Categories
Fréttir Greinar

Hús þarf traustar undirstöður

Deila grein

02/09/2025

Hús þarf traustar undirstöður

Þegar hin sam­eig­in­lega mynt, evr­an, var tek­in upp árið 1999 gerðu hug­mynda­fræðing­ar henn­ar sér í hug­ar­lund að hún myndi stuðla að aukn­um hag­vexti og vel­sæld fyr­ir álf­una.

Rúm­um 25 árum seinna hef­ur evr­an ekki skilað þeim ár­angri sem von­ir stóðu til. Nicholas Kaldor, hag­fræðing­ur við Cambridge-há­skóla, kom strax með gagn­rýni á hug­mynd­ir um sam­eig­in­lega mynt í mars árið 1971. Kaldor sagði þá að leiðtog­ar Evr­ópu væru að stór­lega van­meta efna­hags­leg áhrif þess að taka upp sam­eig­in­lega mynt og sagði að ef þetta ætti að tak­ast, þá þyrftu efna­hags­lega sterk­ari ríki að fjár­magna þau sem stæðu verr meira og minna til fram­búðar. Hann varaði jafn­framt við því að hin sam­eig­in­lega mynt myndi sundra Evr­ópu­bú­um, og minnt­ist á fræg orð for­seta Banda­ríkj­anna, Abra­hams Lincolns, um að: „Hús sem er klofið gegn sjálfu sér get­ur ekki staðið.“

Kaldor hef­ur að mínu mati rétt fyr­ir sér. Ef hin sam­eig­in­lega mynt á að skila þeim ár­angri sem upp­hafs­menn henn­ar vildu, þá þarf að setja á lagg­irn­ar sam­eig­in­leg­an rík­is­sjóð evru­ríkj­anna, sem hef­ur sams kon­ar hlut­verk og rík­is­sjóður Banda­ríkj­anna. Eins og staða er í dag, þá nema sam­eig­in­leg fjár­lög ESB-ríkj­anna um 1% af lands­fram­leiðslu þeirra, meðan um­fang rík­is­sjóðs Banda­ríkj­anna er um 20%. Rík­is­sjóður Banda­ríkj­anna hef­ur það hlut­verk meðal ann­ars að sjá um skatt­heimtu, móta efna­hags­stefnu fyr­ir al­ríkið, styðja við fá­tæk­ari fylki lands­ins og fjár­magna her­inn. Veg­ferð fylg­is­manna evr­unn­ar og aðild­arsinna er að mynda svipað ríkja­sam­band, líkt og Banda­rík­in. Mario Drag­hi, fyrr­ver­andi seðlabanka­stjóri, sagði á dög­un­um að til að Evr­ópa gæti brugðist við þeim efna­hags­legu áskor­un­um sem blasa við henni, þá þurfi ESB að koma fram meira eins og eitt ríki.

Ef við lít­um á þau ríki sem vegn­ar einna best í Evr­ópu um þess­ar mund­ir, þá eru það ríki sem hafa sinn eig­in gjald­miðil. Þetta eru ríki á borð við Sviss, Ísland og Nor­eg. Megin­á­stæða þess að marg­ir hag­fræðing­ar vara við sam­eig­in­leg­um gjald­miðli á borð við evru fyr­ir Ísland og Nor­eg er sú staðreynd að hagsveifl­ur þess­ara ríkja eru ekki í takt við evru­rík­in. Þannig tek­ur hag­stjórn­in ekki mið af þeirri efna­hags­legri stöðu sem þau ríki búa við.

Íslandi hef­ur vegnað vel og séð mik­il um­skipti á vel­sæld þjóðar­inn­ar og lands­fram­leiðsla vaxið mikið. Þegar Norðmenn höfnuðu aðild að ESB árið 1994, þá voru það efna­hags­leg­ir hags­mun­ir þjóðar­inn­ar sem réðu mestu. Efna­hags­leg grein­ing á sín­um tíma leiddi í ljós að Norðmenn myndu greiða mun meira til ESB en þjóðin fengi í staðinn. Reikn­ing­ur­inn hef­ur hækkað veru­lega síðan þá. Það ná­kvæm­lega sama á við í til­felli Íslands og því eig­um við áfram að vera í EES-sam­starfi en ekki fara í Evr­ópu­sam­bandið.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, vara­formaður Fram­sókn­ar og fv. viðskiptaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 2. september 2025.