Categories
Fréttir Greinar

Uppbygging hjúkrunarheimila á Íslandi

Deila grein

14/03/2025

Uppbygging hjúkrunarheimila á Íslandi

Upp­bygg­ing hjúkr­un­ar­heim­ila hef­ur verið eitt brýn­asta verk­efnið í ís­lensku vel­ferðar­kerfi und­an­far­in ár. Með hækk­andi meðal­aldri þjóðar­inn­ar vex þörf­in fyr­ir hjúkr­un­ar­rými hratt, en fram­kvæmd­in hef­ur því miður reynst hæg. Fram­kvæmda­áætl­un til árs­ins 2028 var lögð fram af fyrri rík­is­stjórn með það að mark­miði að bæta úr skorti á hjúkr­un­ar­rým­um, strax á þessu ári. Nú þegar ný rík­is­stjórn hef­ur tekið við vakn­ar spurn­ing­in hvort þau muni fylgja þeirri stefnu og tryggja fram­gang verk­efn­is­ins eða gera breyt­ing­ar á fyr­ir­komu­lag­inu.

Í síðustu viku lagði ég fram fyr­ir­spurn til fé­lags- og vinnu­markaðsráðherra um hvernig ný stjórn­völd hygðust tryggja raun­hæfa og tím­an­lega upp­bygg­ingu hjúkr­un­ar­heim­ila. Ég benti á mik­il­vægi póli­tísks vilja svo fjár­magn fylgdi sett­um mark­miðum. Því var mik­il­vægt að fá skýr svör um hvort ný rík­is­stjórn hygðist fylgja áætl­un­inni eða hvort stefnu­breyt­ing væri fyr­ir­huguð.

Hver er staðan nú?

Sam­kvæmt ný­legri skýrslu um fram­kvæmda­áætl­un hjúkr­un­ar­heim­ila er ljóst að á næstu árum þarf að byggja og bæta yfir 900 hjúkr­un­ar­rými, þar af fjölg­un um 724 rými. Á þessu ári er gert ráð fyr­ir um 250 nýj­um hjúkr­un­ar­rým­um, þar á meðal á Boðaþingi og Nesvöll­um sem verða opnuð með vor­inu og búið er að leigja aðstöðu í Urðar­hvarfi.

Ný verk­efni eins og hjúkr­un­ar­heim­ili á Ak­ur­eyri, í Húsa­vík, Pat­reks­firði og á höfuðborg­ar­svæðinu voru á dag­skrá fyrri rík­is­stjórn­ar þar sem fara átti svo­kallaða leigu­leið til að flýta fyr­ir fram­kvæmd­um.

Fram­kvæmd­ir og framtíðar­sýn

Ein af lyk­il­spurn­ing­um sem ég beindi til ráðherra var hvort rík­is­stjórn­in ætlaði að fylgja þeirri stefnu fyrri rík­is­stjórn­ar að nota leigu­leiðina til að hraða upp­bygg­ingu. Þessi aðferð fel­ur í sér að ríkið aug­lýs­ir eft­ir fast­eigna­fé­lög­um eða bygg­ing­araðilum til að reisa og reka hjúkr­un­ar­heim­il­in, en ríkið tek­ur þau síðan á lang­tíma­leigu. Þetta hef­ur reynst skila skjót­ari ár­angri en hefðbund­in fram­kvæmda­leið.

Svar ráðherra var óljóst, sagði þau vera að vinna verkið og fram­kvæma en svaraði engu til með leigu­leiðina. Þetta lof­orð um fram­kvæmd er án efa já­kvætt, en það þarf að tryggja að skýr­ar fjár­veit­ing­ar og samn­ing­ar fylgi með. Án fjár­magns og sam­stöðu rík­is og sveit­ar­fé­laga geta fram­kvæmd­ir taf­ist óþarf­lega, eins og dæm­in sanna. Ég mun áfram fylgj­ast náið með hvernig þess­ar fram­kvæmd­ir þró­ast, því það skipt­ir máli að eldri borg­ar­ar okk­ar fái þann stuðning og þá umönn­un sem þeir eiga skilið.

Á næstu árum mun eft­ir­spurn eft­ir hjúkr­un­ar­rým­um aðeins aukast. Fyr­ir­spurn mín til ráðherra var því ekki bara spurn­ing um fram­kvæmda­áætlan­ir, held­ur um sam­fé­lags­lega ábyrgð. Nú er það verk­efni rík­is­stjórn­ar­inn­ar að láta verk­in tala og munu næstu mánuðir leiða í ljós hvort hún ætl­ar að standa við lof­orð og tryggja að upp­bygg­ing hjúkr­un­ar­heim­ila verði ekki aðeins orð á blaði held­ur áþreif­an­leg­ur veru­leiki.

Ingibjörg Isaksen, þingmaður og þing­flokks­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 14. mars 2025.