Categories
Fréttir

B – hliðin

Deila grein

19/11/2014

B – hliðin

Líneik Anna SævarsdóttirLíneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður í Norðausturkjördæmi sýnir okkur B – hliðina að þessu sinni: „Það stekkur enginn hærra en hann hugsar“.
Fullt nafn: Líneik Anna Sævarsdóttir.
Gælunafn: Líkar best þegar ég er kölluð Líneik Anna – sumir í fjölskyldunni hafa þó leyfi til að kalla mig Issu en það er gælunafn sem varð til þegar Helga litla systir mín reyndi að segja systir.
Aldur: Ný orðin 50 ára.
Hjúskaparstaða?  Hef verið gift Magnúsi Ásgrímssyni í næstum aldarfjórðung.
Börn? Fjögur snjöll börn – hvert á sinn hátt.
Hvernig síma áttu? Samsung eitthvað … .
Uppáhaldssjónvarpsefni? Hef aldrei horft mikið á sjónvarp og það er langt síðan ég hef fylgst með framhaldsþætti en horfi á oft á fréttaþætti og vandaða náttúrulífsþætti og hef gaman af íslensku efni eins og orðbragði og útsvari og þá finnst mér þjóðfélagsgagnrýnin í áramótaskaupinu algjörlega nauðsynleg.
Uppáhalds vefsíður: Austurfrétt og Baggalútur.
Besta bíómyndin? Finnst bókin oftast betri, hef samt alltaf gaman að því að fara í bíó og besta myndin er sú sem hæfir skapi mínu þann daginn.
Hvernig tónlist hlustar þú á? Hef gaman af allaveg tónlist en ég vel sjaldan tónlist sjálf, hlusta frekar á það sem aðrir velja.
Uppáhaldsdrykkur: Vatn.
Hvað finnst þér best að borða? Allt of margt, skötuselur og lambakjöt klikka aldrei.
Hvaða lag kemur þér í gírinn? Eitthvað með Queen.
Ertu hjátrúarfull? Held ekki.
Hverslags viðfangsefni myndirðu ekki leggja nafn þitt við? Hvers konar mismunun sem gerir greinarmun á fólki t.d. eftir kynþætti, kynferði, tungu, trú, þjóðerni, kynhneigð, búsetu eða stjórnmálaskoðunum.
Hver var fyrirmyndin þín á yngri árum? Foreldrar mínir og kennarar.
Hver er fyrirmyndin þín í dag? Ýmsar snjallar konur og menn, út um allt – finnst mikilvægt að reyna að læra af sem fjölbreyttumst hópi fólks.
Hverjir eru sessunautar þínir á Alþingi? Valgerður Gunnarsdóttir og Haraldur Einarsson.
Hver eru helstu áhugamálin? Lestur og allskonar útivist, gönguferðir, fjallgöngur og smalamennskur.
Besti vinurinn í vinnunni? Engin spurning að það er Þórunn hinn Austfirðingurinn á þingi, þekktumst ekki nema af afspurn þar til í nóvember 2012 en eftir að hafa ferðast fleiri km saman í vinnunni er vináttan orðin býsna þétt.
Helsta afrekið hingað til? Að ganga með tvíbura og koma þeim í heiminn.
Uppáhalds manneskjan? Maggi minn.
Besti skyndibitinn? Sushi.
Það sem þú borðar alls ekki? Fiskbúðingur úr dós.
Lífsmottóið? Reyna að hlusta fyrst.
Þetta að lokum: „Það stekkur enginn hærra en hann hugsar“.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.