21. Kjördæmisþing KFNA

Laugardagur 6. nóvember 2021 –

Boðað er til 21. Kjördæmisþings Kjördæmissambands Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi (KFNA) laugardaginn 6. nóvember í Félagsheimilinu Skjólbrekku við Mývatn og er þingsetning kl. 13.00.

Formenn aðildarfélaga eru hvattir til þess að huga að því að manna kjörbréf fyrir þingið og gott væri að áhugasamir félagsmenn myndu tilkynna sig til þeirra.

Drög að dagskrá:

1.  Þingsetning og kjör embættismanna þingsins:

– Tveggja þingforseta.
– Tveggja þingritara.
– Þriggja fulltrúa í kjörbréfanefnd.
– Uppstillingarnefnd.

2.  Skýrsla stjórnar og reikningar lagðir fram:

– Skýrsla formanns.
– Skýrsla gjaldkera.

3.  Ávörp gesta.

4.  Almennar stjórnmálaumræður.

5.  Kaffihlé.

6.  Stjórnmálaályktanir.

7.  Nefndarstörf.

8.  Afgreiðsla ályktana.

9.  Lagabreytingar.

10.  Kosningar:
a)  Formann KFNA til tveggja ára.
b)  Þrjá fulltrúa í stjórn KFNA til tveggja ára og fimm varafulltrúa til eins árs.
c)  Formann kjörstjórnar.
d)  Sex fulltrúa í kjörstjórn og jafnmarga til vara.
e)  Fulltrúa KFNA í miðstjórn Framsóknarflokksins samkvæmt lögum flokksins.
f)  Þrjá fulltrúa í launþegaráð og þrjá varamenn.
g)  Tvo skoðunarmenn reikninga og tvo til vara.

11. Önnur mál.

***

Starfsnefnd KFNA hefur tekið til starfa og í henni eru:
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, geh@rml.is
Þorvaldur P Hjarðar, hjardar@simnet.is
Valdimar Bragason, vbraga@simnet.is

Hlutverk starfsnefndar er að taka saman og stilla upp framboðum í eftirtalin embætti:
a)  Þrjá aðalfulltrúa í stjórn KFNA til tveggja ára.
c)  Fimm varafulltrúa í stjórn til eins árs.
d)  Formann kjörstjórnar.
e)  Sex (6) fulltrúa í kjörstjórn og jafnmarga til vara.
f)   Fulltrúa KFNA í miðstjórn Framsóknarflokksins.  Kjósa skal einn fulltrúa fyrir hverja 100 félagsmenn í kjördæminu eða brot úr þeirri tölu umfram 50.  Kjör þeirra gildir á milli reglulegra kjördæmisþinga.  Þriðjungur þeirra hið minnsta skal vera úr hópi ungs framsóknarfólks.  Jafnmargir varamenn skulu kjörnir á sama hátt.
g)  Þrjá fulltrúa í launþegaráð og þrjá varamenn.
h)  Tveir (2) skoðunarmenn reikninga KFNA.

***

  • Þinggjöld 4.500,- fulltrúa
  • Kjötsúpa og súpa dagsins ásamt brauði 1.500,- pr. mann

***

Úr lögum KFNA um kjördæmisþing:
2.  Um kjördæmisþing.

2.1.  Kjördæmisþing hefur æðsta vald í málefnum KFNA. Á kjördæmisþingi skal marka stefnu sambandsins og taka ákvarðanir um starf þess, skipulag og fjárreiður.
2.2.  Halda skal reglulegt kjördæmisþing fyrir 15. nóvember ár hvert. Þá skal halda aukakjördæmisþing ef þörf krefur. Stjórn KFNA boðar til kjördæmisþings. Boða skal til kjördæmisþings með a.m.k. þriggja vikna fyrirvara á óvéfengjanlegan hátt. Í þingboði skal getið dagskrár. Kjördæmisþing er löglegt sé löglega til þess boðað. Ef brýn nauðsyn krefur er þó heimilt að boða til kjördæmisþings með fimm daga fyrirvara, en auglýsa skal þá fundarefnið opinberlega.
Eigi síðar en 15 dögum fyrir kjördæmisþing skal stjórn kjördæmissambandsins skipa starfsnefnd sem tekur á móti tillögum um frambjóðendur sem kosið verður um til trúnaðarstarfa.
2.3.  Á kjördæmisþingi eiga sæti með atkvæðisrétti:
Einn fulltrúi fyrir hverja byrjaða 10 félagsmenn hvers aðildarfélags í kjördæminu. Þó aldrei færri en einn fulltrúi úr hverju sveitarfélagi á félagssvæðinu. Jafnmargir varafulltrúar skulu kjörnir.
Fulltrúatala einstakra aðildarfélaga skal miðast við félagaskrá eins og hún liggur fyrir á skrifstofu flokksins einum mánuði fyrir kjördæmisþing, þó að teknu tilliti til greinar 2.4 í lögum flokksins.
Stjórn KFNA.
Aðalmenn í miðstjórn Framsóknarflokksins sem búsettir eru í kjördæminu, auk þess fyrrverandi og sitjandi þingmenn og ráðherrar flokksins ásamt fulltrúum kjördæmisins í sveitarstjórnarráði.
Fulltrúar kjördæmisins í launþegaráði.
Þá skulu allir félagsmenn Framsóknarflokksins í kjördæminu eiga rétt á að sitja kjördæmisþing með málfrelsi og tillögurétt. Einnig skal framkvæmdastjórn flokksins og framkvæmdastjóri hans eiga þar seturétt með málfrelsi og tillögurétt.

***
Uppskeruhátið – Höfum gaman saman!

Allir Framsóknarmenn velkomnir þó þeir hafi ekki átt þess kost að sækja þingið, nú er upplagt tækifæri til að hittast, hafa gaman saman og fagna frábærum kosningasigri Framsóknar!

Kvöldverðarhlaðborð  – súpa, salatbar, lambalæri, silungur, grænmetisréttur, meðlæti, súkkulaðikaka, ferskir ávextir og rjómi á aðeins kr. 5.900,- pr./mann.

Gisting á Sel Hótel – tilboðsverð fyrir þingfulltrúa:
  • Eins manns herbergið á 13.900,- með morgunmat nóttin
  • Tveggja manna herbergið á 16.900,- með morgunmat nóttin
STJÓRN KFNA.