík­is­stjórn verður fyrst og fremst að passa að taka ekki rang­ar ákv­arðanir og breyta um kúrs í of mörg­um mál­um, enda væri ekki gott að hinar marg­um­töluðu breyt­ing­ar stjórn­ar­flokk­anna yrðu til hins verra. Að því sögðu vil ég óska nýrri rík­is­stjórn velfarnaðar í störf­um sín­um og mun leggja mín lóð á vog­ar­skál­arn­ar við að halda henni við efnið á kom­andi miss­er­um.

Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 9. janúar 2025.