Categories
Greinar

Er lýðræðið í Suðurnesjabæ í frjálsu falli?

Deila grein

02/03/2025

Er lýðræðið í Suðurnesjabæ í frjálsu falli?

Lýðræði og gagn­sæi eru grunnstoðir lýðveld­is­ins og eiga að vera tryggð í öll­um stjórn­sýslu­ein­ing­um lands­ins, þar á meðal á sveit­ar­stjórn­arstig­inu. Síðustu breyt­ing­ar sem urðu á stjórn­skipu­lagi Suður­nesja­bæj­ar voru þegar nýr meiri­hluti tók við sum­arið 2024 þar sem meiri­hlut­inn tók yfir öll lyk­il­hlut­verk í bæj­aráði. Minni­hlut­inn hef­ur því ekki aðkomu að áhrifa­mikl­um ákvörðunum í sveit­ar­fé­lag­inu og ég verð að viður­kenna að það vek­ur al­var­leg­ar áhyggj­ur um framtíð lýðræðis­ins í sveit­ar­fé­lag­inu.

Bæj­ar­ráð ein­ung­is skipað full­trú­um meiri­hlut­ans – brot á lýðræðis­leg­um venj­um?

Eft­ir meiri­hluta­skipt­in sum­arið 2024, þar sem Sjálf­stæðis­flokk­ur, Sam­fylk­ing og Bæj­arlist­inn tóku við stjórn­artaum­un­um, var tek­in ákvörðun um að bæj­ar­ráð Suður­nesja­bæj­ar yrði ein­göngu skipað full­trú­um meiri­hlut­ans. Minni­hlut­an­um, sem sam­an­stend­ur af tveim­ur bæj­ar­full­trú­um Fram­sókn­ar­flokks­ins og ein­um óháðum bæj­ar­full­trúa sem áður var í Sjálf­stæðis­flokkn­um, var aðeins út­hlutað ein­um áheyrn­ar­full­trúa í bæj­ar­ráði, án at­kvæðis­rétt­ar.

Hlut­verk bæj­ar­ráðs er eitt það mik­il­væg­asta inn­an sveit­ar­stjórn­ar, þar sem það hef­ur eft­ir­lit með fjár­mál­um sveit­ar­fé­lags­ins, sem­ur drög að fjár­hags­áætl­un, legg­ur fram til­lög­ur um viðauka við hana og hef­ur fullnaðar­ákvörðun­ar­vald í mál­um sem ekki varða veru­lega fjár­hags­lega hags­muni sveit­ar­fé­lags­ins. Þetta þýðir að all­ar þess­ar ákv­arðanir eru nú tekn­ar af meiri­hlut­an­um ein­um, án þess að minni­hlut­inn hafi nokk­urt raun­veru­legt aðhald eða aðkomu að mál­um.

Það þekk­ist ekki á byggðu bóli á Íslandi að minni­hlut­inn hafi ekki aðgang að bæj­ar­ráði með at­kvæðis­rétti. Þessi breyt­ing er því eins­dæmi og gref­ur und­an lýðræðis­legu eft­ir­liti með ákv­arðana­töku bæj­ar­ráðs.

Fækk­un bæj­ar­full­trúa: Skref aft­ur á bak í lýðræðis­legri þróun?

Annað um­deilt skref sem meiri­hlut­inn hef­ur tekið er að fækka bæj­ar­full­trú­um í Suður­nesja­bæ úr níu í sjö í næstu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um. Á 160. fundi bæj­ar­ráðs lögðu full­trú­ar meiri­hlut­ans, Sig­ur­sveinn Bjarni Jóns­son (Sam­fylk­ingu), Lauf­ey Er­lends­dótt­ir (Bæj­arlist­an­um) og Ein­ar Jón Páls­son (Sjálf­stæðis­flokki), fram til­lögu um fækk­un bæj­ar­full­trúa. Þar sem minni­hlut­inn hafði ekki at­kvæðis­rétt í bæj­ar­ráði var til­lag­an samþykkt sam­hljóða, án mót­atkvæða eða tæki­fær­is til rök­stuðnings gegn henni.

Sam­kvæmt 11. gr. sveit­ar­stjórn­ar­laga skal fjöldi bæj­ar­full­trúa í sveit­ar­fé­lagi með 2.000-9.999 íbúa vera á bil­inu 7-11. Með 4.284 íbúa fell­ur Suður­nesja­bær um miðbik þessa bils og ætti sam­kvæmt eðli­legri stjórn­sýslu að halda í níu full­trúa, þar sem það trygg­ir víðari sjón­ar­mið og meiri fjöl­breytni í lýðræðis­legri umræðu og ákv­arðana­töku sveit­ar­fé­lags­ins, sem er ört stækk­andi.

Sam­an­b­urður við önn­ur sveit­ar­fé­lög

Sé litið til sam­bæri­legra sveit­ar­fé­laga er ljóst að níu full­trú­ar er al­geng­asta fyr­ir­komu­lagið í sveit­ar­fé­lög­um af svipaðri stærð:

Vest­manna­eyj­ar (4.703 íbú­ar) – níu bæj­ar­full­trú­ar

Skaga­fjörður (4.428 íbú­ar) –
níu bæj­ar­full­trú­ar

Ísa­fjarðarbær (3.965 íbú­ar) –
níu bæj­ar­full­trú­ar

Borg­ar­byggð (4.363 íbú­ar) –
níu bæj­ar­full­trú­ar

Norðurþing (3.226 íbú­ar) –
níu bæj­ar­full­trú­ar

Þessi gögn sýna að fækk­un bæj­ar­full­trúa í Suður­nesja­bæ er ekki í sam­ræmi við venj­ur annarra sveit­ar­fé­laga af svipaðri stærð. Með því að fækka full­trú­um minnk­ar lýðræðis­legt aðhald og dreg­ur úr fjöl­breytni sjón­ar­miða í umræðum og ákv­arðana­töku.

Er Suður­nesja­bær í frjálsu falli lýðræðis­ins?

Þess­ar tvær stóru breyt­ing­ar, ein­ræðis­legt bæj­ar­ráð og fækk­un bæj­ar­full­trúa, leiða til meiri samþjöpp­un­ar valds í hönd­um færri aðila og veita minni­hlut­an­um lít­il sem eng­in áhrif á ákv­arðana­töku í sveit­ar­fé­lag­inu. Með því að úti­loka minni­hlut­ann frá áhrif­um er búið til um­hverfi þar sem stjórn­má­laum­ræða og gagn­rýni á ákv­arðanir meiri­hlut­ans verður veik­b­urða.

Spurn­ing­in sem blas­ir við er: Er Suður­nesja­bær í frjálsu falli lýðræðis­ins? Ef bæj­ar­stjórn ætl­ar að viðhalda trausti al­menn­ings og tryggja lýðræðis­lega stjórn­ar­hætti verður hún að staldra við og end­ur­skoða ákv­arðanir sín­ar. Íbúar sveit­ar­fé­lags­ins eiga skilið stjórn­sýslu sem trygg­ir lýðræðis­legt aðhald og fjöl­breytt sjón­ar­mið í ákv­arðana­töku.

Al­ex­is de Tocqu­eville, fransk­ur stjórn­mála­heim­spek­ing­ur, sagn­fræðing­ur og rit­höf­und­ur, þekkt­ur fyr­ir grein­ingu sína á lýðræði og sam­fé­lags­legri þróun, bend­ir á að lýðræði sé ekki sjálf­gefið held­ur bygg­ist á virku aðhaldi og þátt­töku borg­ar­anna. Á sama hátt lagði Platón, grísk­ur heim­spek­ing­ur og einn áhrifa­mesti hugsuður sög­unn­ar, áherslu á að jafn­vægi í stjórn­kerfi væri for­senda stöðug­leika. Það er því und­ir bæj­ar­stjórn Suður­nesja­bæj­ar komið að hlúa að þess­um grunn­gild­um og tryggja að lýðræðið hald­ist sterkt í verki.

Anton Guðmundsson, odd­viti Fram­sókn­ar í Suður­nesja­bæ.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 1. mars 2025.