Kjördæmasambönd
Flokksfélögin í hverju kjördæmi hafa með sér samstarfsvettvang sem kallast kjördæmissamband, nema í Reykjavík þar sem að þessi vettvangur kallast kjördæmasamband fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður og suður. Kjördæmissamböndin hafa umsjón með og/eða frumkvæði að flokksstarfi í kjördæminu. Til þeirra kasta koma þó fyrst og fremst sameiginleg mál eins og stefnumótun um málefni kjördæmisins, útgáfa flokksblaða í kjördæminu, samskipti við flokksforystuna og þingflokkinn og fleira þess háttar. Formenn kjördæmissambanda eiga sæti í landsstjórn flokksins.
Kjördæmissamböndin standa fyrir framboði til Alþingis í sínu kjördæmi þ.e. þau ákveða hvaða aðferð skuli nota við val á frambjóðendum, sjá um framkvæmd hennar og bera listann formlega fram. Þau sjá síðan um skipulagningu og rekstur kosningabaráttunnar á sínu svæði. Samböndin halda kjördæmisþing í október eða nóvember ár hvert. Það sækja trúnaðarmenn flokksins í kjördæminu og fulltrúar aðildarfélaga sambandsins (oftast einn fyrir hverja 10 félagsmenn). Þar er farið yfir starfið á liðnu ári, línurnar lagðar fyrir það næsta og ályktað um málefni kjördæmisins eða stjórnmálaástandið almennt. Þar eru einnig kjörnir fulltrúar í miðstjórn flokksins til eins árs í senn. Fjöldi þeirra fer eftir fjölda félagsmanna í kjördæminu.
Reykjavík – KFR
Kjördæmasamband framsóknarfélaganna í Reykjavík
Hverfisgötu 33, 1. hæð
101 Reykjavík
Formaður: Stefán Þór Björnsson
Aðildarfélög:
- Framsóknarfélag Reykjavíkur
- Ung Framsókn í Reykjavík
Suðvesturkjördæmi – KFSV
Kjördæmissamband framsóknarfélaganna í Suðvesturkjördæmi
Formaður: Guðmundur Birkir Þorkelsson
Aðildarfélög:
- Framsóknarfélag Seltjarnarness
- Framsóknarfélag Kópavogs
- Framsóknarfélag Garðabæjar
- Framsóknarfélag Hafnarfjarðar
- Framsóknarfélag Mosfellsbæjar
- Félag ungra Framsóknarmanna á Seltjarnarnesi
- Félag ungra Framsóknarmanna í Kópavogi
- Félag ungra Framsóknarmanna í Hafnarfirði
- Félag ungra Framsóknarmanna í Garðabæ og Álftanesi – Denni
- Félag Framsóknarkvenna í Kópavogi – Freyja
- Félag Framsóknarkvenna í Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi – Harpa
Suðurkjördæmi – KSFS
Kjördæmissamband Framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi
Eyrarvegi 15 – Árborg
Hafnargötu 62 – Reykjanesbæ
Formaður: Björn Harðarson
Aðildarfélög:
- Framsóknarfélag Reykjanesbæjar
- Framsóknarfélag Grindavíkur
- Framsóknarfélag Suðurnesjabæjar
- Framsóknarfélag Árborgar
- Framsóknarfélag Árnessýslu
- Framsóknarfélag Hveragerðis
- Framsóknarfélag Ölfuss
- Framsóknarfélag Rangæinga
- Framsóknarfélag Vestur-Skaftafellssýslu
- Framsóknarfélag Austur-Skaftafellssýslu
- Framsóknarfélag Vestmannaeyja
- Félag Framsóknarkvenna í Reykjanesbæ – Björk
- Félag ungra Framsóknarmanna á Suðurnesjum
- Félag ungra Framsóknarmanna í Árnes- og Rangárvallasýslu – Guðni
- Félag ungra Framsóknarmanna í Vestur-Skaftafellssýslu
- Félag ungra Framsóknarmanna í Austur-Skaftafellssýslu
- Samtök Framsóknarkvenna á Suðurlandi
Norðvesturkjördæmi – KFNV
Kjördæmissamband Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi
Heimilisföng:
Suðurgata 3 – Sauðárkróki
Pollgötu 4 – Ísafirði
Sunnubraut 21 – Akranesi
Formaður: Guðjón Ebbi Guðjónsson
Aðildarfélög:
- Framsóknarfélag Akraness
- Framsóknarfélag Borgarfjarðar og Mýra
- Framsóknarfélag Stykkishólms
- Framsóknarfélag Grundarfjarðar
- Framsóknarfélag Snæfellsbæjar
- Framsóknarfélag Snæfellsness- og Hnappadalssýslu
- Framsóknarfélag Dala og Reykhóla
- Framsóknarfélag Ísafjarðarbæjar
- Framsóknarfélag Bolungarvíkur
- Framsóknarfélag Barðastrandarsýslu
- Framsóknarfélag Hólmavíkur
- Framsóknarfélag Kaldrananeshrepps
- Framsóknarfélag Árneshrepps
- Framsóknarfélag Húnaþings vestra
- Framsóknarfélag Austur-Húnavatnssýslu
- Framsóknarfélag Skagafjarðar
- Félag ungra Framsóknarmanna á Akranesi
- Félag ungra Framsóknarmanna í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu
- Félag ungra Framsóknarmanna í Húnavatnssýslum
- Félag ungra Framsóknarmanna í Skagafirði
Norðausturkjördæmi – KFNA
Kjördæmissamband Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi
Tjarnarbraut 19, 700 Egilsstöðum
Formaður: Guðmundur Baldvin Guðmundsson
Aðildarfélög:
- Framsóknarfélag Fjallabyggðar
- Framsóknarfélag Eyjafjarðarsveitar
- Framsóknarfélag Grýtubakkahrepps
- Framsóknarfélag Akureyrar og nágrennis
- Framsóknarfélag Dalvíkurbyggðar
- Framsóknarfélag Þingeyinga
- Framsóknarfélag Bárðdæla
- Framsóknarfélag Norður-Þingeyjarsýslu austan heiðar
- Framsóknarfélag Vopnafjarðar
- Framsóknarfélag Múlaþings
- Framsóknarfélag Fjarðabyggðar
- Félag ungra Framsóknarmanna á Siglufirði
- Félag ungra Framsóknarmanna á Akureyri og nágrenni
- Félag ungra Framsóknarmanna á Mið-Austurlandi – Eysteinn
Deila