Categories
Fréttir Nýjast

Jóhann H. Sigurðsson ráðinn skrifstofustjóri Framsóknar

Deila grein

05/05/2023

Jóhann H. Sigurðsson ráðinn skrifstofustjóri Framsóknar

Jóhann H. Sigurðsson hefur verið ráðinn skrifstofustjóri Framsóknar. Hann tekur við af Teiti Erlingssyni, sem hefur sinnt hlutverki skrifstofustjóra tímabundið en er að hefja störf sem aðstoðarmaður mennta- og barnamálaráðherra. Jóhann hefur störf 8. maí. 

Jóhann er með B.A. gráðu í stjórnmálafræði með viðskiptafræði sem aukagrein frá Háskóla Íslands. Hann hefur undanfarin 2 ár stundað nám í alþjóðlegum stjórnmálum og opinberri stjórnsýslu (e. International Public Administration and Politics) við Háskólann í Hróarskeldu (e. Roskilde University) og mun útskrifast núna í sumar með M.Sc. gráðu. Jóhann hefur verið virkur þátttakandi í starfi Framsóknarflokksins um árabil, meðal annars sem miðstjórnarfulltrúi og stjórnarmeðlimur SUF. Síðustu ár hefur Jóhann starfað meðfram námi í Forsætisráðuneytinu og hjá Bezzerwizzer í Kaupmannahöfn.

Við bjóðum Jóhann velkominn til starfa og þökkum Teiti fyrir vel unnin störf á skrifstofu Framsóknar. 

Categories
Fréttir Greinar

Jafnræði landsbyggðar – Tryggjum öllum grunnheilbrigðisþjónustu í heimabyggð

Deila grein

02/04/2023

Jafnræði landsbyggðar – Tryggjum öllum grunnheilbrigðisþjónustu í heimabyggð

Heilbrigðisstofnun Suðurlands rekur öfluga og blómlega starfsemi um allt Suðurland og heldur úti níu starfsstöðvum víðs vegar um Suðurlandið. aðalstarfsemi stofnunarinnar er á Selfossi þar sem sjúkrahúsið er staðsett. Stofnunin er m.a. með starfsemi í Hveragerði sem er í um 15 mínútna fjarlægð frá Selfossi. Í Hveragerði búa nú um 3.000 manns. Það þykir eðlilegt að slík starfsstöð sé til staðar þrátt fyrir að ekki sé um langan veg að fara á milli Hveragerðis og Selfoss.

Suðurnesjabær, sem varð til við sameiningu Sandgerðis og Garðs árið 2018, hýsir nú tæplega 4.000 íbúa. Þar er hins vegar ekki um neina heilsugæslu að ræða né hjúkrunarheimili og þurfa því íbúar að leita til annarra sveitarfélaga eftir heilbrigðisþjónustu. Gríðarleg fjölgun hefur verið í sveitarfélaginu á undanförnum árum og er sveitarfélagið með stórt og mikið verkefni í fanginu sem snýr að vegalausum börnum þar sem flugstöðin er í Suðurnesjabæ og fellur því þessi málaflokkur sjálfkrafa á barnavernd sveitarfélagsins með tilheyrandi kostnaði sem það hefur í för með sér. Gera má ráð fyrir að það taki u.þ.b. 12 mínútur að aka á milli Suðurnesjabæjar og Reykjanesbæjar sem er rétt tæplega sá tími sem það tekur að aka á milli Hveragerðis og Selfoss. Bæjarstjórn Suðurnesjabæjar hefur ítrekað óskað eftir lagfæringu á þessu ófremdarástandi og aukinn þrýstingur verið settur á ríkið eftir sveitarstjórnarkosningarnar í vor.

Ríkið hefur gert Heilbrigðisstofnun Suðurlands kleift að reka sínar starfsstöðvar af miklum myndarskap en einhverra hluta vegna hefur Heilbrigðisstofnun Suðurnesja ekki séð sér fært að gera slíkt hið sama. Það eykur auðvitað álagið á stofnunina í Reykjanesbæ sem á, eins og allir vita, í verulegu basli með að sinna því sem henni ber. Ég vill einnig benda á það að það eru þrír byggðarkjarnar á íslandi sem hafa enga heilbrigðisþjónustu, þeir eru Garður, Sandgerði og Hellissandur. Íbúar landsbyggðar eiga rétt á að fá heilbrigðisþjónustu í heimabyggð. Og gæta verður jafnræðis óháð búsetu í landinu

Anton Guðmundsson
Oddviti framsóknar og formaður bæjarráðs í Suðurnesjabæ

Categories
Fréttir

Nýr framkvæmdastjóri Framsóknar

Deila grein

20/03/2023

Nýr framkvæmdastjóri Framsóknar

Helgi Héðinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Framsóknar. Hann tekur við af Teiti Erlingssyni, sem hefur sinnt hlutverki framkvæmdastjóra tímabundið frá áramótum. Helgi hefur störf í dag, en Teitur mun áfram starfa á skrifstofu Framsóknar.

Helgi er með meistaragráðu í stjórnun (MBA), meistaragráðu í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum og BSc í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands, en Helgi sinnti einnig stundakennslu við Háskóla Íslands um árabil samhliða námi. Helgi hefur mikla reynslu af rekstri og stjórnun fyrirtækja ásamt því að hafa setið í ýmsum stjórnun bæði sem aðalmaður og stjórnarformaður. Einnig hefur Helgi víðtæka reynslu á sveitarstjórnarstiginu sem sveitarstjórnarfulltrúi, oddviti og sem sveitarstjóri Skútustaðahrepps. Helgi er fyrsti varaþingmaður Framsóknar í Norðausturkjördæmi og hefur tvisvar tekið sæti á Alþingi á núverandi kjörtímabili.

Helgi er 34 ára og er trúlofaður Rannveigu Ólafsdóttur, lögfræðingi. Saman eiga þau tvö börn.

Við bjóðum Helga velkominn til starfa og þökkum Teiti Erlingssyni fyrir vel unnin störf.

Categories
Fréttir Greinar

Saman mótum við skýra framtíðarsýn

Deila grein

20/03/2023

Saman mótum við skýra framtíðarsýn

Undanfarnar vikur og mánuði hefur KPMG unnið í samstarfi við bæjarstjórn og stjórnendur stofnana í Hveragerði að úttekt á stjórnsýslu og stefnumótun sveitarfélagsins. Álíka úttekt á rekstri bæjarins fór fram fyrir um 10 árum.

Róum í sömu átt

Framsókn í Hveragerði hefur lagt mikla áherslu á skýra framtíðarsýn og mikilvægi þess að horfa til lengri tíma þegar kemur að rekstri sveitarfélagsins og stefnumörkun. Að setja sér sameiginleg markmið og móta leiðir að þeim hefur reynst farsæl leið til að ná árangri. Við stefnumótun er staðan greind eftir styrkleikum, veikleikum, ógnunum og tækifærum. Mikill samhljómur var á meðal þeirra sem unnið hafa að drögunum enda margt jákvætt unnist á undanförnum árum.

Höldum áfram

Fyrstu drög að stefnumótun hafa verið kynnt stjórnendum og nú gefst bæjarbúum tækifæri til að leggja sitt á vogarskálarnar með því að taka þátt í íbúakönnun og hafa þannig áhrif á hvert stefnan verður tekin.

Höfum áhrif

Íbúakönnunin fer fram í gegnum heimasíðu Hveragerðisbæjar hveragerdi.is og stendur til 26. mars næstkomandi. Bæjarbúar eru hvattir til að taka þátt, forgangsraða verkefnum eftir mikilvægi og setja þannig fram sínar áherslur. Að íbúakönnun lokinni verða niðurstöður tengdar við stefnumótunina og því næst lögð fram aðgerðaráætlun að innleiðingu stefnunnar fyrir samfélagið í Hveragerði. Vinnum saman að enn betri bæ.

Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,
forseti bæjarstjórnar og oddviti Framsóknar í Hveragerði

Categories
Fréttir

„Aðgerðirnar fá glimrandi einkunn“

Deila grein

25/01/2023

„Aðgerðirnar fá glimrandi einkunn“

„Í gær var alþjóðlegur dagur menntunar og á þeim degi bárust okkur gleðifréttir um talsverða fjölgun útskrifaðra kennara hér á landi. Á síðasta ári útskrifuðust 454 kennarar sem er aukning um 160% frá meðaltali síðustu ára. Þetta eru frábær tíðindi, sérstaklega í ljósi kennaraskorts sem samfélagið hefur glímt við síðustu ár,“ sagði Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, alþingismaður, í störfum þingsins.

„Frá árinu 2008 hafði útskrifuðum kennurum fækkað talsvert og ríkisstjórnin hefur lagt kapp á að koma kennarastéttinni, einni mikilvægustu stétt samfélagsins, aftur á réttan kjöl. Árið 2019 setti menntamálaráðuneytið, sem var þá undir forystu hæstv. ráðherra Lilju Alfreðsdóttur, það í forgang að vinna gegn umræddum skorti.“

Útskrifuðum kennurum hafði frá 2008 fækkað talsvert og því markmiðið að efla kennaranám að nýju, gera það meira aðlaðandi starf en áður.

„Meðal aðgerða má nefna að á lokaári meistaranáms stendur nemendum til boða að fara í launað starfsnám sem og að fá námsstyrk til að ljúka námi á tilsettum tíma. Svo var horft til starfandi kennara og samstarfs þeirra við háskólastofnanir með því að styrkja þá til að stunda nám í starfstengdri leiðsögn og auka færni þeirra til að taka á móti nýliðum,“ sagði Lilja Rannveig. „Niðurstöður verkefnisins eru nú að koma fram og aðgerðirnar fá glimrandi einkunn. Fá störf eru jafn mikilvæg og gefandi og kennarastarfið og við verðum að tryggja að hæfir og kröftugir einstaklingar sjái framtíð í starfinu. Kennarar hafa mikil áhrif á samfélagið og það er mikilvægt að stéttin verði efld,“ sagði Lilja Rannveig að lokum.

***

Ræða Lilju Rannveigar í heild sinni:

Hæstv. forseti. Í gær var alþjóðlegur dagur menntunar og á þeim degi bárust okkur gleðifréttir um talsverða fjölgun útskrifaðra kennara hér á landi. Á síðasta ári útskrifuðust 454 kennarar sem er aukning um 160% frá meðaltali síðustu ára. Þetta eru frábær tíðindi, sérstaklega í ljósi kennaraskorts sem samfélagið hefur glímt við síðustu ár. Frá árinu 2008 hafði útskrifuðum kennurum fækkað talsvert og ríkisstjórnin hefur lagt kapp á að koma kennarastéttinni, einni mikilvægustu stétt samfélagsins, aftur á réttan kjöl.

Árið 2019 setti menntamálaráðuneytið, sem var þá undir forystu hæstv. ráðherra Lilju Alfreðsdóttur, það í forgang að vinna gegn umræddum skorti. Strax voru aðgerðir kynntar með það að markmiði að efla kennaranám og gera það áberandi og enn meira aðlaðandi kost en áður. Meðal aðgerða má nefna að á lokaári meistaranáms stendur nemendum til boða að fara í launað starfsnám sem og að fá námsstyrk til að ljúka námi á tilsettum tíma. Svo var horft til starfandi kennara og samstarfs þeirra við háskólastofnanir með því að styrkja þá til að stunda nám í starfstengdri leiðsögn og auka færni þeirra til að taka á móti nýliðum.

Að lokum var samþykkt frumvarp um eitt leyfisbréf í kennarastéttinni sem hefur leitt til aukins sveigjanleika og flæðis kennara milli skólastiga sem hefur aukið starfsmöguleika kennara um allt land.

Á þessu kjörtímabili tók hæstv. ráðherra Ásmundur Einar Daðason við keflinu sem nýr mennta- og barnamálaráðherra og hélt aðgerðunum áfram.

Niðurstöður verkefnisins eru nú að koma fram og aðgerðirnar fá glimrandi einkunn. Fá störf eru jafn mikilvæg og gefandi og kennarastarfið og við verðum að tryggja að hæfir og kröftugir einstaklingar sjái framtíð í starfinu. Kennarar hafa mikil áhrif á samfélagið og það er mikilvægt að stéttin verði efld.

Categories
Sveitarstjórnarfólk

Múlaþing

Deila grein

04/05/2022

Múlaþing

Categories
Sveitarstjórnarfólk

Fólkið í Múlaþingi

Deila grein

02/05/2022

Fólkið í Múlaþingi

Frambjóðendur Framsóknar í Múlaþingi

1. Jónína Brynjólfsdóttir

Jónína Brynjólfsdóttir leiðir lista Framsóknar til kosninga í vor. Hún  er viðskiptalögfræðingur  og með MLM gráðu í forystu og stjórnun. Hún er frá Reykjavík en hefur búið á Egilsstöðum í að verða 14 ár.


Jónína hefur áralanga reynslu af félags- og stjórnmálastörfum og er nú varafulltrúi í sveitarstjórn Múlaþings, varaformaður umhverfis- og framkvæmdaráðs og ritari stjórnar HEF veitna.

 

Jónínu má lýsa sem hressri týpu sem er snögg til, með svokallaða „“strax” veiki þar sem hún  gengur í málin og vinnur verkin sem þarf að vinna, er svakalega skipulögð og kann á ótrúlegustu forrit og öpp sem hjálpa manni að skipuleggja sig. Hún hefur gríðarlega gaman af félagsstörfum og nærist af samveru við fólk.

 

“Ég er gríðarlega stolt að tilheyra þessum flotta hópi frambjóðanda og mér er mikill heiður að leiða listann. Ég met lífsgæði okkar hér í Múlaþingi mikils og sé heilmörg tækifæri fyrir okkar nýja sveitarfélag á næsta kjörtímabili.”

2. Vilhjálmur Jónsson

 

Vilhjálmur Jónsson, sveitastjórnarfulltrúi á Hánefsstöðum í Seyðisfirði skipar 2. sæti. Hann skipaði 2. sætið einnig fyrir sveitarstjórnarkosningar við stofnun Múlaþings árið 2020 og hefur því setið í sveitarstjórn, byggðaráði og heimastjórn Fljótsdalshéraðs á yfirstandandi kjörtímabili. Hann starfar einnig við búskap á Hánefsstöðum.

 

“Nýlega voru kynntar tillögur Vegagerðarinnar um leiðarval að og frá Fjarðarheiðargöngum á Seyðisfirði og Fljótsdalshéraði og áform hafa verið um útboð í Fjarðarheiðargöng í haust. Undirbúningur framkvæmda við Axarveg er langt kominn og framkvæmdir standa yfir við Borgarfjarðarveg. Allt er þetta árangur langrar baráttu sem fylgt hefur verið eftir með auknum slagkrafti af hálfu sveitarstjórnar í sameinuðu Múlaþingi. Einnig hefur verið unnið að bættum samgöngum víðar innan sveitarfélagsins og meiri nýtingu Egilsstaðaflugvallar og uppbyggingu í höfnum sveitarfélagsins.

 

Traustur fjárhagur er mikilvægur bakhjarl góðrar þjónustu og nauðsynlegrar uppbyggingar traustra innviða. Þrátt fyrir ágjöf vegna heimsfaraldurs hefur ekki verið slegið af hvað varðar framboð þjónustu, reyndar heldur bætt í, og sama gildir um fjárfestingar í innviðum eins og lagt var upp með í áætlunum fyrir sameiningu sveitarfélaganna. Í fjárhagsáætlun samstæðu Múlaþings 2022 – 2025 er gert ráð fyrir nokkuð góðu jafnvægi þrátt fyrir umtalsverðar fjárfestingar.

 

Það skiptir máli að nýta hvert tækifæri til að sækja ný verkefni og stuðla að hvers konar atvinnuuppbyggingu og framförum sem efla samfélagið. Á sama tíma er þó mikilvægt að gæta að sjálfbærni í víðum skilningi, gera sér grein fyrir jákvæðum og neikvæðum áhrifum á loftslag, náttúru og samfélag, ganga fram með ábyrgum hætti og setja fram viðeigandi mótvægisaðgerðir. Aukin tækifæri til menntunar í nærsamfélagi skipta miklu máli og mikilvægt er að fylgja eftir þeirri uppbyggingu háskólanáms sem unnið hefur verið að af sveitarstjórn undanfarin ár.

 

Með tilkomu Múlaþings voru innleiddar nýjungar hvað varðar stjórnsýslu sveitarfélaga, svo sem með tilkomu heimastjórna, sem hafa gefist vel og verið góð tenging við viðkomandi byggðir. Þessar breytingar hafa haft jákvæð áhrif á virkni íbúa og áhuga á málefnum nærsamfélagsins. Einnig hefur vel tekist til með rafrænar lausnir hvað fjarfundi varðar sem jafnar aðstöðu íbúa í víðfemu sveitarfélagi til að taka þátt í störfum á vettvangi þess. Góð samvinna og samstarf hefur verið í sveitarstjórn sem hefur gert starfið árangursríkt og ánægjulegt og megi svo verða áfram.

 

Starf í sveitarstjórn í nýju sameinuðu sveitarfélagi hefur verið áhugavert, krefjandi og gefandi og ég gef áfram kost á mér til starfa fyrir Múlaþing til að vinna að uppbyggingu og margvíslegum framförum til að bæta búsetuskilyrði í eftirsóknarverðu sveitarfélagi”.

3. Björg Eyþórsdóttir

Björg Eyþórsdóttir skipar 3. sæti á lista Framsóknar í Múlaþingi. Hún er 33 ára hjúkrunarfræðingur með diplómagráðu í opinberri stjórnsýslu og með mastersgráðu í heilbrigðisvísindum í vinnslu. Björg ólst upp á Egilsstöðum og flutti þangað aftur fyrir 4 árum ásamt eiginmanni og fjórum sonum, eftir að hafa búið í Kaupmannahöfn og á höfuðborgarsvæðinu við nám, leik og störf. Það var mikið gæfuspor og hér líður þeim öllum ákaflega vel.

 

Björg hefur alltaf haft mikinn áhuga á félagsmálum og tekið þátt í ýmsum verkefnum frá unga aldri. Framan af var hún þátttakandi í nemendaráðum, málfundafélögum og pólitískum hreyfingum ungra. En svo seinna í forvarnarfélagi, foreldrafélögum auk þess sem hún skipaði 15. sæti á lista Framsóknar á Fljótsdalshéraði fyrir sveitastjórnakosningar 2010 og 18. sæti á lista Framsóknar í Kópavogi fyrir sveitastjórnarkosningar 2014. Björgu er best lýst sem skipulagðri og samviskusamri með dass af fullkomnunaráráttu sem í daglegu lífi getur auðvitað bæði þvælst fyrir eins og að hjálpa til.

 

“Ég hef brennandi áhuga á að gera samfélagið aðeins betra en það var í gær og þykir það sannur heiður að fá tækifæri til að gefa kost á mér í störf fyrir sveitarfélagið okkar. Verandi heilbrigðisstarfsmaður eru þau mál mér hugleikin og þá sérstaklega jafnt aðgengi allra að heilbrigðisþjónustu. Landsbyggðin á að njóta sömu réttinda og höfuðborgarsvæðið þegar kemur að sérfræðiþjónustu og almennri bráðaþjónustu og það er svo sannarlega sóknarfæri í því að skoða þessi mál með gagnrýnum hug. Í Múlaþingi er dásamlegt að búa og forréttindi að fá að búa hér og ala börnin sín upp við þær aðstæður sem sveitarfélagið okkar býður uppá. Lengi má þó gott bæta og möguleikarnir eru endalausir. Að mínu mati er það mjög mikilvægt að byggja upp öruggt og hvetjandi umhverfi fyrir börn og ungt fólk. Þau eru framtíðin og þau drífa samfélagið áfram í átt að einhverju stórkostlegu”.  

4. Eiður Gísli Guðmundsson

Eiður Gísli Guðmundsson skipar 4. sæti lista Framsóknar í Múlaþingi. Hann er búsettur á Lindarbrekku 1í Berufirði, giftur Bergþóru Valgeirsdóttur og saman eiga þau þrjár dætur. Eiður er sauðfjárbóndi og hreindýraleiðsögumaður og hefur verið formaður sauðfjárbænda á suðurfjörðum.

 

“Ég hef mikinn áhuga á sveitarstjórnarmálum og að mínu mati eru samgöngubætur og uppbygging í sveitarfélaginu það sem skiptir okkur mestu máli.”

5. Guðmundur Bj. Hafþórsson

Guðmundur skipar 5. sæti á lista Framsóknar í Múlaþingi. Hann er einn af þeim fjölmörgu Stöðfirðingum sem býr á Egilsstöðum.

 

“Ég man þegar ég var lítill hvað ég þoldi ekki að fara uppí Hérað, Höttur vann okkur alltaf í fótbolta og það var grautfúlt að keyra heim. Staðan núna er hins vegar sú að ég hef búið lengur á Egilsstöðum en í heimabæ mínum, einfaldlega af því mér líður hvergi betur – hér ætla ég að verða gamall og hef alltaf sagt.”

 

Guðmundur er lærður málarameistari og starfaði sem málari í yfir 20 ár en starfar núna sem eldvarnareftirlitsmaður hjá Slökkviliði Múlaþings. Hann er virkur í félagsstörfum og hefur setið í ráðum innan Fljótsdalshéraðs, og síðar Múlaþingi, síðastliðin 8 ár – þá helst tengt íþróttum, félags- og fræðslumálum.

 

“Ég er í sambúð og eigum við saman tvö dásamleg börn sem elska að alast upp í því umhverfi sem við höfum uppá að bjóða í Múlaþingi. Ég hef alltaf reynt að gera mitt besta í þeim störfum sem ég hef gegnt og reynt að sinna verkefnunum sem mér eru færð eins vel og ég get – og mun halda því áfram ótrauður”.

6. Alda Ósk Harðardóttir

Alda Ósk Harðardóttir skipar 6.sæti á lista Framsóknar fyrir komandi sveitastjórnarkosningar í Múlaþingi. Hún er fædd og uppalin á Egilsstöðum og hefur undanfarin 15 ár starfað sem snyrtifræðingur á eigin stofu. Eiginmaður hennar er Kristmundur Dagsson sem einnig er sjálfstæður atvinnurekandi. Saman eiga þau 3 börn, 14 ára, 9 ára og 2 ára. 

 

Alda hóf afskipti af sveitastjórnarmálum árið 2014 og sat sem aðalmaður í atvinnu- og menningarnefnd 2014-2018, var varamaður í fræðslunefnd 2018-2020 og aðalmaður í fjölskylduráði 2020-2022.

 

„Það skiptir miklu máli að styðja við þá uppbyggingu sem orðið hefur í framhaldi af sameiningunni okkar í Múlaþing, því það eru forréttindi að búa hér. Hér ríkir náungakærleikur sem er sterkt afl og kemur til vegna þess að við erum lítið samfélag en með stórt hjarta.

 

Við þurfum að auka atvinnumöguleika okkar í Múlaþingi ásamt því að leita leiða til að efla nýsköpun. Það þarf að tryggja að ungt fólk geti snúið aftur heim eftir nám, því með fleiri störfum skapast meiri tekjur til að byggja upp samfélag sem verður ennþá eftirsóknarverðara að búa í. Ég vil leggja mitt af mörkum við að betrumbæta okkar samfélag.“

7. Þórey Birna Jónsdóttir

Þórey Birna Jónsdóttir starfar sem umsjóna- og sérkennari í Brúarásskóla. Hún er fædd árið 1983 og sleit barnsskónum á Borgarfirði eystra, hljóp af sér hornin í Menntaskólanum á Egilsstöðum og lauk B.Ed. prófi í leikskólafræði frá háskólanum á Akureyri.

 

Eiginmaður hennar er Sigmar Daði Viðarsson og eiga þau 2 börn. Þau keyptu jörðina Hrafnabjörg 1 fyrir tveimur árum og búa þar sauðfjárbúi með um 400 kindur. Þar áður höfðu þau búið á Egilsstöðum og í Fellabæ, samfleytt á Fljótsdalshéraði síðan 2008.

 

“Ég hef kennt í öllum leikskólum á Fljótsdalshéraði ásamt Fellaskóla og nú Brúarási. Ég hef átt barn í öllum grunnskólum á Fljótsdalshéraði og mér eru menntamál í Múlaþingi mjög hugleikin. Það er mér hjartans mál að skólar Múlaþings fái að dafna í þeirri mynd sem þeir eru, að þeir fái að starfa saman þannig að það sé þeim til framgangs og hagsældar. Við þurfum að vera djörf í framgangi hvað varðar tækni og þróun og koma okkur út úr því að hver og einn skóli eigi þau tæki og þann búnað sem hann þarfnast heldur að koma upp gagnabankasafni þar sem skólar, félagsmiðstöðvar og jafnvel fleiri geta fengið lánaðan búnað til skemmri tíma. Einnig eru mér málefni dreifbýlisins ofarlega í huga og ber þar helst sorphirðan og vetrarþjónustan á vegum í dreifbýlinu sérstaklega þar sem skólabílar fara um með börnin okkar.”

 

Þórey Birna hefur nokkrum sinnum tekið sæti á lista Framsóknarflokksins bæði í sveitarstjórnarkosningum og alþingiskosningum. Hún segir það skemmtilega og gefandi reynslu í hvert sinn með ólíku fólki sem er tilbúið til að gefa mikið af sér fyrir málstaðinn.

 

“Ég hlakka til komandi kosninga og vona að ég geti látið gott af mér leiða í starfi Framsóknarflokksins í Múlaþingi.”

8. Einar Tómas Björnsson

Einar Tómas Björnsson er í áttunda sæti á lista Framsóknar fyrir komandi sveitastjórnakosningar. Hann er uppalinn á Stöðvarfirði en er búsettur á Egilsstöðum og starfar sem leiðtogi í málmvinnslu hjá Alcoa Fjarðaáli. 

 

Hann er kvæntur Berglindi Kjartansdóttur smíðakennara, saman eiga þau tvo börn en fyrir á Einar Tómas dóttur úr fyrra sambandi.

 

Hann var í 8.sæti á lista Framsóknar á Fljótsdalshéraði í sveitastjórnakosningunum árið 2018 og var í jafnréttisnefnd á Fljótsdalshéraði 2018-2020. Hann hefur mikinn áhuga á því að láta gott af sér leiða og hefur verið framkvæmdastjóri bæjarhátíðarinnar Stöð í Stöð á Stöðvarfirði frá árinu 2016. Einar Tómas er mikill fjölskyldumaður og finnst fátt betra en að vera í faðmi fjölskyldunnar.

 

„Mér finnst gaman að takast á við nýjar áskoranir og vil taka þátt í því að gera gott samfélag enn betra”.

Listinn í heild sinni:
  1. Jónína Brynjólfsdóttir, viðskiftalögfræðingur
  2. Vilhjálmur Jónsson, sveitarstjórnarfulltrúi
  3. Björg Eyþórsdóttir, hjúkrunarfræðingur
  4. Eiður Gísli Guðmundsson, leiðsögumaður
  5. Guðmundur Bj. Hafþórsson, málarameistari
  6. Alda Ósk Harðardóttir, snyrtifræðimeistari
  7. Þórey Birna Jónsdóttir, kennari og bóndi
  8. Einar Tómas Björnsson, leiðtogi í  málmvinnslu
  9. Ásdís Helga Bjarnadóttir, verkefnastjóri
  10. Jón Björgvin Vernharðsson, verktaki og bóndi
  11. Sonia Stefánsson, forstm bókasafns Seyðisfj
  12. Atli Vilhelm Hjartarson, framleiðslusérfræðingur
  13. Inga Sæbjörg Magnúsdóttir, lyfjafræðingur
  14. Dánjal Salberg Adlersson, tölvunarfræðingur
  15. Guðrún Ásta Friðbertsdóttir, leikskólakennari
  16. Kári Snær Valtingojer, rafvirkjameistari
  17. Íris Dóróthea Randversdóttir, grunnskólakennari
  18. Þorsteinn Kristjánsson, bóndi
  19. Aðalheiður Björt Unnarsdóttir, búfræðingur
  20. Unnar Hallfreður Elísson, vélvirki og verktaki 
  21. Óla Björg Magnúsdóttir, fyrrv skrifstofumaður
  22. Stefán Bogi Sveinsson, sveitarstjórnarfulltrúi
Categories
Sveitarstjórnarfólk

Múlaþing

Deila grein

02/05/2022

Múlaþing

Múlaþing

Smellið hér til að kynnast frambjóðendum listans

Stefnuskrá Framsóknar í Múlaþingi fyrir sveitarstjórnarkosningar 2022

Sterkt sveitarfélag

Tilgangur sveitarfélags er að veita íbúum sínum þjónustu. Innan stofnana sveitarfélagsins eigum við gríðarlegan mannauð sem við treystum fyrir öllu því sem okkur er kærast. Starfsfólkið okkar bregst ekki ef við bregðumst því ekki og við þurfum að gera allt sem við getum til að búa því eins góðar starfsaðstæður og framast er unnt, hlusta á raddir þess og nýta þekkingu þess þegar við mótum stefnu fyrir sveitarfélagið. Það er okkar ábyrgð sem kjörinna fulltrúa. Þannig verður stefnan best, þannig veitum við bestu þjónustuna og þannig náum við mestum árangri.

Traustur fjárhagur er lykillinn að farsælum rekstri sveitarfélags. Við höfum til að bera þá reynslu og þekkingu sem þarf til að stýra fjármálum sveitarfélagsins af ábyrgð. Með því að sýna skynsemi í rekstri munum við geta fjárfest í tímabæru viðhaldi og  uppbyggingu húsnæða sveitarfélagsins.

Sterkir innviðir

Áætlanir gera ráð fyrir stórtækum innviða framkvæmdum víðsvegar um sveitarfélagið á vegum HEF – veitna. Mikilvægt er að unnið sé að þeim verkefnum af metnaði og seglu enda vitum við öll hvað aðgengi að köldu vatni, heitu vatni og frárennslismál skipta okkur miklu máli fyrir alla þéttbýliskjarna 

Það skiptir máli hver stjórnar og það vitum við einna best þar sem hér er á áætlun heilsársvegur um Öxi auk þess sem framkvæmdir eru að hefjast við Fjarðarheiðargöng. Það er okkar hlutverk að halda því þétt að ríkisvaldinu að tryggja að ekkert raski þeim áætlunum, enda eru samgönguinnviðir okkar lífæð.

Nú þegar heimsfaraldur er yfir genginn er mikilvægt að við styrkjum heimastjórnir í samtali við íbúa. Heimastjórnir gegna lykilhlutverki í stjórnkerfinu og því er okkur mikilvægt gefa okkur tíma til að þróa þeirra verkefni og samtal við íbúa á næsta kjörtímabili.

Framsækið skipulag

Góðir hlutir gerast þegar skipulagið er gott og það gildir sérstaklega um sveitarfélög. Við höfum verið að stórefla skipulagssvið sveitarfélagsins svo við getum betur mótað framtíð þess í gegnum vandað aðalskipulag.

Á næsta kjörtímabili er nauðsynlegt að ráðast í gerðar aðalskipulags fyrir sveitarfélagið en það er mikilvægasta stefnumótunin sem sveitarfélög fara í. Stefnan verður að endurspegla þær áskoranir og tækifæri sem við okkur blasa. Framsækið skipulag sem hefur að leiðarljósi vellíðan íbúa, styrkingu svæðisins og sterkri framtíðarsýn. Skipulag sem unnið verði með íbúum.

Mikilvægt er að leita leiða til að létta á þrýstingi á fasteignamarkaði með því að tryggja nægar lóðir og hafa hvata til þess að hraða uppbyggingu íbúðarhúsnæðis. Við sem sveitarfélag erum í samkeppni við önnur svæði til byggingar húsnæða og því mikilvægt að sýna vilja í verki til að flýta uppbyggingu íbúðarhúsnæðis eins og hægt er

Atvinnumál

Við náum mestum árangri þegar við vinnum saman milli svæða innan sveitarfélagsins. Það verður að vera okkur leiðarljós að stuðla að aukinni verðmætasköpun innan sveitarfélagsins.

Við vitum það að atvinnumál hafa gjörbreyst síðan störf án staðsetninga fór að raungerast en betur má ef duga skal og er mikilvægt að vera með vökult auga fyrir því að styrkja enn stoðir atvinnulífsins. Hafa skal þó í huga að sátt sé um alla þá atvinnustarfsemi sem sé rekin í sveitarfélaginu. Við sem samfélag viljum að hér sé næg og fjölbreytt atvinnustarfsemi.

Menningarstefna

Við þurfum að endurspegla þann kraft sem einkennir menningarlíf á Austurlandi, efla það enda er það okkur sem samfélagi til góða. Mikilvægt er að tryggja aðgengi að menningu, styrkja við menningarlæsi og menningar þátttöku okkar íbúa á öllum aldri. Öflugt menningarlíf er einnig mikilvægur þáttur í að bjóða gesti okkar velkomna.

Metnaðarfull menningarstefna er það sem sveitarfélagið þarf að ráðast í á næsta kjörtímabili enda mikilvægt að við hugum sífellt að menningu og tryggjum okkar menningarstofnunum bestu skilyrði svo þau blómstri áfram. 

Nýjar áherslur fyrir dreifbýli

Dreifbýli sveitarfélagsins er það sem tengir byggðakjarna þess saman og sveitarfélagið getur ekki blómstrað nema íbúum þess alls sé sinnt af metnaði. Okkar fólk þekkir aðstæður og er tilbúið að standa með dreifbýlinu, rétt eins og þéttbýlinu. Það þarf að bæta vetrarþjónustu á vegum, sem tryggir öryggi íbúa og auðveldar íbúum dreifbýlisins, ungum sem öldnum, að sækja tómstundastarf, atvinnu og þjónustu í öfluga byggðakjarna. Leggja þarf ljósleiðara og þriggja fasa rafmagn um sveitir og ýta á eftir um bætt farsímasamband heima á bæjum. Þó þessi mál séu ekki öll í valdi sveitarfélagsins skiptir máli að sveitarstjórnarfólk beiti sér gagnvart þeim.

Við höfum flott landbúnaðarhérað sem þarf að koma betur á framfæri með kynningu til dæmis.

það þarf að kynna betur vörur framleiddar í sveitarfélaginu og stuðla að auknu hringrásarhagkerfi. 

Mikilvægt er að nálgast áskoranir dreifbýlisins með heildrænum hætti út frá þörfum þeirra í mismunandi málaflokkum sveitarfélagsins.

Vellíðan íbúa

Fjölbreytileiki þarf að vera leiðarstef. Við tökum okkar bestu ákvarðanir þegar við hlýðum á ólíkar raddir og tökum tillit til ólíkra sjónarmiða. Þar eiga allir að eiga sína rödd óháð aldri, kyni, uppruna eða nokkru því sem greinir okkur í sundur. Samfélögin okkar eru ólík og stofnanirnar okkar og fólkið sömuleiðis, með eigin hefðir, venjur og áherslur. Þetta gerir sveitarfélagið okkar litríkt og líflegt. Við þurfum að hafa kjark til að þora að prófa ólíkar leiðir svo hver og einn staður, stofnun og einstaklingur fái að blómstra með sínu lagi, okkur öllum til hagsbóta.

Við hlúum að börnunum okkar í skóla og leikskóla með því að gefa skólunum okkar það færi og þau verkfæri sem þarf til við séum í fararbroddi í menntamálum. Mikilvægt er að fara í viðhald og framkvæmdir í grunnskólunum okkar og ótrauð þurfum við að halda áfram uppbyggingu leikskólahúsnæðis því góð aðstaða fyrir börn og ungmenni gerir sveitarfélagið aðlaðandi fyrir fjölskyldur að setjast hér að. 

Heilsueflandi samfélag og Cittaslow verkefnin eru góð verkefni sem við eigum að nýta okkur við framþróun í okkar sveitarfélagi með ýmsum leiðum og dáðum. Raddir okkar íbúa í gegnum öldungaráð, ungmennaráð og samráðshópur um málefni fatlaðs fólks eru okkur kjörnum fulltrúum mikilvægt 

Uppbygging íþróttamannvirkja og stuðningur við verkefni íþróttahreyfingarinnar eru samfélagslega mikilvæg. Styðja þarf við þróun á íþróttastarfi enda ríki um það sátt innan íþróttahreyfingarinnar. Forgangsraða þarf fjárfestingum í íþróttamannirkjum og greina þarfir til uppbyggingar íþróttamannvirkja innan sveitarfélagsins og Austurlands alls.

Categories
Sveitarstjórnarfólk

Garðabær

Deila grein

02/05/2022

Garðabær

Garðabær

Framboðslistinn  

  1. Brynja Dan Gunnardóttir, framkvæmdastjóri
  2. Hlynur Bæringsson, Íþrótta og rekstrarstjóri
  3. Rakel Norðfjörð Villhjálmsdóttir, fjármálaráðgjafi
  4. Einar Örn Ævarsson, framkvæmdastjóri
  5. Hjördís Guðný Guðmundsdóttir, deildarstjóri
  6. Einar Karl Birgisson, framkvæmdastjóri
  7. Elín Jóhannsdóttir, sérfræðingur í þjónustueftirliti
  8. Einar Þór Einarsson, deildarstjóri
  9. Urður Bjög Gísladóttir, heyrnarráðgjafi
  10. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur og f.v bæjarfulltrúi
  11. Anna Gréta Hafsteinsdóttir, hótelstjóri
  12. Páll Viðar Hafsteinsson, nemi
  13. Sveinn Gauti Einarsson, umhverfisverkfræðingur
  14. Stefánía Ólöf Reynisdóttir, leikskólakennari
  15. Úlfar Ármannsson, framkvæmdastjór
  16. Sverrir Björn Björnsson, slökkviliðsmaður
  17. Tinna Rún Davíðsdóttir Hemstock, verslunareigandi
  18. Harpa Ingólfsdóttir, fjármálastjóri
  19. Halldóra Norðfjörð Villhjálmsdóttir, verslunarstjóri
  20. Gunnsteinn Karlsson, eldri borgari
  21. Halldór Guðbjarnason, viðskiptafræðingur
  22. Elín Jóhannsdóttir, f.v kennari
Categories
Sveitarstjórnarfólk

Reykjavík

Deila grein

02/05/2022

Reykjavík

Reykjavík


Borgarfulltrúar Framsóknar
Einar Þorsteinsson, f.v. fréttamaður og stjórnmálafræðingur
Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og rithöfundur
Magnea Gná Jóhannsdóttir, M.A. nemi í lögfræði og formaður Ung Framsókn í Reykjavík
Aðalsteinn Haukur Sverrisson, framkvæmdastjóri og varaþingmaður

 

Varaborgarfulltrúar Framsóknar

Þorvaldur Daníelsson, framkvæmdastjóri Hjólakrafts og MBA
Unnur Þöll Benediktsdóttir, öldrunarfræðinemi og frumkvöðull
Gísli S. Brynjólfsson, markaðsstjóri
Ásta Björg Björgvinsdóttir, forstöðumaður í félagsmiðstöð og tónlistarkona

 

Smellið hér til að fara á heimasíðu Framsókn í Reykjavík

Áherslur Framsóknar í Reykjavík fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2022

Er ekki kominn tími á breytingar í borginni?

 

Breytum í húsnæðismálum.

  • Framsókn vill húsnæðissáttmála til að ná jafnvægi í húsnæðismálum. Mæta verður mikilli eftirspurn með því að byggja meira, hraðar og fjölbreyttara húsnæði. Markmiðið er 3000 íbúðir á ári.
  • Framsókn vill þétta byggð þar sem innviðir leyfa og í aukinni sátt við íbúa. Framsókn vill einnig öfluga uppbyggingu í öllum hverfum borgarinnar og reisa nýtt hverfi að Keldum.
  • Framsókn styður uppbyggingu leigumarkaðar í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög.
  • Framsókn vill eyða biðlistum eftir búsetuúrræðum fyrir fólk með fötlun.
  • Framsókn vill byggja fleiri þjónustukjarna fyrir eldra fólk. 
  • Framsókn vill auka skilvirkni og gagnsæi í stjórnsýslu borgarinnar til að hraða framkvæmdum.

     

Breytum í samgöngumálum

  • Framsókn vill að samgöngur í borginni séu skilvirkar og öruggar fyrir alla fararmáta.
  • Framsókn vill tryggja framgang Samgöngusáttmálans.
  • Framsókn vill öfluga uppbyggingu almenningssamgangna og skilvirka Borgarlínu.
  • Framsókn vill öfluga uppbyggingu hjóla- og göngustíga og styður deilihagkerfi í samgöngum.
  • Framsókn vill flýta Sundabraut. 
  • Framsókn vill endurvekja næturstrætó. 

Breytum fyrir börnin

  • Framsókn vill stýra Reykjavík út frá hagsmunum barna og hækka frístundastyrk í 75 þúsund krónur.  
  • Framsókn vill að börn í grunn- og framhaldsskóla fái ókeypis í strætó.
  • Framsókn vill að börn yngri en 18 ára fái ókeypis í sund. 
  • Framsókn vill bæta skóla borgarinnar með því að tryggja grunnstoðir eins og húsnæði, faglegt starf, heilnæman skólamat og öryggi.
  • Framsókn vill eyða biðlistum eftir leikskólaplássum og auka sveigjanleika í opnunartíma án þess að lengja skóladag barna.
  • Framsókn vill efla dagforeldrakerfið og bjóða heimgreiðslur með barni sem bíður eftir leikskólaplássi til að brúa bilið. 
  • Framsókn vill innleiða farsældarlögin í allt starf borgarinnar og tryggja aðgengi barna að snemmtækri íhlutun.
  • Framsókn vill gera samskipti barnafjölskyldna við stjórnsýslu borgarinnar skilvirkari.
  • Framsókn vill öfluga uppbyggingu íþróttamannvirkja í öllum hverfum borgarinnar.
  • Framsókn vill efla félagsmiðstöðvar og starfsemi ungmennahúsa.

     

Breytum rétt

  • Framsókn vill auka samvinnu í borgarstjórn og vera til fyrirmyndar um að efla traust meðal borgarbúa með framgöngu sinni og forystu.
  • Framsókn þjónar borgarbúum með það að leiðarljósi að efla samvinnu og vellíðan í borginni.
  • Framsókn vill hlúa að fjölmenningarsamfélaginu þar sem fólki líður vel og tilheyrir í hverfum sínum en einnig borginni sem heild. 
  • Framsókn vill tryggja jafnrétti allra kynja og stuðla að hinseginvænni borg. 
  • Framsókn vill tryggja rétt fatlaðra til sjálfstæðs lífs án aðgreiningar í samfélaginu. 
  • Framsókn vill taka vel á móti flóttafólki og hjálpa því að samlagast í samfélaginu. 
  • Framsókn vill tryggja úrræði fyrir heimilislaust fólk.

     

Breytum umhverfinu

  • Framsókn vill að Reykjavík sé leiðandi á landsvísu í málefnum hringrásarhagkerfisins.
  • Framsókn vill hreina borg þar sem stígar eru ruddir og götur hreinsaðar. 
  • Framsókn vill að skipulagsmál styðji við minnkun kolefnisfótspors. 
  • Framsókn vill hvetja til matjurtaræktunar í hverfum borgarinnar.
  • Framsókn vill að 15-mínútna hverfi sé þungamiðja skipulags.
  • Framsókn vill kolefnishlutlausa borg 2040
  • Framsókn vill að hlúð sé að grænum svæðum og bæta aðstöðu fyrir almenning.

     

Breytum fyrir atvinnulífið

    • Reykjavík á að vera höfuðborg atvinnulífs í landinu. 
    • Framsókn vill lækka fasteignagjöld á fyrirtæki og útvega lóðir undir atvinnurekstur.
  • Framsókn vill styðja við uppbyggingu nýsköpunar- og vísindasamfélagsins í Vatnsmýri. 
  • Framsókn vill styðja við frumkvöðla-, nýsköpunar- og þróunarfyrirtæki innan borgarmarkanna. 
  • Reykjavík á að tryggja fyrirtækjum góð skilyrði til að þrífast í borginni og stjórnsýsla þarf að vera skilvirk. 
  • Framsókn vill styrkja stöðu Reykjavíkur sem ferðamannastaðar á heimsmælikvarða.

     

Breytum öryggismálum

  • Framsókn vill auka öryggi íbúa með auknu samstarfi við lögreglu innan hverfa.
  • Framsókn vill tryggja að miðbærinn sé öruggur staður að degi sem nóttu og að skemmtanalíf raski ekki lífsgæðum íbúa þar. 
  • Framsókn leggur áherslu á að Reykjavíkurborg tryggi netöryggi í innra starfi og þar sem unnið er með upplýsingar um íbúa.

     

Breytum vinnustaðnum Reykjavíkurborg

  • Tryggja verður að Reykjavíkurborg sé eftirsóttur vinnustaður.
  • Framsókn vill að forysta innan borgarinnar verði efld.
  • Framsókn vill að þjónusta við íbúa sé ávallt í fyrsta sæti og stjórnskipulag og ferlar séu í samræmi við nútímalega stjórnunarhætti.
  • Framsókn vill að fólki líði vel í vinnu hjá borginni og sé stolt af starfi sínu og að það endurspeglist í þjónustu við íbúa.

     

Breytum mannlífinu 

  • Framsókn vill efla menningarstarf í borginni
  • Framsókn vill efla bókasöfn sem menningarmiðstöðvar í öllum hverfum
  • Framsókn vill stuðla að fjölbreyttum tækifærum fyrir ungt fólk. 
  • Framsókn vill efla menningar- og listahátíðir í Reykjavík
  • Framsókn vill skoða það að byggja yfir Austurstræti og skapa skemmtilega borgarstemningu allt árið þar sem veitingastaðir geta fært þjónustu sína út á götu. 
  • Framsókn vill byggja vetraríþróttamiðstöð Íslands í Bláfjöllum.
  • Framsókn vill að þjóðarleikvangar og þjóðarhöll rísi í Reykjavík.  

Breytum fyrir eldra fólk

  • Framsókn vill að það sé gott að eldast í Reykjavík.
  • Framsókn vill bæta akstursþjónustu eldra fólks. 
  • Framsókn vill auka og bæta úrræði og stuðning við eldra fólk þannig að það geti búið sem lengst heima. 
  • Framsókn vill fjölga valkostum í matarþjónustu fyrir eldra fólk. 
  • Framsókn hvetur  hjúkrunarheimili á vegum Reykjavíkurborgar til að tileinka sér hugmyndafræði Eden-stefnunnar. 
  • Framsókn vill stórefla heilsueflingu fyrir eldri borgara. 
  • Framsókn vill efla stafræna hæfni eldra fólks með áherslu á notkun rafrænna skilríkja.

Framboðslistinn

1. Einar Þorsteinsson, f.v. fréttamaður og stjórnmálafræðingur
2. Árelía Eydís Guðmundsdóttir, Dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands og rithöfundur
3. Magnea Gná Jóhannsdóttir, M.A. nemi í lögfræði og formaður Ung Framsókn í Reykjavík
4. Aðalsteinn Haukur Sverrisson, framkvæmdastjóri og varaþingmaður
5. Þorvaldur Daníelsson, framkvæmdastjóri Hjólakrafts og MBA
6. Unnur Þöll Benediktsdóttir, öldrunarfræðinemi og frumkvöðull
7. Gísli S. Brynjólfsson, markaðsstjóri
8. Ásta Björg Björgvinsdóttir, forstöðumaður í félagsmiðstöð og tónlistarkona
9. Kristjana Þórarinsdóttir, sálfræðingur
10. Lárus Helgi Ólafsson, kennari og handboltamaður
11. Ásrún Kristjánsdóttir, myndlistarkona og hönnuður
12. Tetiana Viktoríudóttir, leikskólakennari
13. Fanný Gunnarsdóttir, náms- og starfsráðgjafi
14. Jón Eggert Víðisson, teymisstjóri hjá Reykjavíkurborg
15. Berglind Bragadóttir, kynningarstjóri
16. Trausti Friðbertsson, viðskiptafræðingur og þjónustustjóri
17. Inga Þyrí Kjartansdóttir, f.v. framkvæmdastjóri
18. Griselia Gíslason, matráður
19. Sveinn Rúnar Einarsson, veitingamaður
20. Gísli Jónatansson, f.v. kaupfélagsstjóri
21. Jón Ingi Gíslason, grunnskólakennari
22. Þórdís Jóna Jakobsdóttir, fíkniráðgjafi og markþjálfi hjá Hlaðgerðarkoti
23. Ágúst Guðjónsson, laganemi
24. Birgitta Birgisdóttir, háskólanemi
25. Guðjón Þór Jósefsson, laganemi
26. Helena Ólafsdóttir, knattspyrnuþjálfari og þáttastjórnandi
27. Hinrik Bergs, eðlisfræðingur
28. Andriy Lifanov, vélvirki
29. Björn Ívar Björnsson, hagfræðingur
30. Gerður Hauksdóttir, skrifstofustjóri
31. Bragi Ingólfsson, efnafræðingur
32. Dagbjört S. Höskuldsdóttir, f.v. kaupmaður
33. Ingvar Andri Magnússon, laganemi og fyrrum ólympíufari ungmenna í golfi
34. Sandra Óskarsdóttir, grunnskólakennari
35. Stefán Þór Björnsson, viðskiptafræðingur
36. Þórdís Arna Bjarkarsdóttir, læknanemi
37. Ívar Orri Aronsson, stjórnmálafræðingur
38. Jóhanna Gunnarsdóttir, sjúkraliði
39. Þorgeir Ástvaldsson, fjölmiðlamaður
40. Halldór Bachman, kynningarstjóri
41. Sandra Rán Ásgrímsdóttir, verkfræðingur
42. Lárus Sigurður Lárusson, lögmaður
43. Níels Árni Lund, f.v. skrifstofustjóri
44. Ingvar Mar Jónsson, flugstjóri
45. Jóna Björg Sætran, f.v. Varaborgarfulltrúi, M.ed. og PCC markþjálfi
46. Sigrún Magnúsdóttir, f.v. ráðherra og borgarfulltrúi.