Categories
Fréttir

Jafnréttisviðurkenning Framsóknarflokksins 2015

Deila grein

11/04/2015

Jafnréttisviðurkenning Framsóknarflokksins 2015

jafnrettisviðurkenning-02Gunnar Bragi Sveinsson hlaut jafnréttisviðurkenningu Framsóknar á flokksþingi 2015. Viðurkenningin er veitt fyrir mikið og óeigingjarnt starf í þágu flokksins sem varðar að jafna stöðu karla og kvenna og unnið að framgangi jafnréttisáætlunar flokksins.
Í rökstuðningi jafnréttisnefndar sem veitti viðurkenninguna sagði að Gunnar Bragi hefði sem ráðherra sett jafnréttismálin á dagskrá. Gunnar Bragi hefur setið í jafnréttisnefnd sem sveitarstjórnarmaður og síðar sem þingflokksformaður í jafnréttisnefnd Framsóknar. Sem ráðherra hefur hann í ræðum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna talað fyrir jafnrétti og mikilvægi þess að fá karlmenn með í baráttunni fyrir kynjajafnrétti, samfélaginu í heild til góðs.
Ráðuneyti hans stóð fyrir sérstakri ráðstefnu svokallaðri Rakarastofuráðstefnu með Súrínam í Sameinuðu þjóðunum í New York. Hugmyndin að baki Rakarastofuráðstefnunni var að virkja karla í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna og var hún tengd aðdraganda 20 ára afmæli Beijing – yfirlýsingarinnar, aðgerðaráætlunarinnar Beijing +20 og átaki UN Women, He for She. Rakarastofuráðstefnan vakti athygli víða um heim og unnið er að áframhaldi hennar.
Þá hélt utanríkisráðuneytið ráðstefnu um jafnréttismál á norðurslóðum sl. haust  þar var fjallað um aðstæður kvenna og karla á svæðinu, m.a. aðgang og yfirráð auðlinda, þátttöku kynjanna í ákvarðanatöku og stjórnmálum, byggðaþróun, öryggi og velferð. Sagði ráðherra mikilvægt að efla umræður og hlut jafnréttismála í starfi Norðurskautsráðsins enda væri það mikilvægur liður í sjálfbærri mannvistar- og samfélagsþróun á norðurslóðum.
jafnrettisviðurkenning-03Þau tvö ár sem Gunnar Bragi hefur starfað sem utanríkisráðherra hefur hann talað fyrir jafnrétti og mannréttindum á alþjóðlegum ráðstefnum eins og Artic Frontiers, Global Summit to End Sexual Violence in Conflict og Arctic Circle, fundum og ráðstefnum um þróunarmál þar með talið hjá OECD og alþjóðabankanum.
Verðlaunagripurinn, sem ber nafnið „Hnarreist stöndum við saman“, er skúlptúr sem sýnir okkur að við stöndum öll á sama grundvelli og horfumst í augu, burt séð frá t.d. kyni, kynþætti, aldri eða samfélagsstöðu. Skúlptúrinn er frá Jens og er smíðaður úr eðalstáli með íslenskum mugearit og kalsedón.
Myndband af Rakarastofu ráðstefnunni.
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.[/fusion_builder_column][/fusion_builder_row][/fusion_builder_container]