Við endurskipulagningu fjármálakerfisins leggur Framsóknarflokkurinn áherslu á að fjármálakerfið þjóni fyrst og fremst heimilum og fyrirtækjum í landinu sem skapa störf og raunveruleg verðmæti á landsvísu. Eftirfarandi atriði ber að hafa að leiðarljósi:
Með fullum aðskilnaði er dregið úr hættunni á að ríkissjóður sé beint eða óbeint í ábyrgð fyrir áhættusömum fjárfestingarbankaverkefnum. Með aðskilnaði myndi einnig draga úr hagsmunaárekstrum, samkeppni yrði jafnari og bankar sem nú eru of stórir myndu minnka.
Stóru bankarnir þrír eru samtals með meira en 90% markaðshlutdeild og því mikil hætta á fákeppni í bankaþjónustu. Framsóknarflokkurinn telur að annar ríkisbankanna eigi að vera áfram í eigu þjóðarinnar, með það markmiði að þjóna samfélaginu sem best. Til að bregðast við fákeppni á bankamarkaði er nauðsynlegt að samfélagsbanki hafi þann tilgang að bjóða góða þjónustu á sem bestum kjörum. Þannig má efla samkeppni í bankaþjónustu á landsvísu.
Seðlabankinn hefur í dag það þrönga markmið að halda verðlagsþróun innan ákveðinna vikmarka. Víða hafa seðlabankar víðtækari skyldur svo sem að stuðla að bættum lífskjörum, hagsæld heimila og hagvexti.
Landsmenn fái þann valkost að geyma reiðufé sitt á öruggum reikningum í Seðlabanka Íslands. Með þessu byðist örugg og nútímaleg leið til að geyma laust fé sem nota mætti til greiðslu í viðskiptum. Færslugjöld á slíkum reikningum gætu verið lægri en hjá bönkum. Greiðslumiðlun í landinu væri þá örugg og ekki lengur ofurseld því að einstakir bankar séu greiðslufærir enda er Seðlabankinn ávallt greiðslufær í eigin gjaldmiðli.
Þau sjónarmið hafa komið frá talsmönnum banka að setji eigi skorður við sjóðfélagalánum lífeyrissjóðanna. Framsóknarflokkurinn telur mikilvægt að lífeyrissjóðir veiti bönkunum áfram aðhald og samkeppni í íbúðalánum. Enda eru lífeyrissjóðir með aðgang að stöðugu langtímafjármagni og fáir fjárfestingarkostir öruggari en íbúðalán.
3 Þýsk fyrirmynd – Starfandi samfélagsbanki sem er einungis sinnir viðskiptabankastarfsemi s.s. innlánum, útlánum og færsluþjónustu. Samfélagsbanki er sjálfseignarstofnun hugsuð til að þjóna almenningi og litlum og millistórum fyrirtækjum með samfélagslega ábyrgð að leiðarljósi.
Lífeyrissjóðir hafa fram til þessa byggt alfarið á söfnun sjóða en þessir sjóðir eru orðnir mjög stórir og umfangið meira en ein og hálf landsframleiðsla. Það er ekki til nægur gjaldeyrir fyrir sjóðina til að fjárfesta erlendis nema að litlu leyti, og því þarf að skoða þann möguleika að taka upp gegnumstreymiskerfi að hluta.
Framsóknarflokkurinn vill að sjóðsfélagar í lífeyrissjóðum kjósi stjórnir þeirra. Einstaklingar skulu hafa frelsi um hvar lögbundinn lífeyrissparnaður þeirra er ávaxtaður hjá viðurkenndum aðilum. Slík framkvæmd eykur lýðræði félagsmanna og mun ásamt innbyrðis samkeppni vörsluaðila lífeyrissparnaðar bæta gæði kerfisins og minnka hættu á varhugaverðum hagsmunatengslum. Þá er stjórnarseta fulltrúa lífeyrissjóða í þeim fyrirtækjum sem þeir hafa fjárfest í varhugaverð, enda getur hún valdið hagsmunaárekstrum.
Byggt verði á vinnu og tillögum nefndar sem skilaði skýrslu um afnám verðtryggingar í janúar 2014. Í hverju skrefi sem tekið verður þarf að leggja áherslu á að gæta stöðugleika og að möguleikar ungs fólks og tekjulágra til að eignast húsnæði skerðist ekki. Framsóknarflokkurinn vill enn fremur skapa hvata og stuðning til þess að heimili geti breytt verðtryggðum lánum í óverðtryggð.
Fasteignaverð er liður í neysluvísitölu hér á landi og af þeim sökum hafa stýrivextir og höfuðstólar verðtryggðra lána verið hærri en í nágrannalöndum þar sem stuðst er við samræmda vísitölu neysluverðs.
Framsóknarflokkurinn leggur áherslu á að hagsmunir neytenda og skattgreiðenda verði hafðir að leiðarljósi við boðaða vinnu við endurskipulagningu fjármálakerfisins, sem m.a. er getið um í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar. Í því felst að leitað verði leiða til að auka samkeppni á viðskiptabankamarkaði, á sama tíma og dregið verði úr þeirri áhættu sem skattgreiðendur bera af starfsemi fjármálafyrirtækja.
Framsóknarflokkurinn vill að heimilt verði að taka út lífeyriseign til húsnæðiskaupa. Vel hefur gengið að nýta hluta viðbótarlífeyrissparnaðar til niðurgreiðslu húsnæðislána og til húsnæðiskaupa. Framsóknarflokkurinn vill að frekari skref verði stigin við að heimila nýtingu á viðbótarlífeyrissparnaði og hluta skyldulífeyrissparnaðar til húsnæðiskaupa hér á landi. Sambærileg leið hefur verið farin í Sviss. Þegar íbúðin er seld er iðgjaldinu skilað aftur inn í lífeyrissjóðinn.
4 Svissnesk fyrirmynd – Heimild til að taka út það iðgjald sem lagt hefur verið í sameignarhluta lífeyrissjóða og nýta sem útborgun við íbúðarkaup. Fjárhæð sem tekin er út ber ekki vexti og er án afborgana. Við sölu íbúðar er iðgjaldinu skilað aftur inn í lífeyrissjóðinn.
Rannsaka þarf aðgerðir stjórnvalda og fjármálafyrirtækja í kjölfar hrunsins og finna út raunverulega stöðu fjármálakerfisins en það verður ekki gert án þess að rannsaka lögmæti þeirra aðgerða sem ráðist var í eftir hrunið, t.d. varðandi endurútreikninga gengistryggðra lána. Einnig þarf að skoða hvort úrvinnsla verðtryggðra og gengistryggðra lána hafi verið í samræmi við lög- og stjórnarskrárvarin réttindi neytenda og skuldbindingar Íslands samkvæmt EES-samningnum.
Stöðva skal allar aðfarir sem byggja á fyrrnefndum aðgerðum á meðan vinna við slíka rannsóknarskýrslu stendur yfir.
Því leggst Framsóknarflokkurinn gegn fyrirhugaðri byggingu Landsbankans á dýrasta byggingasvæði landsins. Aðrar lausnir eru nærtækari.
Deila
Necessary cookies are absolutely essential for the website to function properly. This category only includes cookies that ensures basic functionalities and security features of the website. These cookies do not store any personal information.
Any cookies that may not be particularly necessary for the website to function and is used specifically to collect user personal data via analytics, ads, other embedded contents are termed as non-necessary cookies. It is mandatory to procure user consent prior to running these cookies on your website.