Aðalfundur UngFramsóknar í Reykjavík

Laugardagur 6. mars 2021 –

Öllum er boðið á aðalfund UngFramsóknar í Reykjavík.

Hvenær: Laugardaginn 6. mars kl. 18:00

Hvar: Hverfisgata 33, 3. hæð (á meðan rými leyfir).

Óski fólk að mæta frekar í gegnum fjarfundarbúnað eða ef fjöldi fer yfir það sem rými leyfir verður boðið upp á að mæta í gegnum fjarfundarbúnað. Hægt er að fá hlekk á fundinn með því að senda UngFramsókn í Reykjavík skilaboð.

Dagskrá fundarins:

– Fundarsetning.
– Tilnefning eða kosning fundarstjóra og fundarritara.
– Stjórn gefur skýrslu um starfsemi félagsins á liðnu starfsári.
– Flutt verður skýrsla um fjárhag félagsins og lagðir fram reikningar.
– Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.
– Reikningar bornir upp til samþykktar.
– Lagabreytingar.
– Kosning formanns og stjórnar.
– Önnur mál.
– Fundarslit.

Boðið verður upp á flatbökur og fljótandi veigar að loknum fundi. Farið verður alfarið eftir gildandi sóttvarnarreglum og er öllum bent á mikilvægi einstaklingsbundna sóttvarna og fjarlægðartakmarkana. Stjórn UngFramsóknar í Reykjavík áskilur sér leyfi að vísa einstaklingum frá sem virða ekki sóttvarnarreglur.

Hlökkum til að sjá sem flesta!