30/10/2023

Mánudagur

20:00 - 22:00

16. Kjördæmaþing Framsóknarmanna í Reykjavík

Mánudagur 30. október 2023 
Stjórn KFR boðar til 16. Kjördæmaþings Framsóknarmanna í Reykjavík mánudaginn 30. október á Hverfisgötu 33, 3. hæð, kl. 20:00. Framboð í trúnaðarstörf skulu berast til starfsnefndar á netfangið reykjavik@framsokn.is. Framboðsfrestur rennur út þremur sólarhringum fyrir boðaðan þingtíma.
Dagskrá:
  • Kosning embættismanna þingsins.
  • Skýrsla stjórnar og ársreikningur 2022.
  • Ávörp gesta.
  • Kosningar:
    • Formaður KFR.
    • 6 fulltrúar í stjórn KFR og 2 til vara.
    • Formaður kjörstjórnar.
    • 6 fulltrúar í kjörstjórn og 3 til vara.
    • Miðstjórn (1 fulltrúi fyrir hverja byrjaða 100 félagsmenn og jafnmargir til vara. Kynjareglur og þriðjungur frá Ung Framsókn.)
    • 2 skoðunarmenn reikninga og 1 til vara.
  • Önnur mál.
Á kjördæmaþingi eiga sæti með atkvæðisrétti:
  • Einn fulltrúi fyrir hverja byrjaða 10 félagsmenn hvers aðildarfélags í kjördæmunum.
  • Aðal- og varamenn í stjórn kjördæmasambandsins.
  • Aðalmenn kjördæmanna í miðstjórn Framsóknarflokksins.
  • Heiðursfélagar í aðildarfélögum í kjördæmunum 70 ára og eldri.
Þá eiga allir félagsmenn Framsóknarflokksins í kjördæmunum rétt á að sitja kjördæmaþing með málfrelsi og tillögurétt.

Formenn aðildarfélaga eru hvattir til þess að huga að kjörbréfum fyrir þingið. Sjálfkjörnir fulltrúar hafa þegar fengið póst þess efnis.

Hlökkum til að sjá sem flest!

Stjórn KFR