20/04/2024

Laugardagur

-

37. Flokksþing Framsóknar

20.-21. apríl 2024 –
37. Flokksþing Framsóknar verður haldið 20.-21. apríl á Hótel Hilton í Reykjavík. Framsókn heldur reglulegt flokksþing eigi sjaldnar en annað hvert ár og skal það að jafnaði haldið fyrri hluta árs. Flokksþing Framsóknarmanna ákveður meginstefnu flokksins í landsmálum, setur flokknum lög og hefur æðsta vald í málefnum hans. Þinggjaldið er kr. 10.000,- en fyrir öryrkja og námsfólk er þinggjaldið kr. 7.000,- 

Dagskrá:

Laugardagur 20. apríl –

Kl. 08:00 – Skráning, afhending þinggagna
Kl. 09:00 – Þingsetning – kosning þingforseta (4)
Kl. 09:10 – Kosning þingritara (4), kjörbréfanefndar (5), kjörstjórnar (7), samræmingarnefndar (3) og dagskrárnefndar (3)
Kl. 09:15 – Skýrsla ritara, Ásmundar Einars Daðasonar
Kl. 09:30 – Mál lögð fyrir þingið
Kl. 09:45 – Nefndastörf hefjast
Kl. 12:00 – Hádegishlé
Kl. 13:00 – Yfirlitsræða formanns, Sigurðar Inga Jóhannssonar
Kl. 13:30 – Ræða varaformanns, Lilju Daggar Alfreðsdóttur
Kl. 13:45 – Ávarp borgarstjóra, Einars Þorsteinssonar
Kl. 14:00 – Almennar umræður
Kl. 15:45 – Íslensk kvikmyndagerð – Baltasar Kormákur
Kl. 15:40 – Afgreiðsla mála – lagabreytingar
Kl. 16:00 – Nefndastörf, framhald
Kl. 19:00 – Fordrykkur
Kl. 20:00 – Kvöldverðarhóf

Sunnudagur 21. apríl –

Kl. 08:30 – Skráning og afhending þinggagna
Kl. 09:00 – Nefndastörf, framhald
Kl. 09:30 – Lagabreytingar – afgreiðsla
Kl. 10:00 – Afgreiðsla mála
Kl. 11:30 – Kosningar: Formaður, varaformaður, ritari, laganefnd, siðanefnd og skoðunarmenn reikninga
Kl. 12:00 – Hádegishlé
Kl. 13:00 – Afgreiðsla mála, framhald
Kl. 16:30 – Önnur mál
Kl. 17:00 – Þingslit

Drög að ályktunum flokksþings

 1. Innviðir – drög

 1. Heilbrigði og málefni eldra fólks – drög

 1. Menning, viðskipti og efnahagur – drög

 1. Mennta- og barnamál – drög

 1. Stjórnskipan, mannréttindi, málefni innflytjenda og utanríkismál – drög

 1. Atvinnumál – drög

 1. Umhverfis-, orku- og loftslagsmál – drög

 1. Laganefnd – drög

Skýrsla og tillögur um innra starf

Miðar á hátíðarkvöldverð og ballMiðar á hátíðarkvöldverð eru til sölu á tix.is og innifalið er fordrykkur, þriggja rétta kvöldverður, skemmtun, PATRi!K - Prettyboychoco og ball með hljómsveitinni Sunnan 6. Síðasti möguleiki á að kaupa miða er á mánudaginn.

Upphitun fyrir Flokksþing

Í tilefni Flokksþings flokksins helgina 20.-21. apríl þá bjóðum við Framsóknarfólki að koma og þjófstarta helgini með okkur!

Viðburðurinn fer fram í Kópavogi, Bæjarlind 14-16 og hefst kl. 20.00.

Mikilvægar dagsetningar:

 • 21. mars – viðmiðunardagur fulltrúatölu aðildarfélaga.
 • 5. apríl – lagabreytingum skal í síðasta lagi á miðnætti skilað inn til flokksskrifstofu.
 • 13. apríl – kjörbréfum skal í síðasta lagi á hádegi skilað inn til flokksskrifstofu.

Á flokksþingi skal kjósa formann Framsóknarflokksins og skal hann jafnframt vera formaður miðstjórnar flokksins. Þá skal á flokksþingi kjósa varaformann, ritara og tvo skoðunarmenn reikninga. Einnig skal kjósa tvo meðstjórnendur í laganefnd og tvo til vara. Ennfremur skal kjósa tvo meðstjórnendur siðanefndar og tvo til vara. Hvert flokksfélag hefur rétt til að senda einn fulltrúa með atkvæðisrétt á flokksþing fyrir hverja 15 félagsmenn eða brot úr þeirri tölu. Jafnmargir varamenn skulu kjörnir. Fulltrúatala skal miðast við félagatal eins og það liggur fyrir á skrifstofu flokksins 30 dögum fyrir flokksþing. Um fyrirkomulag kosninga fulltrúa fer eftir lögum einstakra aðildarfélaga. Aðildarfélög skulu tilkynna val sitt á fulltrúum á flokksþing til skrifstofu flokksins eigi síðar en viku áður en flokksþing er sett. Allir félagsmenn í flokknum hafa rétt til að sækja flokksþing og hafa þar málfrelsi og tillögurétt. Miðstjórnarmenn eiga sæti á flokksþingi með atkvæðisrétti.

Bílastæði á flokksþingi

Norðan megin við Hilton hótel:

Sunnan megin við Hilton hótel:

FRAMSÓKN