Árlegt sambandsþing SUF verður haldið helgina 26.-28. ágúst 2022 í Suðvesturkjördæmi að þessu sinni, Bæjarlind 14-16.
Sambandsþing hefur æðsta vald í málefnum Sambands ungra Framsóknarmann. Þar er stefna sambandsþing mynduð, lög og ályktanir samþykkt. Einnig er kosið í nýja stjórn ár hvert auk formanns. Sambandsþing er enn fremur uppskeruhátíð ungs Framsóknarfólks. Tími til að hafa gaman og fyrir nýtt fólk að kynnast starfinu. Við hvetjum öll þau sem eru áhugasöm að taka þátt og skrá sig.
Skráning fer fram á eftirfarandi tengli: https://forms.gle/FTykk5EmPTuYm2Dm9
Frekari upplýsingar má finna á facebook viðburði okkar: https://facebook.com/events/s/47-sambands%C3%BEing-suf/436450301500056/
Þinggjald er 2.500 kr. og innifalið í því eru þinggögn, hádegisverður á laugardegi, kaffi og veitingar meðan á þinginu stendur.
Atkvæðisrétt á sambandsþingi hafa þau sem skrá sig í Framsókn 30 dögum fyrir sambandsþing samkvæmt félagatali á skrifstofu flokksins. Hægt er að skrá sig í flokkinn með rafrænum skilríkjum hér: https://framsokn.is/ganga-i-flokkin/
Lagabreytingartillögur þurfa að berast á suf@suf.is 14 dögum fyrir þingið þ.e.12. ágúst.
Framboð til formanns SUF skal berast til skrifstofu Framsóknar á netfangið framsokn@framsokn.is fyrir kl 23:59 þann 12. águst.
Ef einhverjar spurningar vakna er hægt að hafa samband við SUF með því að senda skilaboð á facebook eða öðrum miðlum