Aðalfundur Framsóknarfélags Mosfellsbæjar

Þriðjudaginn 17. ágúst 2021 –

Aðalfundur Framsóknarfélags Mosfellsbæjar verður haldinn þriðjudaginn 17. ágúst að Harðarbóli, félagsheimili Hestamannafélagsins Harðar í Mosfellsbæ, það er staðsett við keppnisvelli Harðar á Varmárbökkum, kl. 20.00.

Dagskrá:
  1. Fundarsetning.
  2. Tilnefning eða kosning fundarstjóra og fundarritara.
  3. Formaður gefur skýrslu um starfsemi félagsins á liðnu starfsári.
  4. Gjaldkeri flytur skýrslu um fjárhag félagsins og leggur fram reikninga.
  5. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.
  6. Reikningar bornir upp til samþykktar.
  7. Lagabreytingar, löglega fram bornar.
  8. Kosin stjórn félagsins:

8.1.  Formanns.
8.2   4 meðstjórnenda.
8.3.  2 í varastjórn.
8.4.  2 skoðunarmenn reikninga.
8.5 Fulltrúa félagsins á kjördæmisþing KFSV.

  1. Önnur mál.
  2. Fundarslit.

Framboð til þeirra trúnaðarstarfa sem kosið er um á aðalfundi skulu berast framsokn@framsokn.is eigi síðar en 3 sólarhringum fyrir aðalfund.

Flokksfélagar eru hvattir til að mæta.

***

Úr lögum Framsóknarfélags Mosfellsbæjar:
  1. gr. Boða skal til aðalfundar með 10 daga fyrirvara á skriflegan hátt. Í fundaboði skal geta dagskrár. Aðalfundur er löglegur sé löglega til hans boðað. Seturétt á aðalfundi hafa með fullum atkvæðisrétti, allir þeir sem hafa skráð sig í félagið viku fyrir aðalfund.
  2. gr. Á aðalfundi skal kjósa í eftirfarandi embætti úr hópi félagsmanna:
    1. Formann félagsins.
    2. Fjóra aðalmenn og tvo til vara.
    3. Tvo skoðunarmenn reikninga.
    4. Fulltrúa félagsins á kjördæmisþing Suðvesturkjördæmis, en aðalfundur getur falið stjórn að ganga frá vali á fulltrúum félagsins á kjördæmisþing

Á aðalfundi skal einnig taka fyrir skýrslu stjórnar og endurskoðaða reikninga félagsins umliðið starfsár.

***