Aukakjördæmisþing KFNA

Fimmtudagur 29. apríl 2021 –

Stjórn Kjördæmissamband Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi (KFNA) boðar til aukakjördæmisþings KFNA fimmtudaginn 29. apríl til að samþykkja fyrirliggjandi tillögu að framboðslista Framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar laugardaginn 25. september n.k..  Þingið fer fram á ZOOM og hefst það kl. 20.00.

Drög að dagskrá:
  1. Tillaga að framboðslista Framsóknar í kjördæminu.
  2. Ávörp frambjóðenda.
  3. Önnur mál.

***

Á kjördæmisþingi eiga sæti með atkvæðisrétti:

a) Einn fulltrúi fyrir hverja byrjaða 10 félagsmenn hvers aðildarfélags í kjördæminu. Þó aldrei færri en einn fulltrúi úr hverju sveitarfélagi á félagssvæðinu. Jafnmargir varafulltrúar skulu kjörnir. Fulltrúatala einstakra aðildarfélaga skal miðast við félagaskrá eins og hún liggur fyrir á skrifstofu flokksins einum mánuði fyrir kjördæmisþing, þó að teknu tilliti til greinar 2.4 í lögum flokksins.

b) Stjórn KFNA.

c) Aðalmenn í miðstjórn Framsóknarflokksins sem búsettir eru í kjördæminu, auk þess fyrrverandi og sitjandi þingmenn og ráðherrar flokksins ásamt fulltrúum kjördæmisins í sveitarstjórnarráði.

d) Fulltrúar kjördæmisins í launþegaráði.

Þá skulu allir félagsmenn Framsóknarflokksins í kjördæminu eiga rétt á að sitja kjördæmisþing með málfrelsi og tillögurétt. Einnig skal framkvæmdastjórn flokksins og framkvæmdastjóri hans eiga þar seturétt með málfrelsi og tillögurétt.

STJÓRN KFNA