Forystufólk Framsóknar
Sigurður Ingi Jóhannsson er formaður Framsóknar, Lilja Dögg Alfreðsdóttir er varaformaður og Ásmundur Einar Daðason er ritari.
Framsókn er ekki flokkur byltinga, við erum umbótaafl
Við horfum á þann góða grunn sem samfélagið byggir á og styðjum við breytingar á því sem þarf að laga.
Framsókn er ekki flokkur byltinga, við erum umbótaafl, við erum flokkur framfara sem byggjast á menntun, dugnaði og hugsjónum.
- Við viljum samfélag þar sem hlúð er að fjölskyldunni sem hornsteini samfélagsins.
- Við viljum samfélag þar sem hlúð er að atvinnurekstri og sprotum.
- Við viljum sjá samfélag þar sem allir borgarar búa við jöfn tækifæri og geta blómstrað, hver á sinn hátt.
- Við viljum samfélag þar sem ríkir frelsi með ábyrgð.
Skilaboð frá Lilju
Eitt af stórum baráttumálum flokksins snýr að tungumálinu okkar, íslenskunni, og stöðu hennar í hinum stafræna heimi. Jákvætt viðhorf til íslensku og aukin meðvitund um mikilvægi tungumálsins skiptir sköpum svo aðrar aðgerðir til stuðnings henni skili árangri. Það hefur lengi verið mér hjartans mál að tryggja að hægt sé að nota íslensku í samskiptum við nútímatæknina. Þannig tryggjum við enn fremur framtíð íslenskunnar og málþroska barnanna okkar.
Jafnt aðgengi að íþróttastarfi er einnig gríðarlega mikilvægt. Framsóknarflokkurinn er einhuga um að hlúa vel að íþróttastarfi og efla það frekar, enda hefur forvarnargildi skipulagðs íþróttastarfs margsannað gildi sitt. Íþróttir gera samfélagið okkar öflugra og skipa mikilvægan sess í íslensku þjóðlífi.
Íslensk menning og listir eru auðlind sem skilar miklum efnahagslegum gæðum til samfélagsins. Íslendingar eru listhneigðir og menningarneysla er mikil hér á landi. Framsóknarflokkurinn leggur mikla áherslu á að efla og styrkja menninguna, en ekki síður skapandi greinar. Þetta er okkar mesti auður til framtíðar og viljum við rækta hann áfram.
Til að tryggja lífsgæði á Íslandi þarf sterkt og öflugt efnahagslíf. Framsókn leggur mikla áherslu á að stuðla að hagvexti til framtíðar með mikilli atvinnusköpun og fjárfestingum. Styðja þarf við grunnstoðir samfélagsins, vernda afkomu fólks og fyrirtækja og veita öfluga viðspyrnu fyrir íslenskt efnahagslíf á óvissutímum. Íslenska þjóðarbúið er í góðri stöðu til að takast á við þær áskoranir sem eru fram undan. Við leggjum mikla áherslu á að halda áfram að sýna þann sveigjanleika sem er nauðsynlegur til að tryggja hag fólksins í landinu.
Með áframhaldandi uppbyggingu íslensks mennta- og hagkerfis mun okkur takast að koma Íslandi í fremstu röð. Þannig tryggjum við grunn að sterku samfélagi.
Styrkleikinn er grasrótin og mannauðurinn
Einn helsti styrkleiki Framsóknar felst í grasrótinni og mannauðnum. Um allt land er fjöldi fólks sem hafa haft áhrif á íslenska stjórnmálasögu með þátttöku í Framsókn og munu áfram gera það.
Samstarf kjörinna fulltrúa og grasrótarinnar er grundvöllur að góðu starfi.
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, ritari Framsóknarflokksins
Deila
