03/10/2020

Laugardagur

12:00 -

Reykjavík

45. Sambandsþing SUF

Boðað er til 45. Sambandsþings SUF 3.-4. október 2020 í Framsóknarhúsinu Hverfisgötu 33 í Reykjavík. Allt Framsóknarfólk 35 ára og yngra sem skráð er í Framsóknarflokkinn 30 dögum fyrir þingið hafa atkvæðisrétt.

Dagskrá:

2. október - föstudagur 20:00 Fyrirpartý hjá Sigrúnu - FUF í Reykjavík á Hverfisgötu 33 3. október - laugardagur 10:00 Setning - Kosning þingforseta - Kosning þingritara - Kosning starfsnefndar 10:15 Ávarp gesta 11:00 Lagabreytingar 11:30 Skýrsla stjórnar 12:00 Hádegishlé 13:00 Almennar umræður 14:00 Málefnavinna 16:00 Þinghlé 16:30-18:00 Vísindaferð - Solid Clouds (Rúta fer kl 16:15 frá Hverfisgötu 33) ​ 20:00 Hátíðarkvöldverður á Hverfisgötu 33 4. október - sunnudagur 13:00 Kosningar - Formaður - Stjórn ​- Skoðunarmenn reikninga 14:00 Málefnavinna 16:00 Þingslit

Framboð

Framboð til formanns SUF

Skal skila 2 vikum fyrir sambandsþing inn til skrifstofu Framsóknar.

Framboð til stjórnar SUF

Hægt er að skila inn framboðum til stjórnar og varastjórnar SUF alveg þangað til að formlegar kosningar hefjast. Fram að setningu sambandsþings er hægt að bjóða sig fram með því að haka við í viðeigandi reit í skráningaforminu eða senda tölvupóst á suf@suf.is Eftir setningu sambandsþings taka starfsmenn þingsins við framboðum til stjórnar og varastjórnar.

Lagabreytingar

Lögum SUF verður aðeins breytt á sambandsþingi með 2/3 hlutum greiddra atkvæða. Tillögum að lagabreytingum skal skilað til stjórnar SUF 14 dögum fyrir þing sambandsins með því að senda póst á suf@suf.is. Leggja skal breytingar á lögunum til landsstjórnar Framsóknarflokksins til staðfestingar.

Ályktanir

Hægt er að skila ályktum til stjórnar SUF með því að senda póst á suf@suf.is. Skilafrestur er til hádegis 2. október. ***

Lög SUF um sambandsþing

4.1 Sambandsþing hefur æðsta vald í málefnum Sambands ungra Framsóknarmanna. Á sambandsþingi skal marka stefnu sambandsins og taka ákvarðanir um starf þess, skipulag og fjárreiður. 4.2 ​Samband ungra Framsóknarmanna heldur árlega sambandsþing og skal það haldið á tímabilinu 15. ágúst - 15. október. Sambandsþing SUF skal aldrei vera haldið tvö ár í röð í sama kjördæmi og leitast skal eftir því að halda sambandsþingið á minnst sex ára fresti í hverju kjördæmi. Stjórn SUF boðar til sambandsþings. Boða skal til sambandsþings með a.m.k. 30 daga fyrirvara, bréflega, með tölvupósti eða á annan óvefengjanlegan hátt. Í þingboði skal getið dagskrár. Sambandsþing er löglegt sé löglega til þess boðað. 4.3 Allir félagsmenn í SUF hafa rétt til setu á sambandsþingi með fullum réttindum. Stjórn SUF er þó heimilt að ákveða þinggjald og gera greiðslu þess að skilyrði fyrir atkvæðisrétti á sambandsþingi. Atkvæðisrétt á sambandsþingi hafa þeir sem hafa skráð sig í Framsóknarflokkinn 30 dögum fyrir sambandsþing samkvæmt félagatali á skrifstofu flokksins. 4.4 Á sambandsþingi skal kjósa í eftirfarandi embætti: a) Formann b) 12 menn í stjórn og jafnmarga til vara. Skal a.m.k. einn aðal- og varamaður koma úr hverju kjördæmi en eigi fleiri en 3 að meðtöldum formanni. Hlutur hvors kyns skal ekki vera lægri en 40%, nema þegar gagnsæjar og augljósar ástæður eru því til fyrirstöðu. c) 2 skoðunarmenn reikninga og tveir til vara. 4.5 Framboðum til formanns skal skila til skrifstofu Framsóknarflokksins eiga síðar en tveim vikum fyrir setningu sambandsþings. Stjórn SUF skal standa að sameiginlegri kynningu á frambjóðendum til formanns. ***