46. Sambandsþing SUF
Boðað er til 46. Sambandsþings SUF 8.-10. október 2021 á Hótel Sel, við Mývatni. Allt Framsóknarfólk 35 ára og yngra sem skráð er í Framsóknarflokkinn 30 dögum fyrir þingið mun hafa atkvæðisrétt.
Skráninga fer fram hér.
Við vekjum athygli á því að frestur til að skrá sig í gistingu á Hótel Sel , við Mývatn, líkur þann 26. september, nk.
Drög að dagskrá:
Föstudagur 8. október
12:00 Áætluð brottför úr Reykjavík
18:30 Áætluð mæting og innritun á Hótel Sel
19:00 Kvöldmatur
21:00 Óformleg kvölddagskrá
Laugardagur 9. október
09:00 Morgunverður
10:00 Setning þings-Kosning þingforseta-Kosning þingritara-Kosning starfsnefndar
10:15 Skýrsla stjórnar
10:30 Lagabreytingar
11:00 Almennar umræður
12:00 Hádegishlé
13:00 Ávarp gesta
14:00 Málefnavinna
15:00 Kosningar-Formaður-Stjórn-skoðunarmenn reikninga
16:00 Þinghlé
16:30-18:00 Vísindaferð í Jarðböðin við Mývatn
20:00 Hátíðarkvöldverður
21:00 Úrslit kosninga tilkynnt
Sunnudagur 10. október
09:00 Morgunverður
10:30 Málefnavinna framhald
13:00 Þinglok
Tekið skal fram að þeir þinggestir sem hyggjast taka þátt í þinginu rafrænt munu geta gert það sem áheyrnarfulltrúar.
Atkvæðisréttur er bundinn við þá þátttakendur sem eru á staðnum.
Lagabreytingartillögur þurfa að berast á suf@suf.is 14 dögum fyrir þingið.
Þinggjald er 4.000 kr. og innifalið í því eru þinggögn, hádegisverður á laugardegi og kaffi meðan á þinginu stendur.
Ef einhverjar spurningar vakna að þá er hægt að hafa samband við SUF með því að senda skilaboð á Facebook eða á öðrum miðlum.
Framboð
Framboð til formanns SUF
Skila skal framboði til formanns SUF 2 vikum fyrir sambandsþing inn til skrifstofu Framsóknarflokksins.
Framboð til stjórnar SUF
Hægt er að skila inn framboðum til stjórnar og varastjórnar SUF alveg fram til þess að formleg kosning hefst á sambandsþingi.
Fram að setningu sambandsþings er hægt að bjóða sig fram með því að haka við í viðeigandi reit í skráningaforminu eða senda tölvupóst á
suf@suf.is
Eftir setningu sambandsþings taka starfsmenn þingsins við framboðum til stjórnar og varastjórnar.
Lagabreytingar
Lögum SUF verður aðeins breytt á sambandsþingi með 2/3 hlutum greiddra atkvæða. Tillögum að lagabreytingum skal skilað til stjórnar SUF 14 dögum fyrir þing sambandsins með því að senda póst á
suf@suf.is. Leggja skal breytingar á lögunum til landsstjórnar Framsóknarflokksins til staðfestingar.
Ályktanir
Hægt er að skila ályktum til stjórnar SUF með því að senda póst á
suf@suf.is.
Skilafrestur er til hádegis 2. október.
***
Lög SUF um sambandsþing
4.1 Sambandsþing hefur æðsta vald í málefnum Sambands ungra Framsóknarmanna. Á sambandsþingi skal marka stefnu sambandsins og taka ákvarðanir um starf þess, skipulag og fjárreiður.
4.2 Samband ungra Framsóknarmanna heldur árlega sambandsþing og skal það haldið á tímabilinu 15. ágúst - 15. október. Sambandsþing SUF skal aldrei vera haldið tvö ár í röð í sama kjördæmi og leitast skal eftir því að halda sambandsþingið á minnst sex ára fresti í hverju kjördæmi. Stjórn SUF boðar til sambandsþings. Boða skal til sambandsþings með a.m.k. 30 daga fyrirvara, bréflega, með tölvupósti eða á annan óvefengjanlegan hátt. Í þingboði skal getið dagskrár. Sambandsþing er löglegt sé löglega til þess boðað.
4.3 Allir félagsmenn í SUF hafa rétt til setu á sambandsþingi með fullum réttindum. Stjórn SUF er þó heimilt að ákveða þinggjald og gera greiðslu þess að skilyrði fyrir atkvæðisrétti á sambandsþingi. Atkvæðisrétt á sambandsþingi hafa þeir sem hafa skráð sig í Framsóknarflokkinn 30 dögum fyrir sambandsþing samkvæmt félagatali á skrifstofu flokksins.
4.4 Á sambandsþingi skal kjósa í eftirfarandi embætti:
a) Formann.
b) 12 menn í stjórn og jafnmarga til vara. Skal a.m.k. einn aðal- og varamaður koma úr hverju kjördæmi en eigi fleiri en 3 að meðtöldum formanni. Hlutur hvors kyns skal ekki vera lægri en 40%, nema þegar gagnsæjar og augljósar ástæður eru því til fyrirstöðu.
c) 2 skoðunarmenn reikninga og tveir til vara.
4.5 Framboðum til formanns skal skila til skrifstofu Framsóknarflokksins eiga síðar en tveim vikum fyrir setningu sambandsþings. Stjórn SUF skal standa að sameiginlegri kynningu á frambjóðendum til formanns.
***
Framkvæmdastjórn SUF.